Showing 14 results

Authority record
Kimbastaðir

Benedikt Þorsteinsson (1862-1933)

  • S01209
  • Person
  • 10.09.1862-03.08.1933

Foreldrar: Þorsteinn Bjarnason b. og hreppstjóri í Litlu-Gröf og 1.k.h. María Jóhannsdóttir. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi í Birkihlíð 1888-1895, Kimbastöðum 1895-1909, Gili 1909-1920. Fór þá að Birkihlíð aftur og bjó þar á parti af jörðinni á móti syni sínum á árunum 1922-1928. Benedikt átti um skeið sæti í hreppsnefnd Skarðshrepps og var lengi gangnaforingi í Úthnjúkum í Staðarfjöllum. Benedikt var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Magnúsdóttir frá Birkihlíð, þau voru barnlaus, Guðrún lést aðeins 24 ára gömul. Seinni kona hans var Sigurborg Jóhannesdóttir f. á Hvalnesi, þau eignuðust fimm börn.

Björg Sigurðardóttir (1876-1954)

  • S00777
  • Person
  • 10. desember 1876 - 1. apríl 1954

Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir í Vatnskoti. Sambýliskona Jóns Jónssonar á Kimbastöðum, þau bjuggu lengst af á Kimbastöðum, síðan í Borgargerði, á Sauðárkróki og síðustu árin á Hafsteinsstöðum. Björg og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón tvö börn.

Guðrún Sigrún Jónsdóttir (1905-1959)

  • S00780
  • Person
  • 27.08.1905-23.12.1954

Dóttir Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og sambýliskonu hans Bjargar Sigurðardóttur. Nokkru eftir fermingu fór hún til Reykjavíkur og síðar til Danmerkur þar sem hún var við nám og störf. Kvæntist sr. Guðmundi Benediktssyni frá Hrafnabjörgum í Svínadal. Þau fluttu að Barði í Fljótum árið 1933 og bjó Guðrún þar til æviloka. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn og ólu þar að auki upp stúlku frá níu ára aldri.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Helga Pálmey Benediktsdóttir (1902-1970)

  • S01205
  • Person
  • 6. apríl 1902 - 18. september 1970

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Húsfreyja í Godthaab, Vestmannaeyjum 1930. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Hermanni Benediktssyni.

Jón Jónsson (1858-1936)

  • S00718
  • Person
  • 10.03.1858-09.09.1936

Foreldrar: Jón Jónsson b. í Merkigarði og k.h. Ingiríður Pétursdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Merkigarði fram yfir fermingaraldur. Fór þá vinnumaður til Péturs Sigurðssonar b. á Sjávarborg og var hjá honum að mestu, þar til hann reisti bú. Hann gekk í 13 vetur í beitarhúsin á Borgarsel. Bóndi á Kimbastöðum 1884-1909, Borgargerði 1911-1916 brá þá búi og fluttist til Sauðárkróks. Jón kvæntist Guðrúnu Eggertsdóttur frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn. Guðrún lést 1898. Sambýliskona Jóns frá 1902 var Björg Sigurðardóttir, þau eignuðust saman tvær dætur.

Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir (1848-1928)

  • S01061
  • Person
  • 9. ágúst 1852 - 7. nóv. 1928

Foreldrar: Ólafur Ólafsson smáskammtalæknir á Syðri-Ey og k.h. Sigríður Sæmundsdóttir frá Grýtu í Eyjafirði. ,,Húsfreyja á Heiði í Gönguskörðum, Skag. Tók sér ættarnafnið Heiðdal en varð að breyta því í Heiðberg. Ráðskona á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880, var þar einnig 1882. Flutti að Hólabaki frá Hjallalandi í Vatnsdal 1880. Húsfreyja í Heiði, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901." Kvæntist Jóni Jónssyni, þau bjuggu lengst á Heiði í Gönguskörðum, þau eignuðust átta börn, Jón átti auk þess launson.

