Showing 6402 results

Authority record

Erling Örn Pétursson (1945-2003)

  • S00275
  • Person
  • 11.10.1945 - 24.12.2003

Erling Örn Pétursson fæddist á Sauðárkróki þann 11. október 1945. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki og rak verslunina Tindastól á Hólavegi. Hann var síðar verslunarstjóri í Reykjavík.
Kona hans var Sigrún Skúladóttir (1952-).

Stefán Árnason (1952-2005)

  • S00276
  • Person
  • 18.12.1952 - 20.11.2005

Stefán Árnason fæddist 18. desember 1952.
Hann var framkvæmdarstjóri í prentsmiðjunni SÁST á Sauðárkróki.
Kona hans var Þórunn Oddný Þórhallsdóttir (1958-)

Ólafur Helgi Antonsson (1947-2017)

  • S00277
  • Person
  • 15.04.1947

Ólafur Helgi Antonsson fæddist 15. apríl 1947. Sjómaður, vélstjóri og leigubílstjóri á Sauðárkróki, síðar strætóbílstjóri í Reykjavík.

Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006)

  • S00278
  • Person
  • 01.02.1934 - 06.05.2006

Helga Sigríður Hannesdóttir fæddist 1. febrúar 1934.
Helga starfaði við ýmis störf, m.a. í sokkaverksmiðjunni á Sauðárkróki, Prjóna- og saumastofunni Vöku, Sauðárkróksbakarí og Matvörubúðinni.
Hún kom einnig við sögu í Alþýðuflokknum og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk og sat á Alþingi sem varamaður í Norðurlandskjördæmi vestra í febrúar 1991.
Hún lék með Leikfélagi Sauðárkróks 1951-1991 og formaður félagsins um skeið.
Maður hennar var Haukur Þorsteinsdóttir (1932-1993).

Haukur Þorsteinsson (1932-1993)

  • S00279
  • Person
  • 14.01.1932 - 21.09.1993

Haukur Þorsteinsson fæddist 14. janúar 1932.
Hann var vélstjóri og kennari á Sauðárkróki. Hann lék með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.
Kona hans var Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006).

Guðni Friðriksson (1951-)

  • S00280
  • Person
  • 11.11.1951

Jóhann Guðni Friðriksson fæddist 11. nóvember 1951.
Hann er prentari á Sauðárkróki.
Guðni starfaði með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.
Kona hans er Valgerður Einarsdóttir (1953-)

Jón Ormar Ormsson (1938-)

  • S00281
  • Person
  • 10.04.1938

Jón Ormar Ormsson fæddist 10. apríl 1938.
Hann er fyrrverandi dagskrárgerðamaður, handritshöfundur og leikari.
Hann hefur búið í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Hafsteinn Hannesson (1936-)

  • S00282
  • Person
  • 06.05.1936

Steindór Hafsteinn Hannesson fæddist 6. maí 1936. Hann starfaði sem vörubílstjóri. Hann lék með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.

Sigríður Hauksdóttir (1961-2006)

  • S00283
  • Person
  • 30.06.1961 - 14.02.2006

Sigríður Hauksdóttir fæddist 30. júní 1961.
Hún var verslunarmaður, síðast búsett í Svíþjóð.

Friðrik Hansen (1891-1952)

  • S00284
  • Person
  • 17. jan. 1891 - 27. mars 1952

Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17.jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (danskur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum á Sauðá. Haustið 1911 hélt hann austur í Fljótsdalshérað þar sem hann gerðist heimiliskennari á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og fleiri bæjum þar eystra. Friðrik lauk kennaraprófi 1915. Haustið 1916 gerðist hann kennari í Torfalækjarhreppi og starfaði þar í eitt ár, var kennari í Staðarhreppi 1917-1920 og síðan á Sauðárkróki til dauðadags. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1921. Ungur hóf Friðrik störf við vegagerð, árið 1928 varð hann vegaverkstjóri í Vestur-Húnavatnssýslum og gegndi því starfi til æviloka, hann var mjög vinsæll verkstjóri. Friðrik tók virkan þátt í félagsmálum á Sauðárkróki, sat lengi í stjórn UMFT, tók virkan þátt í starfsemi verkamannafélagsins Fram og var oddviti hreppsnefndar Sauðárkróks um 12 ára skeið. Þó að störf Friðriks Hansens við kennslu, verkstjórn og bæjarstjórnarmál væru umfangsmikil varð hann þó hvað þekktastur fyrir ljóðagerð sína. Tvisvar hafa ljóð hans verið gefin út, Ljómar heimur árið 1957 og Ætti ég hörpu árið 1982.
Friðrik Hansen var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jósefína Erlendsdóttir, þau eignuðust átta börn saman, fyrir hefði Jósefína eignast dóttur með fyrri manni sínum. Jósefína lést árið 1937. Seinni kona Friðriks var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Friðrik eignaðist einnig dóttur með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

  • S00285
  • Person
  • 23.02.1953

Þórhallur Ásmundsson fæddist 23. febrúar 1953.
Hann er blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri héraðsfréttaritsins Feykis.

Jóhann Friðriksson (1953-)

  • S00286
  • Person
  • 21.06.1953

Jóhann Friðriksson fæddist 21. júní 1953.
Hann er tölvuumsjónarmaður Árskóla á Sauðárkróki, var kennari þar og um árabil trommari í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar.
Kona hans er Hildur Sigríður Sigurðardóttir (1953-)

Hörður Gunnar Ólafsson (1953-)

  • S00287
  • Person
  • 28.08.1953

Hörður Gunnar Ólafsson fæddist 28. ágúst 1953.
Hann er tannsmiður og tónlistarmaður og var um árabil í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar.

Lárus Sighvatsson (1952-)

  • S00288
  • Person
  • 10.08.1952

Lárus Sighvatsson fæddist 10. ágúst 1952.
Lárus er tónlistmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.
Kona hans er Ásta Egilsdóttir (1953-)

Eyþór Árnason (1954-)

  • S00289
  • Person
  • 02.08.1954

Eyþór Árnason fæddist 2. ágúst 1954. Hann er frá Uppsölum í Akrahreppi. Hann er menntaður leikari, starfaði sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og starfar nú sem sviðsstjóri í Hörpu. Hann hefur gefið út ljóðabækur.

