Showing 6397 results

Authority record

Ragnar Arnalds (1938-2022)

  • S03511
  • Person
  • 08.07.1938-15.09.2022

"Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).
Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.
Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).
Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

  1. varaforseti Alþingis 1995–1999.
    Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
    Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).
    Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969)."

Svavar Gestsson (1944-2021)

  • S03510
  • Person
  • 26.06.1944-18.01.2021

"Fæddur á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, dáinn 18. janúar 2021. Foreldrar: Gestur Zóphónías Sveinsson (fæddur 3. október 1920, dáinn 29. desember 1980) bóndi á Grund á Fellsströnd, síðast verkamaður í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir (fædd 28. mars 1924, dáin 16. desember 2016) verkakona í Hafnarfirði. Maki 1 (20. júní 1964): Jónína Benediktsdóttir (fædd 5. október 1943, dáin 29. maí 2005) ritari. Þau skildu. Foreldrar: Benedikt Kristinn Franklínsson og kona hans Regína Guðmundsdóttir. Maki 2 (29. maí 1993): Guðrún Ágústsdóttir (fædd 1. janúar 1947) borgarfulltrúi. Foreldrar: Ágúst Bjarnason og kona hans Ragnheiður Eide Bjarnason. Börn Svavars og Jónínu: Svandís (1964), Benedikt (1968), Gestur (1972).
Stúdentspróf MR 1964. Innritaðist í lögfræði við Háskóla Íslands 1964, nám í Berlín 1967–1968.
Vann með námi ýmis önnur störf, m.a. við Þjóðviljann, í verkamannavinnu, hjá Samtökum hernámsandstæðinga og hjá Alþýðubandalaginu. Fastur starfsmaður við Þjóðviljann frá 1968, ritstjórnarfulltrúi fyrst, en síðan ritstjóri hans 1971–1978. Skipaður 1. september 1978 viðskiptaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 28. september 1988 menntamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Aðalræðismaður í Winnipeg 1999–2001. Framkvæmdastjóri þúsund ára hátíðahaldanna í Kanada 2000. Sendiherra Íslands í Svíþjóð 2001–2006. Sendiherra Íslands í Danmörku 2006–2010. Sendiherra Íslands gagnvart Afríkusambandinu 2008.
Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt 1968–1999. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1976–1983. Formaður ráðherranefndar EFTA 1979. Formaður Alþýðubandalagsins 1980–1987. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannasamtaka EFTA 1985. Í öryggismálanefnd sjómanna 1986. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1985 og 1992–1993. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994. Formaður norrænna mennta- og menningaráðherra 1990–1991, formaður Norræna menningarsjóðsins 1995–1996. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995–1999.
Hefur ritað fjölda greina um stjórnmál í blöð og tímarit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf. Sjálfsævisagan Hreint út sagt kom út 2012.
Ritstjóri: Nýja stúdentablaðið (1964). Þjóðviljinn (1971–1978). Var í ritstjórn tímaritsins Réttar á annan áratug. Ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings frá 2015."

Ásdís Guðmundsdóttir (1963-)

  • S03509
  • Person
  • 1963

Ásdís Guðmundsdóttir, frá Ísafirði, bjó um tíma á Sauðárkróki, nú búsett í Reykjavík.

Steingrímur Skagfjörð Felixson (1932-2007)

  • S03508
  • Person
  • 02.03.1932-17.11.2007

Steingrímur Skagafjörð Felixson f. á Halldórsstöðum í Seyluhreppi 02.03.1932, d. °7.11.2007. Foreldrar: Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. Steingrímur stundaði nám í Bændaskólanum á Hólum. Einnig lauk hann vélskólaprófi í Vestmannaeyjum árið 1950. Hann starfaði á Akureyri en flutti síðar í Sunnuhlíð. Hann vann einnig á vinnuvélum og við ylrækt í Varmahlíð. Árið 1968 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði Steingrímur sem verktaki og síðar verkstjóri. Síðustu starfsárin vann hann hjá Búnaðarbankanum í Reykjavík. Steingrímur söng með Karlakórnum Heimi og síðar Karlakór Reykjavíkur og var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar.
Maki: Dana Arnar Sigurvinsdóttir (1933-). Þau eignuðust sex börn.

Ólafur Ragnar Grímsson (1943-)

  • S03508
  • Person
  • 14.05.1943-

Ólafur Ragnar Grímsson, f. 14.05.1943.
F.v. stjórnmálamaður og forseti Íslands.

