Showing 36 results

Authority record
Ísafjörður

Arnór Sigurðsson (1919-1998)

  • S00920
  • Person
  • 01.03.1919-14.11-1998

Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi. ,,Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfirmaður í afgreiðslu skipadeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norðurlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi."

Bjarni G. Bachmann (1919-2010)

  • S03079
  • Person
  • 27. apríl 1919 - 13. jan. 2010

Fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Eiginkona Bjarna var Anna Þórðardóttir hárgreiðslukona frá Ísafirði, þau eignuðust fjögur börn. ,,Eftir að skólagöngu lauk þar fór hann í Héraðsskólann í Reykholti 1935-1937, síðan í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fyrir hans tilstuðlan fór hann í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Hann sótti einnig íþróttanámskeið í Svíþjóð. Bjarni kenndi á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum og hjá Héraðssambandi Skarphéðins. Frá 1947 til 1961 kenndi hann við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, bæði íþróttir og bóklegar greinar. Frá 1961 til 1979 kenndi hann einnig íþróttir og bóklegar greinar við barna- og miðskóla Borgarness. Þegar Bjarni starfaði á Ísafirði þjálfaði hann í mörgum greinum íþrótta, m.a. þjálfaði hann fimleikaflokk sem ferðaðist víða um land með sýningar. Í Borgarnesi þjálfaði hann meðal annars unglingalið Skallagríms í körfubolta og gerði annan og þriðja flokk karla að Íslandsmeisturum. Á sumrin vann hann ýmsa sumarvinnu eins og t.d. vegavinnu og byggingarvinnu. Bjarni var formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju um árabil. Árið 1969 var hann ráðinn forstöðumaður í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar vann hann til 1994 er hann lét af starfi vegna aldurs. Bjarni hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu Borgarness, og skráði mikið á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hóf hann skráningu húsa sem reist höfðu verið í Borgarnesi frá upphafi byggðar til ársins 1930 og hverjir höfðu verið ábúendur þar, hann myndaði einnig húsin sem enn voru til á þeim tíma sem hann vann að þessu hugðarefni sínu. Bjarni var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði og síðar Agli á Akranesi. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Borgarness."

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Eyþór Kristján Einarsson (1959-

  • S01764
  • Person
  • 31. des. 1959

Sonur Guðrúnar Eyþórsdóttur, dóttur Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Frá Ísafirði, bjó á Sauðárkróki í lok 20. aldar, flutti til Reykjavíkur.

Gísli Sigurðsson (1911-1966)

  • S01956
  • Person
  • 10. okt. 1911 - 2. jan. 1966

Foreldrar: Sigurður Sólmundur Þorvaldsson bóndi og hreppstjóri á Sleitustöðum í Kolbeinsdal og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Gísli var þriggja ára er foreldrar hans fluttust frá Ísafirði að Sleitustöðum. Bóklegt nám fyrir fermingju hlaut Gísli í föðurgarði en gerðist bílstjóri um tvítugt. Fyrsta bílinn keypti Gísli ásamt Sigurmoni í Kolkuósi 1931. Árið 1933 keypti hann hinn helminginn af Sigurmoni og gerði bílinn út næstu fjögur árin. Á næstu árum vann Gísli sem bílstjóri hjá öðrum. Fyrst um tíma hjá Kristjáni Kristjánssyni, sem rak Bifreiðastöð Akureyrar, en síðan fór hann suður og ók leigubíl á Bifreiðastöð Steindórs. Þegar hann hætti hjá Steindóri keypti hann vörubíl, þriggja tonn Ford. Þennan bíl var hann með í vinnu hjá breska setuliðinu við flugvallargerð í Kaldaðarnesi við Ölfusá. Eftir ársvinnu hjá setuliðinu kom Gísli norður og hóf að aka mjólk fyrir bændur í Hofs- og Viðvíkurhreppi. Hann var þá kominn með fjölskyldu og hafði árið 1938-1939 stofnað nýbýlið Sigtún úr landi Sleitustaða. Um þetta leyti má segja að hin eiginlega bílaútgerð Gísla væri hafin. Auk mjólkurflutinga fyrir bændur tók hann að sér yfir sumartímann mjólkurflutninga frá Sauðárkróki til Siglufjarðar. Til þeirra flutninga keypti hann sérstakan flutningabíl með yfirbyggðri körfu. Fyrsta rútubílinn keypti hann í félagi með Kjartani Haraldssyni frá Unastöðum og þann bíl notuðu þeir félagar til hópferða. Árið 1950 var Gísla veitt sérleyfið á leiðinni Sauðárkrókur - Varmahlíð. Seinna fékk hann sérleyfið Siglufjörður - Varmahlíð og loks Siglufjörður- Reykjavík tvisvar í viku. Á tímabili átti fyrirtækið sjö bíla til fólksflutninga og var þá eitt öflugasta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Árið 1945 stofnsetti Gísli bifreiðaverkstæði á Sleitustöðum. Maki: Helga Margrét Magnúsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur G. Hagalín (1898-1985)

  • S03084
  • Person
  • 10. okt. 1898 - 26. feb. 1985

,,Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969." Guðmundur gaf út fjölda bóka, bæði skáldsögur og ævisögur, má þar nefna ævisögu Moniku Helgadóttur á Merkigili: Konan í dalnum og dæturnar sjö.

Guðmundur Guðni Kristjánsson (1893-1975)

  • S01634
  • Person
  • 23. jan. 1893 - 4. nóv. 1975

Frá Meira Garði í Dýrafirði. Kvæntist Láru Ingibjörgu Magnúsdóttur, þau eignuðust átta börn. Hófu búskap í Súðavík en fluttust svo á Ísafjörð. Árið 1966 fluttu þau til Reykjavíkur.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Halldór Jónmundsson (1907-1987)

  • S01171
  • Person
  • 20. sept. 1907 - 16. sept. 1987

Sonur sr. Jónmundar J. Halldórssonar og k.h. Guðrúnar Jónsdóttur á Barði í Fljótum. Búfræðingur og barnakennari á Stað í N-Ísafjarðarsýslu 1930. Bóndi á Stað, Grunnavík, síðar yfirlögregluþjónn á Ísafirði.

Halldór Sigurðsson (1920-1968)

  • S01315
  • Person
  • 20.02.1920-13.04.1968

Halldór Sigurðsson, f. 20.02.1920 á Sjávarborg í Borgarsveit, d. 13.04.1968 á Hofsósi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkstjóri á Sauðárkróki og seinni kona hans Margrét Björnsdóttir. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki. Hann vann hjá föður sínum við vita- og hafnarbyggingar víðs vegar um land á fyrstu starfsárum ævinnar. Um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi 1942. Bjó á Ísafirði 1944-1945 og var skipstjóri á Djúpbátnum Fagranesi. Sneri síðan heim til Sauðárkróks og settist að þar. Stundaði sjómennsku alla tíð. Eftir andlát konu sinnar réðst hann til Þorgríms Hermannssonar útvegsmanns á Hofsósi og fluttist þangað 1963 og bjó þar til æviloka. Halldór tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna á Sauðakróki. Sat í hreppsnefnd Hofsóss frá 1966 til dánardags. Nokkru áður en Halldórs lést var samið um nýsmíði á stóru togskipi sem keypt var til Hofsóss og heiðruðu íbúar minningu Halldórs með því að gefa skipinu nafn hans.
Maki: Kristjana Sesselja Kjartansdóttir frá Felli í Dýrafirði, f. 21.10.1918, d. 14.12.1960. Þau eignuðust eina dóttur.

Hjálmar Ragnarsson (1952-

  • S02558
  • Person
  • 23. sept. 1952-

Hjálmar fæddist á Ísafirði. Var í tónlistarnámi þar og síðar í framhaldsnámi í Hollandi og Bandaríkjunum. Tónskáld, tónstjóri, kennari. Var rektor Listaháskóla íslands.

Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson (1918-2009)

  • S02552
  • Person
  • 8. júní 1918 - 7. apríl 2009

Hjálmar var fæddur á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja og Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur. Hjálmar varð stúdent frá MR 1939 og lauk prófi í skipaverkfræði 1947 frá DtH í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá skipasmíðastöðvum í Danmörku og Englandi eftir námslok, en síðan hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Hann hannaði og stóð fyrir smíði á fyrsta íslenska stálskipinu, Magna. Einnig hannaði hann fjölda fiskiskipa. Árið 1954 var Hjálmar skipaður skipaskoðunarstjóri og síðar siglingamálastjóri, en því embætti gengdi hann til starfsloka 1985. Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971. Hjálmar var áhugaljósmyndari af lífi og sál og gaf út 12 ljósmyndabækur um Ísland og íslenska náttúru. Einnig gaf hann út tvær bækur um íslensk fiskiskip. Bárður kvæntist Else Sörensen frá Danmörku árið 1946. Þau voru barnlaus.

Ingibjörg Jónsdóttir (1890-1985)

  • S00977
  • Person
  • 14. júní 1890 - 3. okt. 1985

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og Guðbjargar Sölvadóttur frá Skarði. Kvæntist Birni Magnússyni frá Garðakoti. Þau bjuggu á Borðeyri og Ísafirði.

Jóhann Gunnar Ólafsson (1902-1979)

  • S02387
  • Person
  • 19. nóv. 1902 - 1. sept. 1979

Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal, sonur hjónanna Ólafs Arinbjarnarsonar og Sigríðar Eyþórsdóttur. Jóhann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1927. Kona hans var Ragna Haraldsdóttir og eignuðust þau fimm syni. Jóhann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1928 - 1938. Fluttist til Ísafjarðar þar sem hann gegndi embætti sýslumanns í 25 ár. Jóhann gaf út fjölda bóka og rita af sagnfræðilegum toga.

Jóhannes Björgvin Bjarnason (1903-1983)

  • S02999
  • Person
  • 14. ágúst 1903 - 6. júní 1983

Jóhannes Björgvin Bjarnason, f. á Nolli í Suður-Þingeyjasýslu. Foreldrar: Bjarni Ingimann Bjarnason vegaverkstjóri og Auður Jóhannesdóttir. Fárra ára fluttist hann með foreldrum sínum til Ísafjarðar, þar sem hann ól mestan sinn aldur síðan. Þar stundaði hann útgerð til fjölda ára. Árið 1951 fluttist hann til Reykjavíkur. Átti og rak rækjuverksmiðju á Langeyri við Álftafjörð frá 1959-1973. Maki: Elín Gróa Samúelsdóttir (1885-1971). Þau eignuðust einn son.

Jón Laxdal (1865-1928)

  • S02446
  • Person
  • 13. okt. 1865 - 7. júlí 1928

Jón Laxdal er fæddur á Akureyri 13. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson hafnsögumaður og kona hans Friðbjörg Guðrún Grímsdóttir. ,,Ólst hann upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá til Eggerts Laxdals, móðurbróður síns, og starfaði við verzlun hans á Akureyri til 18 ára aldurs. Árlangt var hann bókhaldari við Höpfnersverzlun á Blönduósi í forföllum annars manns (1883-84). Tvítugur að aldri (1885) gerðist hann bókhaldari við Knudtsonsverzlunina í Keflavík og var þar í sex ár, en fór þá um haustið 1891 utan og dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn (1891-92). Vorið eftir kom hann heim og gerðist bókhaldari í Reykjavík við sömu verzlun (Knudtson-verzlunina). Um veturinn 1895 varð hann forstjóri Tangsverzlunar á Ísafirði og gegndi því starfi í 13 ár (1895-1909). Árin 1909-1910 var hann erlendis í þeim erindum að kynna sér bankastörf í Danmörku og Skotlandi. Eftir það settist hann að í Reykjavík og gerðist brátt umsvifamikill kaupsýslumaður. Nokkrum árum fyrir andlát sitt varð hann ræðismaður Tjekkoslóvakíu hér á landi." Jón samdi fjölda sönglaga, má þar nefna „Syngið, syngið, svanir mínir“ og „Vorvísur“. Jón Laxdal var þríkvæntur. Fyrsta konan var Kristín Egilsdóttir, þau voru barnlaus og slitu samvistum. Önnur konan var Elín Matthíasdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þriðja konan var Inger, fædd Leimeier, ættuð frá Jótlandi, þau eignuðust ekki börn.

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970)

  • S02632
  • Person
  • 24. okt. 1900 - 29. nóv. 1970

,,Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur. Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga Kristjánsdóttir. Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic. Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum. Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55. Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga."

