Showing 2 results

Authority record
Róðhóll

Jóna Guðný Franzdóttir (1898-2000)

  • S01309
  • Person
  • 16.03.1898 - 02.03.2000

Jóna Guðný Franzdóttir fæddist í Garðhúsi á Höfðaströnd í Skagafirði 16. mars 1898. Foreldrar Jónu voru Franz Jónatansson b. í Málmey og Jóhanna Gunnarsdóttir. Maður Jónu var Kristján Sigfússon (1902-1982). Árið 1929 hófu þau búskap að Geirmundarhóli í Hrolleifsdal. Þau bjuggu svo að Bræðraá frá 1930-1932. Þá fluttust þau að Róðhóli í Sléttuhlíð. Þar bjuggu þau í 37 ár, eða þar til þau brugðu búi árið 1969. Uppúr því fluttust þau til Sauðárkróks og bjuggu að Skógargötu 17b. Frá árinu 1996 og til dánardags, dvaldist Jóna á Dvalarheimili á Sauðárkróki. Jóna var tæplega 102 er hún lést og þá elsti íbúi Skagafjarðar. Jóna og Kristján eignuðust fjögur börn, fyrir átti Jóna einn son.

Stefán Guðlaugur Sveinsson (1895-1972)

  • S03236
  • Person
  • 28.08.1895-02.05.1972

Stefán Guðlaugur Sveinsson, f. 28.08.1895, d. 02.05.1972.
Foreldrar: Anna Soffía Magnúsdóttir (1856-1934) og Sveinn Stefánsson bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð, en hann var seinni maður Önnu.
Stefán bjó á Róðhóli í Sléttuhlíð 1921-1932 ásamt konu sinni, Ólöfu Soffíu Sigfúsdóttur (1907-1973). Fóru þaðan að Bræðrá og voru eitt ár en brugðu þá búi og fóru í Hofsós.
Sonur þeirra er Sigfús Valgarður Stefánsson, f. 1929.