Birna Sigurðardóttir (1923-)

  • S00291
  • Person
  • 1923

Birna Sigurðardóttir. Dóttir Sigurðar Sigurðssonar (1871-1940) og Jóhönnu Jónsdóttur (1889-1993).

Frosti Frostason (1957-)

  • S00292
  • Person
  • 20.07.1957

Frosti Frostason er fæddur á Sauðárkróki 20. júlí 1957.
Hann er rafvirki og var um tíma starfsmaður í Steinullarverkjunni á Sauðárkróki. Hann er búsettur á Akureyri og starfar í Norðurorku.
Kona hans er Sigríður Ragnarsdóttir (1958-)

Árni Björn Jakobsson (1924-1999)

  • S00293
  • Person
  • 8. júní 1924 - 4. maí 1999

Frá Efra-Spákonufelli. Björn var framkvæmdastjóri heildv. Páls Jóhanns Þorleifssonar sem hann rak ásamt Gunnari J. Pálssyni forstjóra. Saman stofnuðu þeir teppaverslunina Persíu. Eiginkona Björns var Kristín Sveinbjörnsdóttir.

Jónas Kristjánsson Sölvason (1917-1975)

  • S00295
  • Person
  • 21.11.1917- 26.7.1975

Jónas Kristjánsson Sölvason, f. á Sauðárkróki 21. 11.1917, yngstur barna hjónanna Stefaníu Ferdinandsdóttur og Sölva Jónssonar, járnsmiðs. Á unglingsárunum stundaði hann ýmis störf bæði til sjós og lands, en nokkru fyrir 1940 fer hann til Reykjavikur og hefur nám við Kennaraskólann. Eftir að námi er þar lokið fer hann aftur norður og kenndi þrjá vetur í Skarðshreppi og á Sauðárkróki, en kom svo aftur til Reykjavikur og gerðist kennari við Austurbæjarbarnaskólann. Ekki áttu kennslustörfin eftir að verða verða hans aðalstörf, því eftir 2ja vetra kennslustörf í Reykjavík gerðist hann starfsmaður i verksmiðjum Magnúsar Víglundssonar og starfaði þar í fjölda ára. Skömmu eftir 1960 gerðist hann starfsmaður hjá Kópavogskaupstað og starfaði þar óslitið til dauðadags, síðast um nokkura ára bil sem verkstjóri.

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Jón Gamalíelsson (1923-2000)

  • S00297
  • Person
  • 23.3.1923-1.12.2000

Jón Gamalíelsson fæddist í Réttarholti í Blönduhlíð i Skagafirði 23. mars 1923. Foreldrar hans voru María Rögnvaldsdóttir og Gamalíel Sigurjónsson. ,,Jón kvæntist 19. september 1964 Jónu Guðbergsddttur frá Neðri Hjarðardal í Dýrafirði. Jón lærði rafvirkjun við Iðnskólann á Siglufirði og starfaði við iðnina til 1957 bæði innanlands og í Noregi. Þá hóf hann nám í rafmagnstæknifræði við Oslo Tekniske Skole. Að loknu námi 1960 kom Jóu heim og fór að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Árið 1967 hóf hann störf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og vann þar til starfsloka 1994. Auk þess starfaði Jón sem stundakennari við Iðnskólann og Tækniskóla Íslands."

Ragnar Hansen (1923-2011)

  • S00298
  • Person
  • 17.4.1923-1.7.2011

Ragnar Hansen múrarameistari fæddist á Sauðárkróki 17. apríl 1923. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hansen kennari, vegavinnuverkstjóri, oddviti og ljóðskáld frá Sauðá við Sauðárkrók og Jósefína Erlendsdóttir Hansen, saumakona og klæðskeri frá Beinakeldu, Torfulækjarhreppi, A-Hún. Hinn 25. júlí 1953 kvæntist Ragnar Hjördísi Kristófersdóttur. ,,Ragnar byrjaði í vegavinnu með föður sínum aðeins 9 ára að aldri. Hann flutti að heiman 14 ára í kjölfar láts móður sinnar. Vann hann ýmis störf næstu árin. Lauk Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1941, iðnskólaprófi í Reykjavík og sveinsprófi í múraraiðn 1945. Meistarabréf fékk hann 1949 og byggingarleyfi í Reykjavík 1950. Félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur frá
1946-1981 og síðan í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Var um tíma gjaldkeri í Múrarafélaginu og fulltrúi í Iðnráði. Kennari í flísalögn á vegum Iðnfræðsluráðs. Ragnar hefur unnið
við flísar og múrverk í 62 ár. Var með sjálfstæðan rekstur og menn í vinnu árum saman og stofnaði síðar fyrirtækið Hansen verktaka ásamt syni sínum. Ragnar var jafnan með stór
verk, meðal annars Borgarleikhúsið, hluta af Kringlunni, DAS í Reykjavík og Hafnarfirði, fjölmarga leikskóla, kirkjur og sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig lagði hann flísar og
grjót í Ráðhúsi Reykjavíkur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Smáralind, Landspítala og ýmsum frystihúsum úti á landi. Síðasta opinbera verkið var flísalagning Smáralindarinnar þegar hann var 78 ára að aldri."

Matthildur Kristinsdóttir (1924-1997)

  • S00299
  • Person
  • 13.1.1924-3.12.1997

„Matthildur Kristinsdóttir var fædd á Brimnesi í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. janúar 1924. Foreldrar hennar voru Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir og Kristinn Gunnlaugsson. Fósturforeldrar Matthildar, frá 5 ára aldri, voru María Pálsdóttir og Steindór Jónsson. Hinn 27. mai 1947 giftist Matthildur Elí Jóhannessyni, húsasmiðameistara, frá Hlíð í Álftafirði, f. 19.10. 1925. ,,Matthildur og Elí hófu sinn búskap í Borgarnesi en fluttu í Kópavog 1952 og reistu þar sitt eigið hús á Bjarnhólastíg 9 og bjuggu þar til ársins 1980 er þau fluttu að Suðurbraut 7, sem þau einnig byggðu en síðustu árin bjuggu þau að Álfhólsvegi 151. Matthildur ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung á húsmæðraskólann á Staðarfelli i Dölum."

