Showing 7 results

Authority record
Dýrfinnustaðir í Blönduhlíð

María Jóhannesdóttir (1892-1986)

  • S00253
  • Person
  • 16.04.1892-24.06.1986

María var fædd á Sævarlandi í Laxárdal. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson frá Heiði í Sléttuhlíð og Guðbjörg Björnsdóttir. Jóhannes faðir Maríu fór til Vesturheims til þess að afla sér fjár og aðseturs, hann er talinn hafa látist á heimleið. 1901, þá níu ára gömul, fór María að Bræðraá sem tökubarn og dvaldist þar í 13 ár en þá réðist hún sem vinnukona í Dýrfinnustaði. En þar bjó þá Runólfur Jónsson ásamt aldraðri móður sinni. Þegar gamla konan féll frá tók María við búsforráðum á Dýrfinnustöðum og kvæntust þau Runólfur í apríl 1915. Þau eignuðust 12 börn á 17 árum og tóku auk þess tvö börn Dórotheu systur Maríu í fóstur að henni látinni.

Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir (1929-2015)

  • S00255
  • Person
  • 23. ágúst 1929 - 24. okt. 2015

Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.

Sigurjón Runólfsson (1915-2000)

  • S00259
  • Person
  • 15. ágúst 1915 - 27. maí 2000

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. ,,Sigurjón lauk prófi sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1940. Hann axlaði ungur ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni, ömmu og elstu systkinum, þegar faðir hans missti heilsuna. Sigurjón tók alfarið við búinu sem bóndi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði árið 1937. Hann var í sveitarstjórn Akrahrepps um árabil og m.a. formaður bygginganefndar. Sigurjón studdi margskonar menningarstarf og vann ötullega að uppbyggingarmálum í sveitinni. Hann var vel hagmæltur og eiga margir vinir hans í fórum sínum vísur og kvæði eftir hann. Sigurjón hætti ekki búskap fyrr en heilsa hans brást. Áttatíu og tveggja ára fluttist hann ásamt eiginkonu sinni til Sauðárkróks." Sigurjón kvæntist 4. júlí árið 1963 Sigríði Guðrúnu Eiríksdóttur, þau eignuðust saman eina dóttur. Fyrir átti Sigríður eina dóttur. Sigurjón og Sigríður áttu einnig einn uppeldisson.

Sigríður Sólveig Runólfsdóttir (1925-2005)

  • S00260
  • Person
  • 23. nóvember 1925 - 1. mars 2005

Fædd og uppalin á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Sigríður giftist 23. nóvember 1947 Ingólfi Hannessyni, alifuglabónda og athafnamanni í Kópavogi, f. á Stóra-Hálsi í Grafningshreppi. Þau eignuðust fimmtán börn. ,,Sigríður og Ingólfur voru ein af frumbyggjum Kópavogs, hófu búskap þar árið 1946 og ráku m.a. stórt alifuglabú í bænum til langs tíma. Þau tóku virkan þátt í uppbyggingu Kópavogs og bjuggu þar allt til dánardags."

Guðbjörg Björnsdóttir (1866-1957)

  • S00261
  • Person
  • 04.07.1866-27.04.1957

Fædd á Skálá í Sléttuhlíð. Foreldrar hennar voru Björn Þórðarson hreppstjóri á Skálá og María Skúladóttir. Guðbjörg kvæntist Jóhannesi Jóhannessyni frá Heiði í Sléttuhlíð, hann fór til Vesturheims og sneri ekki aftur. Talinn hafa látist þar vestra eða á sjó. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust. Guðbjörg bjó lengst af á Dýrfinnustöðum hjá Maríu dóttur sinni.

Una Jóhannesdóttir (1853-1928)

  • S02567
  • Person
  • 5. ágúst 1853 - 14. sept. 1928

Foreldrar: Jóhannes Þorkelsson b. og sýslunefndarmaður á Dýrfinnustöðum og k.h. Kristín Jónsdóttir frá Framnesi. Una kvæntist Birni Péturssyni b. og hreppstjóra á Hofsstöðum, þau eignuðust tvö börn sem komust á legg. Fyrir hafði Björn eignast fjögur börn sem komust á legg með fyrri konu sinni, Margréti Sigríði Pálsdóttur frá Syðri-Brekkum. Eins hafði Björn eignast dóttur með Margréti Skúladóttur frá Axlarhaga.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.