Showing 4 results

Authority record
Organization Hofshreppur

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Organization
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

  • S03695
  • Organization
  • 1902 - 1943

Ár 1902 16. maí var fundur settur og haldinn í Brekkukoti i Hofshreppi og þar stofnað Jarðabótafélag af 12 bændum. Kosnir í stjórn félagsins : Jón Erlendsson, Marbæli. Sigurjón Jónsson, Óslandi formaður. Þorleifur Rögnvaldsson, Brekkukoti. Félagið heitir Jarðarbótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt , garðrækt og búpeningsrækt.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

  • S03719
  • Organization
  • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • S03724
  • Organization
  • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.