Showing 14 results

Authority record
Syðri-Brekkur

Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923)

  • S00563
  • Person
  • 2. jan. 1880 - 26. apríl 1923

Anna Rósa Pálsdóttir fæddist að Syðri-Brekkum 2. janúar 1880, dóttir Páls Pálssonar b. að Syðri-Brekkum og víðar í Blönduhlíð og k.h. Dýrleifar Gísladóttur. Kvæntist Árna Magnússyni frá Utanverðunesi, þau bjuggu að Utanverðunesi og síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Benedikt Jónsson (1863-1938)

  • S02014
  • Person
  • 1. mars 1863 - 4. ágúst 1938

Foreldrar Benedikts voru Jón Benediktsson bóndi á Hólum og Sigríður Halldórsdóttir prófasts á Sauðanesi í Þingeyjarþingi, Björnssonar. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar er þá gerðist og veitt var "betri manna börnum". Hafði Benedikt prófastur afi hans, gefið sonarsyni sínum Hóla með Hofi eftir sinn dag, en hann andaðist 28. apríl 1868. Um 1880 var fjárhagur Jóns, föður Benedikts þröngur og var það samkomulag þeirra að bjóða Hólaeignina til sölu. Í þann tíma var áhugi fyrir að stofna búnaðarskóla á Norðurlandi. Varð það úr að Skagafjarðarsýsla keypti Hóla með Hofi á 13. þúsund krónur. Hugðist Benedikt nú leita sér frekara náms en hann hafði áður notið. Varð hann lærlingur hjá sr. Árna Þorsteinssyni presti á Ríp árið 1882 til að nema tungumál. Þótti hann fremur laus í ráði og hafði hann meiri áhuga á konuefni sínu, Þorbjörgu Árnadóttur frá Stokkhólma. Voru þau í húsmennsku á Syðri Brekkum 1883, en töldust þó hafa jarðarhluta á móti Sigtryggi bónda Jónatanssyni. Fluttust svo að Hofi í Hjaltadal og voru þar í sambýli við föður Benedikts 1884-1886. Brugðu þá búi og fluttust til Sauðárkróks. Var fjárhagur þá þröngur og Benedikt lítt vanur kaupstaðavinnu. Lauk verunni þar með hjónaskilnaði. Fór hann með eldri dóttur þeirra 1887 til Vesturheims, en hún réðst í vistir með yngri dótturina. Benedikt var síðar allvíða í Kanada og Norður Dakota og hafði litla staðfestu til langdvalar á sama stað en dvaldist síðast í Riverton, hann drukknaði þar í Íslendingafljóti. Benedikt og Þorbjörg eignuðust tvær dætur.
Seinni kona Benedikts, kvænt í Vesturheimi, var Kristín Baldvinsdóttir frá Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, þau eignuðust fjögur börn.

Bjarni Ingibergur Sigfússon (1916-2001)

  • S01483
  • Person
  • 21. júní 1916 - 29. mars 2001

Bjarni Ingibergur Sigfússon fæddist á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði 21. júní 1916. Foreldrar hans voru Sigfús Hansson og kona hans Anna Jónína Jósafatsdóttir. ,,Árið 1943 kvæntist Bjarni Gunnlaugu Margréti Stefánsdóttur frá Gautastöðum í Fljótum, þau eignuðust tvö börn. Bjarni var bóndi í Gröf frá 1937-1947, er hann flutti til Sauðárkróks, en þar var hann verslunarmaður hjá Sigurði bróður sínum til ársins 1966. Þau hjón fluttu þá til Reykjavíkur þar sem Bjarni starfaði sem verslunarmaður, fyrst í Heimakjöri, en síðast í Breiðholtskjöri."

Björn Pétursson (1834-1922)

  • S02205
  • Person
  • 22. júní 1834 - 9. maí 1922

Foreldrar: Pétur Jónsson b. og hreppstjóri á Syðri-Brekkum og síðast á Hofsstöðum og k.h. Sigríður Björnsdóttir frá Refsstöðum í Laxárdal. Kvæntist árið 1859 Margréti Sigríði Pálsdóttur frá Syðri-Brekkum, þau bjuggu á Hofsstöðum og eignuðust fjögur börn sem upp komust. Fyrir hjónaband hafði Björn eignast dóttur. Margrét lést árið 1880. Seinni kona Björns var Una Jóhannesdóttir frá Dýrfinnustöðum, þau eignuðust tvö börn sem upp komust. Björn var hreppstjóri Viðvíkurhrepps 1862-1866, 1869-1872 og 1875-1879. Sýslunefndarmaður 1874-1886, oddviti hreppsnefndar 1892-1904. Björn varð einn af ríkustu bændum héraðsins.