Þóra Björg Guðmundsdóttir (1940-)

  • S03507
  • Person
  • 29.12.1940

Þóra Björg Guðmundsdóttir, f. 29.12.1940.
Foreldrar: Elín Jóhannesdóttir og Guðmundur Marinó Ingjaldsson (1912-1979).
Móðursystir: Hólmfríður Jóhannesdóttir sem bjó á Sauðárkróki.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

New Iceland Heritage Museum (1972-)

  • S03502
  • Organization
  • 1972-

"The Icelandic community in North America long felt the desire to establish a truly ethnic museum to foster the heritage and the culture of its people and provide a repository for the many artifacts that would relay the story of the first settlements of their forefathers.
In 1971, the Canadian Forces Base at Gimli was withdrawn. This move was a devastating blow to the community and to compensate for the hardships created, the two senior governments granted the sum of $1.6 million to the area to create work and establish a program of rural and urban development.
THE ICELANDIC CULTURAL CORPORATION WAS INCORPORATED IN MARCH 1972 AS A NON-PROFIT ORGANIZATION WHOSE FIRST PRIORITY WAS TO DEAL WITH THE ESTABLISHMENT OF A MUSEUM.
In 1973 the Gimli Development Corporation purchased the old B.C. Packers fish packing plant and by 1974 it had been renovated to form a threefold museum, containing and Icelandic Room, a Ukrainian Room, and a Fishing Room. The museum was open for 20 consecutive summer seasons proving to be an interesting attraction for visitors and residents and providing many summer jobs for local students throughout these years.
In 1994, the Icelandic Cultural Corporation turned the operation of the museum to the Town of Gimli. Prior to handing over the keys, a professional firm from Ontario had been retained to do a feasibility study in order to assess the best options for future development of the Museum and to explore ways in which the Museum could contribute to tourism in Gimli.
While Gimli long had a small community museum, the New Iceland Heritage Museum (NIHM) initiated a plan to create a new museum facility which today stands on the main floor of Gimli’s Waterfront Centre.
One of the recommendations made in the Planning and Feasibility study completed in 1994 by Lord Cultural Resources Planning and Management Inc. was that a new museum be a major departure from the traditional concept of a small community museum. That it be developed as a national or even international museum dedicated to telling the story of New Iceland and the Icelandic experience in North America. This would attract a larger and more diverse audience while educating visitors about a very unique chapter in Canada’s history. This development option was the one chosen by the Board of Directors
In 1995 a group of concerned citizens incorporate the Icelandic International Heritage Corporation in order to ensure the continuation of a museum presence in Gimli."

Icelandic Association of Utah Inc.

  • S03500
  • Organization

"The Association has three primary purposes:
Celebrate and perpetuate a common interest in the culture and heritage of Iceland through shared activities and continuing education.
Promote closer and better relations with the people of Iceland.
Preserve the memory of the early Icelandic pioneers who established the first permanent Icelandic settlement in North America in Spanish Fork, Utah."

Snorri Þorfinnsson ehf. (1995-)

  • S03499
  • Organization
  • 1995-

"Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslandsvvið hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-)

  • S03498
  • Person
  • 27.12.1949-

Ásdís Sigurjónsdóttir, f. 27.12.1949. Foreldrar: Sigurjón M. Jónasson og Sigrún Júlíusdóttir, Skörðugili.

Mountain Celebration Committee (1999-)

  • S03497
  • Organization
  • 1999-

"The Icelandic Communities Association (ICA) was originally known as the Mountain Celebration Committee. The Mountain Legion and Legion Auxillary sponsored and organized the 2nd of August celebrations for many years. Historically, the Icelandic group in northeast North Dakota was called Báran. The committee was first established in 1999 but our celebration began in 1889.
In February 2003, bylaws were adopted and the name was changed from the Mountain Celebration Committee to the Icelandic Communites Association. To become a member of ICA, pay an annual membership fee of $15.00/person. This provides each member voting rights at all ICA meetings, a subscription to the Fjalla Blað newsletter, and full membership to the Icelandic National Leage of North America.
The seven Icelandic settlement communities that make up the ICA are Gardar, Mountain, Hallson, Vidalin, Fjalla, Thingvilla and Svold. More information on these areas can be found on the Pembina County USGenWeb. The people from these communities and many other supporters from all over the United States are instrumental in the success of the celebration and ICA activities.
The goal of the ICA is to celebrate our Icelandic heritage and culture. In addition to the annual heritage celebration, the ICA also participates in various activities throughout the year such as a Þorrablót, Icelandic movies from the INLNA, and we have frequent tour groups and visitors to our area.
In 1999, during the 100 year anniversary of August the Deuce, the Mountain Celebration Committee hosted the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson. He was the first Icelandic president to visit North Dakota. Since that time, the ICA has been honored to entertain countless dignitaries and visitors from Iceland.
Each year the ICA honors an individual for the Parade Grand Marshal and Honorary Parade Marshal. Please submit your nomination to the ICA before May 1st."