Marteinn Jónsson (1923-1997)

  • S00300
  • Person
  • 23.7.1923 -14.9.1997

Marteinn Jónsson fæddist á Sauðárkróki 23. júlí 1923. Verkamaður á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Gunnhildur Hansen (1922-1957)

  • S00301
  • Person
  • 2.1.1922-25.11.1957

Húsfreyja á Sauðárkróki. Kjörforeldrar: Þórey Sigmundsdóttir Hansen, f. 1.9.1886 og Hans Kristján Hansen, f. 18.10.1885.

Frederike Caroline Briem Claessen

  • S00302
  • Person
  • 19. nóv. 1846 - 2. maí 1930

Fædd í Kaupmannahöfn, systir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landféhirðis. Frederike kvæntist Gunnlaugi Briem alþingismanni og sýslufulltrúa á Reynistað, þau áttu einn son.

Stefán Eysteinn Sigurðsson (1926-2008)

  • S00303
  • Person
  • 27. mars 1926 - 6. ágúst 2008

Stefán Eysteinn Sigurðsson fæddist 27. mars 1926. Foreldrar hans voru Sigurður Pétursson verkstjóri í vitabyggingum og Margrét Björnsdóttir húsmóðir. Eiginkona Eysteins var Kristín Guðmundsdóttir, f. 22. júní 1929, d. 6. ágúst 2006, þau eignuðust fimm börn. ,,Eysteinn ólst upp á Sauðárkrók og vann við vitabyggingar með föður sínum þegar hann hafði aldur og þroska til. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá Þ.Jónsson & Co og starfaði hann þar og síðar hjá Vélalandi alla sína starfsævi."

Páll Ágústsson

  • S00304
  • Person

Fæddur í kringum 1920 (+/- 3 ár). Var í Ungmennaskóla Sauðárkróks veturinn 1937-1938.

Lilja Sigurðardóttir

  • S00305
  • Person

Fædd í kringum 1920 (+/- 3 ár). Var í Ungmennaskóla Sauðárkróks veturinn 1937-1938.

Sigurgeir Jónsson (1918-1996)

  • S00306
  • Person
  • 30.8.1918-25.1.1996

Sigurgeir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 30. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Jón Þ. Björnsson skólastjóri frá Veðramóti í Vindhælishreppi í A-Hún. og kona hans, Geirlaug Jóhannesdóttir, ættuð úr Eyjafirði. ,,Skömmu eftir að Sigurgeir útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands vorið 1942, tók hann við gjaldkerastörfum hjá bæjarverkfræðingi Reykjavíkur, starfaði síðan um skeið hjá Skjalasafni Reykjavíkur og eftir það sem vaktmaður hjá Skeljungi."

Óskar Ingi Magnússon (1917-2003)

  • S00307
  • Person
  • 12.1.1917-28.8.2003

Óskar Ingi Magnússon fæddist í Ásmundarnesi, Kaldrananeshreppi á Ströndum 12. janúar 1917. Foreldrar hans voru Magnús Andrésson, bóndi og sjómaður á Kleifum í Kaldbaksvík, Kaldrananeshreppi og k.h. Efemía Bóasdóttir. Eftir lát Magnúsar var Óskar tekinn í fóstur, þá rúmlega ársgamall, af föðurbróður sínum, Rósanti Andréssyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur ljósmóður. Ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsára. Hinn 17. apríl 1943 kvæntist Óskar Herfríði (Hebbu) Valdimarsdóttur frá Vallanesi, þau eignuðust þrjú börn. ,,Óskar stundaði nám við Barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, lauk mótorvélstjóraprófi 1937 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn á mb. Skagfirðingi. Hann var einnig stýrimaður á togurum frá Hafnarfirði og sigldi til Bretlands á stríðsárunum. Óskar var við og við stýrimaður á togurum frá Sauðárkróki 1945-1948. Árið 1949 gerðust Óskar og Hebba bændur á Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði og bjuggu þar alla tíð síðan, aðallega með sauðfé. Meðfram búskap ráku þau sumardvalarheimili í Brekku um 30 ára skeið. Þau stunduðu jafnframt skógrækt á jörð sinni og gróðursettu í um 50 hektara lands. Óskar var einn af stofnendum skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki. Hann var virkur félagi í ýmsum félögum tengdum landbúnaði og formaður Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps í 33 ár. Hann tók virkan þátt í starfsemi Guðspekifélags Íslands, Sálarrannsóknarfélags Íslands, Ungmennafélagsins Fram og Leikfélags Skagfirðinga. Hann var heiðursfélagi Skógræktarfélags Skagfirðinga, Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps og skátafélagsins Eilífsbúa."

Árni Sigurjón Rögnvaldsson (1915-1998)

  • S00308
  • Person
  • 10.9.1915-24.4.1998

Árni Sigurjón Rögnvaldsson fæddist á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 10. september 1915. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson og Sigríður Árnadóttir. Árni kvæntist Jónínu Antonsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Ingveldur Hólmsteina Rögnvaldsdóttir (1922-2009)

  • S00310
  • Person
  • 4.1.1922-24.4.2009

Ingveldur Hólmsteina Rögnvaldsdóttir fæddist á Tyrfingsstöðum í Akrahreppi í Skagafirði 4. janúar 1922. Foreldrar hennar voru hjónin Árný Sigríður Árnadóttir og Rögnvaldur Jónsson. Árið 1944 giftist Ingveldur Guttormi Óskarssyni, þau áttu þrjár dætur. ,,Að loknu barnaskólanámi á Sauðárkróki stundaði Ingveldur nám við Héraðsskólann að Laugarvatni í einn vetur. Átján ára fór hún sem ráðskona í vegavinnu hjá föður sínum og hélt þeim starfa í mörg sumur. Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu þau Ingveldur og Guttormur í Reykjavík en fluttu síðan til Sauðárkróks þar sem Guttormur starfaði sem gjaldkeri Kaupfélags Skagfirðinga til starfsloka. Ingveldur var lengst af heimavinnandi húsmóðir en eftir að dæturnar voru fluttar að heiman vann hún tímabundið í verslun og síðar á kaffistofu KS."

