Showing 14 results

Authority record
Neskaupstaður

Árni Sigurðsson (1927-2020)

  • S00242
  • Person
  • 13. nóv. 1927 - 26. okt. 2020

Árni fæddist á Sauðárkróki árið 1927. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir kona hans. Árni lærði til prests, var á Neskaupstað og síðast sóknarprestur á Blönduósi. Eginkona hans var Eyrún Gísladóttir. Þau eignuðust tvö börn, Arnór og Hildi.

Árni Þorsteinsson (1955-

  • S02463
  • Person
  • 11. okt. 1955-

Árni er fæddur í Neskaupsstað 11. október 1955. Sonur Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Býr í Neskaupstað.

Ásmundur Þorsteinsson (1944-2013)

  • S02351
  • Person
  • 1. jan. 1944 - 13. sept. 2013

Ásmundur fæddist í Móakoti í Norðfirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Norðfjörð Jónsson sjómaður og Sigríður Elíasdóttir húsmóðir. Ásmundur stundaði sjómennsku og fékk skipstjórnarréttindi frá Sjómannaskólanum 1966. Hann lauk svo prófi í rennismíði 1976. Árið 1996 hóf hann störf við Verkmenntaskóla Austurlands og gegndi því starfi til vorsins 2013 þegar hann lét að störfum vegna aldurs. Ásmundur kvæntist Hildi B. Halldórsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Gunnarsson (1868-1956)

  • S01573
  • Person
  • 26. feb. 1868 - 22. ágúst 1955

Var á Höfða, Höfðasókn, Þing. 1880. Vinnumaður á Höfða, Grenivíkursókn, S.-Þing. 1890. Verslunarstjóri á Kljáströnd, Grenivíkursókn, S-Þing. 1901. Kaupmaður og útgerðarmaður á Höfða við Eyjafjörð og síðar í Neskaupstað. Bókhaldari í Neskaupstað 1930.

Daníel Þorsteinsson (1963-

  • S02651
  • Person
  • 19. jan. 1963-

Daníel er fæddur í Neskaupstað, sonur hjónanna Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Daníel er tónlistarmaður og píanisti, var við nám í Hollandi. Eiginkona hans er Hrafnhildur Vigfúsdóttir, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Akureyri.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Herbert Alfreð Jónsson (1922-2000)

  • S00433
  • Person
  • 2. mars 1922 - 24. júlí 2000

Fæddur á Sauðárkróki, sonur Jóns Jónssonar, bónda og verkamanns og Tryggvínu Sigríðar Sigurðardóttur. Bjó á Neskaupstað.

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Sigurður Lárusson (1918-2011)

  • S02491
  • Person
  • 11. apríl 1918 - 12. jan. 2011

Sigurður fæddist í Neskaupstað, sonur hjónanna Lárusar Ásmundssonar og Dagbjartar Sigurðardóttur. Hann ólst upp við sjómennsku og varð síðar skipstjóri hjá bróður sínum Óskari. Sjálfur gerði Sigurður út skipið Hrönn frá Fáskrúðsfirði og Sigurfara hinn fyrri og síðar hinn seinni. Síðast vann Sigurður hjá fiskiðju kaupfélagsins á Höfn. Hann var kvæntur Katrínu Ásgeirsdóttur, þau eignuðust átta börn.

Sveinn Þorsteinsson (1903-1980)

  • S01572
  • Person
  • 1. des. 1903 - 19. júlí 1980

Alinn upp hjá Birni Gunnarssyni og Þóru Jónsdóttur á Kljáströnd við Grenivík. Verkamaður á Neskaupstað 1930. Síðar sjómaður og bankaritari á Akureyri.

Þóra Jónsdóttir (1867-1938)

  • S01574
  • Person
  • 1. ágúst 1867 - 8. feb. 1938

Foreldrar: Jón Jónatansson b. á Höfða á Höfðaströnd og k.h. Rannveig Sigríður Espólín Hákonardóttir. Fór úr Skagafirði austur í Mjóafjörð með móður sinni árið 1883. Kvæntist Birni Gunnarssyni frá Höfða við Eyjafjörð, þau fluttust síðar til Norðfjarðar.

Þorsteinn Árnason (1923-1965)

  • S00922
  • Person
  • 20. september 1923 - 24. mars 1965

Sonur Árna Daníelssonar og Heiðbjartar Björnsdóttur á Sjávarborg. Stúdent frá MA 1942. Cand. med. frá HÍ 1949. Læknir í Neskaupstað 1952-1964. Síðast bús. í Skagafirði. Kvæntist Önnu Siggerði Jóhannsdóttur frá Neskaupsstað.