Showing 1 results

Authority record
Hreppstjóri Danmörk

Sigurður Þorvaldsson (1884-1989)

  • S00656
  • Person
  • 23. jan. 1884 - 21. des. 1989

Sigurður var fæddur í Álftaneshreppi á Mýrum 23. janúar 1884. ,,Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum við nokkra fátækt og hrakhólabúskap en komst snemma á unglingsárum í sumarvinnu við vegagerð og gat þannig safnað saman fé fyrir námsdvöl í Flensborgarskóla. Þaðan tók hann gagnfræðapróf 1904 og kennarapróf 1905. Haustið 1905 réðst hann kennari að Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði þar sem hann kenndi í tvo vetur en sigldi svo til Danmerkur vorið 1907 til frekara náms, fyrst við Lýðháskólann í Askov og síðan við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Sneri aftur til Íslands vorið 1910 og kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Víðivöllum í Blönduhlíð. Það sama ár fluttu þau til Ísafjarðar þar sem Sigurður starfaði sem kennari. Vorið 1914 keyptu þau Sleitustaði þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 40 ár. Samhliða myndarlegum búskap starfaði Sigurður sem kennari í Óslandshlíð og Hólahreppi, einnig tók hann að sér kennslu í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og á Skagaströnd. Sigurður gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveit sína um áratugaskeið, var hreppstjóri í rúma fjóra áratugi (1930-1971) og sat í hreppsnefnd um tíma. Var formaður Búnaðarfélags Óslandshlíðar og endurskoðandi Kaupfélags A-Skagfirðinga um langt skeið, umboðsmaður Esso og rak verslun með olíuvörur á Sleitustöðum um langt árabil." Sigurður og Guðrún eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.
Sigurður náði 105 ára aldri.