Frímann Þorsteinsson (1933-2019)

  • S03431
  • Person
  • 17.10.1933 - 14.03.2019

Frímann Þorsteinsson fæddist á Akureyri 17. október 1933. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson ( 24.12.1881 - 25.04.1996) og Guðrún Guðmundsdóttir (17.07.1894 - 2. maí 1977).
Frímann var á Akureyri til sex ára aldurs en fór þaðan til sumardvalar að Syðri-Brekkum í Akrahreppi hjá frændfólki sínu, systkinanna Sigríðar Jónasdóttur og Björn Jónssonar. Fræunabb ílengdist þar. Hann var tvo vetur í Bændaskólanum að Hólum og lauk burtfararprófi þaðan árið 1955. Árið 1959 tók hann við búi á Syðri-Brekkum. Hann sinnti ýmsum félagsmálum í sveit sinni. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd.

Guðrún Sigfúsdóttir (1907-1986)

  • S03145
  • Person
  • 2. sept. 1907 - 13. ágúst 1986

Foreldrar: Sigfús Hansson b. á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð og víðar og k.h. Jónína Jósafatsdóttir. Guðrún kvæntist Garðari Skagfjörð Jónssyni skólastjóra á Hofsósi, þau eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Guðrún dóttur.

Helga Sigtryggsdóttir (1887-1978)

  • S00357
  • Person
  • 02.10.1887-01.03.1978

Helga Sigtryggsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum í Akrahreppi þann 2. október 1887. Húsfreyja á Víðivöllum. Maður hennar var Gísli Sigurðsson (1884-1948).

,,Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Syðri Brekkum og síðan á Framnesi. Hún sigldi til Danmerkur til mennta og settist í kvennaskóla á Jótlandi. Hún útskrifaðist þaðan árið 1919 og kom heim um vorið. Helga átti heimili á Framnesi þar til hún gifti sig. Frá árinu 1924 bjó hún með bróður sínum honum Birni. Saman tóku þau að sér og ólu upp Brodda Jóhannesson síðar rektor Kennaraskólans. Hann kom þangað 8 ára gamall og átti þar heimili þar til hann fór utan til náms árið 1938. Helga giftist Gísla á Víðivöllum árið 1935 og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Helga og Gísli voru barnlaus en eftir lát Gísla 1950 bauðst Helga til að gefa jörðina Elliheimilissjóði Skagfirðinga. Hennar helstu skilyrði voru m.a. þau að reist yrði á allra næstu árum fyrsta elliheimili sýslunnar á Víðivöllum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en dagaði að lokum uppi hjá sýslunefnd."
Helga og Gísli áttu tvær fósturdætur.

Hermann Jónasson (1896-1976)

  • S00648
  • Person
  • 25.12.1896-22.01.1976

Hermann Jónsson, f. á Syðri-Brekkum í Skagafirði 25.12.1896, d. 22. 01.1976. Faðir: Jónas Jónsson (1856-1941) bóndi og trésmiður á Syðri-Brekkum í Skagafirði. Móðir: Pálína Guðný Björnsdóttir (1866-1949) húsmóðir að Syðri-Brekkum. Maki (30. maí 1925): Vigdís Oddný Steingrímsdóttir (1896-1976).
Hermann tók stúdentspróf við MR árið 1920. Lögfræðipróf við HÍ tók hann árið 1924 og hrl. árið 1945. Var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík 1924–1928. Lögreglustjóri í Reykjavík 1929–1934. Skipaður 28. júlí 1934 forsætisráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra, einnig atvinnu- og samgöngumálaráðherra frá 20. mars til 2. apríl 1938 og fór með kennslumál og utanríkismál frá 20. mars 1938 til 17. apríl 1939, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 forsætisráðherra að nýju og jafnframt dómsmála- og landbúnaðarráðherra, lausn 16. maí 1942. Varð þá lögfræðilegur ráðunautur Búnaðarbankans. Skipaður 14. mars 1950 landbúnaðarráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður 24. júlí 1956 forsætisráðherra og jafnframt landbúnaðar- og dómsmálaráðherra, lausn 4. desember 1958, en gegndi störfum til 23. desember 1958. Glímukóngur Íslands árið 1921. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930–1938, í bæjarráði 1932–1933. Skipaður 1930 í landskjörstjórn. Kosinn 1942 í stjórnarskrárnefnd og 1943 í milliþinganefnd um undirbúning verklegra framkvæmda. Í bankaráði Búnaðarbankans 1943–1972, formaður 1943–1960. Í skilnaðarnefnd 1944. Í Þingvallanefnd 1946–1968 og í fjárhagsráði 1947–1950. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1950–1967. Í sölunefnd setuliðseigna 1953–1972. Kosinn 1954 í togaranefnd og 1955 í atvinnumálanefnd. Formaður Framsóknarflokksins 1944–1962. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947, 1948 og 1955.