Northeastern North Dakota Herritage Assosiation (1986-)

  • S03496
  • Organization
  • 1986-

"The Northeastern North Dakota Heritage Association was formed in June 1986. The purpose of the organization was to build the Pioneer Heritage Center with interpretive exhibits that tell the Settlement Era Story from 1870-1920 of northeastern North Dakota. Their main goals are as follows:

Develop a living history of pioneer life through the use of restored community buildings on the site of the Pioneer Heritage Center.
Develop the Pioneer Heritage Center as a northeastern North Dakota educational and research facility for genealogy, settlement-era history, and natural history.
Work in cooperation with the North Dakota Parks and Recreation Department to attract tourism to northeastern North Dakota.
Develop the Pioneer Heritage Center as a social and cultural meeting place for area people."

Húsafriðunarnefnd ríkisins

  • S03494
  • Organization

Húsafriðunarnefnd er ráðgefandi nefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk:
að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands,
að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra,
að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir,
að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði,
að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.
Ráðherra skipar húsafriðunarnefnd til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar. Arkitektafélag Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Íslandsdeild Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS), Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) einn fulltrúa sameiginlega og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa. Ráðherra skipar tvo fulltrúa án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann lengur en tvö samfelld starfstímabil.
Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi húsafriðunarnefndar stöðu sinnar vegna.
Kostnaður af starfsemi húsafriðunarnefndar greiðist úr húsafriðunarsjóði

Fornleifavernd ríkisins (-2012)

  • S03493
  • Organization
  • 2001-2012

Fornleifavernd ríkisins varð til með lögum sem Alþingi samþykkti 2001.
Með lögum 2012 voru Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd sameinaðar í Minjastofnun.

Auður Herdís Sigurðardóttir (1967-)

  • S03491
  • Person
  • 17.03.1967

Auður Herdís Sigurðardóttir, . 17.03.1967. Foreldrar: María Helgadóttir (1933-) og Sigurður Björnsson (1927-2015).
Búsett í Brekkukoti í Blönduhlíð.

Jón Helgi Ingvarsson (1917-1941)

  • S03489
  • Person
  • 20.09.1917-30.12.1941

Jón Helgi Ingvarsson, f. á Hóli í Tungusveit 20.09.1917, d. 30.12.1941 á farsóttarhúsinu í Reykjavík.
Foreldrar: Marta Kristín Helgadóttir (1894-1917) og Ingvar Jónsson á Hóli í Tungusveit. Móður sína missti hann skömmu eftir að hann fæddist. Hann ólst upp hjá föður sínum og ömmu sinni, Margréti Björnsdóttur, sem þá stóð fyrir búi hjá föður hans um margra ára skeið. Hin síðari ár dvaldi hann öðru hvoru á heimili móðurbróður sins, Magnúsar Helgasonar í Héraðsdal. Jón var við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri frá 1938-1940. Haustið 1941 fór hann að Reykjum í Mosfellssveit til vetrardvalar en um jólin kenndi hann þess sjúkdóms er skyndilega dró hann til dauða.

Sigurður Þorkell Tómasson (1910-2000)

  • S03488
  • Person
  • 16.07.1910-26.04.2002

Sigurður Þorkell Tómasson, f. að Miðhóli í Sléttuhlíð 16.07.1910, d. 26.04.2002.
Foreldrar: Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fellshrepps og kona hans, Ólöf Þorkelsdóttir húsfreyja.
Sigurður ólst upp á Miðhóli. Hann var afgreiðslumaður á unglingsárum hjá Kaupfélagi Fellshrepps og reri til Drangeyjar til fuglaveiða á flekum þrjár vorvertíðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1930 og var í bóklegu og verklegu námi á vegum Kooperativa Förbundet í Stokkhólmi 1931-1932. Hann var forstjóri Kjörbúðar Siglufjarðar 1932-1936, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1937-1945, vann við aðalbókhald SÍS í Reykjarvík 1945-1948, og var skrifstofumaður hjá Skeljungi 1949-1951.
Siguður stofnaði síðan Efnagerð Laugarness en seldi hana eftir rúmlega tuttugu ára rekstur. Þá stofnaði hann fyrirtækið S.Þ.Tómasson hf.
Sigurður starfaði mikið í Kiwanishreyfingunni og gegndi trúnaðarstörfum á vegum hennar.
Maki: Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000). Þau eignuðust eina dóttur.

Jónas Sigurður Stefánsson (1917-2000)

  • S03487
  • Person
  • 22.09.1917-01.06.2000

Jónas Sigurður Stefánsson, f. á Berghyl í Fljótum 22.09.1917, d. 01.06.2000 í Reykjavík.
Foreldrar: Stefán Benediktsson (1883-1922) og Anna Jóhannesdóttir (1882-1973). Föður sinn missti Jónas fimm ára gamall. Árið 1930 fluttust hann og systkinin með móður sinna til Siglufjarðar en hin systkinin fóru í fóstur. Sem ungur maður starfaði Jónas m.a. við byggingu Skeiðsfossvirkjunar.
Á yngri árum starfaði Jónas við vertíðarstörf og verkstjórn á Keflavíkurflugvelli. Árið 1957 flutti fjölskyldan til Siglufjarðar þar sem hann hóf störf sem verkstjóri við Síldarverksmiðjuna Rauðku. Lenst af starrfaði hann sem verkstjóri hjá Siglufjarðarbæ og síðar hitaveitu Siglufjaðrar þar til hann lét af störfum árið 1987. Jónas var virkur í félagsmálum og starfaði m.a. með Lionsklúbbi Siglufjarðar, Brigdefélagi Siglufjarðar, og Skógræktarfélagi Siglufjarðar.
Maki: Rósbjörg Kristín Magnúsdóttir frá Ólafsfirði (1925-1998).

