Showing 10 results

Authority record
Fell í Sléttuhlíð

Bjarni Pálsson (1790-1842)

  • S01683
  • Person
  • 9. ágúst 1790 - 6. feb. 1842

Var á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1801. Aðstoðarprestur á Bægisá á Þelamörk 1817-1820 og prestur á Felli í Sléttuhlíð frá 1820 til æviloka. „Hann var stórvel gefinn maður bæði til sálar og líkama.“ Barnlaus. Í manntali 1835 og 1840 er hann skráður á Felli og þar er skráð kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir (1773-1846).
Faðir: Páll Bjarnason (1763-1838), prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún., Móðir: Guðrún Bjarnadóttir (1763-1834).

Björg Sveinsdóttir (1899-1976)

  • S03217
  • Person
  • 14.07.1899-14.05.1976

Björg Sveinsdóttir, f. að Felli í Sléttuhlíð 14.07.1899, d. 14.05.1976 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Árnason og Jórunn Sgteinunn Sæmundsdóttir. Björg tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919 og hjúkrunarpróf í hjúkrun geðveikra 1926. Hjúkrúnarpróf í almennri hjúkrun 1931. Var ljósmóðir í Fellsumdæmi frá 1919 til haustsins 1921 og starfandi ljósmóðir á Kópaskeri og nágrenni um skeið. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi og við einkahjúkrun í London 1931-1948 og 1958-1968. Starfandi 1948-1958 á sjúkrahúsum í Durban Brookenhill og Salisbury í Afríku. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands 2. maí 1919.
Maki 1: Harry Edwin Bird byggingarmeistari.
Maki 2: Harold Cox rafvirkjameistari í Hastings á Englandi.

Ingveldur Jónsdóttir (1839-1907)

  • S01561
  • Person
  • 4. jan. 1839 - 3. júlí 1907

Dóttir Sr. Jóns Hallssonar og k.h. Jóhönnu Hallsdóttur. Húsfreyja í Krossanesi, Seyluhr., Skag., síðar á Hofsósi. Var á Felli, Fellssókn, Skag. 1845. Kvæntist Stefáni Einarssyni frá Reynistað.

Jóhanna Hallsdóttir (1818-1903)

  • S01562
  • Person
  • 29. ágúst 1818 - 31. des. 1902

Foreldrar: Hallur Þórðarson hreppstjóri í Hvammi í Hjaltadal og Kristjana Lovísa Petzdóttir Eeg. Þorbjörg kona Halls, gekk Jóhönnu í móðurstað. Kvæntist Jóni Hallssyni prófasti í Glaumbæ. Áður en þau settust að í Glaumbæ 1874 bjuggu þau í Geldingaholti (1839-1841), að Felli í Sléttuhlíð (1842-1847), í Goðdölum (1847-1858) og í Miklabæ (1858-1874). Síðast búsett á Sauðárkróki. Jóhanna og Jón eignuðust fjórtán börn, tíu náðu fullorðinsaldri. Jón eignaðist auk þess laundóttur með Valgerði Sveinsdóttur.

Jón Sigurður Pálmason (1886-1976)

  • S00070
  • Person
  • 29.07.1886-19.11.1976

Jón Sigurður Pálmason, bóndi á Þingeyrum. Fæddist að Felli í Sléttuhlíð, 29.07.1886. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Eiginkona: Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897 - 1989). Jón Sigurður lést 19.11.1976.

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Ólafur Jóhannsson (1868-1941)

  • S02669
  • Person
  • 15. mars 1867 - 15. mars 1941

Faðir: Jóhann Ólafsson (þá vinnumaður á Keldum). Móðir: Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. ,,Ólafur ólst upp með föður sínum, fyrst á Keldum í Sléttuhlíð, síðan í Felli hjá sr. Einari Jónssyni. Kenndi prestur honum helstu námsgreinar. Úr Sléttuhlíðinni lá leiðin til Siglufjarðar. Stundaði Ólafur þar bæði sjósókn og verslunarstörf á sumrin, en farkennslu í Skagafirði á vetrum. Átti hann fiskiskip móti öðrum manni og stjórnaði því um skeið. Varð það danskt fiskiskip, einmastrað, og bar nafnið "Svanurinn". Ólafur var bóndi á Keldum 1899-1901, í húsmennsku á Gilsbakka 1901-1904, og bóndi Hryggjum á Staðarfjöllum 1904-1906 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar stundaði hann sjóinn á sumrin en barnakennslu á vetrum, auk þess hafði hann töluverða bóksölu. Haustið 1931 flutti Ólafur ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka."
Maki: Guðlaug Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust einn son.

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

  • S00069
  • Person
  • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Sveinn Árnason (1864-1936)

  • S03233
  • Person
  • 07.07.1864-16.07.1936

Sveinn Árnason, f. 07.07.1864 á Ysta-Mói í Flókadal í Fljótum, d. 16.07.1936 í Felli. Foreldrar: Árni Pálsson á Ysta-Mói og kona hans. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Ysta-Mói og naut þar góðrar fræslu. Hann sótti námskeið í stýrimannafræðum og var vel að sér í þeirri grein. Einnig lærði hann smíðar. Árið 1890-1891 bjó hann á Minna-Grindli og var þar heimamaður tengdamóður sinnar en í manntali það ár er hann talinn skipstjóri. Vorið 1891 reisti hann bú í Felli og keypti jörðina skömmu síðar og bjó þar til æviloka. Bærinn brann til kaldra kola nálægt aldamótum en var endurreistur. Janframt landbúnaðinum stundaði hann sjósókn. Hann vann ýmis trúnaðarstörf og var m.a. skipaður hrepppstjóri 1899 en baðst lausnar árið 1935.
Maki 1: Jórunn Steinunn Sæmundsdóttir (12.07.1865-10.12.1903). Þau eignuðust sex börn en aðeins þrjú þeirra komust upp.
Maki 2: Hólmfríður Sigtryggsdóttir (15.04.1881-29.09.1971). Þau eignuðust fjögur börn.