Sýnir 6395 niðurstöður

Nafnspjöld

Árni J. Jóhannsson (1873-1955)

  • S00130
  • Person
  • 02.07.1873-12.09.1955

Árni var fæddur á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði þann 2. júlí 1873. Hann fór til Vesturheims árið 1876 frá Steinstöðum. Bóndi á föðurleifð sinni við Hallson, N-Dakota, USA og líklega fleiri stöðum. Kona hans var Anna Guðbjörg Björnsdóttir Johnson (1879-1953). Árni lést í Hallson 12. september 1955.

Ólafur Sveinsson (1927-)

  • S00129
  • Person
  • 03.09.1927

Ólafur Sveinsson fæddist þann 3. september 1927. Hann var læknir á Sauðárkróki.

Brunabótafélag Íslands (1917-)

  • S00128
  • Félag/samtök
  • 1916

Brunabótafélag íslands var stofnað árið 1917 og er starfandi enn þann daginn í dag sem eignarhaldsfélag. Í upphafi var því veittur einkaréttur til að brunatryggja húseignir utan Reykjavíkur. Eftir lagabreytingu á sjötta áratugnum hófst samkeppni við önnur vátryggingafélög. Í lok níunda áratugarins varð það helmingseigandi að öflugu félagi með stofnun Vátryggingafélags Íslands hf. Með nýrri löggjöf árið 1994 er því breytt í Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands. Hlutverk félagsins er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögunum. Hefur félagið stutt við ýmis verkefni á sviði bruna- og forvarna sem eru sveitarfélögunum til hagsbóta. Hafa þau m.a. verið unnin í nánu samstarfi við Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Elínborg Lárusdóttir (1891-1976)

  • S00126
  • Person
  • 12.11.1891-05.11.1976

Elínborg Lárusdóttir fæddist á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 12. nóvember 1891. Maður hennar var Ingimar Jónsson (1891-1982), prestur og skólastjóri. Hún lést 5. nóvember 1976.

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir (1915-2019)

  • S00124
  • Person
  • 28. sept. 1915 - 4. júlí 2019

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir var fædd í Eyjafjarðarsýslu 28. september 1915. ,,Sigrún var fjóra vet­ur í far­skóla, nokkr­ar vik­ur á hverj­um vetri. Einn vet­ur var hún í Hús­mæðraskól­an­um á Laugalandi í Eyjaf­irði og lauk ljós­mæðraprófi frá Ljós­mæðraskóla Íslands 1944. Hún starfaði sem ljós­móðir í Hrafnagils­hreppi og Saur­bæj­ar­hreppi 1944-1958 og í Öng­ulsstaðahreppi 1947-1958. Hafði aðset­ur á Espi­hóli í Hrafnagils­hreppi þann tíma. Árið 1960 gift­ist hún Ólafi Ru­ne­bergs­syni, bónda og hand­verks­manni í Kár­dalstungu í Vatns­dal og bjuggu þau þar síðan. Sigrún og Ólaf­ur eignuðust einn son.
Sigrún var á 104. aldursári þegar hún lést.

Bjarni Magnússon (1928-1958)

  • S00123
  • Person
  • 1928-1958

Fæddur í Ásgarði í Hvammshr., Dal. 19. ágúst 1928. Látinn 26. febrúar 1958.
Síðast bús. í Oklahoma. Maki: Ethelen Magnusson.

Sigvaldi Jónsson (1919-1993)

  • S00122
  • Person
  • 25. jan. 1919 - 8. júlí 1993

Fæddur í Mósgerði í Flókadal, Skag. 25. janúar 1919
Látinn í Reykjavík 8. júlí 1993
Var á Sauðárkróki 1930. Vinnumaður víða.
Sjómaður á Dalvík og síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Gunnþórunn Sveinsdóttir (1885-1970)

  • S00121
  • Person
  • 1885-1970

Fædd í Borgarey í Vallhólmi, Skag. 2. febrúar 1885. Látin í Reykjavík 18. nóvember 1970.
VInnukona á Skíðastöðum, Hvammssókn, Skag. 1910. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð, Skag. Gistihúsrekandi og kaupkona á Sauðárkróki. Síðast bús. í Reykjavík.
Gaf út bókina; Gleym mér ei.