Guðrún Jónsdóttir (1920-2011)

  • S03486
  • Person
  • 05.05.1920-22.09.2011

Guðrún Jónsdóttir, f. á Stekkjaflötum á Kjálka 05.05.1920, d. 22.09.2011 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson og Soffía Jónsdóttir. Guðrún ólst upp á Hofi í Vesturdal.
Maki: Pétur Jón Stefánsson (1909-2000). Þau eignuðust átta börn.

Bjarni Pétursson (1919-1993)

  • S03485
  • Person
  • 16.02.1919-05.08.1993

Bjarni Pétursson, f. á Vatni í Haganesvík 16.02.1919, d. 05.08.1993 í Reykjavík.
Foreldrar: Pétur Jónsson, bóndi á Lambanesreykjum og seinni kona hans, Einarsína Jónasdóttir. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau voru í húsmennsku á Vatni í Haganesvík árið sem hann fæddist en þá um vorið fluttust þau tilbúskapar að Minni-Brekku. Móður sína missti Bjarni þegar hann var á ellefta ári. Eftir fermingu vann hann að mestu fyrir sér og var þá lengst af á Móaflelli hjá Jóni Gunnlaugssyni. Hann hlaut almenna barnafræðslu og um tvítugsaldur fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan námi vorið 1941. Bjarni var mikill íþróttamaður og var í fremstu röð á afrekaskrá UMSS. Hann stunda knattspyrnu og brids eftir að náminu lauk og hann var kominn aftur í Fljótin. Hann var bóndi í Minni-Brekku 1945-1946 og í Tungu 1946-1953. Meðfram búskapnum vann hann ýmis störf, m.a. í verslun Samvinnufélags Fljótamanna og í Skeiðsfossvirkjun. Þá vann hann við jarðvinnslu með Alfreð Jónssyni á Reykjarhóli. Hann sat í sveitarstjórn Holtshrepps 1943-1946. Árið 1953 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem hann byggði íbúðarhús í Eskihlíð 22 og bjór þar uns hann flutti í Hraunbæ 103 árið 1991.
Maki: Guðný Hallgrímsdóttir (f. 1924). Þau eignuðust einn son.
Bjó lengi í Hraunbæ 103 í Reykjavík.
Maki: Guðný

Bára Pétursdóttir (1937-2015)

  • S03484
  • Person
  • 10.10.1937-13.07.2015

Bára Pétursdóttir f. í Minni-Brekku í Fljótum 10.10.1037, d. 13.07.2015 á Akureyri.
Foreldrar: Pétur Jón Stefánsson (1909-2000) og Guðrún Jónsdóttir (1920-2011). Hún ólst upp í Minni-Brekku og Hofi í Vesturdal til 7 ára aldurs. Eftir það fluttist hún alfarið í Hof og ólst upp í stórum systkinahópi. Bára ólst upp við hefðbundin sveitastörf en 16 ára fór hún í vist í Glaumbæ og síðan suður til Kristins föðurbróður síns og var þar einn vetur. 18 ára gömul flutti hún til Akureyrar og starfaði þar svið umönnunarstörf á sjúkrahúsinu, auk þess að vinna hjá Sambandsverksmiðjunum. Árið 1971 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og vann m.a. á barnadeild sjúkrahússins á Akureyri og á Kristnesi. Hún var virk í starf Slysavarnarfélags Íslands.
MakiNúmi Sveinbjörn Adolfsson (f. 1938). Þau eignuðust saman fjögur börn. Þau bjuggu saman á Akureyri en slitu samvistum árið 1996.

