Showing 32 results

Authority record
Hafnarfjörður

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

  • S03399
  • Person
  • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Árni Halldórsson (1916-1995)

  • S00940
  • Person
  • 12.04.1916-01.01.1995

Sonur Karólínu Sigurrósar Konráðsdóttur og Halldórs Stefánssonar smiðs á Sauðárkróki. Kaupmaður í Hafnarfirði, kvæntist Guðrúnu Valdimarsdóttur.

Bjarni Bjarnason (1889-1970)

  • S03081
  • Person
  • 23. okt. 1889 - 2. ágúst 1970

Fæddur að Búðarhóli í Landeyjum. Gagnfræðapróf Flensborg 1909. Kennarapróf KÍ 1912. Kennarapróf í íþróttum og sundi við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn 1914. Námsför til Stokkhólms 1929. Kennari við barnaskólann í Hafnarfirði 1912–1915, skólastjóri 1915–1929. Jafnframt leikfimikennari við Flensborgarskóla 1912–1927 og íþróttakennari í ýmsum íþróttafélögum í Hafnarfirði. Keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918–1930. Skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni 1929–1959. Jafnframt stundakennari við skóla Björns Jakobssonar, síðar Íþróttakennaraskóla Íslands 1932–1946 og Húsmæðraskóla Suðurlands 1942–1952. Ráðsmaður við skólabúið að Laugarvatni 1935–1953, sjálfur bóndi þar 1953–1962 og átti þar heima til 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur. Formaður Sambands íslenskra barnakennara frá stofnun 1921–1927, í stjórn til 1931. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1933–1956. Gæslustjóri Búnaðarbanka Íslands 1938. Kosinn í landsbankanefnd 10. mars 1938. Í stjórn Íþróttakennaraskóla Íslands 1942–1960. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1945–1960 og fulltrúi á Búnaðarþingi 1946–1962. Í stjórn Stéttarsambands bænda 1953–1960. Átti sæti í tryggingaráði 1953–1956 og 1959–1967.
Alþingismaður Árnesinga 1934–1942, alþingismaður Snæfellinga 1942 (Framsóknarflokkur). Gaf út 1969–1970 Suðra, bók í þrem bindum um sunnlensk málefni.
Maki 1: Þorbjörg Þorkelsdóttir (fædd 9. október 1896, dáin 21. apríl 1946), þau voru barnlaus.
Maki 2: Anna Jónsdóttir (fædd 22. apríl 1906, dáin 24. júlí 1977), þau eignuðust tvö börn.

Bjarni Pétursson (1947-2008)

  • S02429
  • Person
  • 10. feb. 1947 - 5. apríl 2008

Foreldrar: Pétur Gauti Pétursson og Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir frá Grímsstöðum í Svartárdal. Bjarni var fæddur á Kvígsstöðum í Andakílshreppi í Borgarfirði, en flutti ungur að Gautlöndum í Mývatnssveit ásamt foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann var menntaður bifvélavirki og starfaði við þá iðn alla tíð. Bjó í Hafnarfirði. Kvæntist Þórunni Kristinsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni Sigurðsson (1889-1974)

  • S03005
  • Person
  • 24. júlí 1889 - 30. júlí 1974

Foreldrar: Sr. Sigurður Stefánsson prestur í Vigur og Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja. Bjarni fór ungur til náms í Flensborgarskóla og lauk þaðan prófi 1907 en sneri aftur heim í Vigur að námi loknu og bjó þar alla tíð síðan. Hann var bóndi þar til tveir synir hans tóku við búi á 6. áratugnum en þau hjónin bjuggu áfram í Vigur. Hann var oddviti hreppsnefndar 1924—1962. Sýslunefndarmaður 1925—1962. Hreppstjóri Ögurhrepps frá 1936. Form. Búnaðarfélags Ögurhrepps 1921—1961 og fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Vestfjarða 1923—1961. Í sáttanefnd frá 1926. í stjórn Formannasjóðs N.-Is. í 22 ár. Fulltrúi N.-Ís. á fundum Stéttarsambands bænda 1947—1956. Í stjórn Djúpbátsins h/f frá 1947. Hann var organisti í Ögurkirkju um 20 ára skeið. Maki: Björg Björnsdóttir frá Veðramóti í Gönguskörðum. Þau eignuðust 6 börn.

