Showing 550 results

Authority record
Reykjavík

Aðalbjörg Vagnsdóttir (1893-1951)

  • S02015
  • Person
  • 14. feb. 1893 - 16. ágúst 1951

Foreldrar: Vagn Eiríksson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð og k.h. Þrúður Jónsdóttir. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins fimm ára gömul, móðir hennar bjó áfram í Miðhúsum með börnin í tvö ár en var eftir það í húsmennsku. Kvæntist Kristjáni R. Gíslasyni frá Grundarkoti í Blönduhlíð, þau bjuggu á Minni-Ökrum frá 1914-1927 er þau fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Voru svo í húsmennsku á Bakka í Vallhólmi og á Hjaltastöðum. Fluttu til Sauðárkróks árið 1930. Eftir að þau hættu búskap á Minni-Ökrum var Aðalbjörg ráðskona í vegavinnu hjá Rögnvaldi Jónssyni frá Kotum. Árið 1945 fluttu þau til Reykjavíkur, þau eignuðust sex börn.

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

  • S01376
  • Person
  • 28. febrúar 1916 - 3. febrúar 1976

Adolf Ingimar Björnsson, f. í Vestmannaeyjum 28.02.1916, d. 03.02.1976. Foreldrar: Björn Erlendsson, formaður og Stefanía Jóhannsdóttir, húsmóðir. Adolf lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937. Hann tók sveinsprófið í rafvirkjun 1939 og varð löggiltur rafvirkjameistari árið 1945. „Háspennupróf tók hann árið 1949 og féll leyfisbréf til háspennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfaði Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari í Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Siglufirði. 15. mars 1949 réði hann sig sem rafveitustjóra til Rafv. Sauðárkróks og starfaði sem slíkur til dauðadags. Samhliða því var hafði Adolf eftirlit með raflögnum í Skagafjarðarsýslu frá 1950 til 1959. Adolf var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja í Skagafirði og var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra. Adolf var mjög virkur í félagsstarfi ýmis konar. Til dæmir var Adolf ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944 til 1945. Formaður iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 til 1968. Þá var hann formaður stjórnar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki 1953-1958, í stjórn Sambandi íslenskra rafveitna 1960, 1962, 1974 til 1976. Adolf tók virkan þátt í starfi Rotary og Frímúrarareglunnar á Íslandi."
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist Adolf Stefáníu Önnu Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli i Fljótum. Þeim var ekki barna auðið en Stefanía átti fyrir einn son sem Adolf gekk í föðurstað.

Agnar Magnússon (1907-1970)

  • S02713
  • Person
  • 8. feb. 1907 - 4. mars 1970

Foreldrar: Magnús Einar Jóhannsson, f. 1874, læknir á Hofsósi og Rannveig Tómasdóttir. Maki: Anna G. Laxdal, f. 1922, d. 1999. Þau eignuðust 6 börn. Bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.

Agnar Vigfússon (1937-1993)

  • S02063
  • Person
  • 29. júní 1937 - 3. feb. 1993

Agnar var fæddur í Varmahlíð í Skagafirði 29. júní 1937. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Agnar fór ungur í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi tæpra 17 ára vorið 1954. Sumarið 1965 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, fyrst mörg ár á jarðýtu, síðar lengi á skurðgröfu, allt til ársins 1987. Agnar var ókvæntur og barnlaus, síðast búsettur í Reykjavík.

Ágúst Hörður Helgason (1927-2010)

  • S01703
  • Person
  • 13. feb. 1927 - 6. ágúst 2010

Ágúst Hörður Helgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Foreldrar Harðar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berkeley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoðarlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Hospital í Baltimore 1961-1963. Almennt lækningaleyfi og viðurkenning sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Maryland 1961 og í Texas 1967. Viðurkenndur sérfræðingur í meinafræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameinafræði (dermatopathology) 1981, viðurkennt af American Board of Dermatology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlæknisfræði við U.S. Naval Medical School í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúkdómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965-1969 og aðstoðarprófessor í klínískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og forstöðumaður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977."
Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, þau skildu.
Maki II: 1959, Marjorie Joyce ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjár dætur.

Alda Alvilda Möller (1912-1948)

  • S00082
  • Person
  • 23. sept. 1912 - 1. okt. 1948

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Leikkona í Reykjavík. Maki: Þórarinn Kristjánsson.

Andrés H. Valberg (1919-2002)

  • S02058
  • Person
  • 15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Anna Dóra Antonsdóttir (1952-

  • S02575
  • Person
  • 3. okt. 1952-

Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík. Hún lauk kennaraprófi og MA í sagnfræði. Býr í Reykajavík.

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

  • S02773
  • Person
  • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Jónsdóttir (1867-1911)

  • S02736
  • Person
  • 13. ágúst 1867 - 6. nóv. 1911

Var í Reykjavík. Húsfreyja á Höfða í Skutulsfirði. Maki: Kristmundur Jónsson bóndi þar.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

  • S02192
  • Person
  • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller (1846-1918)

  • S00809
  • Person
  • 28.08.1846-20.02.1918

Dóttir Kristjáns Möller veitingamanns í Reykjavík og Sigríðar Magnúsdóttur. Fyrri maður Önnu var Jósef Gottfreð Blöndal verslunarstjóri í Grafarósi og áttu þau saman þrjú börn. Jósef Blöndal lést 1880. Í september 1885 giftist Anna Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki. Saman eignuðust þau fjögur börn, tvö þeirra komust á legg. Fyrir átti Jean Valgard fjögur börn með Kristínu Eggertsdóttur Briem, Anna gekk þeim í móðurstað.