Hjörtur Laxdal (1908-1946)

  • S00120
  • Person
  • 1908-1946

Fæddur á Skíðastöðum á Laxárdal ytri, Skag. 21. desember 1908. Látinn í Reykjavík 12. maí 1946.
Sjómaður, rakari og kaupsýslumaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Stefán Halldór Halldórsson (1880-1955)

  • S00118
  • Person
  • 1880-1955

Stefán Halldór Halldórsson
Fæddur í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Eyj. 11. nóvember 1880
Skósmiður á Sauðárkróki 1930.

Kristján Skagfjörð Jónsson (1921-1996)

  • S00117
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 17. feb. 1996

Kristján fæddist á Sauðárkróki og var sonur Áslaugar Sigvaldínu Egilsdóttur og Jóns Ingvars Guðmundssonar. ,,Kristján ólst upp á Sauðárkróki og stundaði þar ýmis störf í æsku. Hann vann lengi hjá Vita- og hafnamálastofnun við byggingar á vitum víða á landinu. Lengst af var hann starfsmaður Sementsverksmiðju ríkisins, eða frá 1956 til 1991 og var verkstjóri í mörg ár í líparítnámu fyrirtækisins hjá Þyrli í Hvalfirði." Kristján giftist Rósu Sigurðardóttur og eignuðust þau tvö börn.

Kári Steinsson (1921-2007)

  • S00116
  • Person
  • 1921-2007

Fæddur í Neðra-Ási í Hjaltadal, Skag. 2. apríl 1921. Foreldrar hans voru Steinn Stefánsson og og Soffía Jónsdóttir bændur í Neðra-Ási í Hjaltadal. ,,Átján ára fór Kári að Laugarvatni og stundaði nám við Alþýðuskólann í tvo vetur og Íþróttaskólann þriðja veturinn. Hann útskrifaðist sem íþróttakennari 1942. Eftir nám á Laugarvatni sinnti Kári svokallaðri umferðarkennslu í íþróttum víða um land um tíma. Hann fór m.a. gangandi yfir heiðar til að sinna þeirri fræðslu, stundum á skíðum. Í tuttugu sumur vann Kári við skurðgröft og framræslu hjá búnaðarsamböndum í Skagafirði og A-Húnavatnssýslu, en á veturna vann hann ýmis verkamannastörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fór á vertíð o.fl. Kári sinnti sundkennslu í Skagafirði og víðar um árabil, auk þess að vera prófdómari í sundi og leikfimi. Hann starfaði í nokkur ár hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga, en síðustu starfsárin, 1982-1991, var hann vaktstjóri við Sundlaug Sauðárkróks." Eiginkona Kára var Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir frá Róðhóli í Sléttuhlíð, þau eignuðust fimm börn.

Hanna Ingibjörg Pétursdóttir (1926-2012)

  • S00115
  • Person
  • 08.08.1926-31.01.2012

Hanna I. Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 8. ágúst 1926. Hún andaðist á Droplaugarstöðum hinn 31. janúar 2012. Hanna var eitt þriggja barna hjónanna Péturs Hannessonar, póst- og símstöðvarstjóra, og Sigríðar Sigtryggsdóttur. Hanna gekk í barna- og unglingaskóla á Króknum, stundaði nám við MR veturinn 1942-3 og lauk þaðan gagnfræðaprófi en hvarf síðan aftur norður og vann við afgreiðslustörf. Veturinn 1944-45 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Þá lá leiðin aftur suður þar sem hún starfaði í verslunum í Reykjavík, m.a. hinni rómuðu Haraldarverslun.

Hanna kynntist verðandi eiginmanni sínum, Svavari Júlíussyni, bifvélavirkjameistara og verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, árið 1946 og þau gengu í hjónaband hinn 25. október 1947. Börn Hönnu og Svavars urðu fjögur. Hanna vann heimavið meðan börnin voru yngri en sinnti þó ýmsum störfum utan heimilis annað slagið. Eftir að hún varð ekkja, nýorðin fimmtug, vann hún lengst af hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík og unni þeim vinnustað af heilum hug. Hún var mikill Skagfirðingur í sér þótt hún flytti ung suður og heimsótti Krókinn sinn reglulega. Hanna sat í stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík um hríð og var ötul í starfi kvennadeildar félagsins um árabil.

Anna Pála Guðmundsdóttir (1923-2018)

  • S00113
  • Person
  • 2. sept. 1923 - 24. des. 2018

Dóttir Dýrleifar Árnadóttur frá Utanverðunesi og Guðmundar Sveinssonar frá Hóli í Sæmundarhlíð, síðar full­trúi og skrif­stofu­stjóri Kaup­fé­lags
Skag­f­irðinga. Anna Pála giftist Ragnari Pálssyni frá Þrastarstöðum, síðar útibússtjóri Búnaðarbankans á Sauðárkróki og eignuðust þau 7 börn.

Kristín Harða Stefánsdóttir (1927-2019)

  • S00109
  • Person
  • 12. júní 1927 - 12. júlí 2019

Fæddist á Sauðárkróki 12. júní 1927. Foreldrar: Stefán Jóhannesson og Helga Júlíana Guðmundsdóttir. Krist­ín gift­ist 26.1. 1946 Gunn­ari Axel Davíðssyni (1921-2002) og eignuðust þau fimm börn.

Aðalsteinn Jónsson (1916-1997)

  • S00108
  • Person
  • 1916-1997

Guðmundur Aðalsteinn Jónsson
Fæddur í Skagafjarðarsýslu 4. júlí 1916
Látinn 15. september 1997
Síðast bús. á Sauðárkróki.
"Steini Putt"

Vibekka Bang (1939-2015)

  • S00105
  • Person
  • 1939-2015

Vibekka Bang fæddist á Sauðárkróki 26. september 1939. Foreldrar Vibekku voru hjónin Ole Bang, apótekari á Sauðárkróki, f. í Árósum á Jótlandi 23. mars 1905, d. 17. nóvember 1969, og Minna Bang, f. í Árósum 5. september 1914, d. 22. maí 2005. Vibekka giftist hinn 13. apríl 1963 Brynjari Pálssyni og eignuðust þau tvo syni.
,,Vibekka lauk grunnskólanámi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1955. Hún var síðan eitt ár í Húsmæðraskóla í Silkeborg í Danmörku. Þegar heim kom hóf hún störf sem afgreiðslustúlka hjá föður sínum í Sauðárkróks Apóteki og vann þar fram til ársins 1970. Hún og maður hennar ráku saman Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki frá árinu 1982 til ársins 2005."

Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-1999)

  • S00103
  • Person
  • 30.03.1928-23.08.1999

Fæddur á Sauðárkróki. Sonur Svavars Guðmundssonar (1905-1980) og Sigurbjargar Ögmundsdóttur (1907-1994). Ögmundur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Ögmundi Magnússyni söðlasmiði og Kristínu Björgu Pálsdóttur. Ögmundur var mjólkurfræðingur, giftur Maríu Guðlaugu Pétursdóttur (1927-2001). Helsta áhugamál Ögmundar var tónlist og gaf hann út einn geisladisk sem heitir Minningar. Hann stjórnaði Karlakór Sauðárkróks um tíma og var í hljómsveit.

Pálmi Pétursson (1909-1977)

  • S00101
  • Person
  • 1909-1977

Pálmi Pétursson, f. 20.04.1909 á Akureyri, d. 02.03.1977. Foreldrar: Pétur Pétursson kaupmaður á Akureyri og Sauðárkróki og Þóranna Pálmadóttir. Pálmi gekk í Gagnfræðaskóla á Akureyri og varð stúdent þaðan árið 1929. Eftir það stundaði hann verslunarstörf á Siglufirði frá 1930-1941. Vann síðan við skrifstofustörf já Höjgaard og Schultz til 1944. Ráðinn skrifstofustjóri og aðalbókari Atvinnudeildar Háskólans 1946 og gegndi því starfi til dánardags.
Maki 1: Lára Gunnarsdóttir frá Botnsstöðum í Húnavatnssýslu. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Anna Lisa Berndtsson frá Svíþjóð. Hún átti tvö börn af fyrra hjónabandi.