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Elísabet Ingveldur Halldórsdóttir (1904-1995)

  • S01961
  • Person
  • 26. feb. 1904 - 10. nóv. 1995

Foreldrar: Halldór Þorleifsson b. á Miklabæ og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára en hélt til Reykjavíkur 1927 og var í vist í Hafnarfirði hjá læknishjónum. Það kann að hafa orðið til þess að veturinn eftir hóf hún nám í ljósmóðurfræði og lauk þar prófi 1929, hélt þá norður og gerðist ljósmóðir í Hóla- og Viðvíkurhreppsumdæmi. Því starfi gegndi hún í 40 ár eða til 1968. Auk þess var hún ljósmóðir í Hofsós- og Hofshreppsumdæmi 1946-1949. Elísabet kvæntist Ólafi Gunnarssyni frá Keflavík í Hegranesi, þau bjuggu á Miklabæ frá 1935-1981. Þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Ólafur einn son, auk þess tóku þau einn fósturson.

Geir Ísleifur Geirsson (1922-1999)

  • S02179
  • Person
  • 20. maí 1922 - 9. apríl 1999

Geir Ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöðum í Landeyjum 20. maí 1922. Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi og Guðrún Tómasdóttir húsfreyja. Geir Ísleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, þau áttu tvo syni. ,,Geir Ísleifur fluttist tveggja ára gamall með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir Ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistararéttindi 1954. Árin 1952-­1953 sigldi hann með norsku olíuflutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árunum 1954 til 1987 var Geir Ísleifur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og í Búrfellsvirkjun. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli."

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Guðrún Margrét Albertsdóttir (1902-1970)

  • S02868
  • Person
  • 4. des. 1902 - 29. apríl 1970

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi). Guðrún Margrét ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Valdimar Sigurjónsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu til ársins 1964 er þau brugðu búi og fluttust til Hafnarfjarðar.

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Hjalti Kristgeirsson (1933-

  • S02532
  • Person
  • 12. ágúst 1933-

Hjalti er fyrrverandi forstöðumaður Árbókar ferðafélags Íslands. Kvæntur Jónínu H. Gísladóttur. Búsettur í Hafnarfirði.

Jóhanna Soffía Jónsdóttir (1855-1931)

  • S01211
  • Person
  • 10. apríl 1855 - 2. jan. 1931

Foreldrar Jón Pétursson dómstjóri í Hafnarfirði og f.k.h. Jóhanna Soffía Bogadóttir frá Staðarfelli í Dölum. Kvæntist Zóphoníasi Halldórssyni prófasti í Viðvík, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Oddsson (1876-1966)

  • S01784
  • Person
  • 18. júlí 1876 - 18. des. 1966

Foreldrar: Oddur Jónsson frá Bakka í Landeyjum og k.h. Steinunn Sigurðardóttir frá Pétursey í Mýrdal. Jón ólst upp með foreldrum sínum að Landamóti í Sandgerði. Árið 1895 réðst hann kaupamaður að Hofi í Vesturdal. Þar kynntist hann konuefni sínu Jórunni Guðmundsdóttur. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1902 þar sem Jón hóf smíðanám hjá Ólafi Briem. Árið 1908 réðst hann fastur starfsmaður til Pálma Péturssonar kaupfélagsstjóra og vann að verslunarstörfum hjá honum í 13 ár. Árið 1922 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann þar að smíðum í þrjú ár en sneru þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1940, á þessum tíma vann Jón aðallega að smíðum. Árið 1940 fluttu þau fyrst að Álfgeirsvöllum og þaðan að Vík í Staðarhreppi. Síðast búsett í Varmahlíð. Þegar Jón bjó á Sauðárkróki starfaði hann nokkuð með Leikfélagi Sauðárkróks. Jón og Jórunn eignuðust ekki börn en ólu upp tvær fósturdætur.

Jóna Kristín Jacobsen (1911-2012)

  • S02329
  • Person
  • 23. des. 1912 - 3. ágúst 1991

Faðir Jonnu var Baldvin Jónsson verslunarstjóri Gránuverslunarinnar á Sauðárkróki. Síðast búsett í Hafnarfirði.

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970)

  • S02632
  • Person
  • 24. okt. 1900 - 29. nóv. 1970

,,Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur. Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga Kristjánsdóttir. Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic. Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum. Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55. Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga."