Anna Ólafsdóttir (1955-

  • S02473
  • Person
  • 25. júlí 1955-

Anna er fædd í Reykjavík árið 1955, dóttir hjónanna Jónínu Tryggvadóttur Kvaran og Ólafs Kristjánssonar. Hún er tónlistarkennari. Gift Pálma Gunnarssyni tónlistarmanni. Þau eiga tvær dætur.

Anna Sigurbjörg Jóhannsdóttir (1927-2006)

  • S01545
  • Person
  • 5. feb. 1927 - 6. sept. 2006

Anna Sigurbjörg Jóhannsdóttir fæddist 5. febrúar 1927 á Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar Önnu voru Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigmundsdóttir. Maður hennar var Ásgeir Sæmundsson (1923-2007), rafmagnstæknifræðingur, þau voru búsett í Reykjavík og eignuðust sex börn.

Anna Sveinsdóttir (1894-1990)

  • S01541
  • Person
  • 28. apríl 1894 - 4. okt. 1990

Foreldrar: Sveinn Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Þorbjörg Bjarnadóttir. Anna fór fimm ára gömul í fóstur að Bústöðum í Austurdal. Ung stúlka fór hún í kaupavinnu austur að Eiríksstöðum á Jökuldal þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Sigurjóni Jónssyni presti. Þau bjuggu að Barði í Fljótum 1917-1920 og í Kirkjubæ í Hróarstungu 1920-1945 er þau slitu samvistum. Það sama ár flutti Anna til Akureyrar ásamt yngstu börnum sínum. Síðast búsett í Reykjavík. Anna og Sigurjón eignuðust sex börn.

Anton Ingimarsson (1958-2011)

  • S01896
  • Person
  • 11.08.1959-31.08.2011

Anton Ingimarsson fæddist á Sauðárkróki 11. ágúst 1959. Foreldrar hans eru Ingimar Antonsson og Gíslína Kristín Helgadóttir. ,,Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Sauðárkróki. Hann nam vélvirkjun og starfaði í því fagi framan af. Lengst af starfsævinni vann hann hjá ÁTVR, fyrst á Sauðárkróki, þá í Reykjavík sem verslunarstjóri í Austurstræti og Kringlunni og loks sem verslunarstjóri á Akureyri og svæðisstjóri vínbúða á Norðurlandi."
Sambýliskona 1: Ólöf Ása Þorbergsdóttir, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum.
Maki 2: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, þau eignuðust einn son, þau skildu.

Ari Arason (1813-1881)

  • S01722
  • Person
  • 1. jan. 1813 - 12. sept. 1881

Ari var fæddur á Flugumýri 1813. Faðir: Ari Arason (1763-1840) fjórðungslæknir. Móðir: Sesselja Vigfúsdóttir húsfreyja.
Ari ólst upp hjá foreldrum sínum og hlaut "betri manna" menntun fyrir fermingu. Eftir fermingu var honum komið til náms hjá Pétri prófasti Péturssyni á Víðivöllum. Útskrifaðist stúdent úr heimaskóla sumarið 1831 hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti í Reykjavík. Fór til Kaupmannahafnar sama sumar til náms í Háskólanum. Hóf þar nám í tannlækningum. Kom heim aftur 1833 en fór aftur utan sama ár og tók þá að lesa læknisfræði. Lauk þar ekki fullnaðarprófum til embættis. Faðir hans aldraður og heilsuveill kallaði hann heim til að aðstoða sig við búreksturinn. Faðir hans lést 1840 og veitti Ari búi móður sinnar forstöðu þar til hún andaðist árið 1843. Það haust fór Ari til Reykjavíkur og dvaldi þar við ýmis störf um veturinn, meðal annars lagði hann stund á orgelleik og söng hjá Pétri Guðjónsen orgelleikara. Ari er skráður húsmaður á Flugumýri 1844 en tók jörðina til ábúðar 1845 og bjó þar til æviloka. Rak þar stórbú.
Eiginkona: Helga Þorvaldsdóttir (1816-1894).
Saman áttu þau 11 börn. Fjögur þeirra komust á legg.

Ari Þorvaldsson Arason (1892-1967)

  • S03422
  • Person
  • 18.03.1892-15.07.1967

Ari Þorvaldsson Árason, f. 18.03.1892, d. 15.07.1967. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926) og Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Ari ólst upp á Víðimýri í Skagafirði.
Hann hóf störf hjá Landsbankanum 1929 og starfaði þar til starfsloka.
Maki: Karítas Jónsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Árni Björn Árnason (1902-1979)

  • S03140
  • Person
  • 18. okt. 1902 - 15. ágúst 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Nam lækningar hér heima og í Danmörku. Héraðslæknir á Grenivík frá 1937. Stundaði einnig búskap á gömlu Grenivíkurjörðinni um tíma. Kvæntist Kristínu Loftsdóttur.

