Showing 8 results

Authority record
Breiðargerði

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Eiríkur Jón Guðnason (1875-1949)

  • S3308
  • Person
  • 25.05.1875-21.02.1949

Eiríkur Jón Guðnason, f. í Villinganesi 25.05.1875, d. 21,02,1949. Foreldrar: Guðni Guðnason og Ingiríður Eiríksdóttir. Bóndi í Villinganesi 1897-1899 og aftur 1901-1946, í Breiðargerði 1899-1901.
Maki 1: Guðrún Þorláksdóttir (05.08.1876,-08.09.1905). Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Margrét Stefanía Sveinsdóttir (03.12.1879-01.03.1912). Þau eignuðust eitt barn sem dó kornungt.

Guðmundur Eiríksson (1893-1989)

  • S03220
  • Person
  • 25.02.1893-24.09.1989

Guðmundur Eiríksson, f. í Sölvanesi á Fremribyggð 25.02.1893, d. 24.09.1989 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðmundsson bóndi í Sölvanesi og önnur kona hans, Jórunn Guðnadóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi og bjó þar fyrstu árin eftir að hann kvæntist, eða frá 1915-1919. Í Litladalskoti 1924-1961 og í Breiðargerði 1961-1976. Eftir lát konu sinnar 1970 dvaldi hann á Breiðargerði til ársloka 1975, er hann fór á ellideildina á Sauðárkróki.
Auk bústarfanna starfaði hann við grenjavinnslu og rjúpnaveiðar. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var oddviti í 8 ár, frá 1938-1946. Var í sóknarnefnd Goðdalasóknar um skeið og sinnti fleiri trúnaðarstörfum. Guðmundur fékkst nokkuð við að skrifa og hafa birst þættir eftir hann í Skagfirðingabók.
Maki: Björg Soffía Jónsdóttir (23.11.1897-01.01.1970). Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp að mestu leyti tvö fósturbörn, Ester Gýgju Guðmundsdóttur og Sigurð Kristjánsson.

Helgi Árnason (1852-1928)

  • S02614
  • Person
  • 17. jan. 1852-1928

Foreldar: Árni Einarsson og Guðrún Jóhannesdóttir á ÚIfá í Eyjafirði. Bóndi á Gilsbakka 1879-1881, Breiðargerði 1882-1885, Skatastöðum 1885-1887, Hellu 1888-1901, Brekkukoti í Efribyggð 1901-1903 og Sólheimagerði 1908-1920 og aftur 1924-1926. Maki: Ingibjörg Andrésdóttir frá Syðri Bægisá. Áttu eitt barn sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Ingibjörg Andrésdóttir (1847-1919)

  • S02615
  • Person
  • 18. júní 1847 - 6. maí 1919

Foreldrar: Andrés Tómasson og Ingibjörg Þórðardóttir bændur á Syðri Bægisá. Bjó á Gilsbakka, Breiðargerði, Skatastöðum, Hellu, Brekkukoti í Efribyggð og Sólheimagerði. Maki: Helgi Árnason frá Úlfá í Eyjafirði. Þau áttu eitt barn, sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1886-1960)

  • S01195
  • Person
  • 11. okt. 1886 - 14. jan. 1960

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar frá Gilhaga. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Gilhaga. Kvæntist Steingrími Guðmundssyni árið 1912 þau bjuggu á Írafelli í Svartárdal, Þverá í Hallárdal A-Hún, í Gilhaga í Fremribyggð, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, á Akureyri og síðast í Breiðargerði (1947-1960). Lærði karlmannafatasaum og starfaði við sauma þau ár sem hún bjó á Akureyri. Sigurlaug og Steingrímur eignuðust tvö börn og áttu einn fósturson.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.