Ástvaldur Kristinn Hjálmarsson (1921-2002)

  • S03483
  • Person
  • 13.06.1921-04.10.2002

Ástvaldur Kristinn Hjálmarsson, f. á Helgustöðum í Fljótum 13.06.1921, d. 04.10.2002. Foreldrar: Hjálmar Jónsson bóndi í Stóra-Holti og ráðskona hans Sigríður Eiríksdóttir. Valli, eins og hann var alltaf kallaður, var ásamt tvíburabróður sínum yngstur níu systkina. Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum. Hann missti móður sína í janúar 1922 og föður sinn í febrúar sama ár, er hann var á fyrsta aldursári. Hann fór í fóstur í Stóru-Brekku tik Kristjáns Bjarnasonar og Ástu Friðbjarnardótturog ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Vilhjalmur tvíburabróðir hans ólst upp hjá Siglulínu í Tungu en hún var hálfsystir þeirra bræðra.
Valli naut barnaskólalærdóms og ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Hann tók virkan þátt í menningarlífi sveitarinnar, m.a. með ungmennafélaginu, og lék á harmónikku við ýmis tækifæri. Á unglingsárunum vann hann ýmis tilfallandi störf og fór m.a. til Siglufjarðar og lærði smiðar hjá Sveini Ásmundssyni. Hann vann mikið víð smíðar meðfram búskapnum, m.a. við byggingar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna á árunum 1949-1956. Einnig hjá ýmsum bændum í sveitinni.
Valli og Sigga hófu sambúð í Grund í Haganesvík árið 1949. Þaðan fluttu þau í Sléttu í Holtshreppi þar sem þau byrjuðu að koma sér upp bústofni. Árið 1957 keyptu þau jörðina Delpa í Sítflu sem hafði verið í eyði í nokkur ár. Þar bjuggu þau til ársins 1973, er þau fluttu í Siglufjörð og seldu allan fjárstofninn nema nokkrar kindur. Er synir þeirra, Reynir og Kári, hófu búskap í Bakka í Ólafsfirði, fóru Valli og Sigga til að hjálpa við búskapinn, meðan Reynir fór á Bændaskóla.Þar voru þau til ársins 1981, að þau fluttu aftur í Depla og byggðu þar nýtt íbúðarhús. Nokkra síðustu veturna fóru þau til Silgufjarðar en dvöldu á Deplum á sumrin.
Maki: Sigríður Inigbjörg Sveinsdóttir (1931-2008) frá Brautarholti í Haganesvík. Þau eignuðust sjö börn.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Þórir Arngrímsson (1923-2000)

  • S03481
  • Person
  • 02.01.1923 - 30.12.2000

Þórir Angantýr Arngrímssonr fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði. Foreldrar hans voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Systir Þóris var Guðlaug Seselía Arngrímsdóttir (f. 14.janúar 1929 - d. 31. mars 2017). Uppeldisbróðir þeirra var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010). Þórir var bóndi í Litlu-Gröf, ógiftur og barnlaus.

Magnús Jónasson (1889-)

  • S03480
  • Person
  • 15.08.1889-

Magnús Jónasson, f. 15.08.1889, dánardagur óviss.
Foreldrar: Jónas Hallgrímsson og Þórey Magnúsdóttir á Fremri-Kotum. Magnús kvæntist Margrétu Jóhnson sem var norsk í föðurætt. Fluttist til Vesturheims.

Elías Björn Halldórsson (1930-2007)

  • S03479
  • Person
  • 02.12.1930-02.05.2007

Elías Björn Halldórsson, f. á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 02.12.1930, d. 02.05.2007. Foreldrar: Halldór Ármannsson bóndi og Gróa Björnsdóttir.
Maki. Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir frá Sólbakka í Borgarfirði. Þau eignuðust þrjá syni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1963-1986 n fluttu þá til Reykjavíkur og þaðan í Kópavog.
Elías ólst upp í Snotrunesi. Hann nam í Eiðaskóla 1946-1950. Hann fór til náms í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1955-1958. Framhaldsnám í Listaháskólanum í Stuttgart 1959 og á Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn 1961. Hann hélt rúmlega 50 einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga.

Indriði G. Þorsteinsson (1926-2000)

  • S03478
  • Person
  • 18.04.1926-03.09.2000

Indriði G. Þorsteinsson, f. í Gilhaga í Skagafirði 18.04.1026, d. 03.09.2000. Foreldrar: Þorsteinn Magnússon bóndi og Anna Jósefsdóttir húsfreyja.
Maki: Þórunn Friðriksdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugavatni 1941-1943, var bílstjóri á Akureyri og blaðamaður við Tímann og Alþýðublaðið. Hann var ritstjóri Tímans 1962-1973, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1973-1975, var aftur ritstjóri Tímans 1987-1991 og skrifaði eftir það sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðið til æviloka. Hann þótti íhaldssamur en beittur penni í þjóðmálaumræðu líðandi stundar og oft afar skemmtilegur í ræðu og riti.
Indriði sendi frá sér skáldsögur, ævisögur, smásögur og leikrit. Hann var í heiðurslaunaflokki Alþingis.