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Kristín Jakobína Guðmundsdóttir (1894-1983)

  • S02679
  • Person
  • 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983

Foreldrar: Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þau voru ekki gift. Móðir hennar kvæntist síðar Pétri Hannessyni. Ólst upp í skjóli föðurömmu sinnar, Guðrúnar í Mjóadal til 6 eða 7 ára aldurs. Fluttist þá til föður síns á Ísafjörð um tíma og var í fóstri á bæjum í A-Húnavatnssýslu. Fór síðar í fóstur að Kirkjuskarði í Laxárdal til Sigríðar Björnsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Giftist Helga Magnússyni frá Núpsöxl í Laxárdal fremri og bjuggu þau þar 1918-1935 og í Tungu í Gönguskörðum 1835-1949 er þau skildu og Kristín fluttist Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn. Í Reykjavík starfaði hún við matseld og barnagæslu. Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteinssyni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Kristín var vel hagmælt og varð virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.

Kristján Guðmundsson (1922-2003)

  • S01394
  • Person
  • 13.05.1922-31.08.2003

Kristján Sigurður Guðmundsson, f. 13.05.1922 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir og Guðmundur Guðni Kristjánsson. Kristján bjó á Ísafirði til 1947, í Reykjavík til 1949, á Selfossi til 1994 er hann flutti til Víkur í Mýrdal og átti þar heimili til dánardags. Á yngri árum var hann mörg sumur á Stóru-Sandvík í Flóa. Hann lauk sveinsprófi í vélsmíði á Ísafirði árið 1946 og starfaði lengst af við járnsmíði á ýmsum stöðum. Starfaði um árabil við tankasmíði víða um land fyrir vélsmiðjuna Héðinn. Af og til stundaði hann einnig sjómennsku. Starfaði einnig við járnsmíði og pípulagningar hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi um nokkurt skeið. Var skrifstofumaður verkalýðsfélaganna á Selfossi í áratug og var við viðgerðir og vélgæslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Kristján var skipaður iðnfulltrúi Suðurlands 1972 og gegndi því starfi meðfram öðrum störfum til ársins 1990. Hann var virkur í félagsstörfum iðnaðarmanna. Síðustu árin var hann búsettur í Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík.
Maki: Guðmunda Guðmundsdóttir (1925-1990) frá Hurðarbaki í Villingaholtshreppi, þau eignuðust þrjá syni.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

  • S02281
  • Person
  • 30. júlí 1838 - 17. júní 1926

Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Maki: Snorri Pálsson frá Viðvík, verslunarmaður á Hofósi, Skagaströnd og Siglufirði. Var einnig alþingismaður Eyfirðinga. Þau eignuðust sjö börn. Margrét fluttist síðan til Ísafjarðar og á Súðavík.

Marinó Ásvaldur Sigurðsson (1920-2010)

  • S01828
  • Person
  • 3. feb. 1920 - 25. feb. 2010

Marinó Ásvaldur Sigurðsson fæddist á Ísafirði 3. febrúar 1920. Foreldrar hans voru Þórdís Sigríður Jensdóttir og Sigurður Jónasson. ,,Marínó fluttist á fyrsta aldursári frá Ísafirði í Álfgeirsvelli til föður síns og afa síns og ömmu, Jónasar og Maríu, þar sem hann ólst upp. Marinó missti föður sinn af slysförum árið 1933 og lögðust þá ýmsar skyldur varðandi búreksturinn á herðar hans þó ungur væri. Veturinn 1936-37 stundaði Marinó nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði í yngri deild. Sjálfstæðan búskap hóf hann svo á Álfgeirsvöllum árið 1938 í félagsskap við afa sinn og ömmu. Veturinn 1940-41 lauk hann síðan seinna skólaárinu í Reykholti og minntist hann oft á dvölina þar. Árið 1944 kom ung kona inn í líf Marinós, það var Guðlaug Egilsdóttir frá Bakka í Vallhólmi og hófu þau búskap á Álfgeirsvöllum. Þau giftu sig 2. apríl 1946 og bjuggu á Álfgeirsvöllum til 2006 er þau fluttu til Sauðárkróks. Á fyrstu búskaparárum þeirra vann Marinó töluvert utan búsins. Hann hóf vinnu hjá Ræktunarsambandi Skagafjarðar 1946 og vann á jarðýtum og gröfum í mörg ár. Einnig vann hann við löndun úr togurum á Sauðárkróki þegar gafst og lentu bústörfin því mikið á Laugu. Marinó var greindur maður og víðlesinn og átti mikið safn góðra bóka. Hann þekkti vel til staðhátta víða um land og hafði gaman af að ferðast og kynnast landi og þjóð. Ræktun lands var honum mikið hjartans mál alla tíð. Á Marinó hlóðust mörg trúnaðarstörf og var hann hreppstjóri og oddviti Lýtingsstaðahrepps um árabil, einnig sat hann í sýslunefnd Skagafjarðar og í stjórn margra félaga, svo sem Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar."
Marinó og Guðlaug eignuðust sex börn.

