Showing 10 results

Authority record
Skarð

Guðmundur Lárusson (1903-2001)

  • S02019
  • Person
  • 23. apríl 1903 - 17. júlí 2001

Guðmundur Lárusson fæddist á Skarði í Skarðshreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði. ,,Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aftur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. " Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guðmundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu, þau eignuðust þrjá syni.

Ingibjörg Sveinsdóttir (1910-2006)

  • S02023
  • Person
  • 27. júlí 1910 - 16. nóv. 2006

Marja Ingibjörg Sveinsdóttir var fædd á Skarði í Skarðshreppi á Reykjaströnd í Skagafirði 27. júlí 1910. Foreldrar hennar voru Sveinn Lárusson og Lilja Kristín Sveinsdóttir. ,,Ingibjörg fluttist á fyrsta aldursári með foreldrum sínum að Steini á Reykjaströnd þar sem hún bjó til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjölskylda hennar að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd þar sem hún átti heima til 25 ára aldurs. Þaðan flutti hún til Akureyrar og var þar einn vetur. Síðan flutti hún til Siglufjarðar og vann þar við heimilisstörf til 1938, er hún réðst sem ráðskona til Páls Ásgrímssonar að Mjóstræti 2. Ingibjörg tók þar við heimilishaldi, en kona Páls hafði látist frá þremur ungum drengjum nokkrum árum áður. Ingibjörg vann við síldarsöltun meðan síld kom til Siglufjarðar og eftir það við fiskvinnslu. Hún starfaði í verkakvennafélaginu Vöku og í kvennadeild slysavarnafélagsins Vörn. Einnig tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra. Ingibjörg bjó alla sína búskapartíð í Mjóstræti 2 en veturinn 1990 flutti hún í Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði." Hinn 15.apríl 1939 giftist Ingibjörg Páli Ásgrímssyni, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Páll þrjá syni.

Lárus Jón Stefánsson (1854-1929)

  • S00742
  • Person
  • 17.09.1854-28.04.1929

Lárus Jón Stefánsson, f. í Vík í Staðarhreppi 17.09.1854, d. í Skarði 28.04.1929. Sonur Stefáns Einarssonar og Lilju Kristínar Jónsdóttur, síðast búsett í Vatnshlíð á Skörðum.
Lárus ólst upp með foreldrum sínum. Bóndi í Vatnshlíð 1883-1888 og í Skarði 1888-1929.
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, þau eignuðust fimm börn, þrjú þeirra komust á legg. Guðrún lést 1886.
Maki 2: Sigríður B. Sveinsdóttir, þau eignuðust 12 börn, 11 þeirra komust á legg. Auk þess átti Lárus tvo syni með Margréti Jónsdóttur (1862-1896), þeir dóu báðir ungir.

María Sölvadóttir (1860-óvíst)

  • S02732
  • Person
  • 1860-óvíst

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og seinni kona hans Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827 á Skarði í Gönguskörðum. María var búsett í Danmörku. Dánardagur ekki skráður.

Ólafur Lárusson (1899-1989)

  • S00751
  • Person
  • 15.06.1899-01.11.1989

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og Sigríðar B. Sveinsdóttur. Ólst upp í Skarði hjá foreldrum sínum og tók þar við búi 1936 og bjó þar til æviloka. Ólafur bjó um tíma stórbúi og var fyrsti mjólkurinnleggjandi í Mjólkursamlag K.S. Ólafur var hreppstjóri Skarðshrepps um nær fjögurra áratuga skeið 1947-1984, jafnframt hreppsnefndaroddviti 1948-1950, átti lengi sæti í skólanefnd. Réttarstjóri var hann um áratugi í Skarðarétt. Ólafur kvæntist Jórunni Sigurðardóttur frá Akureyri, þau eignuðust saman einn son en fyrir átti Jórunn dóttur sem Ólafur gekk í föðurstað.

Pétur Lárusson (1892-1986)

  • S00745
  • Person
  • 23. mars 1892 - 4. maí 1986

Sonur Lárusar Stefánssonar b. í Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Pétur hóf ungur búskap í Kálfárdal. 1923-1926 stundaði hann ýmsa daglaunavinnu, m.a. á Sauðárkróki, Siglufirði og víðar. Árið 1926 keypti hann jörðina Ytri-Ingveldarstaði og bjó þar í eitt ár. Það ár kvæntist hann Kristínu Danivalsdóttur frá Litla-Vatnsskarði. Árið 1927 keypti hann jörðina Stein á Reykjaströnd þar sem hann bjó þar til hann brá búi árið 1946 og fluttist til Keflavíkur. Eftir að þangað kom vann Pétur mest við skipasmíðar en gerðist síðar húsvörður við barnaskólann í Keflavík. Pétur og Kristín eignuðust fimm börn.

Sigríður Björg Sveinsdóttir (1865-1957)

  • S00747
  • Person
  • 15. júní 1865 - 5. ágúst 1957

Foreldrar: Sveinn Sigvaldason og Ingibjörg Hannesdóttir á Steini á Reykjaströnd, síðar á Árbæ á Sauðárkróki. Húsfreyja á Skarði í Gönguskörðum, seinni kona Lárusar Stefánssonar, þau eignuðust saman 12 börn. Með fyrri konu sinni átti Lárus þrjú börn og tvö utan hjónabands.

Sigurður Lárusson (1880-1929)

  • S02848
  • Person
  • 6. mars 1880 - 2. mars 1929

Sigurður Lárusson, f. í Vatnshlíð á Skörðum 06.03.1880. Foreldrar: Lárus Jón Stefánsson bóndi á Skarði í Gönguskörðum og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurður missti móður sína á sjötta ári. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu í Vatnshlíð til 1888 og í Skarði 1888-1894 og fermdist frá þeim eftir það. Eftir fermingu vann hann að búi þeirra í Skarði 1894-1902, var í vinnumennsku á Reykjum á Reykjaströnd 1902-1905 og á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1905-1907. Hann var síðan tómthúsmaður á Sauðárkróki frá 1907 til æviloka. Sigurður sótti sjó á vinnumannsárum sínum á Reykjaströnd og eftir að hann fluttist til Sauðárkróks stundaði hann sjóinn einvörðungu, fyrst sem háseti hjá öðrum en varð síðar formaður. Síðast var hann með bátinn Hvíting. Maki: Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 06.12.1886 á Reynistað í Staðarhreppi. Þau eignuðust níu börn.

Sölvi Guðmundsson (1806-1869)

  • S02730
  • Person
  • 1806 - 20. júní 1869

Foreldrar: Guðmundur Björnsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Sölvi ólst upp í Skarði með foreldrum sínum þar til móðir hans lést 1834 og faðir hans brá búi. Bóndi í Skarði 1834-1841, á Sauðá 1841-1848 og á Sjávarborg 1848-1857. Þar missti hann konu sína og brá búi. Fluttist til Hofsóss og gerðist verslunarmaður við Hofsósverslun. Bóndi á Geirmundarstöðum 1863-1864 og á hluta Glæsibæjar 1864-1869 og Auðnum síðasta árið.
Maki 1: María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Þau eignuðust sex börn sem upp komust.
Maki 2: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust.

Vilhelm Lárusson (1902-1963)

  • S00750
  • Person
  • 15.02.1902-22.11.1963

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Fór tíu ára gamall í fóstur að Veðramóti. Kvæntist Baldeyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík, þau bjuggu á Dalsá í Gönguskörðum (1924-1929), í Tungu í Gönguskörðum (1931-1935) og á Sævarlandi 1935-1963. Vilhelm og Baldey eignuðust fimm börn.