Eðvald Gunnlaugsson (1923-2007)

  • S00311
  • Person
  • 31.08.1923 - 5.11.2007

Eðvald Gunnlaugsson fæddist þann 31. ágúst 1923. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki, síðast búsettur í Reykjavík. Kona hans var Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (Fríða) (1918-2009).
Eðvald gekk undir nafninu Eddi Gull og kona hans Fríða Edda Gull.

Ásgrímur Jónsson (1917-1986)

  • S00311
  • Person
  • 8.6.1917-25.3.1986

"Hann missti móður sína, Filippíu Konráðsd., þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Eftir fráfall hennar var honum kom- ið í fóstur hjá vandalausu fólki, því möguleikar voru ekki miklir fyrir einstæðan efnalítinn föður að hafa tvo unga drengi hjá sér. Ekki er ólíklegt að móðurmissirinn hafi haft varanleg áhrif á Ásgrím, svo ungur sem hann var. En þegar faðir hans kvæntist aftur, árið 1927, eftirlifandi konu sinni, Maríu Hjálmarsdóttur tók hann Ásgrím og eldri bróður hans Þorgrím til sín aftur. Áttu þeir því heimili hjá föður sínum og stjúpmóður fram til þess tíma er þeir stigu út í hringiðu lífsins og hófu sjálfstæða lífsbaráttu. Ásgrímur kaus að mennta sig. Hann hóf skólagöngu 17 ára gamall, enda greindur vel og átti létt með að læra. Þræddi hann menntaveginn eins stíft og fjárhagur hans leyfði. Skólagöngu hans lauk er hann út- skrifaðist úr búnaðarháskóla í Ohio. Þegar heim kom, árið 1947, réðist hann til starfa hjá rannsóknarstofn- un Háskólans að Úlfarsá í Mosfells- sveit. Þar lét hann af starfi þremur árum síðar. Flutti hann þá að Laug- arvatni og byggði þar íbúðarhús og gróðurhús. Starfaði hann við gróður- húsræktun á eigin vegum til ársins 1973. Þá tók hann við tilraunastöð landbúnaðarins að Korpu í landi Korpúlfsstaða og veitti henni for- stöðu til dauðadags."

Þorvaldur Sveinsson (1868-1952)

  • S00312
  • Person
  • 18. ágúst 1868 - 30. sept. 1952

Fæddist í Fljótum og bjó þar með foreldrum sínum til sex ára aldurs. Sjómaður á Sauðárkróki og bóndi í Grænahúsi.

Sveinn Margeir Friðvinsson (1938-2017)

  • S00313
  • Person
  • 19. sept. 1938 - 25. júní 2017

Foreldrar hans voru Friðvin Gestur Þorsteinsson og Björg Þór­unn Þor­valds­dótt­ir. ,,Bifvélavirki á Sauðárkróki, starfaði síðar hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga og loks sem innheimtustjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Fékkst jafnframt við ökukennslu. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum."

Erlendur Hansen (1924-2012)

  • S00314
  • Person
  • 26.08.1924-26.08.2012

Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hansen, kennari, vegavinnuverkstjóri, oddviti og ljóðskáld frá Sauðá við Sauðárkrók og Jósefína Erlendsdóttir Hansen, saumakona og klæðskeri frá Beinakeldu, Torfalækjarhreppi, A-Hún. ,,Erlendur ólst upp á Sauðárkróki og Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu hjá móðurbræðrum sínum. Hann var kosinn f.h. Alþýðuflokksins í fyrstu bæjarstjórn Sauðárkróks í júlí 1947 og var bæjarfulltrúi 1947-1950, 1960-1962 og 1966-1974. Var einn af stofnendum Iðnsveinafélags Skagafjarðar 1965. Erlendur hlaut meistarabréf í rafvirkjun 1956 og rak eigið rafmagnsverkstæði til 1972. Stofnaði og rak ásamt Jóhönnu Lárentsínusdóttur sambýliskonu sinni saumastofuna Vöku frá 1972-1988 og þar í framhaldi fasteignafélagið Erlendur Hansen sf. Erlendur var mikill áhugamaður um sögu og menningu Skagafjarðar og Húnavatnssýsla. Hann safnaði bókum, handritum og ljósmyndum og hélt vandaðar skrár yfir þær. Hann var einnig vel hagorður eins og hann átti ætt til og er til fjöldi ljóða og lausavísna eftir hann."
Erlendur átti eina dóttur. Hann og Jóhanna áttu ekki börn saman en Jóhanna átti einn son fyrir.

Árni Hansen (1905-1988)

  • S00315
  • Person
  • 19. desember 1905 - 16. maí 1988

Árni Þormóður Hansen fæddist 19. desember 1905 á Sauðá í Borgarsveit, Skagafirði. Faðir: Hans Christian Hansen, beykir og bóndi á Sauðá. Móðir: Björg Jóhannesdóttir Hansen, húsmóðir á Sauðá. ,,Árni byrjaði sem aðrir á þessum árum ungur að sækja þá vinnu sem bauðst og réðst til Kristjáns bróður síns í vegavinnu þegar á æskuárum. Í apríl 1943 tók Árni við starfi aðalverkstjóra hjá vegagerðinni að Kristjáni látnum og hafði á hendi, meðan heilsa og kraftar entust. Vann hann í allmörg ár á skrifstofu vegagerðarinnar á Sauðárkróki, eftir að heilsa til útivinnu þraut. Á yngri árum tók Árni virkan þátt í verkalýðshreyfingunni og var formaður Vmf. Fram á Sauðárkróki árin 1935-1939. Voru honum baráttumál launþega afar hugleikin alla tíð. Var hann kjörinn heiðursfélagi Vmf. Fram árið 1953 og Verkstjórafélaga Skagafjarðar og Húnavatnssýslu 1972. Árni átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps um nokkurt árabil, en dró sig í hlé frá félagsmálastörfum snemma ævinnar."
Árni kvæntist Rannveigu Þorkelsdóttur Hansen (1901-1988).