Pétur Pétursson (1872-1956)

  • S00100
  • Person
  • 7. sept. 1872 - 26. mars 1956

Fæddur á Valabjörgum, foreldrar: Pétur Björnsson og Rannveig Magnúsdóttir. Útskrifaðist frá Gagnfræðiskólanum á Möðruvöllum haustið 1892. Starfaði í verslun Gránufélagsins á Sauðárkróki eftir útskrift. Var verslunarstjóri hjá Gránufélaginu á Oddeyri 1908-1914 en setti svo á stofn eigin verslun á Akureyri sem hann rak til 1926. Á þessum tíma rak hann einnig útgerð, bæði síld- og hákarlaveiðar. Á fyrri stríðsárunum (1914-1918) vann hann fyrir landstjórnina að innflutningi á kolum til landsins. Var einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands og átti um skeið sæti í varastjórn þess. Árið 1926 flutti hann til Siglufjarðar og gerðist þar verslunarstjóri. Pétur giftist Þórönnu Pálmadóttur frá Höfða á Höfðaströnd, þau eignuðust fimm börn.

Leifur Hreinn Þórarinsson (1936-2006)

  • S01351
  • Person
  • 25.06.1936-27-08.2006

Leifur Hreinn Þórarinsson fæddist á Ríp í Hegranesi í Skagafirði 25. júní 1936. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11. mars 1898, d. 28. desember 1985, og Þórarinn Jóhannsson, f. 21. janúar 1891, d. 14. júní 1985. Leifur kvæntist 25. júní 1960 Kristínu Báru Ólafsdóttur, f. 28. júní 1936, frá Garðshorni í Kræklingahlíð, þau eignuðust 6 börn.

Leifur og Kristín hófu búskap í Keldudal árið 1962. Hin síðari ár bjuggu þau félagsbúi ásamt Þórarni syni sínum og Guðrúnu konu hans ásamt því að sinna ferðaþjónustu. Leifur var kunnur ræktunarmaður, sérstaklega í hrossa- og sauðfjárrækt. Leifur tók virkan þátt í félagsmálum og var meðal annars í hreppsnefnd Rípurhrepps, sóknarnefnd Rípurkirkju og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga.

Þóranna Pálmadóttir (1889-1951)

  • S00088
  • Person
  • 18.03.1889-11.03.1951

Þóranna Pálmadóttir, f. 18.03.1889, d. 11.03.1951 í Reykjavík. Foreldrar: Pálmi Þóroddsson og Anna Jónsdóttir.
Maki: Pétur Pétursson, f. 07.09.1872, bókhaldari á Sauðárkróki. Þau eignuðust fimm börn og náðu fjögur þeirra fullorðinsaldri. Þau bjuggu á Sauðárkróki til 1914 en þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Pétur rak eigin verslun og útgerð.

Guðrún Pálsdóttir Michelsen (1886-1967)

  • S00076
  • Person
  • 9. ágúst 1886 - 31. maí 1967

Frá Draflastöðum í Eyjafirði, flutti til Sauðárkróks 1906. Gift Frank Michelsen úrsmíðameistara, þau eignuðust tólf börn.

Þorbjörg Pálmadóttir (1884-1944)

  • S00071
  • Person
  • 24.06.1884-29.05.1944

Þorbjörg Pálmadóttir Möller, húsfreyja á Sauðárkróki. Fæddist í Glaumbæ í Seyluhreppi 24. júní 1884. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Giftist 1906 Jóhanni Georgi Jóhannssyni Möller kaupmanni og verslunarstjóra (1883 - 1926). Þorbjörg lést 29. maí 1944.

Jón Sigurður Pálmason (1886-1976)

  • S00070
  • Person
  • 29.07.1886-19.11.1976

Jón Sigurður Pálmason, bóndi á Þingeyrum. Fæddist að Felli í Sléttuhlíð, 29.07.1886. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Eiginkona: Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897 - 1989). Jón Sigurður lést 19.11.1976.

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

  • S00069
  • Person
  • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Hans Vilhelm Pálsson (1857-1933)

  • S00068
  • Person
  • 14. ágúst 1857 - 25. apríl 1935

Hans Vilhelm Pálsson fæddist 14. ágúst 1857 á Norðurlandi. Faðir hans var Páll Erlendsson en móðir hans hét Guðrún. Vilhelm flutti til Kanada 1883. Árið 1897 kvæntist hann Önnu Kristínu Nikulásdóttur. Vilhelm var verslunarmaður en hafði einnig brennandi áhuga á innflytjandamálum og virðist hafa unnið mikið að þeim málum, sérstaklega 1896-1905. Vilhelm var fyst kosinn á Saskatchewan lögþing 1912 og endurkosinn 1917. Aftur var hann kosinn á lögþing 1924 í aukakosningum og endurkosinn 1925 og 1929 fyrir Quill Plains. Hann lést árið 1935.

Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993)

  • S00067
  • Person
  • 24.04.1889-12.11.1993

Rannveig Jósefsdóttir, tvinningakona á Akureyri, var fædd á Stóra-Eyrarlandi, Eyj. 24. apríl 1889. Faðir: Jósef Vilhelm Jóhannsson(1850-1921). Móðir: Jósefína Guðmundsdóttir (1856-1934). Barnsfaðir Rannveigar var Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Barn þeirra: Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011).
Rannveig lést 12. nóvember 1993.

Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011)

  • S00066
  • Person
  • 13.02.1924-24.03.2011

Freyja var fædd á Akureyri 13. febrúar 1924. Faðir: Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Móðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993).
Freyja bjó á Akureyri. Ókvænt og barnlaus. Hún lést 24. mars 2011.

Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959)

  • S00065
  • Person
  • 29.10.1887-17.05.1959

Jóhann Marinó Pálmason var fæddur á Felli, Fellshr. 29. október 1887. Starfaði sem verslunarmaður á Akureyri og Hvammstanga en þar sinnti hann einnig bókhaldsstarfi.
Ókvæntur. Barnsmóðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889 - 1993). Barn þeirra var Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011). Jóhann lést 17. maí 1959.

Ólöf Sveinbjörnsson Wolf (1906-1994)

  • S00064
  • Person
  • 13.04.1906-02.07.1994

Ólöf Sveinbjörnsson Wolf fæddist í Reykjavík 13. apríl 1906. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Vann sem vélritari í Reykjavík. Fluttist svo til Kaupmannahafnar og giftist þar Georg Wolf kommandörkaptein. Látin í Kaupmannahöfn 2. júlí 1994.

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950)

  • S00063
  • Person
  • 09.10.1871-08.04.1950

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri, var fæddur á Húsavík 9. október 1871. Faðir: Lárus Edvard Sveinbjörnsson (1834-1910). Móðir: Jörgine Sigríður Margrethe Thorgrímsen (1849-1915). Eiginkona: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972). Guðmundur lést 8. apríl 1950.

Þórður Sveinbjörnsson (1918-1977)

  • S00062
  • Person
  • 05.06.1918-16.06.1977

Þórður Sveinbjörnsson (eftirnafn), skrifstofumaður í Reykjavík, var fæddur í Reykjavík 5. júní 1918. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Móðir: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972).
Látinn 16. júní 1977.

Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972)

  • S00061
  • Person
  • 31.05.1885-15.09.1972

Björg Lovísa Pálmadóttir fæddist á Hofstöðum í Hofsstaðabyggð, Skag. 31. maí 1885. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946).
Eiginmaður: Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950), skrifstofustjóri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 8, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Björg Lovísa lést 1972.

Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996)

  • S00060
  • Person
  • 4. apríl 1925 - 24. des. 1996

Málfríður Óskarsdóttir húsfreyja. Fædd 04.04.1925. Faðir: Óskar Lárusson (1889-1954). Móðir: Anna Sigurjónsdóttir (1892-1975).
Eiginmaður: Pálmi Möller (1922-1988), prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum.

Ásdís Vilhelmsdóttir (1926-)

  • S00056
  • Person
  • 20.12.1926-

Ásdís Vilhelmsdóttir, f. á Hofsósi 20.12.1926. Foreldrar: Vilhelm Magnús Erlendsson (1891-1972) og Hallfríður Pálmadóttir (1891-1977).

Hið skagfirska kvenfélag (1895-1950)

  • S00622
  • Félag/samtök
  • 1895-1950
  1. ágúst 1895 var haldinn kvennafundur á Sauðárkróki og ákveðið að stofna til félagsskapar á meðal skagfirskra kvenna. 15 konur mættu á fundinn. Meginhlutverk var að stuðla að auknum réttindum og menningu kvenna. Á aðalfundi 1950 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Kvenfélag Sauðárkróks.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Félag/samtök
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Sigurjón Páll Ísaksson (1950-)

  • S00052
  • Person
  • 27.08.1950

Sigurjón Páll Ísaksson er fæddur í Reykjavík 27. ágúst 1950. Faðir: Ísak Jónsson, fæddur á Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múl. 31. júlí 1898. Látinn 3. desember 1963. Sigrún Sigurjónsdóttir, fædd á Nautabúi í Hólahr., Skag. 1. desember 1913. Látin 26. október 1978.