Árni G. Eylands (1895-1980)

  • S02210
  • Person
  • 8. maí 1895 - 26. júlí 1980

Árni G. Eylands, ráðnautur, var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð, 8. maí 1895. Foreldrar hans voru Þóra Friðbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Kona Árna var Margit Larsson frá Fosstveit í Noregi. Árni varð búfræðingur frá Hólaskóla en nam síðan búfræði í Noregi og Þýskalandi; kynntist þar ýmsum nýmælum í búskap svo sem vélum og verkfærum. Árið 1921 réðist Árni til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands, m.a. sem þúfnabanastjóri. Síðar varð Árni verkfæraráðunautur Búnaðarfélagsins, framkvæmdastjóri búnaðardeildar SÍS, Áburðarsölu ríkisins og Grænmetisverslunar ríkisins. Þá var hann í forystu Verkfæranefndar og Vélasjóðs þar sem í hlut hans kom það að vinna að innflutningi búvéla og verkfæra, svo og prófun þeirra. Hann leiðbeindi einnig um notkun búvéla og tækni. Má segja að Árni hafi hafi komið að flestu því er varðaði þá miklu verktæknibyltingu landbúnaðarins er hófst á þriðja áratug 20. aldar. Árni skrifaði bókina Búvélar og ræktun, sem út kom árið 1950. Bókin er mikið og einstakt heimildarrit um tæknivæðingu íslensks landbúnaðar á fyrri helmingi 20. aldar, auk þess að vera kennslubók síns tíma í mótor- og búvélafræðum. Árni og Margit eignuðust tvö börn.

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Árni Guðmundsson (1927-2016)

  • S02957
  • Person
  • 12. sept. 1927 - 7. mars 2016

Árni fæddist á Sauðárkróki 12. september 1927. Foreldrar hans voru Dýrleif Árnadóttir og Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki. Árni tók próf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945, samvinnuskólapróf frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947, íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1948, kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1952 og íþróttakennarapróf frá Statens Gymnastikkskole í Ósló 1954, auk þess sem hann nam við íþróttaskóla víðar á Norðurlöndum og sótti fjölmörg námskeið í faginu. Árni var skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands frá 1956 og gegndi því starfi í 41 ár. Árni giftist Hjördísi Þórðardóttir og eignuðust þau einn son.

Árni Gunnarsson (1936-

  • S02090
  • Person
  • 9. sept. 1936-

Sonur Ingibjargar Guðrúnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og Gunnars Guðmundssonar b. og rafvirkja á Reykjum á Reykjaströnd. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Reykjum. Bóndi á Reykjum og síðar verkamaður og fiskmatsmaður á Sauðárkróki, síðar rithöfundur í Reykjavík. Kvæntist Elísabetu Beck Svavarsdóttur.

Árni Jóhannsson (1933-2015)

  • S02460
  • Person
  • 30. jan. 1933 - 22. feb. 2015

Árni Jóhannsson fæddist 30. janúar 1933 að Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. ,,Árni lauk handíðakennarapróf árið 1952 frá Handíða- og myndlistaskólanum og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskólanum á Laugarvatni árið 1954. Á þessum árum sinnti Árni ýmsum störfum auk kennslu og sjómennsku svo sem trésmíði og löggæslu. Hann var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1956-61. Árni var til sjós frá 1961-65, m.a. með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra, á Guðrúnu Þorkelsdóttur. Árið 1965 stofnaði Árni byggingarfyrirtækið Brún og starfaði sem verktaki þar til eftirlaunaaldri var náð. Fyrirtæki Árna komu að uppbyggingu stórra mannvirkja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Auk vegbrúnna í Kópavogi reisti fyrirtæki Árna brú yfir Elliðaárnar, Höfðabakkabrúna og Gullinbrú. Árni var því ósjaldan titlaður brúarsmiður." Kona Árna til þrjátíu ára var Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir, þau eignuðust ekki börn saman en Árni gekk börnum hennar frá fyrra sambandi í föðurstað.

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Árni Thorsteinson (1870-1962)

  • S02696
  • Person
  • 15. okt. 1870 - 16. okt. 1962

Foreldrar: Árni Bjarnason Thorsteinson landfógeti í Reykjavík, f. 1839 og Soffía Kristjana Hannesdóttir Thorsteinson húsfreyja, f. 1839. Árni varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og Cand.phil. 1891. Las lög um hríð en lauk ekki prófi. Lærði ljósmyndum á ljósmyndastofu Charles Petersen í Kaupmannahöfn árið 1897. Rak ljósmyndastofu í Reykjavík árin 1897-1918. Var bókhaldari hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands 1918-1929 og starfsmaður Landsbankans frá 1930. Maki: Helga Einarsdóttir Thorsteinson húsfreyja, f. 22.10.1875. Þau eignuðust 4 börn.

Arnór Sigurðsson (1919-1998)

  • S00920
  • Person
  • 01.03.1919-14.11-1998

Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi. ,,Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfirmaður í afgreiðslu skipadeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norðurlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi."

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972)

  • S02709
  • Person
  • 13. maí 1894 - 15. sept. 1972

Ásgeir Ásgeirsson fæddist árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934. Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968. Maki: Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.02.1893. Þau eignuðust þrjú börn.

Áskell Einarsson (1923-2005)

  • S03109
  • Person
  • 3. júlí 1923 - 25. sept. 2005

Fæddist í Reykjavík. Móðir hans var Ólafía Guðmundsdóttir og faðir hans var Einar Þorkelsson, skrifstofustjóri Alþingis. Uppeldisforeldrar Áskels frá sex ára aldri voru hjónin Jón Guðmundsson, móðurbróðir hans, bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og veitingamaður á Valhöll á Þingvöllum, og k.h. Sigríður Guðnadóttir. ,,Áskell lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1939 og síðar námi við Samvinnuskólann á Bifröst árið 1948. Að loknu námi réðst Áskell sem auglýsingastjóri við dagblaðið Tímann og starfaði þar til 1956. 1956-1958 starfaði Áskell sem fulltrúi á skrifstofu Raforkumálastjóra. Árið 1958 var Áskell ráðinn sem bæjarstjóri á Húsavík og starfaði þar til ársins 1966 þegar hann réðst sem framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Árið 1971 var Áskell ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga (samtök sveitarfélaga á Norðurlandi) staðsett á Akureyri og starfaði þar út starfsævina eða til ársins 1993 en Fjórðungssambandið var þá lagt niður í þáverandi mynd. Áskell tók virkan þátt í félagsmálum. Eftir hann liggja ótal greinar um landsbyggðarmál ásamt ritinu Land í mótun, byggðaþróun og byggðaskipulag, sem kom út árið 1970."
Barnsmóðir: Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.
Maki 1: Þórný Þorkelsdóttir, þau eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Áslaug Valdemarsdóttir, þau eignuðust tvö börn, fyrir átti Áslaug son.