Eiríkur Ásmundsson (1867-1938)

  • S003155
  • Person
  • 29.03.1867-08.02.1938

Eiríkur Ásmundsson, f. í Neskoti 29.03.1867, d. 08.02.1938 á Reykjarhóli. Foreldar: Ásmundur Eíriksson bóndi í Neskoti og víðar (f. 1826) og kona hans Guðrún Hafaliðadóttir frá Krakavöllum. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neskoti og fór með þeim að Vöglum í Þelamörk 1884 og dvaldi með þeim þar í fjögur ár. Stundaði sjómennsku við Eyjafjörð og víðar og reri m.a. í sel á vorin en var á línubátum á haustin. Á sumrin vann hann nokkuð við landbúnaðarstörf og kom sér upp fjárstofni sem hann hafði m.a. á fóðrum hjá föður sínum. Eiríkur hóf búskap í Neskoti 1895-1898, var bóndi á Höfða á Höfðaströnd 1898-1899, Reykjarhóli á Bökkum 18991938. Þar vann hann mikið að framkvæmdum og húsakosti. Tók virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar, var m.a. oddviti Haganeshrepps 1916-1922, og sat lengi í hreppsnefnd. Sat sýslufundi 1915-1916 og var í skattanefnd hreppsins í mörg ár. Var einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna og sat í stjórn þess í 11 ár, þar af formaður í 7 ár.
Árið 1895 hóf Eiríkur búskap með Guðrúnu Magnúsdóttir (04.04.1856-01.05.1920). Þau eignuðust 4 börn.
Árið 1899 fluttist til þeirra systir Guðrúnar, Anna Sigríður (f. 10.07.1876). Hún tók við búsforráðum hjá Eiríki eftir að Guðrún systir hennar lést. Anna og Eiríkur eignuðust tvö börn.

Kristján Hansen (1885-1943)

  • S00316
  • Person
  • 18. okt. 1885 - 28. maí 1943

Sonur Christian Hansen beykis og b. á Sauðá og k.h. Bjargar Jóhannesdóttur Hansen. Kristján lauk prófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1909 kvæntist hann Þóreyju Sigmundsdóttur og þau settust að á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð árið 1910 en fluttust aftur til Sauðárkróks ári síðar og bjuggu þar til æviloka. Kristján tók við verkstjórastarfi hjá Vegagerð ríkisins um 1920 og sinnti því starfi til æviloka. Þá var hann allmörg haust verkstjóri við Sláturhús K.S. og kjötmatsmaður og sat um allmörg ár í stjórn félagsins. Hann var brunaliðastjóri og prófdómari við bifreiðapróf. Hann sat í skattanefnd Sauðárkróks um langt skeið, einnig lengi í forystuliði Framsóknarflokksins í Skagafirði og átti allmörg síðustu ár sæti í stjórn Framsóknarfélags Skagfirðinga. Kristján var listrænn og fékkst m.a. við að mála leiktjöld fyrir Leikfélag Sauðárkróks. Eins fóst hann við útskurð, skrautritun og við að teikna mannamyndir. Kristján var einn af stofnendum Bændakórs Skagfirðinga og söng einnig með Karlakór Sauðárkróks. Kristján og Þórey áttu eina kjördóttur, en hún var systurdóttir Kristjáns. Fyrir hjónaband eignaðist Kristján son með Guðrúnu Friðriksdóttur frá Hofi í Flateyjardal.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

  • S00317
  • Person
  • 04.05.1872- 26.03.1967

Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal, 4. maí 1872. Faðir: Davíð Davíðsson (1823-1921) bóndi á Kötlustöðum, Gilá A-Hún.. Móðir: Þuríður Gísladóttir (1835-1928) húsfreyja á Kötlustöðum. Lærði ljósmyndum hjá Joni J. Dahlman. Var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn um 1901-1902. Vann við ýmis sveitastörf. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1902-1909 í húsi er hann lét byggja og nefndist "Ljósmyndarahúsið". Tók einnig myndir á ferðalögum sínum um Skagafjörð. Var aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis á Sauðárkróki. Bóndi á Breiðsstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði 1910-1919, Heiðarseli (Dalsá) í sömu sveit 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Flutti þá að Syðri-Ey á Skagaströnd og bjó þar til dánardags. Plötu- og filmusafn hans er glatað. Maki: Magnea Aðalbjörg Árnadóttir (1883-1968), húsfreyja. Saman áttu þau 7 börn. Daníel átti eitt fósturbarn.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Stefán Sigurðsson (1875-1931)

  • S00319
  • Person
  • 6. júní 1875 - 21. júlí 1931

Hreppstjóri og bóndi á Sleðabrjót í Jökulsárhlíð, N-Múl. Hann var fæddur á Geirastöðum í Hróarstungu, 6. júní 1875. Foreldra sína missti Stefán með stuttu millibili, innan við fermingaraldur, ólst hann eftir það upp hjá móður- og föðurfrændum fram um tvítugt. Ungur réðist Stefán til utanferðar, til trésmíðanáms í Kaupmannahöfn. Fáum árum eftir að heim kom keypti Stefán stórbýlið Sleðbrjót í Hlíðarhreppi. Hann var foringi sveitar sinnar á meðan hans naut við og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hreppstjóri var hann um langt skeiö, sat í sýslunefnd í mörg ár og ýmis fleiri opinber störf voru honum falin. Árið 1906 kvæntist Stefán Björgu Sigmundsdóttur.

Eyjólfur Jónsson (1869-1944)

  • S00320
  • Person
  • 31.10.1869-29.06.1944

Faðir: Jón Þorvaldsson, bóndi á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhr., S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. Móðir: Gróa Eyjólfsdóttir, húsfreyja á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhre,. S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. ,,Eyjólfur lærði klæðskeraiðn í Noregi fyrri hluta árs 1891 og tók próf í þeirri grein. Lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn jan-maí 1893. Verslunarmaður á Seyðisfirði 1889-1890. Rak klæðskeraverkstæði á Seyðisfirði frá hausti 1891 til dauðadags. Rak ljósmyndstofu á Seyðisfirði frá 1893 til dauðadags. Ljósmyndastofan var fyrst til húsa í Liverpool þar sem Jón Ó. Finnbogason hafði áður rekið ljósmyndastofu en frá 1895 í húsi á árbakkanum, sem Gestur Sigurðsson átti áður. Það brann 11. desember 1904 með öllu sem í því var og mun eldurinn hafa kviknað í ljósmyndahúsinu. Eftir það var ljósmyndstofan í myndahúsi við íbúðarhús Eyjólfs, Sólvang. Daglegur rekstur stofunnar mun frá 1904 hafa verið í höndum annarra en Eyjólfs. Frá um 1920 mun stofan jafnframt hafa annast framköllunarþjónustu og hún orðið æ stærri þáttur í starfseminni eftir því sem á leið."