Þórunn Sigurðardóttir (1881-1968)

  • S00051
  • Person
  • 22.08.1881-26.02.1968

Fædd á Völlum, Saurbæjarhr., Eyj. 22. ágúst 1881
Látin á Sauðárkróki 26. febrúar 1968
Símastúlka á Sauðárkróki 1930. Símavörður á Sauðárkróki. Síðast bús. á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Heimildir: Þjóðskrá, Skagf.1910-1950, Skagf.1910-1950 III. Íslendingabók.is 20.08.2015.

Þorlákur Sigurðsson (1879-1953)

  • S00050
  • Person
  • 10.05.1879-30.06.1953

Þorlákur Sigurðsson (Láki) fæddist á Hofi í Vesturdal þann 10. maí 1879 (sagði sjálfur þann 5. maí). Hann var í vistum og vinnumennsku í Skagafirði og einkum í Lýtingsstaðahreppi til að byrja með. Árið 1910 var hann leigjandi í Litladalskoti í Dalsplássi, húsmaður á Ánastöðum í Svartárdal árið 1920 og húsmaður í Héraðsdal árið 1930. Hann var einnig á Vindheimum, í Gilhaga og síðast á Hjaltastöðum hjá Sigurði Einarssyni.
Þorlákur lést 30. júní 1953.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Ásdís Charlotte Guðlaugsdóttir (1887-1960)

  • S00044
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 30. sept. 1960

Húsfreyja í Útskálum í Gerðahreppi 1920. Húsfreyja og prestfrú á Akureyri 1930. Maður hennar var Friðrik J. Rafnar vígslubiskup.

Gísli Magnússon (1921-2004)

  • S00043
  • Person
  • 24.08 1921-04.12.2004

Gísli Magnússon fæddist þann 24. ágúst 1921.
Hann var sonur Magnúsar Kr. Gíslasonar og Ingibjargar Stefánsdóttur og bóndi á Vöglum í Akrahreppi.
Kona hans: Kristín Sigurmonsdóttir frá Kolkuósi, fædd 2. ágúst 1933.
Gísli lést þann 4. desember 2004.

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Jónasson (1895-1978)

  • S00041
  • Person
  • 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur á Völlum í Vallhólmi, Skag. 9. ágúst 1895 en hann lést á Sauðárkróki 30. apríl 1978. Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Völlum í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Kona hans var Ingibjörg Bjarnadóttir (1892 - 1975 ) húsfreyja á Völlum. Þau giftust 01.06.1918. Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sínum Ástvaldi Jóhannessyni f. 1868 og konu hans Guðleifu Halldórsdóttur f. 1870.

Haraldur sótti nám í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði. Síðan lá leið hans til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endurkosningu vegna sjóndepru. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Árið 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára.

Jónas Egilsson (1864-1942)

  • S00040
  • Person
  • 31.10.1864-16.09.1942

Jónas Egilsson var fæddur á Skarðsá, Staðarhr. 31. október 1864, látinn 16. september 1942. Bóndi á Völlum í Vallhólmi, Skag.
Kona hans var Anna Kristín Jónsdóttir (1864 - 1941) húsfreyja á Völlum.

Magnús Sigmundsson (1891-1952)

  • S00039
  • Person
  • 14.11.1891-28.05.1952

Magnús Sigmundsson var fæddur á Írafelli í Svartárdal, Skagafirði 14. nóvember 1891. Hann var bóndi á Vindheimum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Kona hans var Anna Sigríður Jóhannesdóttir (1900-1985). Magnús lést á Sauðárkróki 28. maí 1952.

Hjalti Sigurðsson (1920-1995)

  • S00037
  • Person
  • 22.03.1920-18-11.1995

Hjalti Sigurðsson var fæddur í Flugumýrarhvammi í Akrahreppi í Skagafirði. 22. mars 1920. Hann var bóndi og vélsmiður á Hjalla í Akrahreppi í Skagafirði. Kona hans var Ingibjörg Kristjánsdóttir (1928-2012). Hjalti lést á Sauðárkróki 18. nóvember 1995.