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Pétur Jónsson (1891-1951)

  • S00778
  • Person
  • 20.06.1891-19.06.1951

Sonur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og f.k.h. Guðrúnar Eggertsdóttur. Pétur var rétt sjö ára gamall þegar móðir hann lést en seinni kona föður hans, Björg Sigurðardóttir gekk honum í móðurstað örfáum árum síðar. Árið 1917 kvæntist hann Ólafíu Sigurðardóttur frá Eyri í Önundarfirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920 þar sem Pétur starfaði við ræktunarstörf hjá mági sínum sem þá var héraðsráðunautur Kjalarnesþings. Árið 1925 fluttu þau aftur norður og settust að á Sauðárkróki þar sem Pétur stundaði ýmsa verkamannavinnu, m.a. brúarsmíði. Frá árinu 1933 starfaði hann sem verkstjóri og ráðningarmaður Uppskipunarfélagsins. Árið 1937 var hann kjörinn í hreppsnefnd þar sem hann sat eitt kjörtímabil. Starfaði svo frá árinu 1940-1950 sem frysti- og sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, einnig sá hann um hafnargarð og skipaafgreiðslu. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda sem hrjáð höfðu Pétur um nokkurt skeið. Pétur og Ólafía eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust á legg.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1903-1997)

  • S01570
  • Person
  • 2. maí 1903 - 4. maí 1997

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Kimbastöðum í Borgarsveit og sambýliskona hans Björg Sigurðardóttir. Sigurbjörg var alin upp hjá foreldrum sínum á Kimbastöðum til 1911, síðan í Borgargerði til 1916 og loks á Sauðárkróki. Hún tók við búsforráðum á Hafsteinsstöðum árið 1926 og bjó þar ásamt manni sínum, Jóni Jónssyni frá Hafsteinsstöðum, til 1940. Það sama ár fluttust þau að Steinholti og síðan að Gýgjarhóli árið 1952, þar bjó Sigurbjörg til ársins 1986, Jón maður hennar lést 1972. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurbjörg og Jón eignuðust tvo syni.

Sigurborg Jóhannesdóttir (1861-1904)

  • S01208
  • Person
  • 7. apríl 1861 - 12. ágúst 1904

Fædd á Hvalnesi á Skaga. Foreldrar: Jóhannes Oddsson húsmaður á Herjólfsstöðum og Elínborg Jónsdóttir frá Ketu á Skaga. Fyrri maður: Hannes Þorleifsson b. á Kimbastöðum, þau eignuðust eina dóttur. Seinni maður: Benedikt Þorsteinsson frá Litlu-Gröf, þau bjuggu í Birkihlíð, á Kimbastöðum og á Gili, þau eignuðust fimm börn saman.

Sigurþór Hjörleifsson (1927-)

  • S01979
  • Person
  • 15. júní 1927-

Sonur Hjörleifs Sturlaugssonar b. á Kimbastöðum og k.h. Áslaugar Jónsdóttur. Sigurþór byggði nýbýlið Messuholt úr landi Kimbastaða og er búsettur þar. Lengi ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, rekur vélaverkstæði í Messuholti. Kvæntist Guðbjörgu Árnadóttur Hafstað frá Vík, þau eignuðust þrjár dætur, Guðbjörg lést 1966. Seinni kona Sigurþórs var Fjóla B. Bárðdal frá Sauðárkróki.

Steindór Marelíus Benediktsson (1897-1978)

  • S01207
  • Person
  • 12. júní 1897 - 17. júlí 1978

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Bóndi á Gili í Borgarsveit 1918-1920 og í Birkihlíð 1920-1978. Sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1933-1966, í stjórn Búnaðarfélags Staðarhrepps 1935-1972 (formaður frá 1944), fjallskilastjóri um árabil og formaður fjallskilastjórnar Staðarafréttar og gangnastjóri í Staðarfjöllum í áratugi. Sóknarnefndarfulltrúi Reynistaðarsóknar 1941-1965 og söng í áratugi í kirkjukór Reynistaðarkirkju. Kvæntist Elinóru Lovísu Jónsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son.

Þórleif Sigríður Benediktsdóttir (1899-1931)

  • S01210
  • Person
  • 17. ágúst 1899 - 27. maí 1931

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar og Sigurborgar Jóhannesdóttur í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili. Var á Kimbastöðum 1901. Kvæntist Þórði Jóhannssyni, þau bjuggu á Kjartansstöðum 1930.