Jón Sigurðsson (1894-1945)

  • S00323
  • Person
  • 04.10.1894-05.03.1945

Var í Kennaraskóla Íslands með Friðrik Hansen. Kaupfélagsstjóri á Djúpavogi.

Stefán Pedersen (1936-2023)

  • S00324
  • Person
  • 07.12.1936-09.09.2023

Stefán Birgir Pedersen fæddist þann 7. desember 1936.
Hann var ljósmyndari á Sauðárkróki.
Stefán lést 9. september 2023.

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

  • S00327
  • Person
  • 04.09.1922-08.09.2015

Hulda Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir var fædd á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði þann 4. september 1922. Fiskverkakona, vökukona og verkstjóri á Sauðárkróki. Rak um tíma eigin prjónastofu. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, fyrst kvenna. Hún var síðast búsett í Kópavogi. Maður hennar var Halldór Sigurjón Jens Þóroddsson (1914-1997). Hann notaði Sigurjóns nafnið í daglegu tali.

Sigurbjörg Pálsdóttir (1885-1947)

  • S00328
  • Person
  • 29. ágúst 1885 - 23. október 1947

Sigurbjörg var fædd að Merkigili í Austurdal, alin upp á Bústöðum. Foreldrar hennar voru Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Bústöðum. Kvæntist Arnljóti Kristjánssyni sjúkrahúsráðsmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni sem upp komust. Sigurbjörg var síðast búsett í Hafnarfirði.

Margeir Jónsson (1889-1943)

  • S00329
  • Person
  • 15.10.1889-1.3.1943

Kennari, fræðimaður og bóndi á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar: Jón Björnsson bóndi á Ögmundarstöðum og kona hans, Kristín Steinsdóttir. Útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal árið 1908. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík árið 1910. Sótti einnig fyrirlestra í Háskóla Íslands, einkum í íslensku og sagnfræði.
1910-1912: Kennari í Skarðshreppi, 1912-1913: Kennari við Barnaskólann á Sauðárkróki, 1914-1917: Kennari við Unglingaskólann á Sauðárkróki. Fyrri kona Margeirs var Helga Pálsdóttir (1900-1919), þau eignuðust einn son, hún lést úr berklum. Seinni kona hans var Helga Óskarsdóttir (1901-1998), þau eignuðust fimm börn. 1920-1930: Hélt heimavistarskóla á heimili sínu, Ögmundarstöðum. 1931-1935: Kennari í Staðarhreppi. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum svo sem formaður fræðslunefndar Staðarhrepps 1919-1934. Í forystusveit Sögufélags Skagfirðinga. Út komu ýmis rit og fræðilegar greinar eftir Margeir svo sem greinarnar um Ævarsskarð hið forna (1926), Víðidalur í Staðarfjöllum (1927), Hraunþúfuklaustur (1929), Um skóga í Skagafirði á landnámsöld (1932). Úrval úr ritgerðum Margeirs var gefið út af Sögufélagi Skagfirðinga árið 1989 á aldarafmæli hans undir heitinu Heimar horfins tíma. Einnig var Margeir ötull við að skrá örnefni í Skagafirði.

Sigríður Jónsdóttir (1858-1928)

  • S00331
  • Person
  • 22.04.1858-11.12.1928

Dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. ,,Sigríður naut kennslu í kvennaskóla Skagfirðinga að Ási og Hjaltastöðum. Fór utan 1881 til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og gekk þar í kvennaskóla Natalie Zahle. Lærði einnig smjör- og ostagerð í mjólkurbúi á Sjálandi. Kom heim 1883 og var þá ráðin kennslukona við hinn nýstofnaða kvennaskóla að Ytri-Ey við Skagaströnd ásamt Elínu Briem. Hún gegndi því starfi þar til hún giftist Sigurði Jónssyni, seinna b. og oddvita á Reynistað, 1887. Á árunum 1894-1904 hélt Sigríður uppi kennslu fyrir ungar stúlkur á heimili sínu. Hún var mörg ár formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar og tók talsverðan þátt í félagsmálum kvenna." Þau Sigurður eignuðust einn son, Jón Sigurðsson alþingismann og fræðimann á Reynistað.

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

  • S003316
  • Person
  • 07.05.1908 - 25.08.1997

Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum í Skagafjarðarsýslu 7. Maí 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Jónmundur var sjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann kvæntist Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum þann 26. September 1931. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jónmundur lengst af hjá Sementsverksmiðju ríksins sem birgðavörður.

Margrét Selma Magnúsdóttir (1926-1998)

  • S00332
  • Person
  • 13.08.1926-14.12.1998

Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Héraðsdal í Goðdalasókn í Skagafirði þann 13. ágúst 1926. Hún var með verslunarpróf frá Samvinnuskólanum, var lengst af heimavinnandi en starfaði einnig við ýmis skrifstofu- og verslunarstörf og síðast á saumastofunni Vöku á Sauðárkróki. Hún var þekktari undir Selmu nafninu og kölluð Donna í daglegu tali.
Maður hennar var Svavar Einar Einarsson (1920-2008), þau eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Sauðárkróki.

Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977)

  • S00333
  • Person
  • 17.11.1924 - 20.06.1977

Eyborg Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði þann 17. nóvember 1924.
Hún var listmálari, starfaði í París og í Reykjavík. Verkin hennar voru abstrakt, en hún var frumkvöðull á Íslandi í op-list, sem er angi af abstrakt. (ath. heimild af bloggi).
Hún lést 20. júní 1977.

