Showing 3 results

Authority record
Hringver í Hjaltadal

Guðrún Símonardóttir (1871-1924)

  • S01563
  • Person
  • 22. feb. 1871-1924

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Guðrún kvæntist árið 1894 Sigurði Jónssyni frá Tungu í Stíflu. Þau bjuggu sem vinnuhjú Hvalnesi á Skaga 1893-1895, á Bakka í Viðvíkursveit 1895-1897, eitt ár á Sauðárkróki, aftur á Bakka 1898-1903 en tóku það ár við búskap á Hvalnesi og bjuggu þar til 1919 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þaðan fóru þau að Hringveri í Hjaltadal og þar lést Guðrún árið 1924. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn en sonur þeirra lést aðeins 11 ára gamall.

Gunnlaugur Jón Jóhannsson (1874-1942)

  • S03206
  • Person
  • 26.04.1874-08.12.1942

Gunnlaugur Jón Jóhannsson, f. að Hringveri í Hjaltadal 26.04.1874, d. 08.12.1942 á Illugastöðum í Flókadal. Foreldrar: Jóhann Gunnlaugsson og Guðrún Einarsdóttir, ógift vinnuhjú að Hirngveri. Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á Litla-Hóli í Viðvíkursveit hjá Aðalsteini Steinssyni bónda þar og konu hans Helgu Pálmadóttur og hafði son sinn á kaupi sínu, þar til hann fór að geta unnið fyrir sér. Gunnlagur bjó á Litla-Hóli 1899-1906, Háleggsstöðum 1906-1916, Stafni 1916-1925 og Illugastöðum í Flókadal 1925-1934. Hann hafði alltaf lítið bú og vann því oft utan heimilis. M.a. við torfristu, vegghleðslu og byggingu. Einnig þótti hann laginn að hjálpa skepnum við burð og var oft fenginn í slíkt.
Maki (gift 1899): Jónína Sigurðardóttir (14.02.1877-04.02.1964). Þau eignuðust átta börn og misstu eitt þeirra tveggja ára gamalt.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.