Ole Gabrielsen Syre (1878-1951)

  • S02938
  • Person
  • 15. okt. 1878 - 29. apríl 1951

Ole Gabrielsen Syre, frá Noregi. Fluttist ásamt konu sinni og þremur dætrum til Íslands árið 1911 og settust þau að á Ísafirði. Eignuðust þar einn son. Fluttust aftur til Noregs 1918 en komu aftur árið 1925 og fóru þá til Ísafjarðar, Ole var skipstjóri og kaupmaður þar.

Óskar Þórðarson (1915-1999)

  • S01609
  • Person
  • 2. maí 1915 - 12. jan. 1999

Óskar Þórðarson var fæddur á Ísafirði 2. maí 1915. Foreldrar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafirði 3. september 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Ísafirði 1. nóvember 1885. Óskar kvæntist 18. október 1941 Ingunni Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 27. nóvember 1919, þau eignuðust sjö börn. ,,Óskar lauk námi frá Verslunarskóla Íslands árið 1933. Að námi loknu stundaði hann fyrst ýmis verslunarstörf, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar. Þá var hann um skeið skrifstofustjóri hjá Byggingarfélaginu Stoð í Reykjavík. Árið 1961 réðst hann til Byggingardeildar Reykjavíkurborgar og var þar forstöðumaður að undanteknum síðustu starfsárum sínum sem hann var skrifstofustjóri."

Páll Steinar Guðmundsson (1926-2015)

  • S02771
  • Person
  • 29. ágúst 1926 - 13. feb. 2015

Páll Steinar Guðmundsson f. 29.09.1926 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1894 Guðmundur Guðni Kristjánsson, f.1893. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs. Að loknu gagnfræðaprófi tók hann skíðakennarapróf og vann við skíðakennslu á Vestfjörðum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann tvo vetur og fór að því loknu í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Árið 1953 lauk Páll prófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann stundaði nám við Metropolitan State College, Denver í Colorado, 1976- 77 og lauk fjölda námskeiða hérlendis og erlendis. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi frá 1950 til 1959. Hann var ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi árið 1959 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1995. Auk þess starfaði Páll sem fararstjóri á sumrin, jafnt innanlands sem utan. Páll gegndi fjölda trúnaðarstarfa sem tengdust starfi hans. Maki: Unnur Ágústsdóttir kennari. Þau eignuðust fimm dætur.

Pétur Jónsson (1867-óvíst)

  • S01800
  • Person
  • 16. okt. 1867-óvíst

Í Sögu Sauðárkróks er Pétur Jónsson titlaður verslunarmaður. Kennari á Ísafirði samkvæmt Íslendingabók. Í manntalinu 1893 er Péturs Vilhelms Jónssonar getið í húsnæði með Classen fjölskyldunni og stétt er assistant. Samkvæmt kirkjubókum þá fer Pétur Jónsson árið 1898 til Borðeyrar sem kemur heim og saman við þær upplýsingar sem koma fram á Íslendingabók.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Sigurður Sigurðsson (1887-1963)