Helga Kristjánsdóttir (1919-2002)

  • S00335
  • Person
  • 01.05.1919-05.06.2002

Helga Kristjánsdóttir fæddist þann 1. maí 1919. Hún fæddíst í Fremstafelli, Köldukinn í Ljósavatnssókn, S-Þingeyjarsýslu árið 1930. Búsett á Húsavík um tíma eftir 1940, flutti til Reykjavíkur þaðan 1944. Húsfreyja á Silfrastöðum í Blönduhlíð og síðast búsett þar. Hún var formaður Sambands skagfirskra kvenna í 12 ár.
Helga lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 5. júní 2002.

Emma Ásta Sigurlaug Hansen (1918-2010)

  • S00336
  • Person
  • 15.02.1918-02.07.2010

Emma Ásta Sigurlaug Hansen fæddist á Stóru-Giljá í Húnaþingi þann 15. febrúar 1918. Dóttir Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Kennari í Skagafirði, síðar bókavörður í Reykjavík. Kvæntist sr. Birni Björnssyni prófasti að Hólum í Hjaltadal.

Guðmundur Rósant Trjámannsson (1892-1980)

  • S00337
  • Person
  • 16.09.1892 - 13.10.1980

Guðmundur Rósant Trjámannsson fæddist 16. september 1892. Faðir: Trjámann Prior Guðmundsson (1865-1912), bóndi í Fagranesi í Öxnadal og "keyrari" á Akureyri. Móðir: Sigurrós Sigurðardóttir (1865-1938), húsfreyja í Fagranesi. Var við nám í Heyrnleysingjaskólanum á Stóra-Hrauni. Lærði ljósmyndun hjá Halldóri E. Arnórssyni 1911-1913 og hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri. Tók meistarapróf 1951. ,,Vann á ljósmyndastofu Halldórs E. Arnórssonar 1915-1916 og síðar á ljósmyndastofu Hallgríms Einarssonar. Rak ljósmyndastofu í Gamla hótelinu á Akureyri um 1921-1925. Rak ljósmyndastofu í félagi við Vigfús L. Friðriksson í Raunshúsi á Akureyri um 1925. Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna um 1925-1926. Vann á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar 1926-1951. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1951-1968, síðast í Skipagötu." Vigfús L. Friðrikssson var nemi hjá Guðmundi í ljósmyndun. Plötusafn hans er varðveitt hjá Minjasafninu á Akureyri og hjá Matthíasi Gestssyni, ljósmyndara á Akureyri."
Maki: Kristín Sigtryggsdóttir (1904-1995) húsfreyja. Saman áttu þau fjögur börn.

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir (1916-2015)

  • S00338
  • Person
  • 30.07.1916 - 12.08.2015

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir fæddist þann 30. júlí 1916. Hún var á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn í V-Húnavatnssýslu árið 1930. Húsfreyja á Dalvík og bókavörður á Sauðárkróki og síðar bókavörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Hún notaði Margrétar nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Björn Daníelsson (1920-1974).
Margrét lést 12. ágúst 2015.

Sigríður Ingimundardóttir (1922-2017)

  • S00339
  • Person
  • 21. jan. 1922 - 12. maí 2017

Sigríður Ingimundardóttir fæddist á Kirkjuskarði í Laxárdal. Dóttir Sveinsínu Bergsdóttur (1894 - 1981) og Ingimundar Bjarnasonar járnsmiðs (1886-1976). Þegar Sigríður var barn að aldri fluttu þau á Suðurgötu 5, Sauðárkróki, þar sem Ingimundur var með járnsmiðju í kjallaranum. Gekk í Ungmennaskóla Sauðárkróks veturinn 1937-1938. Sigríður giftist 17. júlí 1943 Ólafi Tryggvasyni rafmagnsverkfræðingi, þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust fimm börn.

Halldór Þormar Jónsson (1929-1995)

  • S00340
  • Person
  • 19. nóv. 1929 - 14. des. 1995

Halldór Þormar Jónsson fæddist á Mel í Staðarhreppi þann 19. nóvember 1929. Sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1982-1995 og forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks 1970-1974. Hann sat á alþingi í maí 1972. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans: Aðalheiður Ormsdóttir (1933-).
Halldór lést á Sauðárkróki 14. desember 1995.

Jóhann Salberg Guðmundsson (1912-1999)

  • S00341
  • Person
  • 04.09.1912 - 19.03.1999

Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 4. september 1912. Jóhann var námsmaður í Menntaskólanum í Reykjavík 1930. Átti m.a. heima í Flatey, Breiðafirði. Málaflutningsmaður og sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1958-1982. Jóhann var síðast búsettur í Reykjavík.
Kona hans: Sesselía Helga Jónsdóttir (1916-2006) (Sesselja í Íslendingabók - notaði Helgu nafnið í daglegu tali).
Jóhann lést í Reykjavík 19. mars 1999.

Sigurður Sveinsson (1889-1973)

  • S00342
  • Person
  • 10. janúar 1889 - 13. mars 1973

Líklega sá sem var á Hóli í Reynistaðasókn, Skag. 1901. Verslunarmaður í Bergstaðastræti 14, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík 1945.

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (1921-2018)

  • S00343
  • Person
  • 27.08.1921

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir fæddist á Ríp í Hegranesi þann 27. ágúst 1921. ,,Jó­hanna stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­um frá 1939-1941. Vefnaðar­nám­skeið sótti hún á Hússtjórn­ar­skól­an­um á Hall­ormsstað vorið 1944. Jó­hanna var um tíma ráðskona hjá vega­gerðarflokk­um, m.a. á Öxna­dals­heiði." Jó­hanna gift­ist árið 1946 Magnúsi Hall­dóri Gísla­syni og bjuggu þau á Frostastöðum.

Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)

  • S00344
  • Person
  • 29.07.1895-13.08.1977

Stefanía Guðrún Sveinsdóttir fæddist þann 29. júlí 1895.
Hún var á Þorljótsstöðum, Goðdalasókn í Skagafirði 1901. Hún var húsfreyja í Eyhildarholti í Hegranesi í Skagafirði.
Maður hennar var Gísli Magnússon (1893-1981).
Guðrún lést 13. ágúst 1977.