Alþingismaður Strandamanna 1934–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

Forsætisráðherra 1934–1942 og 1956–1958, landbúnaðarráðherra 1950–1953.

Pálína Björnsdóttir (1866-1949)

  • S03361
  • Person
  • 09.08.1866-23.12.1949

Pálína Björnsdóttir, f. 09.08.1866, d. 23.12.1949 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Foreldrar: Björn Pétursson bóndi á Hofstöðum og fyrri kona hans, Margrét Pálsdóttir. Pálína dvaldi í föðurhúsum fram undir tvítugt. Þá fór hún í ljósmæðraskóla á Akureyri. Alla tíð síðan stundaði hún ljóðsmóðurstarf, eða 52 ár. Hún þótti einstaklega dugleg til vinnu og farsæl í ljósmóðurstörfum sínum. Hún og eiginmaður hennar stunduðu búskap í Syðri-Brekkum í Blönduhlíð.
Maki: Jónas Jónsson (1856-1941). Þau eignuðust sex börn.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Pétur Jónasson (1887-1977)

  • S00599
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 29. nóv. 1977

Sonur Jónasar Jónssonar b. og smiðs og Pálínu Guðnýjar Björnsdóttur ljósmóður að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Pétur vann á búi foreldra sinna til tvítugsaldurs en fór þá að heiman og réðst í vistir og var í vinnumennsku í um 20 ár. Síðar varð hann ráðsmaður hjá Ásgrími Einarssyni skipstjóra á ábýlisjörðum hans að Ási í Hegranesi og Reykjum á Reykjaströnd. Pétur fluttist til Sauðárkróks árið 1930 og byggði sér þar íbúðarhús með föður sínum að Suðurgötu 9. Fyrstu árin á Sauðárkróki stundaði hann mest smíðavinnu en var einnig trúnaðarmaður Guðmundar Gíslasonar á Keldum um eftirlit með sýkingum af völdum mæði- og garnaveiki. Einnig leysti hann tvívegis af sem dýralæknir í nokkra mánuði í senn. Pétur sat um árabil í stjórn Vmf. Fram, átti sæti í skattanefnd í 20 ár, niðurjöfnunarnefnd í 20-30 ár, í fasteignamatsnefnd og kjörstjórn, lengi fulltrúi á aðalfundum K.S. og síðasti hreppstjóri Sauðárkróks 1943-1947 þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1942 kvæntist hann Maríu Karólínu Magnúsdóttur ljósmóður, þau eignuðust eina dóttur.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Sigtryggur Jónatansson (1850–1916)

  • S03227
  • Person
  • 12.11.1850-30.03.1916

Sigtryggur Jónatansson, f. í Litla-Árskógi Eyjafjarðarsýslu 12.11.1850-d. 30.03.1916 á Framnesi. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson bóndi á Efri-Vindheimum í Eyjafirði og kona hans Hólmfríður Gunnlaugsdóttir.
Sigtryggur ólst upp hjá foreldrum sínum. Fór ungur að Hraunum í Fljótum og svo til Jóns bróður síns að Höfða á Höfðaströnd. Ráðsmaður í Brimnesi í nokkur ár, þar til hann kvæntist og hóf búskap í Brekkukoti í Akrahreppi árið 1879. Þar var hann í 4 ár og fór svo að Syðri-Brekkum og bjó þar í 12 ár. Keypti þá Framnes í Akrahreppi og fór þangað 1895 og bjó þar til 1913. Hann var í mörg ár í hreppsnefnd Akrahrepps og oddviti í 12 ár.
Maki: Sigurlaug Jóhannesdóttir (08.09.1857-11.01.1939) frá Dýrfinnustöðum. Þau eignuðust sjö börn.

Sigurður Björnsson (1865-1939)

  • S03187
  • Person
  • 04.02.1865-29.11.1939

Sigurður Björnsson, f. á Hofsstöðum 04.02.1865, d. 29.11.1939 í Hofsstaðaseli. Foreldrar: Björn Pétursson, bóndi og hreppsstjóri á Hofsstöðum og fyrri kona hans, Sigríður Pálsdóttir. Sigurður óst upp hjá foreldrum sínum og vann svo að búi föður síns og stjúpu, þar til hann reisti sjálfur bú. Bóndi á Syðri-Brekkum 1899-1903, Hofstaðaseli hálfu 1903-1939.
Maki: Konkordía Stefánsdóttir (13.06.1875-25.01.1961). Þau eignuðust eina dóttur.