Ásmundur Eiríksson (1899-1975)

  • S01406
  • Person
  • 2. nóv. 1899 - 12. nóv. 1975

Skrifstofumaður í Yzta-Mó, Barðssókn, Skag. 1930. Heimili: Reykjarhóll. Forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík.

Ásmundur Jónsson (1899-1963)

  • S02213
  • Person
  • 6. júlí 1899 - 18. sept. 1963

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður á Skúfsstöðum og barnsmóðir hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Ásmundur ólst upp á Skúfsstöðum. Hann fór ungur til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður danska sendiráðsins þar, en fékkst einnig af og til við verslunarstörf og fleira. Ásmundur dvaldist síðan lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýskalandi og kvæntist þar 1938 vel menntaðri danskri söngkonu af pólskum og þýskum ættum, Irmu Weile. Eftir seinna stríðið fluttust þau heim til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Ásmundur gaf út þrjár ljóðabækur og starfaði einnig við blaðamennsku.

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Ástríður Magnúsdóttir (1904-1990)

  • S02190
  • Person
  • 18. sept. 1904 - 3. apríl 1990

Fædd og uppalinn í Laxnesi í Mosfellsdal, dóttir Magnúsar Þorsteinssonar prests og k.h. Valgerðar Gísladóttur. Ung að árum fór hún til starfa á Hvanneyri og kynntist þar mannsefni sínu, Tómasi Jóhannssyni frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þau kvæntust árið 1924 og höfðu á árunum 1924-1927 jörðina Hlíð í Hjaltadal á leigu, en bjuggu þó ekki þar nema eitt sumar en höfðu húsfólk á jörðinni. Þau voru búsett á Hólum til 1929 er Tómas lést. Árið 1930 flutti Ásta með dætur sínar til móður sinnar að Svanastöðum við Mosfellsheiði, fóru síðan að Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar starfaði Ásta við símavörslu á landssímastöðinni. Árið 1939 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Í Reykjavík starfaði Ásta m.a. á Vöggustofunni að Hlíðarenda og á Hrafnistu. Ásta og Tómas eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Páll Guðjónsson sérleyfishafi frá Stokkseyri. Þau skildu.
Maki 3: Júlíus Ágúst Jónsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi úr Kjós.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Benedikt Sveinsson (1885-1927)

  • S01452
  • Person
  • 8. sept. 1885 - 4. júlí 1927

Sonur Sveins Sigvaldasonar b. á Steini á Reykjaströnd o.v., síðast á Sauðárkróki og f.k.h. Ingibjargar Hannesdóttur. Benedikt ólst upp á Sauðárkróki þar sem foreldrar hans bjuggu lengst af í Árbæ. Verkamaður í Reykjavík, ókvæntur en var heitbundinn Unu Pétursdóttur frá Sauðárkróki þegar hann lést. Átti einn son með austfirskri konu.

Benedikt Waage (1889-1966)

  • S03087
  • Person
  • 14. júní 1889 - 8. nóv. 1966

Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Benedikt lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Stórkaupmaður og forseti ÍSÍ. Benedikt var mikill íþróttamaður og var m.a. fyrstur manna til þess að synda frá Viðey til lands á innan við tveimur tímum. Maki: Elísabet Einarsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Benedikt einn son. Þau skildu árið 1932.

Bergsteinn Jónsson (1926-2006)

  • S02459
  • Person
  • 4. okt. 1926 - 10. júlí 2006

Sonur hjónanna Jóns Árnasonar verkamanns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. ,,Lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hann lauk cand phil. og BA-próf frá HÍ, cand. mag.-próf í sögu Íslands, almennri sögu og ensku frá HÍ 1957. Bergsteinn var póstafgreiðslumaður hjá Póststofunni í Reykjavík 1946 til 1958, kenndi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958-1962, í Kvennaskólanum í Reykjavík 1960-1961, MR 1959 til 1971 og Háskóla Íslands frá 1967 allt til ársins 1992. Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit: Landsnefndin 1770-1771, I og II, 1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789, 1963, Bygging Alþingishússins 1880-1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni, 1955 til 1990; Vestræna, ritgerðasafn til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985. Íslandssaga til okkar daga, meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni 1991. Bergsteinn skrifaði greinar og ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum. Hann stundaði ritstörf og rannsóknir fyrir Seðlabankann og Landsbanka Íslands 1963 til 1965 og öðru hvoru síðan. Hann annaðist rannsóknarstörf um ferðir Íslendinga til Vesturheims 1971-1972. Báran rís og hnígur 2005, um samfélag íslenskumælandi fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað um vesturferðir, Vesturheim og Vesturíslendinga, handrit gefið út í tveimur eintökum 2006 í tilefni af áttræðisafmælisári Bergsteins."

Bergur Ársæll Arnbjarnarson (1901-1993)

  • S01977
  • Person
  • 17. ágúst 1901 - 5. jan. 1993

Var í Galtarholti, Stafholtssókn, Mýr. 1901. Umsjónarmaður á Njálsgötu 54, Reykjavík 1930. Bifreiðaeftirlitsmaður og umboðsmaður Sjóvá. Síðast bús. á Akranesi.

