Sýnir 6395 niðurstöður

Nafnspjöld

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

  • S03471
  • Félag/samtök
  • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

Æðarræktarfélag Íslands (1969-)

  • S03554
  • Félag/samtök
  • 1969-

"Æðrarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969.
Félagið er búgreinafélag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Fulltrúi félagsins situr á búnaðarþingi.
Félagar geta þeir orðið sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva.
Félagar eru vel á þriðja hundrað.
Félagið vinnur að því að efla æðarrækt, m.a. með því að:
-stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina.
-leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs.
Félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, m.a. með útgáfu kynningarefnis.
Félagið starfar í deildum eftir landsvæðum.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Félag/samtök
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Þóra Björg Guðmundsdóttir (1940-)

  • S03507
  • Person
  • 29.12.1940

Þóra Björg Guðmundsdóttir, f. 29.12.1940.
Foreldrar: Elín Jóhannesdóttir og Guðmundur Marinó Ingjaldsson (1912-1979).
Móðursystir: Hólmfríður Jóhannesdóttir sem bjó á Sauðárkróki.

Húsafriðunarnefnd ríkisins

  • S03494
  • Félag/samtök

Húsafriðunarnefnd er ráðgefandi nefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk:
að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands,
að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra,
að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir,
að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði,
að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.
Ráðherra skipar húsafriðunarnefnd til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar. Arkitektafélag Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Íslandsdeild Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS), Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) einn fulltrúa sameiginlega og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa. Ráðherra skipar tvo fulltrúa án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann lengur en tvö samfelld starfstímabil.
Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi húsafriðunarnefndar stöðu sinnar vegna.
Kostnaður af starfsemi húsafriðunarnefndar greiðist úr húsafriðunarsjóði

Auður Herdís Sigurðardóttir (1967-)

  • S03491
  • Person
  • 17.03.1967

Auður Herdís Sigurðardóttir, . 17.03.1967. Foreldrar: María Helgadóttir (1933-) og Sigurður Björnsson (1927-2015).
Búsett í Brekkukoti í Blönduhlíð.

Svavar Gestsson (1944-2021)

  • S03510
  • Person
  • 26.06.1944-18.01.2021

"Fæddur á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, dáinn 18. janúar 2021. Foreldrar: Gestur Zóphónías Sveinsson (fæddur 3. október 1920, dáinn 29. desember 1980) bóndi á Grund á Fellsströnd, síðast verkamaður í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir (fædd 28. mars 1924, dáin 16. desember 2016) verkakona í Hafnarfirði. Maki 1 (20. júní 1964): Jónína Benediktsdóttir (fædd 5. október 1943, dáin 29. maí 2005) ritari. Þau skildu. Foreldrar: Benedikt Kristinn Franklínsson og kona hans Regína Guðmundsdóttir. Maki 2 (29. maí 1993): Guðrún Ágústsdóttir (fædd 1. janúar 1947) borgarfulltrúi. Foreldrar: Ágúst Bjarnason og kona hans Ragnheiður Eide Bjarnason. Börn Svavars og Jónínu: Svandís (1964), Benedikt (1968), Gestur (1972).
Stúdentspróf MR 1964. Innritaðist í lögfræði við Háskóla Íslands 1964, nám í Berlín 1967–1968.
Vann með námi ýmis önnur störf, m.a. við Þjóðviljann, í verkamannavinnu, hjá Samtökum hernámsandstæðinga og hjá Alþýðubandalaginu. Fastur starfsmaður við Þjóðviljann frá 1968, ritstjórnarfulltrúi fyrst, en síðan ritstjóri hans 1971–1978. Skipaður 1. september 1978 viðskiptaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 28. september 1988 menntamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Aðalræðismaður í Winnipeg 1999–2001. Framkvæmdastjóri þúsund ára hátíðahaldanna í Kanada 2000. Sendiherra Íslands í Svíþjóð 2001–2006. Sendiherra Íslands í Danmörku 2006–2010. Sendiherra Íslands gagnvart Afríkusambandinu 2008.
Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt 1968–1999. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1976–1983. Formaður ráðherranefndar EFTA 1979. Formaður Alþýðubandalagsins 1980–1987. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannasamtaka EFTA 1985. Í öryggismálanefnd sjómanna 1986. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1985 og 1992–1993. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994. Formaður norrænna mennta- og menningaráðherra 1990–1991, formaður Norræna menningarsjóðsins 1995–1996. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995–1999.
Hefur ritað fjölda greina um stjórnmál í blöð og tímarit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf. Sjálfsævisagan Hreint út sagt kom út 2012.
Ritstjóri: Nýja stúdentablaðið (1964). Þjóðviljinn (1971–1978). Var í ritstjórn tímaritsins Réttar á annan áratug. Ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings frá 2015."

Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1943-)

  • S03556
  • Person
  • 12.12.1943

Karl Ásgeir Sigurgeirsson, f. 12.12.1943. Frá Bjargi í Miðfirði, búsettur á Hvammstanga.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1956-)

  • S03547
  • Person
  • 25.03.1956-

Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 25.03.1956.
Landslagarkitekt, bjó um nokkurra ára skeið á Sauðárkróki.
Maki: Þórarinn V. Sólmundarson. Þau eiga tvö börn.

Helgi Hannesson (1952-)

  • S03547
  • Person
  • 17.03.1952-

Helgi Hannesson, f. 17.03.1952.
Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson (1936-1999)

  • S03521
  • Person
  • 23.09.1936-08.05.1999

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson, f. að Ási í Vatnsdal 23.09.1936, d. 08.05.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Ólöf Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir og Ásgrímur Kristinsson. Þau bjuggu á Ásbrekku í Vatnsdal.
Maki: Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 16.02.1934. Hún ólst upp að Varmalandi í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust tvö börn.
Þorsteinn og Ingibjörg hófu búskap í félagi við foreldra hennar 1958 og bjuggu að Varmalandi til vorsins 1988, er þau fluttust til Sauðárkróks.
Þorsteinn tók virkan þátt í félagsmálum, sat m.a. í sveitarstjórn Staðarhrepps og tók þátt í stofnun Héraðsnefndar Skagafjarðar og var formaður hennar 1990-1994. Hann var formaður stjórnar Hólalax hf. frá 1983 til dánardags. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Skagafirðinga um árabil.

Vilhjálmur Egilsson (1952-)

  • S03518
  • Person
  • 18.12.1952-

"Fæddur á Sauðárkróki 18. desember 1952. Foreldrar: Egill Bjarnason (fæddur 9. nóvember 1927, dáinn 15. apríl 2015) ráðunautur og kona hans Alda Vilhjálmsdóttir (fædd 20. nóvember 1928) verkstjóri. Maki (12. október 1974): Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir (fædd 17. september 1951) skáld og húsmóðir. Foreldrar: Ófeigur J. Ófeigsson og kona hans Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Börn: Anna Katrín (1975), Bjarni Jóhann (1978), Ófeigur Páll (1985), Ragnhildur Alda (1990).
Stúdentspróf MA 1972. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. MA-próf í hagfræði Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Angeles 1980 og doktorspróf 1982.
Framkvæmdastjóri SUS á sumrum 1976 og 1977. Hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda sumurin 1978 og 1981. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands 1982–1987. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987–2003. Fulltrúi (skrifstofustjóri) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Whashington 2003. Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004–2006. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006.
Í deildarráði viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1976–1977. Ritstjóri Hagmála 1975–1976. Í kauplagsnefnd 1982–1987. Í þriggjamannanefnd Verðlagsráðs 1983–1987, í Verðlagsráði frá 1987. Í stjórn Íslensk-ameríska félagsins frá 1983. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985–1987. Formaður EAN á Íslandi frá 1987 og formaður EDI-félagsins frá 1989. Stjórnarformaður Skjaldar hf., Sauðárkróki, 1989–1993. Í stjórn Handsals hf. 1991–1992. Í þingmannanefnd EFTA/EES frá 1991, formaður Íslandsdeildarinnar frá 1991 og formaður þingmannanefndarinnar 1991–1992. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs 1994–2003.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 1988.
Sjávarútvegsnefnd 1991–1996 og 1997–2003, efnahags- og viðskiptanefnd 1991–2003 (formaður 1995–2003), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1993, 1996–1997 og 1999, sérnefnd um fjárreiður ríkisins 1995–1997, kjörbréfanefnd 2001–2003.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1996–2003 (formaður).
Ritstjóri: Hagmál (1975–1976)."

Björn Gunnlaugsson (1926-1990)

  • S03524
  • Person
  • 02.07.1926-24.12.1990

Björn Gunnlaugsson, f. 02.07.1926, d. 24.12.1990. Foreldrar: Sigurlaug Sigurðardóttir og Gunnlaugur Björnsson. Björn ólst upp í foreldrahúsum. Hann naut barnafræðslu og fór síðan í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan. Hann var bóndi í Brimnesi og tók við búinu eftir að faðir hans lést 1962. Meðfram búskapnum kenndi hann við Hólaskóla og ritaði sögu Hólastaðar. Eftir að móðir hans lést var Jóna Gísladóttir bústýra hjá honum. Frá árinu 1982 vann hann hjá Sambandinu og bjó við Laugarteig í Reykjavík.

Sigfús Helgason (1939-)

  • S03523
  • Person
  • 11.09.1939-

Sigfús Helgason f. 11.09.1939. Bóndi í Stóru-Gröf.
Maki: Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Niðurstöður 4591 to 4675 of 6395