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Magnús Halldórsson Magnússon (1932-2015)

  • S01637
  • Person
  • 6. nóv. 1932 - 4. jan. 2015

Magnús H. Magnússon fæddist á Sauðárkróki 6. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Hólmfríður Elín Helgadóttir og Magnús Halldórsson. ,,Magnús lærði bifvélavirkjun við Iðnskóla Sauðárkróks, fékk síðar meistararéttindi í bifvélavirkjun 14. október 1959. Hann vann fyrst um sinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Flutti suður 1958, hóf störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Stofnaði síðan eigin rekstur 1969 til 1982. Þaðan fór hann til Ofnasmiðjunnar og endaði síðan starfsferil sinn hjá Olíudreifingu. Magnús var virkur þátttakandi í karlakórnum Þröstum frá árinu 1959." Hinn 14. janúar 1961 gekk Magnús að eiga Sigríði Bjarnadóttur úr Hafnarfirði, þau eignuðust fjögur börn.

María Magnúsdóttir (1909-2005)

  • S00502
  • Person
  • 22. nóv. 1909 - 10. feb. 2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22. nóvember 1909. Foreldrar hennar voru Magnús Steingrímsson, frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi og Guðrún Einarsdóttir, frá Hafurstaðakoti í Vindhælishreppi. María ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu á Bergstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. ,,María stundaði nám í unglingaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1930 og Kvennaskólanum Blönduósi 1933-1934. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1931. Hún var ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Þá vann María við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. En 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. María var stofnfélagi Rauðakrossdeildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjórn hennar. Hún sat í barnaverndarnefnd um árabil og var virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og var þar heiðursfélagi. Árið 1979 flutti María til Hafnarfjarðar og starfaði við heimilishjálp þar yfir veturinn til 1989. En á sumrin á sama tíma starfaði hún á Löngumýri í Skagafirði sem þá var rekið sem sumarorlofsstaður aldraðra á vegum þjóðkirkjunnar." María giftist 10.5. 1942 Pétri Jónassyni frá Syðri-Brekkum, síðar hreppstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Ólafur Helgi Jensson (1879-1948)

  • S03000
  • Person
  • 8. jan. 1879 - 22. júní 1948

Ólafur Helgi Jensson, f. á Kroppsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar: Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Fór þá til náms til mágs síns, sr. Björns Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og dvaldist þar áralangt. Fór í Flensborgarskólann haustið 1894 og lauk þar námi vorið 1896. Gerðist þá verslunarmaður á Sauðárkróki hjá Popp kaupmanni. Vann þar um 14 ár, fyrst sem búðarmaður og síðan bókhaldari. Var svo verslunarstjóri á Hofsósi í 5 ár. Rak verslun og útgerð á Hofsósi frá vorinu 1910 í félagi við Jón Björnsson frá Gröf. Vegna mikils taps á fiskisölu erlendis lagði verslunin upp laupana árið 1922. Þá fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og fékkst þar við útgerð í nokkur ár. Hann varð gjaldkeri við útibú Íslandsbanka 1923 og gegndi því starfi til 1927. Þá var hann skipaður póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum. Fluttist þangað og gegndi starfinu til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd á Hofsósi, á Siglufirði formaður niðurjöfnunarnefndar í 3 ár og átti sæti í skólanefnd þar í bæ. Sat í sáttanefnd og var sáttasemjari í vinnudeilum í Vestmannaeyjum. Maki: Lilja Haraldsdóttir (1882-1944) frá Sauðárkróki, þau eignuðust 5 börn.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Sigurður Haraldsson (1919-1998)

  • S02629
  • Person
  • 20. apríl 1919 - 28. jan. 1998

Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Sigurður var þríkvæntur og eignaðist alls níu börn og þrjú stjúpbörn. ,,Sigurður ólst upp undir Eyjafjöllum. Hann var við nám í Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937-1939, útskrifaður búfræðingur. Í iðnskólanum í Hafnarfirði 1943-1947. Byggingarmeistari 1950 og hefur auk þess sótt nokkur kennaranámskeið. Sigurður var kennari í Barnaskóla Vestur-Eyjafjalla 1939-1940, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1962- 1967, skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum 1967-1972 og kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1973-1986. Hann var byggingarmeistari í Reykjavík og í Rangárvallasýslu 1950- 1962, bústjóri á Hólum í Hjaltadal 1962-1967 og til skamms tíma bóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Sigurður var formaður nemendafélags Hólaskóla 1938-1939, Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur-Eyja-fjöllum 1939-1941, Hestamannafélagsins Geysis á Rangárvöllum 1957-1962, Hrossaræktarsambands Norðurlands 1964-1966, Hagsmunafélags hrossabænda frá stofnun 1975- 1978. Hann var ritari Landssambands hestamanna 1979- 1985, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi 1970-1978, forseti Rotary-klúbbs Rangæinga 1978-1979 og formaður útgáfustjórnar Eiðfaxa 1977- 1980. Sigurður hlaut gullmerki Landssambands hestamannafélaga árið 1989 og Félags tamningamanna árið 1990. Hann var sæmdur riddarkrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1991. "