Bergur Óskar Haraldsson (1926-2006)

  • S02966
  • Person
  • 8. nóv. 1926 - 17. ágúst 2006

Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."

Bessi Snorrason (1901-1929)

  • S01616
  • Person
  • 13. okt. 1901 - 21. maí 1929

Foreldrar: Snorri Bessason, f. 1862 og Anna Björnsdóttir f. 1867. Bessi ólst upp með foreldrum sínum í Garðakoti, í Enni í Viðvíkursveit og í Reykjavík. Lést ókvæntur og barnlaus.

Birgir Vigfússon (1940-2002)

  • S02067
  • Person
  • 9. maí 1940 - 20. des. 2002

Hörður Birgir Vigfússon fæddist 9. maí 1940 á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Kennari við Bændaskólann á Hólum 1965-1969, Laugarbakkaskóla í Miðfirði 1971-1975, Barnaskólanum á Hvammstanga 1974-1977, Hlíðaskóla í Reykjavík 1979-1986 og Grunnskóla Vopnafjarðar 1986-1989.

Birgir Vilhelmsson (1934-2001)

  • S02740
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 8. júlí 2001

Fæddist á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Var í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1948-1951. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli 1952-1957. Tók sveinspróf í setningu 1963. Starfaði í Ingólfsprentsmiðju og Félagsprentsmiðjunni. Síðast búsettur að Skúlagötu 40a í Reykjavík.

Birna Sigríður Björnsdóttir (1927-2005)

  • S02144
  • Person
  • 8. sept. 1927 - 14. mars 2005

Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Birna ólst upp á Húsavík þar sem faðir hennar var héraðslæknir. Birna fór suður og nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1946-1947. Þá hóf hún störf hjá Blindravinafélagi Íslands, því næst í Útvegsbanka Íslands frá 1951-1955. Birna giftist Herði Péturssyni, húsgagnabólstrara og kaupmanni, f. 7. mars 1931, þau eignuðust þrjú börn, þau slitu samvistir. Eftir að börnin fæddust starfaði hún með manni sínum við húsgagnaverslun þeirra þar til þau skildu. Eftir það starfaði hún hjá húsgagnaversluninni Heimilið á Sogavegi, þar til hún hóf störf 1977 hjá Veðdeild Landsbanka Íslands. Þar vann hún til starfsloka. Fjölskyldan bjó til margra ára á Leifsgötu 13 en byggði svo í Goðalandi 18 í Fossvogi. Birna tók virkan þátt í félagsstarfi hjá Knattspyrnufélaginu Fram ásamt manni sínum um árabil. Þá var hún einnig virk í Félagi þingeyskra kvenna og var m.a. gjaldkeri félagsins."

Bjarnfríður Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02776
  • Person
  • 30. des. 1907 - 25. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Bjarnason, f. 1875, bóndi í Grundarkoti í Blönduhlíð og kona hans Björg Sigfúsdóttir, f. 1877. Bjuggu á Minni-Ökrum fyrstu ár Bjarnfríðar. Maki: Sigurður Pálsson. Þau bjuggu í Reykjavík, Hverfisgötu 104b.

Bjarni Jónasson (1929-

  • S02115
  • Person
  • 4. jan. 1929-

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Raffræðingur í Reykjavík. Kvæntist Guðnýju Jónsdóttur.

Bjarni Jónsson (1872-1948)

  • S01175
  • Person
  • 24. maí 1872 - 13. nóv. 1948

,,Lögfræðingur og bankastjóri á Akureyri. Útibúsbankastjóri á Akureyri 1930. Var í Reykjavík 1945. Sigldi til Kaupmannahafnar 1898 til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Lauk embættisprófi í lögfræði 1906 og kom þá heim. Bjarni helgaði sig fræðistörfum á efri árum og vann að æviskrám íslenskra Hafnarstúdenta."

Bjarni Jónsson (1945-

  • S00377
  • Person
  • 29. sept. 1945

Bjarni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 29. september 1945. Sonur Jóns Nikódemussonar og Önnu Friðriksdóttur.
Hann er rafvirki, búsettur í Reykjavík.
Kona hans er Gyða Blöndal Flóventsdóttir (1946-).

Bjarni Sigmundsson (1898-1978)

  • S01619
  • Person
  • 26. feb. 1898 - 28. júní 1978

Maki: Guðrún Snorradóttir f. 1896, frá Garðakoti í Hjaltadal, dóttir Snorra Bessasonar og Önnu Björnsdóttur. Þau eignuðust fjögur börn (þ.á.m. Bessi Bjarnason þjóðkunnur leikari). Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut, reistu seinna nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri en bjuggu lengst af í Skipasundi 24. Þar bjuggu einnig tveir synir þeirra ásamt eiginkonum og átta börnum. Árið 1970 fluttu þau hjónin á Hrafnistu.

Björg Hólmfríður Björnsdóttir (1915-2006)

  • S02141
  • Person
  • 5. ágúst 1915 - 4. des. 2006

Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Björg lauk prófi frá Verslunarskólanum í Reykjavík 1936. Hún var aðalgjaldkeri hjá Kristjáni G. Gíslasyni hf. og tengdum fyrirtækjum í Reykjavík (Feldinum, Leðuriðjunni Atson og Rex), síðar húsmóðir á Siglufirði og í Reykjavík." Björg giftist 10. júní 1944 Páli Ólafssyni efnafræðingi, þau eignuðust tvö börn.