Ingólfur Jón Sveinsson (1937-)

  • S00345
  • Person
  • 09.12.1937

Ingólfur Jón Sveinsson fæddist þann 9. desember 1937. Foreldrar hans voru Sveinn Nikódemusson og Pálmey Helga Haraldsdóttir.
Sjómaður og verkmaður, búsettur á Lágmúla í Skagafirði, átti um tíma heima á Sauðárkróki.
Kona hans er Anna Kristín Pálsdóttir (1938-).

Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir (1944-)

  • S00346
  • Person
  • 11.03.1944

Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal þann 11. mars 1944.
Húsmóðir á Lóni og á Sauðárkróki.
Maður hennar er Benth U. Behrend (1943-).

Oddný Anna Jónsdóttir (1897-1989)

  • S00347
  • Person
  • 16.09.1897-20.12.1989

Oddný Anna Jónsdóttir fæddist á Siglufirði þann 16. september 1897.
Hún var húsmóðir á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi.
Maður hennar var Elías Þórðarson (1897-1991).

Elinborg Bessadóttir (1947-)

  • S00348
  • Person
  • 26.03.1947

Elinborg Bessadóttir fæddist í Kýrholti þann 26.mars 1947. Foreldrar hennar voru Bessi Gíslason og Guðný Jónsdóttir í Kýrholti.
Elínborg býr ásamt manni sínum, Vésteini Vésteinssyni (1942-) að Hofsstöðum í Skagafirði.

Elísabet Rósa Friðriksdóttir (1945-)

  • S00349
  • Person
  • 08.01.1945

Elísabet Rósa Friðriksdóttir fæddist í Efra-Ási þann 8. janúar 1945.
Hún var húsmóðir í Viðvík, í Reykjavík, í Hveragerði og á Hofsósi.
Maður hennar var Vigfús Sigvaldason (1940-1995).

Hilmar Jónsson (1927-1992)

  • S00350
  • Person
  • 13.05.1927 - 19.07.1992

Hilmar Jónsson fæddist þann 13. maí 1927. Hann var í Ási í Hegranesi í Skagafirði 1930. Var húsasmíðameistari á Sauðárkróki og síðast búsettur þar. Ókvæntur.

Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004)

  • S00351
  • Person
  • 24.12.1909 - 07.05.2004

Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd þann 24. desember 1909. Hún ólst upp í Brekkukoti í Hjaltadal í Skagafirði. Var á Krossum, Stærra-Árskógssókn í Eyjafirði. 1930. Heimili: Brekkukot, Hólahreppur. Nam vefnað og aðra handavinnu í Danmörku 1936-1937. Gerðist í framhaldinu af því húsmæðraskólakennari á Blönduósi og var þar frá 1937-1950. Var á Hólum í Hjaltadal, kenndi einnig í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirð 1958-1961i. Flutti til Akureyrar 1955, húsfreyja og saumakona þar. Síðast búsett þar. Kjörsonur: Pálmi Pétursson, f. 5.3.1940. Maður hennar var Sigurður Hall Karlsson (1906-1992).

Minna Elísa Bang (1914-2005)

  • S00352
  • Person
  • 05.09.1914 - 22.05.2005

Minna Elísa Bang fæddist í Árósum í Danmörku þann 5. september 1914.
,,Minna kom til Sauðárkróks 1935, 21 árs gömul, og vann með manni sínum í Apótekinu auk heimilisstarfa. Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum og kom þar víða við. Hún kenndi fyrst allra dans í Skagafirði, vann með Kvenfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, var félagi í Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks og í safnaðarnefnd Sauðárkróks."
Maður hennar var Ole Bang (1905-1969).

Sigrún Pálmadóttir (1895-1979)

  • S00353
  • Person
  • 17.05.1895-11.01.1979

Sigrún Pálmadóttir fæddist á Höfða á Höfðaströnd þann 17. maí 1895.
Hún var húsfreyja á Reynistað í Staðarhreppi í Skagafirði.
Maður hennar var Jón Sigurðsson alþingismaður (1888-1972).

Ingibjörg Jóhannsdóttir (1905-1995)

  • S00354
  • Person
  • 01.06.1905-09.06.1995

Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 1. júní 1905. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðssonar, bónda á Löngumýri, og Sigurlaugar Ólafsdóttur húsfreyju. ,,Ingibjörg sótti nokkur námskeið í garð- og skógrækt áður en hún fór til Reykjavíkur í Kvennaskólann. Þar þurfti hún einungis að sitja einn vetur því hún kom ákaflega vel undirbúin. Ingibjörg lauk kennaraprófi 1936. Ingibjörg fór í námsferð til barna- og húsmæðraskóla í Noregi og Svíþjóð 1938. Þá stundaði hún nám við Húsmæðrakennaraskóla Noregs og síðar í Danmörku og Þýskalandi. Ingibjörg er verðugur fulltrúi þeirra kvenna af aldamótakynslóðinni sem einsettu sér ungar að vinna að menntun kynsystra sinna og ryðja braut nýjum viðhorfum í hússtjórn er lutu að auknum þrifnaði, matjurtaræktun og fjölbreyttari fæðu. Ingibjörg tók áskorun Jónasar frá Hriflu, þáverandi kennslumálaráðherra, að taka að sér starf skólastýru við Húsmæðraskólann á Staðarfelli árið 1937. Ingibjörg þótti standa sig með mikilli prýði í þau sjö ár sem hún stýrði skólanum. Á lýðveldisárinu 1944 flutti hún aftur heim að Löngumýri og stofnaði Húsmæðraskóla og var skólastjóri hans til 1967. Þar þurfti hún að byrja alveg frá grunni því aðbúnaðurinn var enginn. Oft gekk erfiðlega að fá styrki og reyndi hún að mæta þeim kostnaði sjálf eftir fremsta megni. Mikil aðsókn var í skólann og útskrifuðust um 700 stúlkur í hennar tíð. Ingibjörg var formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, Kvenfélags Seyluhrepps og gjaldkeri Kvenfélagasambands Skagafjarðar um skeið. Hún skrifaði töluvert í blöð og tímarit, aðallega um uppeldis- og skólamál."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

Results 341 to 425 of 6402