  • S00160
  • Person
  • 19.09.1887-20.06.1963

Sigurður Sigurðsson, f. í Vigur, Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi 19.09.1887, d. í Hafnarfirði 20.06.1963. Foreldrar: Sigurður Stefánsson prestur og alþingismaður í Vigur og kona hans Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja í Vigur. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Hann varð stúdent frá MR 1908. Cand. juris frá HÍ 1914. Yfirdómslögmaður á Ísafirði frá 1914-1921, jafnframt gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði og síðar gæslustjóri Landsbanka Íslands þar á meðan hann bjó á Ísafirði. Skipaður fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðs Íslands 1921 og settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum frá 26. febrúar til 4. ágúst 1924. Skipaður sýslumaður Skagfirðinga 1. desember 1924 og gegndi því embætti til ársloka 1957. Frá 24.05.1947 var Sigurður jafnframt bæjarfógeti á Sauðárkróki. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. bæjarfulltrúi á Ísafirði 1917-1920. Gekkst fyrir stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga í árslok 1930 og sat í stjórn þess frá upphafi. Gekkst einnig fyrir stofnun Sögufélags Skagfirðinga 6. febrúar 1937 og sat í stjórn þess frá upphafi og var forseti félagsins 1937-1948. Maki: Guðríður Stefanía Arnórsdóttir (jafnan kölluð Stefanía). Þau eignuðust níu börn.

Sigurður Þorvaldsson (1884-1989)

  • S00656
  • Person
  • 23. jan. 1884 - 21. des. 1989

Sigurður var fæddur í Álftaneshreppi á Mýrum 23. janúar 1884. ,,Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum við nokkra fátækt og hrakhólabúskap en komst snemma á unglingsárum í sumarvinnu við vegagerð og gat þannig safnað saman fé fyrir námsdvöl í Flensborgarskóla. Þaðan tók hann gagnfræðapróf 1904 og kennarapróf 1905. Haustið 1905 réðst hann kennari að Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði þar sem hann kenndi í tvo vetur en sigldi svo til Danmerkur vorið 1907 til frekara náms, fyrst við Lýðháskólann í Askov og síðan við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Sneri aftur til Íslands vorið 1910 og kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Víðivöllum í Blönduhlíð. Það sama ár fluttu þau til Ísafjarðar þar sem Sigurður starfaði sem kennari. Vorið 1914 keyptu þau Sleitustaði þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 40 ár. Samhliða myndarlegum búskap starfaði Sigurður sem kennari í Óslandshlíð og Hólahreppi, einnig tók hann að sér kennslu í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og á Skagaströnd. Sigurður gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveit sína um áratugaskeið, var hreppstjóri í rúma fjóra áratugi (1930-1971) og sat í hreppsnefnd um tíma. Var formaður Búnaðarfélags Óslandshlíðar og endurskoðandi Kaupfélags A-Skagfirðinga um langt skeið, umboðsmaður Esso og rak verslun með olíuvörur á Sleitustöðum um langt árabil." Sigurður og Guðrún eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.
Sigurður náði 105 ára aldri.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Stefán Sigurðsson (1920-1993)

  • S00926
  • Person
  • 19.03.1920-08.02.1993

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjós á yngri árum. Varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og cand. Juris frá Háskóla Íslands árið 1951. Að námi loknu gegndi hann stöðu fulltrúa sýslumanns Skagfirðinga og bæjarfógetans á Sauðárkróki, eða frá 1952-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Maki: Erla Gísladóttir. Þau eignuðust ekki börn. Þau fluttust á Akranes árið 1961 og starfaði Stefán um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta þar. Stofnaði síðan lögmannsstofu sem hann rak til dánardags.

Steinunn Sveinbjörnsdóttir (1917-2005)

  • S02522
  • Person
  • 12. maí 1917 - 17. jan. 2005

Steinunn fæddist á Sólgörðum á Dalvík, dóttir hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar útgerðarmanns. Steinunn giftist Steingrími Þorsteinssyni kennara á Dalvík, þau eignuðust þrjú börn. Steinunn stundaði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og síðan nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, 1940-1941. Steinunn vann um hríð skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Svarfdæla á Dalvík, en síðar hjá Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Hún var mjög virk í starfsemi Slysavarnarfélagsins á Dalvík.

Þórður Kristinsson (1886-1929)

  • S01608
  • Person
  • 1. nóv. 1886 - 11. okt. 1929

Kaupmaður á Ísafirði, síðar í Reykjavík. Kvæntist Dýrunni Jónsdóttur frá Ögmundarstöðum.

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

  • S02639
  • Person
  • 29. mars 1924 - 27. nóv. 2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló). Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • S00383
  • Person
  • 26. des. 1899 - 17. ágúst 1991

,,Torfi var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson, bóndi þar og hreppstjóri, og Salbjörg Ásgeirsdóttir ljósmóðir. Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969."
Torfi var giftur Sigríði Auðuns.