Björg Jórunn Friðriksdóttir Hansen (1928-2017)

  • S01837
  • Person
  • 25. júní 1928 - 6. apríl 2017

Dóttir Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Kennari og bókasafnsfræðingur í Reykjavík. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.

Björg Sigríður Sigurðardóttir (1900-1988)

  • S01879
  • Person
  • 10. júní 1900 - 5. maí 1988

Frá Hofstaðaseli, dóttir Sigurðar Björnssonar og Konkordíu Stefánsdóttur. Kvæntist Sigurði Grímssyni lögreglumanni í Reykjavík.

Björn Björnsson (1897-1979)

  • S01818
  • Person
  • 21. mars 1897 - 15. júní 1979

Sonur Björns Ólafssonar b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Skefilsstöðum hjá foreldrum sínum. Björn tók við hálflendu jarðarinnar árið 1919 en keypti hana 1921. Aðeins ári síðar seldi hann jörðina og flutti til Sauðárkróks þar sem hann átti heima næstu fjögur árin. Stundaði þar tilfallandi störf á vetrum en var í síld á Siglufirði á sumrin. Árið 1926 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi hf, þar sem hann starfaði í mörg ár. Síðar réðst hann sem baðvörður hjá Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann starfaði um hartnær 30 ára skeið. Síðast starfaði hann hjá versluninni Ratsjá á Laugarvegi. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Björn Björnsson (1912-1981)

  • S01371
  • Person
  • 07.05.1912-09.10.1981

Foreldrar: Björn Guðmundsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri-Gufudal en eftir að móðir hans dó fluttist faðir hans til Hnífsdals og þaðan til Siglufjarðar. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1940. Prestur í Viðvíkurprestakalli sama ár. Sat á Vatnsleysu sem var prestsetur til 1952 en síðar á Hólum í Hjaltadal. Var prófastur í Skagafirði frá 1959-1976. Sinnti einnig aukaþjónustu í ýmsum sóknum í héraðinu austanverðu. Fékkst einnig við kennslu og var prófdómari. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í héraðinu. Lét af prestskap árið 1976 sökum heilsuleysis. Bjó á Reykjavík síðustu æviárin.
Maki: Emma Ásta Sigurlaug Friðriksdóttir Hansen frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Björn Einar Árnason (1896-1967)

  • S02627
  • Person
  • 27. feb. 1896 - 23. nóv. 1967

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Endurskoðandi í Reykjavík. Kvæntist Margréti Ásgeirsdóttur.

Björn Halldór Kristjánsson (1897-1980)

  • S00739
  • Person
  • 14. nóv. 1897 - 28. jan. 1980

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Stórkaupmaður í Hamborg í Þýskalandi og síðar í Reykjavík.

Björn Jónsson (1858-1924)

  • S02312
  • Person
  • 15. júlí 1858 - 3. feb. 1924

Björn Jónsson fæddist 15. júlí 1858 í Broddanesi í Kollafirði. Faðir: Jón hreppstjóri í Broddanesi (1814-1902). Móðir: Guðbjörg Björnsdóttir (1825-1915) húsmóðir í Broddanesi.
,,Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og prófi úr Prestaskólanum 1886. Veittir Bergsstaðir í Svartárdal árið 1886 og vígður sama ár. Veitt Miklabæjarprestakall í Blönduhlíð 1889. Fékk lausn frá embætti 1921. Prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1913 til 1919. Varamaður í Landsdómi. Að áeggjan hans var Miklabæjarkirkja reist að nýju á fyrstu árum hans þar, og réð hann öllu um stærð og útlit hennar. Hann stofnaði lestrarfélög í tveimur sóknum sínum og var form. Lestrafél. Miklabæjarsóknar um langt skeið og aflaði því úrvalsbóka. Var form. Búnaðarfélags Akrahrepps alllengi, var nokkur ár í hreppsnefnd og prófdómari við barnapróf. Árið 1919 fór hann til Rvíkur að leita sér lækninga við sjóndepru, en kom alblindur heim úr þeirri ferð. Tók hann sér þá aðstoðarprest, sr. Lárus Arnórsson, sem síðar varð tengdasonur hans. Fékk hann lausn frá embætti og flutti með fjölskyldu sína að Sólheimum í Blönduhl. og andaðist þar." Björn kvæntist Guðfinnu Jensdóttur (1862-1938) frá Innri-Veðrará í Önundarfirði. Saman áttu þau 11 börn og ólu upp þar að auki 2 fósturbörn.

Björn Símonarson (1853-1914)

  • S01699
  • Person
  • 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Bogi Ingimarson (1948-

  • S01874
  • Person
  • 23.07.1948-

Sonur Engilráðar Sigurðardóttur og Ingimars Þorleifs Bogasonar. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1969, stúdentsprófi frá sama skóla 1970. Lærði líffræði við HÍ og lauk BS gráðu 1973 og BSc gráðu 1974. Starfaði á þessum árum m.a. á Hafrannsóknarstofnun og við líffræðikennslu í Lindargötuskóla og síðar við Fjölbrautarskólann við Ármúla sem deildarstjóri, kennslustjóri og um fimm ára skeið sem aðstoðarskólameistari. Kvæntist Birnu Sumarrós Helgadóttur (1950-2017) sjúkraliða.

Bókaútgáfan Útkall

  • S02529
  • Privat company
  • 1994-

,,Útkall bókaútgáfa er rekin af Hálfdani Örlygssyni og Óttari Sveinssyni – byggð á Útkallsbókum þess síðarnefnda – fyrsta bókin kom út árið 1994 og hefur ávalt komið út ein bók á ári – nú eru þær orðnar 24 og hafa ávalt verið á metsölulistum. Bækurnar hafa einnig verið gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi."

