Sýnir 7 niðurstöður

Nafnspjöld
Hof í Vesturdal

Ólafur Jóhannsson (1889-1941)

  • S02851
  • Person
  • 22. ágúst 1889 - 13. feb. 1941

Ólafur Jón Jóhannsson, f. 22.08.1889 í Bjarnastaðagerði í Unadal. Foreldrar: Jóhann Símonarson bóndi í Bjarnastaðagerði og kona hans Anna Guðrún Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Hann fór í vinnumennsku í Blönduhlíð er hann var kominn á þrítugsaldurinn og árið 1915 var hann í húsmennsku á Frostastöðum og þar var hann fram til 1922, er hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Hofi í Vesturdal og hóf þar sjálfstæðan búskap. Að tveimur árum liðnum fluttust þau að Ystu-Grund og voru þar í fjögur ár og síðan að Miklabæ í Blönduhlíð þar sem Ólafur bjó til dánaradags. Síðustu árin var Ólafur mæðiveikivörður í Austurdal og á fjöllum á svæðinu frá Nýjabæ fram að Laugarfelli.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 24.12.1892 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignustðu þrjú börn.

Guðrún Jónsdóttir (1920-2011)

  • S03486
  • Person
  • 05.05.1920-22.09.2011

Guðrún Jónsdóttir, f. á Stekkjaflötum á Kjálka 05.05.1920, d. 22.09.2011 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson og Soffía Jónsdóttir. Guðrún ólst upp á Hofi í Vesturdal.
Maki: Pétur Jón Stefánsson (1909-2000). Þau eignuðust átta börn.

Bára Pétursdóttir (1937-2015)

  • S03484
  • Person
  • 10.10.1937-13.07.2015

Bára Pétursdóttir f. í Minni-Brekku í Fljótum 10.10.1037, d. 13.07.2015 á Akureyri.
Foreldrar: Pétur Jón Stefánsson (1909-2000) og Guðrún Jónsdóttir (1920-2011). Hún ólst upp í Minni-Brekku og Hofi í Vesturdal til 7 ára aldurs. Eftir það fluttist hún alfarið í Hof og ólst upp í stórum systkinahópi. Bára ólst upp við hefðbundin sveitastörf en 16 ára fór hún í vist í Glaumbæ og síðan suður til Kristins föðurbróður síns og var þar einn vetur. 18 ára gömul flutti hún til Akureyrar og starfaði þar svið umönnunarstörf á sjúkrahúsinu, auk þess að vinna hjá Sambandsverksmiðjunum. Árið 1971 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og vann m.a. á barnadeild sjúkrahússins á Akureyri og á Kristnesi. Hún var virk í starf Slysavarnarfélags Íslands.
MakiNúmi Sveinbjörn Adolfsson (f. 1938). Þau eignuðust saman fjögur börn. Þau bjuggu saman á Akureyri en slitu samvistum árið 1996.

Jón Oddsson (1876-1966)

  • S01784
  • Person
  • 18. júlí 1876 - 18. des. 1966

Foreldrar: Oddur Jónsson frá Bakka í Landeyjum og k.h. Steinunn Sigurðardóttir frá Pétursey í Mýrdal. Jón ólst upp með foreldrum sínum að Landamóti í Sandgerði. Árið 1895 réðst hann kaupamaður að Hofi í Vesturdal. Þar kynntist hann konuefni sínu Jórunni Guðmundsdóttur. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1902 þar sem Jón hóf smíðanám hjá Ólafi Briem. Árið 1908 réðst hann fastur starfsmaður til Pálma Péturssonar kaupfélagsstjóra og vann að verslunarstörfum hjá honum í 13 ár. Árið 1922 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann þar að smíðum í þrjú ár en sneru þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1940, á þessum tíma vann Jón aðallega að smíðum. Árið 1940 fluttu þau fyrst að Álfgeirsvöllum og þaðan að Vík í Staðarhreppi. Síðast búsett í Varmahlíð. Þegar Jón bjó á Sauðárkróki starfaði hann nokkuð með Leikfélagi Sauðárkróks. Jón og Jórunn eignuðust ekki börn en ólu upp tvær fósturdætur.

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Sigurður Helgi Guðmundsson (1941-2019)

  • S02526
  • Person
  • 27. apríl 1941 - 20. feb. 2019

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vest­ur­dal í Skagaf­irði 27. apríl 1941, son­ur hjón­anna Guðmund­ar Jóns­son­ar bónda og Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur. ,,Sig­urður lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um á Bifröst 1957 og stúd­ents­prófi frá MA 1965. Hann lauk kandí­dats­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands 1970 og fram­halds­námi í kenni­mann­legri guðfræði og sál­gæslu við
Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. Sigurður var sókn­ar­prest­ur í Reyk­hóla­prestakalli 1970-1972 og Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977. Jafn­framt var Sig­urður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræðaskól­ans á Eskif­irði og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á ár­un­um 1975-1977. Sig­urður var skipaður sókn­ar­prest­ur í Víðistaðaprestakalli í Hafnar­f­irði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá embætti árið 2001. Sig­urður var for­stjóri á Umönn­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. Sig­urður gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um, var formaður Presta­fé­lags Aust­ur­lands 1972-1974, sat í stjórn Rauða kross Íslands 1977-1982, full­trúi Íslands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-1993 og for­seti sam­tak­anna 1991-1993, formaður Öldrun­ar­ráðs Íslands 1981-1991 og sat í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-1989. Sig­urður var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1997 fyr­ir störf að fé­lags- og öldrun­ar­mál­um. Sigurður kvæntist Brynhildi Ósk Sigurðardóttur hjúkr­un­ar­fræðingi og djákna, þau eignuðust þrjú börn."

Oddrún Guðmundsdóttir (1936-2001)

  • S01925
  • Person
  • 10. feb. 1936 - 8. ágúst 2001

Oddrún Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist á Giljum í Vesturdal í Skagafirði hinn 10. febrúar 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Guðmundur og Ingibjörg bjuggu síðar á Hofi í Vesturdal, í Hvammi í Svartárdal og í Stapa í Lýtingsstaðahreppi. Oddrún giftist 8. ágúst 1964 Sigurbergi Hraunari Daníelssyni deildarstjóra, þau eignuðust fjögur börn. ,,Oddrún lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1962. Hún vann við verslunarstörf á Sauðárkróki og kenndi síðan um árabil sund í Sundlaug Kópavogs."