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011)

  • S00036
  • Person
  • 16.03.1918-01.06.2011

Þorsteinn Sigurðsson (Steini) fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 16. mars 1918. Þorsteinn var búfræðingur og bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, einnig, verkamaður og meðhjálpari. Hann söng með karlakórunum Heimi og Feyki. Kona hans var Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn lést á Sauðárkróki 1. júní 2011.

Sigríður Márusdóttir (1930-)

  • S00035
  • Person
  • 01.03.1930

Sigíður var fædd á Ystu-Grund í Akrahreppi, Skagafirði 1. mars 1930, heitir fullu nafni Hermína Sigríður Márusdóttir, kölluð Sigga. Hún býr í Hjaltastaðahvammi, en þar höfðu þau bú, hún og maður hennar, Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011).

Jórunn Sigurðardóttir (1926-2015)

  • S00034
  • Person
  • 12.11.1926-24.04.2015

Jórunn Sigurðardóttir (Nunna) var fædd í Stokkhólma í Vallhólma í Skagafirði þann 12. nóvember 1926. Hún var gift Frosta Gíslasyni (1926-2001). Þau bjuggu á Frostastöðum í Akrahreppi. Jórunn var síðast búsett á Sauðárkróki og lést þar 25. apríl 2015.

Ingimundur Bjarnason (1886-1976)

  • S00033
  • Person
  • 16. sept. 1886 - 6. mars 1976

Ingimundur var fæddur á Illugastöðum í Laxárdal fremri, foreldrar hans voru Bjarni Sveinsson og Kristín Jónsdóttir. Ingimundur ólst upp í Kirkjuskarði í Laxárdal hjá Stefáni Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Árið 1919 kvæntist Ingimundur Sveinsínu Bergsdóttur og tóku þau við búi að Kirkjuskarði. 1925 brugðu þau búi og fluttu í húsið Árbakka (Suðurgötu 5) á Sauðárkróki. Í kjallara hússins opnaði Ingimundur járnsmíðaverkstæði og starfaði þar sem járn/eldsmiður. Ingimundur og Sveinsína eignuðust fjórar dætur.

Klemenz Guðmundsson (1892-1986)

  • S00032
  • Person
  • 14.03.1892-18.06.1986

Fæddur í Bólstaðarhlíð í A-Húnavatnssýslu 14. mars 1892. Látinn 8. júní 1986
Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Eiginkona: Elisabet Magnúsdóttir (1891-1964). Saman áttu þau fjóra syni.

Pétur Jóhannsson (1913-1998)

  • S00031
  • Person
  • 12.04.1913-12.02.1998

Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp.
Foreldrar Péturs voru hjónin Margrét Pétursdóttir, húsfreyja, og Jóhann Ísak Jónsson, útvegsbóndi og baráttumaður í sinni sveit.
Pétur ólst upp við sjóróðra, sveitastörf og stöðuga umræðu og umhugsun um velferð sveitarinnar. Við fráfall föðurs 1933 varð hann að leggja mest af námsáætlunum sínum á hilluna og taka við búsforráðum í Glæsibæ ásamt ýmsum trúnaðarstörfum sem faðir hans hafði gegnt. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1936.
Pétur bjó í Glæsibæ næstu 10 árin með móður sinni en 1943 kvæntist hann konu sinni Sigríði Guðrúnu Stefánsdóttur, fósturdóttur hjónanna Guðríðar og Jónatans Líndal á Holtastöðum í Langadal. Sigríður var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Smyrlabergi á Ásum. Sigríður fæddist 15. ágúst 1916 og dó 26. mars 1997. Börn þeirra hjóna eru: Margrét, Guðríður, Jóhann Ísak. Pétur bjó í Glæsibæ til 1974 og fluttist þá til Akraness og síðan til Þorlákshafnar 1976, þar sem hann vann sem skrifstofustjóri hjá útgerðarfélaginu Glettingi til 1992. Pétur tók virkan þátt í félagsstörfum bæði í Þorlákshöfn og Skagafirði og voru falin margs konar trúnaðarstörf.