Jónas Guðvarðarson (1932-1997)

  • S03477
  • Person
  • 17.10.1932-29.11.1997

Jónas Guðvarðarson, f. á Sauðárkróki 17.10.1932, d. 29.11.1997. Foreldrar: Guðvarður Steinsson bílstjóri, vélstjóri og ´siðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga og kona hans Bentína Þorkelsdóttir.
Maki. Halldóra Guðmundsdóttir fararstjóri og húsmóðir. Þau eignuðust þrjú börn.
Jónas varð gagnfræðingur árið 1949 frá Flensborg. Hann lauk meiraprófi bílstjóra 1957, var við myndlistarnám í myndlistarskóla Reykjavíkur 1963-1968 og Escuela massana í Barcelona 1968-1969. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölunefnd Varnaliðsins 1961968, fararstjóri á Mallorca árið 1969-1971 og fararstjóri hjá Úrval 1971-1977. Jafnframt var hann fararstjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðan Flugleiðum til 1978.

Snorri Sveinn Friðriksson (1934-1999)

  • S03476
  • Person
  • 01.12.1934-31.05.1999

Snorri Sveinn Friðriksson f. á Sauðárkróki 01.12.1934, d. 31.05.1999. Foreldrar: Fjóla Jónsdóttir frá Brattavöllum á Árskógsströnd og Fririk Júlússon verslunarmaður á Akureyri.
Maki: Dagný Björg Gísladóttir. Þau eignuðust þrjú börn.
Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðnskóla Sauðárkróks 1951 og myndlistarprófi frá Myndalista- og handíðaskóla Íslands 1958 og frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1961. Hann starfaði sem útlitsteiknari hjá Vikunni 1962-1969. Frá 1969 starfaði hann við leikmyndadeild Ríkissjónvarpsins og veitti deildinni forstöðu frá 1977.

Valgerður Hafstað (1930-2011)

  • S03475
  • Person
  • 01.06.1930-09.03.2011

Valgerður Hafstað, f. í Vík í Skagafirði 01.06.1930, d. 09.03.2011. Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og Árni Hafstað frá Hafsteinsstöðum. Valgerður var yngst tíu systkina sem upp komust. Valgerður stundaði myndlistarnám við Akademi for fri og merkantil kunst í Kaupmannahöfn, Handíða- og myndlistarskóla Íslands og Academi de la Grande Chaumiere í París. Hún lærði m.a. mósaíkvinnslu í Ecole des Arts Italiennes. Af verkum hennar hérlendis má nefna steinda glugga í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal og veggskreytingu í Varmahlíðarskóla í Skagafirði.
Maki: André Énard (1926-) listmálari. Þau bjuggu fyrst í Frakklandi. Þau eignuðust þrjá syni.

Skagfirska söngsveitin (1970-)

  • S03474
  • Organization
  • 1970-

Skagfirska söngsveitin var stofnuð 20. september 1970, innan vébanda Skagfirðingafélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fengin sem kórstjórnandi. Sveitin kom fyrst fram á árshátíð Skagfirðingafélagsins í mars 1971 og aftur á sumarfagnaði sama ár. Sá fagnaður var helgaður verkum Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Fyrsti samsöngurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði þann 2. júlí 1971 og annar í Bifröst á Sauðárkróki daginn eftir. Einnig tók söngsveitin þátt í útihátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Sauðárkróks sama dag. Vorið 1972 var efnt til samsöngs í félagsheimili Seltirninga. Að ósk stjórnar Skagfirðingafélagsins fór söngsveitin í upptöku hjá Eíkisútvarpinu vegna væntanlegrar útgáfu á hljómplötu. Árið 1971 veitti Skagfirðingafélagið Gunnar Björnssyni gullmerki fyrir skelegga framgöngu við stofnun sveitarinnar. Sveitin gaf út hljómplötuna Skín við sólu árið 1973.

Samband íslenskra rafveitna (1942-1995)

  • S03473
  • Organization
  • 1942-1995

Samband íslenskra rafveitna var stofnað 1942. Árið 1995 sameinaðist það Sambandi íslenskra hitaveitna og varð til Samorka.

Kristján Ólafur Kristjánsson (1873-1959)

  • S03472
  • Person
  • 26.04.1873 - 04.05.1959

Kristján Ólafur Kristjánsson skipstjóri og fornbóksali var fæddur í Trostansfirði í Arnarfirði. Faðir hans var Kristján Páll Jónsson bóndi í Trostansfirði og móðir hans var Jóhanna Ólafsdóttir frá Hamri á Hjarðarnesi. Faðir Kristjáns lést þegar hann var á 1. ári, þá flutti hann með móður sinni til föðuafa síns að Skápadal. 1895 fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi tveimur árum seinna 24 ára gamall. Hann var á sjó til 1908, það ár kvæntist hann konu sinni Sigurlaugu Traustadóttur yfirsetukonu og barnakennara. Hann setti á stofn matvöruverslun á Laugarvegi 17 en rak hana stutt því hann fór aftur á sjó þegar fyrstu íslensku togararnir komu. Árið 1916 hætti Kristján að mestu sjómennsku. Kristján stofnaði 1918 fornbókasölu sína í Lækjargötu 10 og rak hana til 1940. Kristján lést að heimili sínu Kirkjugarðsstíg 6 í Reykjavík.

