Nautgriparæktunarfélag Viðvíkurhrepps (1915-1955)
- S03762
- Association
- 1915-1955
Tilurð Nautgriparætkunarfélags Viðvíkurhrepps má rekja til umræðu um nautgiriparækt á hreppsfundi í Viðvíkurhreppi í október árið 1914 og varð úr að nokkrir bændur lögðu til fé og sömdu um kaup á 2ja ára gömlu nauti sem alþingismaðurinn Jósef Björnsson á Vatnsleysu hafði keypt áður frá óðalsbóndanum Sigurði Péturssyni á Hofsstöðum og var greitt 120.- kr. fyrir nautið. Þann 20. janúar 1915 var boðað til stofnfundar fyrir nefndan félagsskap. Á fundinum var lögð frumvarp til laga fyrir nautgriparæktunarfélagið, eftir nokkar umræður og breytingatillögur voru lögin samþykkt og undirrituð af öllum stofnmeðlimum. Því næst var kosin þriggja manna stjórn og hlutu kosningu eftirtaldir: Jósef Björnsson, Jóhannes Björnsson, Hartmann Ásgrímsson.