Soffía Jónsdóttir Claessen (1885-1966)

  • S01279
  • Person
  • 22. júlí 1885 – 20. janúar 1966

Fædd í Hafnarfirði. Lauk kennaraprófi frá Danmörku 1906 og réði sig það sama ár til starfa við Miðbæjarskólann í Reykjavík þar sem hún starfaði samfellt í 18 ár. Árið 1924 kvæntist hún Eggerti Claessen hæstaréttarlögmanni í Reykjavík, þau eignuðust tvær dætur.

Sveinn Ögmundsson (1897 -1979)

  • S02973
  • Person
  • 20. maí 1897 - 1. okt. 1979

Fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar: Ögmundur Sigurðsson og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir en hún lést þegar Sveinn var á öðru ári. Giftist Ögmundur þá Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem gekk Sveini í móðurstað. Sveinn varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Kenndi veturinn eftir við gagnfræðaskólann í Flensborg. Vígðist til Kálfholts í Holtum haustið 1921 og bjó þar í áratug en fluttist þá niður í Þykkvabæ. Bjó þar á nokkrum stöðum uns byggt var prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til haustsins 1969 er hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðfram preststarfinu sinnti hann kennslu.
Maki 1: Helga Sigfúsdóttir frá Mælifelli. Eignuðust þau 4 börn.
Maki 2: Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Þau eignuðust 3 dætur.

Þormóður Eyjólfsson (1882-1959)

  • S01996
  • Person
  • 15. apríl 1882 - 27. jan. 1959

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Þormóður útskrifaðist frá Flensborgarskólanum 1902 og tók þaðan kennarapróf 1904. Meðan hann dvaldi við nám í Flensborg, var hann þar einnig söngkennari. Var í efra bekk Verzlunarskólans veturinn 1907—08. Á Siglufirði var ævistarf hans. Þar gegndi hann fjölda starfa fyrir ríkið, opinberar stofnanir og Siglufjarðarbæ. Hann var umboðsmaður Samábyrgðar Íslands, Brunabótafélags Íslands og Sjóvátryggingarfélags Íslands frá stofnun allra þessara félaga. Hann var afgreiðslumaður Eimskipafélags Islands frá 1924 og norskur ræðismaður frá sama tíma. Skrifstofustjóri síldareinkasölunnar var hann 1928. Bæjarfulltrúi á Siglufirði var hann frá 1930. Söngstjóri Karlakórsins Vísis var hann um tuttugu ára skeið, og stofnaði söngmálasjóð Siglufjarðar. Noregskonungur sæmdi hann St. Ólafsorðunni 1936 og stórriddari Fálkaorðunnar varð hann 1942.
Maki: Guðrún Anna Björnsdóttir frá Kornsá í Vatnsdal. Þau ólu upp tvær kjördætur og einn fósturson.

Valdimar Eyberg Ingimarsson (1927-1989)

  • S02795
  • Person
  • 2. des. 1927 - 27. mars 1989

Valdimar Eyberg Ingimarsson, f. 02.12.1927 á Brandaskarði í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ingimar Sigvaldason og Valný M. Benediktsdóttir. Valdimar ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður sinni og móðurömmu í Skagafjörð þar sem hann var til 26 ára aldurs. Hann vann þar ýmis landbúnaðarstörf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnafjarðar. Var bústjóri í Vestmannaeyjum og vann við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði. Síðustu 20 æviárin vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Síðast búsettur í Hafnarfirði.
Maki 1: Fjóla Hafsteinsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hún lést eftir langvarandi veikindi 1978.

Valgerður Jónsdóttir (1879-1968)

  • S01302
  • Person
  • 1. maí 1879 - 2. janúar 1968

Dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hafsteinsstöðum og k.h. Steinunnar Árnadóttur. Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til fullorðinsára. Lærði karlafatasaum og fleira hjá Sigríði Jónsdóttur húsfreyju á Reynistað. Kvæntist Bjarna Sigurðssyni b. og smið, þau bjuggu í Glæsibæ, á Sauðárkróki, í Hafnarfirði og loks í Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.