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Dýrunn Jónsdóttir (1883-1971)

  • S01607
  • Person
  • 3. sept. 1883 - 20. maí 1971

Dóttir Jóns Björnssonar b. á Ögmundarstöðum og k.h. Kristínar Steinsdóttur. Kvæntist Þórði Kristinssyni, þau voru búsett í Reykjavík.

Eðvarð Ingólfsson (1921-1979)

  • S01826
  • Person
  • 22. mars 1921 - 20. nóv. 1979

Dóttir Jónínu Guðrúnar Einarsdóttur og Ingólfs Daníelssonar b. á Steinsstöðum og víðar. Rafsuðumaður, lengst í Stálvík í Garðabæ og búsettur syðra, síðast veiðivörður í Skagafirði, þá til heimilis hjá Friðriki bróður sínum í Laugarhvammi. Ókvæntur.

Eggert Arnórsson (1900-1982)

  • S03020
  • Person
  • 7. sept. 1900 - 8. sept. 1982

Fæddur að Felli í Kollafirði á Ströndum. Foreldrar: Ragnheiður Eggertsdóttir og Arnór Árnason, prestur á Felli í Kollafirði og Hvammi í Laxárdal. Um 4 ára aldur flutti Eggert með fjölskyldu sinni að Hvammi í Laxárdal og ólst þar upp til fullorðinsára. Haustið 1919 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar námi 1921. Nokkru síðar lauk Eggert prófi í Samvinnuskólanum og stundaði eftir það búskap um skeið en fluttist svo til Vestmannaeyja og gerðist reikningshaldari. Síðar fór hann til Reykjavíkur og gerðist prentsmiðjustjóri hjá Gutenberg þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Aflaði sér réttinda sem löggiltur endurskoðandi og hafði endurskoðun reikningar og skattskýrslugerð að aukastarfi.
Maki 1: Sigríður. Þau áttu tvær dætur. Þau skildu eftir stutta samveru.
Maki 2: Jóhanna Guðríður Tryggvadóttir. Þau áttu einn son. Þau skildu eftir fárra ára sambúð.
Maki 3: Stefanía Benónýsdóttir (1917-1972). Þau eignuðust þrjú börn.

Eggert Bergsson (1929-2013)

  • S02748
  • Person
  • 28. nóv. 1929 - 29. maí 2013

Eggert Bergsson f. 28.11.1929 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar: Bergur Magnússon bóndi á Unastöðum, f. 1896 og kona hans Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Maki: Ingunn Jónsdóttir frá Skálafelli í Suðursveit. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Ingunn einn son. Eggert ólst upp í Skagafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar árið 1948. Þremur árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og nam húsasmíði. Hann starfaði lengst af við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðs vegar um landið. Frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf. Var virkur félagsmaður innan Bridgesambandsins og vann til fjölda verðlauna á því sviði.

Eggert Kristjánsson (1878-1946)

  • S01287
  • Person
  • 17. maí 1878 - 1. júní 1946

Foreldrar: Kristján Þorvaldsson b. í Stapa og k.h. Sæunn Lárusdóttir. Um aldamótin mun Eggert hafa numið söðla- og aktygjasmíði á Stóra-Vatnsskarði eða þar um slóðir. Að því loknu settist hann að á Sauðárkróki og stundaði þar iðn sína af áhuga og alúð. Hin síðari árin rak hann jafnframt smáverslun á Sauðárkróki. Í ágúst 1916 fluttust þau hjón suður til Reykjavíkur. Þar stofnaði Eggert söðlasmiðjuna "Sleipni" og stundaði þar iðn sína með miklum myndarskap, á meðan líf og heilsa entist. Sagt var, að hann gengi ekki hart eftir greiðslu fyrir verk sín og vörur, ef fátækir áttu í hlut. Kvæntist Sumarrósu Sigurðardóttur, fæddri að Bræðraá í Sléttuhlíð, þau eignuðust þrjú börn. Sumarrós lést 1927. Ári síðar kvæntist Eggert Oddbjörgu Jónsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn saman.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

  • S00706
  • Person
  • 25.07.1867-07.07.1936

Fæddur á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, sonur Eggerts Briem sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Eggert varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1887 með 1. eink., cand. júris. Kaupmannahöfn 1893 með 1. eink. Sama ár settur málafl.maður við landsyfirréttinn. Settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 1896, fékk Skagafjarðarsýslu 1897 og var sýslumaður þar til 1904. Skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu í Reykjavík 1904-1915. Dómari í landsyfirréttinum 1915-1919. Skipaður hæstaréttardómari 1919-1935. Sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1909-1919 og í landskjörstjórn 1916-1926. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Auðkúlu, þau eignuðust tvö börn.

Eggrún Arnórsdóttir (1895-1975)

  • S02980
  • Person
  • 22. apríl 1895 - 10. apríl 1975

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938) prestur í Hvammi í Laxárdal og seinni kona hans, Ragnheiður Eggertsdóttir (1862-1937). Maki: Steingrímur Guðmundsson frá Gufudal í A-Barð, prentsmiðjustjóri hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu m.a. í Kaupmannahöfn og síðar á Grettisgötu 46 í Reykjavík.

