Sýnir 6 niðurstöður

Nafnspjöld
Knappstaðir

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Jón Sigurðsson (1854-1920)

  • S02163
  • Person
  • 29. mars 1854 - 19. júní 1920

Foreldrar: Sigurður Jóakimsson bóndi að Vatnsenda í Þistilfirði og k.h. Kristrún Jónsdóttir frá Syðra-Hóli í Kaupangssveit. Var hjá foreldrum sínum til tíu ára aldurs er hann fluttist að Knappsstöðum í Stíflu til Maríu föðursystur sinnar og sr. Páls Tómassonar. Kvæntist árið 1875 Guðfinnu Gunnlaugsdóttur frá Garði í Ólafsfirði. Þau bjuggu á Knappsstöðum 1880-1885, á Molastöðum 1885-1893, á Illugastöðum í Fljótum 1893-1917 og í Hólum í Fljótum 1917-1920. Jón og Guðfinna eignuðust átta börn og ólu upp tvö vandalaus börn. Einnig áttu aldraðir oft hjá þeim athvarf.

Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir (1926-2015)

  • S01504
  • Person
  • 28. sept. 1926 - 6. jan. 2015

Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Eiginmaður Guðrúnar var Kristinn Jónasson, þau eignuðust tvö börn. Guðrún og Kristinn bjuggu í Tungu og á Knappsstöðum í Stíflu til ársins 1974 að þau fluttu til Akureyrar, þar unnu bæði í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum.

Snorri Bessason (1862-1949)

  • S01612
  • Person
  • 18. sept. 1862 - 19. ágúst 1949

Snorri Bessason, f. 18.09.1862 á Knappstöðum í Fljótum, d. 19.08.1949 í Reykjavík. Snorri ólst upp að mestu hjá föður sínum og stjúpu í Kýrholti í Viðvíkursveit. Hann hóf búskap að Stóragerði í Óslandshlíð 1890-1893, að Hringveri 1893-1899, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-18, er hann brá búi. Fluttist skömmu síðar til R.víkur, var lengi stefnuvottur þar og stundaði fleiri störf. Maki: Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Kristinn Jónasson (1914-1996)

  • S03028
  • Person
  • 17. ágúst 1914 - 24. ágúst 1996

Foreldar: Jónas Jósafatsson og síðari kona hans, Lilja Kristín Stefánsdóttir. Maki: Guðrún Guðmundsdóttir frá Berghyl í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Tungu og Knappstöðum í Stíflu þar til 1974 er þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar.