Showing 6397 results

Authority record

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Páll Erlendsson (1889-1966)

  • S01084
  • Person
  • 30. september 1889 - 17. september 1966

Sonur Erlendar Pálssonar verslunarstjóra í Grafarósi, Hofsósi og víðar og Guðbjargar Stefánsdóttur. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Sauðárkróki og síðar í Grafarósi. Var við nám í Menntaskólanum í Reykjavík og hjá Sigfúsi Einarssyni í tónfræðum og orgelleik. Hann gerðist verslunarmaður hjá föður sínum í Grafarósi árið 1914 og árið eftir ráðsmaður á Hólum. Bóndi á Hofi á Höfðaströnd 1915-1916 og á Þrastarstöðum 1916-1940, flutti þaðan til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Árin 1909-1914 og 1915-1939 starfaði hann sem söngkennari og prófdómari við barnaskólann á Hofsósi, var kennari við unglingaskóla Hofsóss 1938-1939, kirkjuorganisti á Hofi á Höfðaströnd 1921-1940, formaður sóknarnefndar Hofssóknar 1922-1940, skattanefndarmaður, skólanefndarmaður og sat í hinum ýmsu stjórnum og ráðum. Eftir að hann flutti til Siglufjarðar starfaði hann sem söngkennari við gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1940-1965 og kenndi við barnaskóla Siglufjarðar og starfaði lengi vel sem prófdómari þar. Söngstjóri og organisti Siglufjarðarkirkju 1945-1947 og 1948-1964. Einnig var hann ritstjóri og afgreiðslumaður bæjarblaðsins Siglfirðings 1951-1966, heilbrigðisfulltrúi bæjarins 1960-1964 og endurskoðandi bæjarreikninga 1950-1964. Þá annaðist hann löngum bókhald fyrir ýmsa menn og fyrirtæki. Jafnframt var hann varabæjarfulltrúi á árunum 1946-1950.
Árið 1916 kvæntist hann Hólmfríði Rögnvaldsdóttur frá Á í Unadal, þau eignuðust fimm börn.

Páll Friðriksson (1918-1966)

  • S00941
  • Person
  • 18. febrúar 1918 - 26. maí 1966

Sonur Emilíu Sveinsdóttur og Friðriks Jónssonar. Kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði, síðar við Vélskóla Íslands og loks fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Útvegsbankans í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Páll Friðvin Jóhannsson (1915-1979)

  • S01606
  • Person
  • 20. sept. 1915 - 27. feb. 1979

Sonur Jóhanns Dagbjarts Jóhannessonar b. í Hólakoti á Reykjaströnd og k.h. Tryggvina Margrét Friðvinsdóttir. Vélsmiður og vélstjóri og lengi sjómaður á Akranesi.

Páll Gísli Sigmundsson (1854-1884)

  • S02307
  • Person
  • 6. maí 1854 - 5. júní 1884

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Verslunarmaður. Kvæntist Friðriku Guðrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust eina dóttur.

Páll Guðmundsson (1907-1972)

  • S00158
  • Person
  • 05.03.1907-24.07.1972

Páll Guðmundsson var fæddur á Gilsárstekk, Breiðdalshreppi, S-Múlasýslu þann 5. mars 1907.
Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Gilsárstekk, síðar skrifstofumaður í Breiðdalsvík.
Kona hans var Hlíf Petra Magnúsdóttir (1908-2007).
Páll lést 24. júlí 1972.

Páll Guðmundur Gíslason (1929-2014)

  • S01981
  • Person
  • 3. sept. 1929 - 18. mars 2014

Páll Gíslason, útgerðarmaður og saltfiskverkandi á Siglufirði, fæddist á Siglufirði 3. september 1929. ,,Páll var ættleiddur. Kynforeldrar: Stefán Erlendsson og k.h. María Þórðardóttir. Kjörforeldrar: Gísli Jónsson, verkstjóri á Siglufirði og k.h., Ólöf Kristinsdóttir á Siglufirði."

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Halldórsson (1858-1938)

  • S01056
  • Person
  • 12.10.1858-10.05.1938

Foreldrar: Halldór Jónsson og Ingibjörg Jónatansdóttir. Páll var fæddur að Litla-Árskógi við Eyjafjörð en flutti með foreldrum sínum er hann var á öðru ári að Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Árið 1864 var hann tekinn í fóstur af móðursystur sinni og manni hennar, er þá bjuggu á Selárbakka á Árskógsströnd. Árið 1870 flutti Páll með þeim að Þóroddsstað í Ólafsfirði og var þá talinn fóstursonur þeirra. Árið 1881 var hann vinnumaður í Hornbrekku í Ólafsfirði, kynntist þar konu sinni og reisti þar bú. Bóndi í Hornbrekku 1882-1888. Bóndi á Reykjum á Reykjaströnd 1888-1894, er hann brá búi og flutti með konu og börn til Vesturheims. Landnámsmaður að "Geysi". Kvæntist Jónönnu Jónsdóttur frá Ólafsfirði, þau eignuðust fjögur börn saman sem upp komust, fyrir átti Jónanna tvær dætur.

Páll Hermannsson

  • Person

Skrifaði Sögu Kaupfélags Héraðsbúa.

Páll Hólm Auðunn Þórðarson (1947-

  • S01380
  • Person
  • 18.07.1947

Foreldrar: Jörgína Þórey Jóhannsdóttir og Þórður Eyjólfsson. Alinn upp í Stóragerði í Óslandshlíð, bílstjóri í Reykjavík. Eiginkona Páls er Alma Elísabet Guðbrands, þau eiga þrjú börn.

Páll Hróar Jónasson (1908-1999)

  • S03371
  • Person
  • 17.05.1908-21.12.1999

Páll Hróar Jónasson, f. í Hróarsdal 17.05.1908, d. 21.12.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal og þirðja kona hans, Lilja Jónsdóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Hróarsdal við hefðbundin bústörf. Hann lærði húsasmíði og vann við húsbyggingar víða um Skagafjörð og á Siglufirði.Árin 1930-1932 stundaði hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á árunum 1933-1938 vann hann að hluta til hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Páll var bóndi í Hróarsdal 1936-1956 en stundaði smíðar meðfram búskapnum. Árið 1956 flutti fjölskyldan í Utanverðunes. Hann stundaði áfram smíðar meðfram búskapnum og var einnig vitavörður í Hegranesvita.
Páll sat í hreppsnefnd Rípurhrepps 1935-1950 og aftur 1958-1962. Í skattanefnd 1938-1963. Árið 1963 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur en átti áfram lögheimili að Utanverðunesi.
Maki: Þóra Jóhanna Jónsdóttir (1919-1997). Þau eignuðust átta börn en eitt þeirra dó á öðru ári.

Páll Ingi Svanur Jónsson (1925-2002)

  • S01853
  • Person
  • 20. mars 1925 - 2. mars 2002

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Fæddist á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Rafvirki á Akureyri. Kvæntist Þórveigu Hallgrímsdóttur.

Páll Ísólfsson (1893-1974)

  • S01359
  • Person
  • 12.10.1893-23.11.1974

Páll Ísólfsson (12. október 1893 – 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.

Páll fæddist á Stokkseyri. Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

Páll Jakob Eggertsson Briem (1856-1904)

  • S01458
  • Person
  • 19. okt. 1856 - 17. des. 1904

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka.

Páll Jóhannsson (1888-1981)

  • S01033
  • Person
  • 20.08.1888-02.06.1981

Foreldrar: Ingibjörg Guðjónsdóttir vk. á Skíðastöðum, síðar búsett á Herjólfsstöðum og Jóhann Eyjólfsson vinnumaður á Skíðastöðum. Var ráðsmaður hjá móður sinni á Herjólfsstöðum en þar stóð hún fyrir búi 1902-1914. Páll giftist Ágústu Runólfsdóttur frá Sauðárkróki árið 1914. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum 1914-1915, á Sauðárkróki 1915-1924 og á Hrafnagili í Laxárdal 1924-1925. Voru um tíma í Brennigerði áður en þau fluttu aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1940. Páll veiktist af taugaveiki nokkru fyrir miðjan þriðja áratuginn og átti lengi í þeim veikindum. Þessu fylgdu miklir erfiðleikar og þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar á Herjólfsstöðum. Páll og Ágústa eignuðust níu börn saman en fyrir hafði Ágústa eignast tvo syni.

Páll Jónsson (1896-1981)

  • S01405
  • Person
  • 08.08.1896-28.10.1981

Foreldrar: Jón Ólafsson og k.h. Vilhelmína Jónsdóttir. Sjö ára gamall missti Páll móður sína og var eftir það í húsmennsku með föður sínum; á Sleitustöðum 1904-1905, á Skriðulandi 1905-1906, á Sleitustöðum aftur 1906-1908 en Páll síðan áfram til vors árið 1910 léttadrengur að Sleitustöðum. Hann var á Hólum 1911-1913 hjá Geirfinni Trausta bústjóra, kvíasmali sumarið 1912, síðasta sumarið sem þar var fært frá. Hann fór í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi vorið 1920, var þar eftir í vinnumennsku, m.a. tíma á Hólum í aðdráttarferðum fyrir búið og fl. Hann hóf búskap á Hofi vorið 1928 og kvæntist árið eftir, sat í ábúð Friðbjörns Traustasonar sem taldist opinberlega fyrir jörðinni. Árin 1930-1934 voru þau hjón í húsmennsku á Hólum og bjuggu þá í torfbænum, en fluttust að Brekkukoti (Laufskálum) í tvíbýli 1934. Frá árinu 1939 sátu þau ein jörðina og keyptu hana 1944 og bjuggu þar til 1965 er þau fluttu til Sauðárkróks. Páll kvæntist Guðrúnu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Jónsson (1909-1985)

  • S01238
  • Person
  • 20. júní 1909 - 27. maí 1985

,,Páll Jónsson fæddist í Lundum í Stafholtstungum 20. júní 1909, sonur Ingigerðar Kristjánsdóttur og Jóns Gunnarssonar, sem þar voru í húsmennsku. Jón faðir hans var löngum á faraldsfæti og Ingigerður móðir hans var í húsmennsku á mörgum bæjum í Borgarfirði. Á 17. ári flutti Páll til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Hann starfaði lengi sem bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur en var einnig einn af forvígismönnum Ferðafélags Íslands, landskunnur bókasafnari og ljósmyndari. Ljósmyndasafn Páls telur á að giska 20.000 ljósmyndafilmur, teknar víðs vegar um landið. Hann og vinur hans Þorsteinn Jósefsson höfðu margvíslega samvinnu við ljósmyndun og varð myndagerðin Páli talsverð tekjulind þegar fram í sótti. Fjölmargar myndir Páls birtust í Árbók Ferðafélags Íslands, en einnig í tímaritum og blöðum. Páll hafði glöggt auga fyrir myndefni og var ósínkur á tíma til að bíða eftir rétta augnablikinu. Páll starfaði að bókaútgáfu með Örlygi Hálfdanarsyni bókaútgefanda og lagði gjörfa hönd á margar af glæsilegum bókum sem forlag hans gaf út á 7. og 8. áratug 20. aldar. Páll gaf loks Örlygi myndasafn sitt en Örlygur gaf síðan safnið til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga árið 2005."

Páll Kristinn Árnason (1899-1970)

  • S03138
  • Person
  • 19. júlí 1899 - 7. mars 1970

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Verslunarfulltrúi í Reykjavík. Kvæntist Elínu Halldórsdóttur.

Páll Lýðsson (1936-2008)

  • S02366
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 8. apríl 2008

Páll var fæddur 7. október 1936 í Litlu - Sandvík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Aldís Pálsdóttir húsfreyja og Lýður Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri í Litlu-Sandvík. Árið 1958 kvæntist Páll Elínborgu Guðmundsdóttur f. 1937, á Þorfinnsstöðum í Vestur- Húnavatnssýslu. Þau eignuðust fjögur börn. Páll varð stúdent frá Laugarvatni 1956 og lauk BA- prófi í sagnfræði frá HÍ árið 1959. Hann var bóndi í Litlu-Sandvík, fyrst í félagsbúi með foreldrum sínum, síðar þau hjón Páll og Elínborg til ársins 2007 er þau eftirlétu búskapinn til barna sinna, félagsbús Aldísar og Guðmundar.

Páll Marvinsson (1925-1995)

  • S002643
  • Person
  • 17. júní 1925 - 25. jan. 1995

(Þorleifur) Páll Marvinsson, f. 17.06.1925. Var á Enni á Höfðaströnd. Bóndi á Sandfelli á Höfðaströnd í Skagafirði. Eignaðist þriðjung í jörðinni Enni 1935 og telst ábúandi á nýbýlinu Sandfelli sem stofnað var úr Enni, árið 1946. Sambýliskona frá 1990: Sólborg Indiana Bjarnadóttir frá Reykjum í Tungusveit, f. 1923.

Páll Ólafsson (1850-1928)

  • S02940
  • Person
  • 20. júlí 1850 - 11. nóv. 1928

Fæddur í Stafholti. Foreldrar: Ólafur Pálsson (1814-1876) alþingismaður og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (1820-1899) húsmóðir. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1871. Árið 1873 var hann vígður aðstoðarprestur hjá föður sínum á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875-1876. Gerðist síðan aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestbakka (ásamt Stað) 1880. Prestur í Vatnsfirði 1900-1928. Prófastur í Strandaprófastdæmi 1883-1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906-1927. Alþingismaður Strandamanna 1886-1892. Maki: Arndís Pétursdóttir Eggertz (1858-1937) húsmóðir. Þau eignuðust 13 börn.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Páll Pétursson (1937-2020)

  • S03529
  • Person
  • 17.03.1937-23.11.2020

"Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).
Stúdentspróf MA 1957.
Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).
Félagsmálaráðherra 1995–2003.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995."

Páll Ragnarsson (1946-2021)

  • S02151
  • Person
  • 20.05.1946 - 29.01.2021

Sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar á Sauðárkróki. Tannlæknir á Sauðárkróki.

Páll Sigurðsson (1880-1967)

  • S02834
  • Person
  • 4. apríl 1880 - 9. sept. 1967

Páll Sigurðsson f. 04.04.1880 á Þóroddsstöðum í Köldukinn. Foreldrar: Sigurður Pálsson bóndi í Pálsgerði í Dalsmynni og kona hans Hólmfríður Árnadóttir. Páll ólst upp á heimili foreldra sinna en eftir að móðir hans lést fluttist hann ásamt föður sínum og bræðrum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi árið 1902. Þar bjó þá Margrét systir hans, ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni. Ásamt yngri bræðrum sínum sótti hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Að lokinni skólavist tók við lausamennska á ýmsum stöðum í Skagafirði og Húnaþingi, lenst af með heimili hjá Kristjáni bróður sínum á Brúsastöðum í Vatnsdal. Árið 1907-1910 var hann eftirlitsmaður hjá Nautgriparæktarfélagi Lýtingsstaðahrepps og stundaði jafnframt barnakennslu á vetrum. Maki: Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24.04.1899 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Þau eignuðust 7 börn og tóku tvær fósturdætur. Bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal A-Hún 1921-1922, í Kolgröf á Efribyggð 1922-1927, í Austurhlíð í Blöndudal A-Hún 1927-1933, í Dæli í Sæmundarhlíð 1933-1935, í Holtskoti í Seyluhreppi 1935-1942 og í Keldudal 1942-1953. Páll söng um hríð í karlakórnum Heimi og var safnaðarfulltrúi í mörg ár. Síðast búsettur á Sauðárkróki.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Sigurðsson (1905-1977)

  • S01687
  • Person
  • 25. ágúst 1905 - 4. júlí 1977

Sonur Sigurðar Pálssonar héraðslæknis á Sauðárkróki og k.h. Þóru Gísladóttur. Var á Vesturgötu 23, Reykjavík 1930. Bókavörður í Reykjavík.

Páll Sigurðsson (1944-

  • S02390
  • Person
  • 16. ágúst 1944-

Páll er fæddur 16. ágúst 1944. Hann er stúdent frá M.A. og lauk lögfræðiprófi frá Lagadeild H.Í. 1964. Var í framhaldsnámi erlendis til 1973. Prófessor við Lagadeild H.Í. 1973-2014. Eiginkona hans er Sigríður Ólafsdóttir og eiga þau tvö uppkomin börn.

Páll Sigurjónsson (1917-2004)

  • S02156
  • Person
  • 16. feb. 1917 - 10. maí 2004

Páll Sigurjónsson fæddist á Nautabúi í Hjaltadal 16. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Sigurjón Benjamínsson (1878-1956), bóndi á Nautabúi, og kona hans Elínborg Pálsdóttir (1887-1966) húsfreyja á Nautabúi. Páll ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal. Haustið 1935 fór Páll í Bændaskólann á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1937. Hann var kaupamaður á Hólum sumarið 1937, og var þar viðloðandi til vors 1941, síðast fjármaður frá ársbyrjun 1940. Á þessum árum fékkst Páll við ýmislegt annað, húsbyggingar o.fl. Á árunum 1940–47 var Páll í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen vor og haust, en fékkst við bústörf sumar og vetur. Haustið 1945 fluttist hann með foreldrum sínum að Ingveldarstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1964, að hann fluttist til Sauðárkróks. Vann fyrst hjá Vegagerð ríkisins 1963–1971, en síðan hjá byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, þar til hann komst á eftirlaun um 1984.
Páll var ókvæntur og barnlaus.

Páll Sigurvin Jónsson (1886-1965)

  • S02573
  • Person
  • 3. ágúst 1886 - 6. ágúst 1965

Páll Sigurvin Jónsson var smiður á Sauðárkróki í upphafi 20. aldar. Hann teiknaði mörg hús á Sauðárkróki. Fluttist síðar til Siglufjarðar og gegndi þar stöðu byggingarfulltrúa og bæjarverkstjóra.

Páll Steinar Guðmundsson (1926-2015)

  • S02771
  • Person
  • 29. ágúst 1926 - 13. feb. 2015

Páll Steinar Guðmundsson f. 29.09.1926 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1894 Guðmundur Guðni Kristjánsson, f.1893. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs. Að loknu gagnfræðaprófi tók hann skíðakennarapróf og vann við skíðakennslu á Vestfjörðum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann tvo vetur og fór að því loknu í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Árið 1953 lauk Páll prófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann stundaði nám við Metropolitan State College, Denver í Colorado, 1976- 77 og lauk fjölda námskeiða hérlendis og erlendis. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi frá 1950 til 1959. Hann var ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi árið 1959 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1995. Auk þess starfaði Páll sem fararstjóri á sumrin, jafnt innanlands sem utan. Páll gegndi fjölda trúnaðarstarfa sem tengdust starfi hans. Maki: Unnur Ágústsdóttir kennari. Þau eignuðust fimm dætur.

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Páll Sveinn Hreinsson (1963-

  • S02373
  • Person
  • 20. feb. 1963-

Páll er fæddur 20. febrúar 1963. Sonur Hreins Pálssonar og Stellu E. Kristjánsdóttur. Hæstaréttardómari og dómari hjá EFTA dómstólum. Páll lauk lögfræðiprófi við HÍ 1988 og doktorsprófi í lögfræði 2005. Hann lauk námi í stjórnsýslurétti og stjórnsýslufræðum frá Hafnarháskóla.

Páll Þórðarson (1860-1955)

  • S03154
  • Person
  • 05.11.1860-10.02.1955

Páll Þórðarson, f. í Hólum í Öxnadal 05.11.1860, d. 10.02.1955 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þórður Pálsson, bóndi í Hólum og víðar og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum. Hann var bóndi á Þorljótsstöðum 1889-1895, Goðdölum (á móti sr. Vilhjálmi Briem) 1895-1897. Keypti Gil í Borgarsveit og bjó þar 1897-1908. Leigði þá Gil og flutti til Sauðárkróks aftur. Bóndi á Gili 1922-1923 er hann seldi Gil og flutti aftur til Sauðárkróks. Þar stundaði hann ýmsa vinnu og sótti sjó. Var einnig mikið við byggingarvinnu og viðgerðir hjá bændum. Kona: Inga Gunnarsdóttir (19.07.1860-27.05.1952) frá Efstalandskoti. Þau eignuðust eina dóttur.

Páll Þorgrímsson (1893-1965)

  • S01913
  • Person
  • 25. mars 1893 - 5. maí 1965

Foreldrar: Þorgrímur Kristjánsson b. í Enni og Tumabrekku í Óslandshlíð og k.h. Goðmunda Brynhildur Sigmundsdóttir. Páll missti föður sinn þegar hann var átta ára gamall og fylgdi móður sinni eftir það. Þau bjuggu í Grafarósi, í Gröf á Höfðaströnd, Hofsósi og víðar. Páll hóf að stunda sjó um 16 ára aldur og var m.a. á hákarlaskipi sem gert var út frá Siglufirði. Einnig var hann um skeið með sænskum á hvalfangara. Hann reri frá Dalvík þrjú ár og var um tími formaður á fiskibáti þaðan, stundaði einnig um skeið Drangeyjarútgerð á vegum Gránufélagsverslunarinnar. Hann var einn fyrsti vörubílstjóri í héraðinu og keypti fyrsta traktorinn í Skagafirði árið 1929. Búsettur á Sauðárkróki frá 1925 og vann þar ýmis störf. Árin 1948-1960 starfaði hann sem húsvörður við Barnaskóla Sauðárkróks. Páll sat í stjórn Vmf. Fram um skeið og starfaði mikið í ungmennafélaginu Tindastóli og Búnaðarfélagi Sauðárkróks. Páll kvæntist Pálínu Bergsdóttur úr Laxárdal, þau eignuðust fimm börn.

Páll Þorgrímsson (1895-1969)

  • S002294
  • Person
  • 09.03.1895-28.06.1969

Páll Þorgrímsson, f. 09.03.1895, d. 28.06.1969. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Páls lést þegar Páll var fimm ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1922. Stundaði síðan vinnumennsku og lausamennsku á ýmsum stöðum næstu árin en vorið 1928 réðst hann í Hóla og vann á búinu. Árið 1930 tók hann svo við ráðsmennsku á Hólabúinu og gegndi því um fjögurra ára skeið. Vorið 1935 kvæntist hann Dagbjörtu Stefánsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal og hófu þau búskap þar sama ár og bjuggu óslitið til ársins 1969. Páll sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1954-1958, sýslunefndarmaður 1957-1969, gjaldkeri Sjúkrasamlags Hólahrepps um hríð og deildarstjóri Hóladeildar K.S um langt skeið. Páll og Dagbjört eignuðust ekki börn en tóku þrjú fósturbörn.

Páll Þorsteinsson (1920-2008)

  • S03117
  • Person
  • 28. mars 1920 - 24. feb. 2008

Páll Þorsteinsson múrarameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson bóndi og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands byggingamanna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1957-1960, 1977 og síðar, í prófnefnd og í verðskrárnefnd 1975-1985. Hann starfaði sem múrarameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri." Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Tómasson (1797-1881)

  • S03713
  • Person
  • 23.11.1797-10.11.1881

Prestur. Útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1827. Fékk Grímsey árið 1828 og fékk Miðdal árið 1834 en missti þar prestskap vegna hórdómsbrots. Fékk uppreisn 1843 og Knappstaði í Fljótum 19. júní 1843. Fékk þar lausn frá prestskap 28. mars 1881 frá fardögum. Hann þótti mikill tápmaður en heldur óprestlegur. Eru af honum ýmsar sagnir.

Páll Tómasson (1902-1990)

  • S02293
  • Person
  • 4. okt. 1902 - 16. jan. 1990

Páll fæddist að Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, sonur Tómasar Pálssonar og Þóreyjar Sigurlaugar Sveinsdóttur. Árið 1938 gekk hann að eiga Önnu Jónínu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, þau eignuðust fjórar dætur. Trésmiður á Akureyri.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Páll V.G. Kolka (1895-1972)

  • S02594
  • Person
  • 25. jan. 1895 - 19. júlí 1971

Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og Ingibjörg Ingimundardóttir. Læknir í Vestmannaeyjum og Blönduóshéraði. Ritaði bókina Föðurtún. Kona: Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós. Þau áttu 4 börn.

Páll Zóphóníasson (1886-1964)

  • S00038
  • Person
  • 18.11.1886-01.12.1964

Páll Zóphóníasson var fæddur í Viðvík í Viðvíkurhreppi, Skagafirði þann 18. nóvember 1886. Páll var kennari á Hvanneyri. Síðar skólastjóri, búnaðarmálastjóri og alþingismaður í Reykjavík. Páll bjó m.a. á Ránargötu 6 a í Reykjavík. Kona hans var Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963). Páll lést 1. desember 1964.

Pálmi Anton Runólfsson (1920-2012)

  • S00258
  • Person
  • 24. júlí 1920 - 29. janúar 2012

Pálmi Anton Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. ,,Pálmi ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu þegar faðir þeirra missti heilsuna. Pálmi var einn vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði og á hernámsárunum vann hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Pálmi festi síðan kaup á jarðýtu í samvinnu við Björn bróður sinn og saman unnu þeir að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði ásamt vegavinnu víða um Norðurland. Árið 1955 byggði Pálmi upp, ásamt eiginkonu sinni Önnu, nýbýlið Hjarðarhaga í Skagafirði. Þar var hann bóndi til ársins 1991 er þau hjónin brugðu búi og fluttu á Sauðárkrók. Pálmi var virkur í félagsmálum, var m.a. í hreppsnefnd Akrahrepps, sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og stjórn Karlakórsins Heimis. Pálmi hafði mikla ánægju af hestamennsku, tónlist og kveðskap. Hann var vel hagmæltur, var nær sjálfmenntaður á orgel og spilaði við Hofsstaðakirkju í nokkur ár. Hann söng í Karlakórnum Feyki og síðan í Karlakórnum Heimi og átti í þeim félagsskap margar gleðistundir." Hinn 1. desember 1957 kvæntist Pálmi Önnu Steinunni Eiríksdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Pálmi Anton Sigurðsson (1921-2014)

  • S00930
  • Person
  • 17. október 1921 - 27. september 2014

Pálmi Anton Sigurðsson fæddist 17. október 1921 að Á í Unadal. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Þorlákur Sveinsson frá Þrastastaðagerði, bóndi Mannskaðahóli á Höfðaströnd og víðar í Skagafirði, og Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir frá Bjarnastöðum í Unadal. Eiginkona Pálma var Guðrún Lovísa Snorradóttir frá Stóru-Gröf, þau giftu sig 17. maí 1953, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Pálmi eina dóttur. ,,Pálmi fluttist 10 ára með foreldrum sínum frá Á í Hólakot á Reykjaströnd þar sem þau reistu bú, en fluttist svo með þeim til Sauðárkróks 1937. Var í farskóla í sveitinni og í unglingaskóla hjá sr. Helga Konráðssyni. Stundaði almenn sveitastörf og fór ungur að vinna í Bakaríinu hjá Guðjóni bróður sínum ásamt því að stunda sjómennsku á smábátum. Var við bjargsig í úthaldi Marons bróður síns í Drangey. Tók námskeið í vélstjórn á Akureyri og fékk 250 hestafla réttindi sem vélgæslumaður. Var á síldarbátum og togurum, sigldi til Englands með Huginn í stríðinu. Stundaði almenna verkamannavinnu og sjómennsku þar til hann fór að vinna hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga 1954, þar sem hann vann út starfsævina í rúm 40 ár. Pálmi var virkur félagi og gengdi trúnaðarstörfum í verkamannafélaginu Fram. Hann hafði góða bassarödd og söng í Kirkjukór Sauðárkróks og Karlakór Sauðárkróks. Byggði sér fallegt heimili 1958 að Ægisstíg 3, þar sem fjölskyldan bjó. Eftir veikindi 2010 vistaðist hann á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki þar sem hann bjó við gott atlæti til hinstu stundar."

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Pálmi Jónsson (1929-2017)

  • S02604
  • Person
  • 11. nóv. 1929 - 9. okt. 2017

Pálmi Jónsson, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, fæddist 11. 11.1929 á Akri, Austur-Húnavatnssýslu. D. á Vífilsstöðum 9.10. 2017. Foreldrar: Jónína Ólafsdóttir, f. 1886, húsfreyja á Akri, og Jón Pálmason, f. 1888, bóndi á Akri, alþingismaður, landbúnaðarráðherra og forseti sameinaðs þings. Maki: Helga Sigfúsdóttir, f. 1936, húsfreyja á Akri. Þau áttu þrjú börn. Ólst upp á Akri, lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum að Hólum árið 1948. Tók við búi á Akri 1953 og var þar bóndi til 1997. Kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norðurlandi vestra árið 1967 og sat á Alþingi til ársins 1995. Landbúnaðarráðherra 1980-1983, var lengi í fjárlaganefnd Alþingis og formaður samgöngu- og allsherjarnefndar. Pálmi var virkur í félagsstörfum. Formaður Jörundar, FUS í Austur-Húnavatnssýslu, 1963-1964. Sat í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps 1962-1974. Í stjórn Rarik um áratuga skeið og sem formaður stjórnar 1978-1990. Sat í Hafnaráði 1984-1987. Í ríkisfjármálanefnd 1984-1987. Í stjórn Byggðastofnunar 1991-1993. Pálmi sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991. Hann var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992-1995. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands frá 1994-2000.

Pálmi Möller (1922-1988)

  • S00059
  • Person
  • 04.11.1922-19.06.1988

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum. Eiginkona: Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996).

Pálmi Pétursson (1859-1936)

  • S00244
  • Person
  • 08.10.1859-10.09.1936

Fæddur og uppalinn í Valadal á Skörðum. Foreldrar hans voru Pétur Pálmason og Jórunn Hannesdóttir. Hann reisti bú á Skíðastöðum á Neðribyggð 1888 og bjó þar til 1893 með Ingibjörgu systur sinni. Keypti þá Sjávarborg og bjó þar stóru búi 1893-1906 en flutti þá til Sauðárkróks. Hann var einn af stofnendum Pöntunarfélags Skagfirðinga og formaður þess og pöntunarstjóri frá 1889-1910 þegar hann fór frá félaginu. Síðar tók félagið upp nafnið Kaupfélag Skagfirðinga. Nokkru síðar setti hann á stofn eigin verslun á Sauðárkróki og rak hana til æviloka. Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum bæði í Lýtingsstaðahreppi og Sauðárkrókshreppi hinum forna. Pálmi kvæntist Helgu Guðjónsdóttur frá Saurbæ í Eyjafirði. Þau voru barnlaus en ólu upp frænda Pálma.

Pálmi Pétursson (1909-1977)

  • S00101
  • Person
  • 1909-1977

Pálmi Pétursson, f. 20.04.1909 á Akureyri, d. 02.03.1977. Foreldrar: Pétur Pétursson kaupmaður á Akureyri og Sauðárkróki og Þóranna Pálmadóttir. Pálmi gekk í Gagnfræðaskóla á Akureyri og varð stúdent þaðan árið 1929. Eftir það stundaði hann verslunarstörf á Siglufirði frá 1930-1941. Vann síðan við skrifstofustörf já Höjgaard og Schultz til 1944. Ráðinn skrifstofustjóri og aðalbókari Atvinnudeildar Háskólans 1946 og gegndi því starfi til dánardags.
Maki 1: Lára Gunnarsdóttir frá Botnsstöðum í Húnavatnssýslu. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Anna Lisa Berndtsson frá Svíþjóð. Hún átti tvö börn af fyrra hjónabandi.

Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats (1904-1958)

  • S00431
  • Person
  • 04.10.1904-14.07.1958

Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats, f. 04.10.1904, d. 14.07.1958. Foreldrar: Pétur Sighvatsson, f. 1875, símstöðvarstjóri á Sauðárkróki og Rósa Daníelsdóttir, f. 1875.
Sjómaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Pálmi Símonarson (1868-1938)

  • S00617
  • Person
  • 5. júní 1868 - 8. sept. 1938

Fæddur og uppalinn á Brimnesi í Viðvíkursveit, sonur Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Pálmi kvæntist Önnu Friðriksdóttur 1896 og hófu þau búskap að Skálá í Sléttuhlíð þar sem Pálmi var oddviti Fellshrepps 1897-1899, fluttust í Ytri-Hofdali 1899 og svo að Svaðastöðum 1900 þar sem þau bjuggu til æviloka. Pálmi hafði snemma efnast vel og var búhöldur góður og búið á Svaðastöðum var bæði stórt og gagnsamt. Pálmi og Anna eignuðust tvo syni sem upp komust.

Pálmi Þórðarson (1931-1981)

  • S02048
  • Person
  • 12. sept. 1931 - 27. júní 1981

Sonur Geirlaugar Ingibjargar Jónsdóttur frá Bæ á Höfðaströnd og Þórðar Pálmasonar. Dreifingarstjóri í Boston. Síðast bús. í Bandaríkjunum.

Results 4506 to 4590 of 6397