Eiður Sigurjónsson (1893-1964)

  • S02641
  • Person
  • 10. sept. 1893 - 15. okt. 1964

Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir. Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð. Gekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Hólaskóla. Vann við verslun Ólafs Jenssonar á Hofsósi við afgreiðslu og skrifstofustörf. Bóndi á Skálá 1918-1954. Kennari í Fellshreppi í 35 ár. Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928, sýslunefndarmaður 1925-1942 og 1946-1954. Hreppstjóri 1935-1954. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár. Fluttist til Reykjavíkur 1964 og gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs. Kvæntist árið 1918 Guðlaugu Veróniku Franzdóttur f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar: Franz Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir. Eiður og Verónika eignuðust fjögur börn.

Einar Arnórsson (1880-1955)

  • S03021
  • Person
  • 24. feb. 1880 - 29. mars 1955

Fæddur á Minna-Mosfelli í Grímsnesi. Foreldrar: Arnór Jónsson bóndi þar og kona hans Guðrún Þorgilsdóttir. Maki: Sigríður Þorláksdóttir Johnson, þau eignuðust sex börn.
,,Stúdentspróf Lsk. 1901. Lagði fyrst stund á norræna málfræði við Hafnarháskóla, en hvarf frá því. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1906. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Heiðursdoktor í lögum Háskóla Íslands 1936. Hrl. 1945. Ritstjóri Fjallkonunnar 1907. Kennari við Lagaskólann í Reykjavík 1908–1911. Prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1911–1915. Skipaður 4. maí 1915 ráðherra Íslands, lausn 4. janúar 1917. Varð þá að nýju prófessor í lögum og gegndi því embætti til 1932, enda þótt hann fengi lausn í október 1919 og væri stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins og Ísafoldar veturinn 1919–1920. Rektor Háskóla Íslands 1918–1919 og 1929–1930. Jafnframt var hann skattstjóri í Reykjavík 1922–1928 og formaður niðurjöfnunarnefndar, sat í nefndinni til 1932. Hæstaréttardómari 1932–1942. Skipaður 16. desember 1942 dóms- og menntamálaráðherra, lausn 16. september 1944, en falið að gegna störfum áfram um stundarsakir, fékk lausn 21. september. Hæstaréttardómari 1944–1945. Afkastamikill rithöfundur og samdi fjölda rita og greina um lögfræði, sögu Íslendinga o. fl. Heiti nokkurra bókanna eru: Réttarstaða Íslands. Meðferð opinberra mála. Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur. Réttarsaga Alþingis. Þjóðabandalagið. Alþingi og frelsisbaráttan 1845–1874. Árnesþing á landnáms- og söguöld. Annaðist útgáfu Alþingisbóka og fleiri merkra heimildarrita um íslensk lög og dóma o. fl."

Einar Baldvin Guðmundsson (1894-1977)

  • S02507
  • Person
  • 25. okt. 1894 - 7. des. 1977

Foreldrar: Guðmundur Davíðsson b. og hreppstjóri á Hraunum og k.h. Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1910, stúdentsprófi frá MR 1913 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1915. Stundaði jafnframt nám í landbúnaðarhagfræði við danska Landbúnaðarháskólann til 1916. Sneri aftur heim til Íslands árið 1917 og tók við búskap á Hraunum 1918 og bjó þar til 1945. Nokkur síðustu búskaparár sín hafði Einar ekki kvikfénað og vann þá á ýmsum stöðum á vetrum. Var hann m.a. nokkra vetrarparta bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri. Einar sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samfélag. Sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í þrjú, mörg ár í stjórn Samvinnufélags Fljótamanna og um tíma formaður þess. Eftir að hann brá búi og seldi jörðina flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar eftir það. Starfaði þar við skrifstofustörf til 73 ára aldurs og eftir það í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. Einar skrifaði talsvert um hugðarefni sín, m.a. langa grein um þróun fæðuöflunar og atvinnuhátta og áhrif hennar á siðferðislega þróun mannsins og hamingju hans. Grein þessi var birt 1954. Um svipað efni fjallaði hann í bók sinni Þungir straumar sem kom út árið 1951. Hann fékkst einnig töluvert við þýðingar, veigamest af því er bókin Of Human Bondage sem fékk íslenska nafnið Fjötrar. Einar kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Þrúði Ólafsdóttur Briem.

Einar Benediktsson (1864-1940)

  • S02440
  • Person
  • 31. okt. 1864 - 12. jan. 1940

,,Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir, húsmóðir. Einar gekk í Lærða Skólann í Reykjavík þaðan sem hann varð stúdent 1884. Hann fór því næst til Kaupmannahafnar og útskrifaðist sem lögfræðingur úr Hafnarháskóla 1892. Einar stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn, og var sjálfur ritstjóri þess í tvö ár. Hann átti þátt í stofnun Landvarnarflokksins árið 1902 og gaf út blaðið Landvörn samhliða því. Einar átti þátt í því að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1905. Hann kom einnig að útgáfu blaðanna Þjóðin (1914–15), Þjóðstefna (1916–17) og Höfuðstaðurinn (1916–17). Einar var mikill áhugamaður um virkjun fallvatna og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Á árunum 1907–21 ferðaðist Einar mikið. Hann fór til Noregs, Edinborgar í Skotlandi, sneri aftur til Kaupmannahafnar (1908-10) en eyddi svo sjö árum í London (1910–17) áður en hann fór enn aftur til Kaupmannahafnar (1917–21), þess í milli hafði hann stuttar viðkomur á Íslandi. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík á Reykjanesskaga, þar sem hann lést 1940."
Helstu verk:
Sögur og kvæði (1897)
Pétur Gautur (1901) (Þýðing á leikriti Henrik Ibsen)
Hafblik (1906) (Kvæði)
Hrannir (1913) (Kvæði)
Vogar (1921) (Kvæði)
Hvammar (1930) (Kvæði)

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Results 1 to 85 of 550