Ólöf Ólafsdóttir

  • S00029
  • Person
  • seinni hluta 19. aldar

Frá Álftagerði, kona Guðmundar Jóhannssonar á Siglufirði.

Stefán Vagnsson (1889-1963)

  • S00027
  • Person
  • 26.05.1889-01.11.1963

Stefán Vagnsson var fæddur í Miðhúsum í Akrahreppi, Skagafirði þann 26. maí 1889. Hann var bóndi, skáld og kennari á Flugumýri, Sólheimum og Hjaltastöðum í Akrahreppi. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki og starfaði þar sem skrifstofumaður. Kona hans var Helga Jónsdóttir (1895-1988). Hann lést á Sauðárkróki 1. nóvember 1963.

Magnús Halldór Gíslason (1918-2013)

  • S00025
  • Person
  • 23.03.1918-03.02.2013

Magnús Halldór Gíslason (Abbi) var fæddur á Frostastöðum í Akrahreppi í Skagafirði þann 23. mars 1918. Hann var bóndi á Frostastöðum í Akrahreppi og síðar blaðamaður í Reykjavík, síðast búsettur á Frostastöðum. Magnús var varaþingmaður og sat um tíma á þingi. Kona hans var Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (f. 1921-2018).
Magnús lést á Sauðárkróki 3. febrúar 2013.

Sveinn Guðmundsson (1912-1998)

  • S00024
  • Person
  • 28.04.1912-12.05.1998

Sveinn Guðmundsson var fæddur í Litladalskoti í Lýtingstaðarhreppi í Skagafirði þann 28. apríl 1912. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Kona hans var Valgerður Elín Hallgrímsdóttir (1920-1996). Hann lést 12. maí 1998.

Stefán Jónsson (1892-1980)

  • S00023
  • Person
  • 08.07.1892-31.12.1980

Stefán Jónsson var fæddur í Skagafjarðarsýslu þann 8. júlí 1892. Hann var bóndi á Höskuldsstöðum í Akrahreppi. Hann lést þann 31. desember 1980.

Finnbogi Bjarnason (1895-1986)

  • S00022
  • Person
  • 1895-1986

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi á Mið-Grund í Skagafirði). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Magnús Helgi Helgason (1896-1979)

  • S00021
  • Person
  • 21.12.1896-31.12.1979

Magnús Helgi Helgason var fæddur á Ánastöðum í Svartárdal, Skagafirði, 21. desember 1896. Magnús var bóndi í Kolgröf á Efribyggð og í Héraðsdal í Tungusveit í Skagafirði. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki. Kona hans var Jónína María Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1988).
Magnús lést á Sauðárkróki 31. desember 1979.

Ragnheiður Þórarinsdóttir (1919-2003)

  • S00020
  • Person
  • 13.05.1919-25.06.2003

Ragnheiður Marta Þórarinsdóttir (Ragna) var fædd á Ríp í Rípurhreppi, Skagafirði, 13. maí 1919. Hún var búsett á Hjaltastöðum í Akrahreppi ásamt manni sínum, Pétri Sigurðssyni (1919-2012). Ragnheiður lést 25. júní 2003.

Halldór Sigurðsson (1925-2003)

  • S00019
  • Person
  • 12.05.1925-18.11.2003

Halldór Sigurðsson (Dóri) fæddist í Stokkhólma í Akrahreppi í Skagafirði 12. maí 1925. Hann var gullsmiður. Halldór lést á Stokkseyri 18. nóvember 2003.

Margrét Þorsteinsdóttir (1889-1989)

  • S00018
  • Person
  • 08.01.1889-10.11.1989

Margrét Þorsteinsdóttir var fædd á Ytri-Hofdölum í Hofstaðabyggð í Skagafirði, 8. janúar 1889. Hún var húsfreyja í Stokkhólma og á Hjaltastöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Hún var kona Sigurðar Einarssonar. Margrét lést á Sauðárkróki 10. nóvember 1989.

Bryndís Pétursdóttir (1947-)

  • S00017
  • Person
  • 06.05.1947

Bryndís Pétursson fæddist 6. maí 1947 á Sauðárkróki. Maður hennar var Bjarni Leifs Friðriksson (1940-2009), bóndi á Sunnuhvoli.

Niðurstöður 4591 to 4675 of 6395