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

  • S03471
  • Organization
  • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Jóhann Eiríksson (1892-1970)

  • S03469
  • Person
  • 19.01.1892-08.05.1970

Jóhann Eiríksson, f. á Sólheimum í Blönduhlíð 19.01.1892, d. 08.05.1970 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Eiríkur Gíslason, síðast húsmaður á Tyrfingsstöðum og barnsmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Sólheimum.
Jóhann ólst upp með móður sinni, fyrstu tvö árin í Sólheimum og síðar aftur þar 1897-1902. Annars voru þau á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og fylgdust að til ársins 1911, að Ólöf fór í aðra vist.Þegar bærinn á Víðivöllum brann 1908 voru þau þar og komst Jóhann naumlega úr brunanum. Jóhann var áfram á Víðivöllum til 1915 en eftir það fylgfust þau að á Miðsitju, Úlfsstöðum og Kúskerpi. Árið 1919 fóru þau í húsmennsku að Flatatungu á Kjálka. Átti Jóhann þá orðið eitthvað af skepnum og voru þú búandi í nokkur ár. Árið 1924 tók Jóhann jörðina Tyrfingsstaði til ábúðar og var móðir hans áfram ráðskona hans, þar til Freyja Ólafsdóttir réðst þangað og giftist síðan Jóhanni árið 1940.
Maki: Freyja Ólafsdótir(1899-1982). Þau eignuðust eina dóttur.

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir (1903-1950)

  • S03468
  • Person
  • 17.06.1903-22.08.1950

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir, f. 17.06.1903, d. 22.08.1950. Foreldrar: Einar Jónsson, bóndi í Brimnesi og kona hans Margrét Símonardóttir. Hólmfríður ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla, lýðháskóla og gekk Hólmfríður í teikni- og hannyrðaskóla. Hún lauk þaðan prófi sem handavinnukennari 1924. Þá um sumarið fékk hún lömunarveiki og náði aldrei fullri heilsu aftur. Haustið 1924 hófu þær systur að stunda handavinnukennslu í Reykjavík. Eftir að Sigurlaug giftist og flutti burt hélt Hólmfríður því áfram þar til hún veiktist af krabbameini sem varð banamein hennar.
Hólmfríður var hannyrðakennari. Hún var ógift og barnlaus.

Sigurlaug Einarsdóttir (1901-1985)

  • S03467
  • Person
  • 09.07.1901-23.06.1985

Sigurlaug Einarsdóttir, f. 09.07.1901, d. 23.06.1985. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Brimnesi og koma hans, Margrét Símonardóttir. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla og lýðháskóla. Árið 1924 hófu þær systur hannyrðakennslu í Reykjavík og stundaði Sigurlaug hana þar til hún giftist. Sigurlaug var húsfreyja í Læknishúsinu á Flatey 1930. Síðast búsett í Hafnarfirði.
Maki: Ólafur Einarsson læknir. Þau einguðust sex börn.

Guðríður Helgadóttir (1852-1924)

  • S03466
  • Person
  • 1852-12.05.1924

Guðríður Helgadóttir, f. 1852, d. 12.05.1924. Vinnukona í Galtalæk, Bræðratungusókn 1870. Vinnukona í Reykjavík 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg Manitoba 1901. Var í Selkirk Manitoba 1916.
Maki: Gunnlaugur Sölvason. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.

Gunnlaugur Sölvason (1854-1934)

  • S03465
  • Person
  • 1854-01.09.1934

Gunnlaugur Sölvason, f. 1854, d. 01.09.1034. Vinnumaður í Kolugili í Víðidal 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg í Manitoba 1901. Var í Selkirk í Manitoba 1916.
Maki: Guðríður Helgadóttir. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.
innumaður í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889, óvíst hvaðan. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir (1874-1928)

  • S03464
  • Person
  • 28.10.1874-18.04.1928

Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir, f. 28.10.1874, d. 18.04.1928. Foreldrar: Jóhann Jónasson og Arnfríður Jóhannesdóttir. Rósa gist árið 1892 Páli Ólafssyni og bjuggu þau í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi. Hann lést árið 1898. Þau eignuðust þrjár dætur. Ein dó í frumbernsku. Árið 1901 fór Rósa til Vesturheims með hinar dæturnar.

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Haraldur Jóhannesson (1903-1994)

  • S03462
  • Person
  • 21.12.1903-11.06.1994

Haraldur Jóhannesson, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.12.1903, d. 11.06.1994 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti og kona hans Björg Sigfúsdóttir. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir fermingu. Snemma fór hann að vinna fyrir sér og fyrir fermingu gerðist hann léttadrengur á Vagla. Fimmtán ára var hann í Álftagerði og fór þaðan í Frostastaði sem vinnumaður þar til hann gifti sig 22 ára. Þá fóru þau hjónin í húsmennsku í Sólheima og voru næstu tvö árin en fluttu til baka í Frostaðastaði. Árið 1928 voru þau vinnuhjú en árið 1929 fengu þau hálfa jörðina til ábúðar. Þau bjuggu á Frostastöðum til 1943, frá 1943-1957 á Unastöðum í Kolbeinsdal og á Bakka frá 1957-1987. Eftir að asmi fór að hrjá Harald lét hann að mestu af hefðbundnum búskap en fékkst við silungsveiðar og æðarvarp auk þess að vera með nokkrar kindur. Haraldur var hagmæltur og fékkst nokkuð við vísnagerð.
Maki: Anna Margrét Bergsdóttir (1897-1991). Þau eignuðust fimm börn.

Anna Sigurbjörg Helgadóttir (1913-1976)

  • S03461
  • Person
  • 20.05.1913-15.10.1976

Anna Sigurbjörg Helgadóttir, f. 20.05.1913, d. 15.10.1976. Foreldrar: Helgi Jónsson bóndi á Hafgrímsstöðum og kona hans Þóra Kristjánsdóttir.
Anna var áttunda og yngst barna þeirra Helga og Þóru. Síðar eignaðist hún tvö hálfsystkini. Anna ólst upp hjá Elínu ömmu sinni á Hafgrímsstöðum og vann ýmis tilfallandi störf. Um tvítugt veiktist hún alvarlega og lá marga mánuði á Kristnesspítala. Hún vann við síldarsöltun á Siglufirði, var í vist á Akureyri og kaupakona á Nautabúi á Efribyggð. Anna var einnig í kaupavinnu á Sveinsstöðum og er Elín amma hennar veiktist réð hún sig í innu á sjúkrahúisinu á Sauðárkróki. Anna fór að Hrólfsstöðum og hóf sambúð með Guðmundi Ólafssyni. Árið 1947 fluttust þau að Skíðastöðum. Guðmundur veiktist árið 1952 en þá hélt Anna búskapnum áfram með aðstoð Páls, bróður Guðmundar.Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Anna að starfa á Hrafnistu í Reykjavík og vann þar til dánardags.
Maki: Guðmundur Ólafsson (1916-1974).Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Anna son með Sigurði Sigurðssyni frá Akeyri og dóttur með Karli Hallberg sem var sænskur en búsettur á Siglufirði.

Rafveita Sauðárkróks

  • S03460
  • Corporate body
  • 1950-2004

Rafveita Sauðárkróks var fyrirtæki sem bæjarstjórn Sauðárkróks starfrækti í þeim tilgangi að veita raforku um bæinn og selja hana til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa. Rafveitan var eign Sauðárkróksbæjar, en skyldi rekin sem sjálfstætt fyrirtæki með nafninu: Rafveita Sauðárkróks, og hafa sérstakt reikningshald. Meginhlutverk Rafveita Sauðárkróks var að veit raforku um bæinn og selja hana til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa. Fyrirtækið var selt til Rafmagnsveitu ríkisins árið 2004.

Kolbeinn Högnason (1889-1949)

  • S03459
  • Person
  • 25.06.1889-14.05.1949

Kolbeinn Högnason, f. í Kollafirði á Kjalarnesi 25.06.1889, d. 14.05.1949. Foreldrar: Högni Finnsson frá Meðalfelli og Katrín Kolbeinsdóttir. Kolbeinn tók við búi í Kollafirði af afa sínum, Kolbeini Eyjólfssyni. Bjó hann þar til 1943, er hann flutti til Reykjavíkur. Kolbeinn varð þjóðkunnur fyrir kveðskap sinn. Hann gaf út nokkrar smá sögur og einnig ljóðabækurnar Kræklur, Olnbogabörn, Hnoðnaglar, Kurl og Kröfs.
Maki 1: Guðrún Jóhannsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Maki 2: Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli. Þau eignuðust tvö börn.

Iðnskóli Sauðárkróks (1946-1979)

  • S03457
  • Public party
  • 1946-1979

Iðnskólinn á Sauðárkróki var starfræktur frá 1946 til 1979. Þá var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður og færðist kennsla í iðngreinum þangað.

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson (1968-)

  • S03455
  • Person
  • 11.04.1968-

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson, f. 11.04.1968. Foreldrar: Jóhannes Sigmundsson bóndi í Brekkukoti og kona hans Halldóra Kristín Guðrun Magnúsdóttir.
Bifvélavirki á Sauðárkróki.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

  • S03453
  • Person
  • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Björn Jón Níelsson (1942-)

  • S03452
  • Person
  • 18.11.1942-

Björn Jón Níelsson, f. 18.11.1942. Foreldrar: Níels Hermannsson frá Ysta-Mói og Hrefna Skagfjörð frá Hofsósi.
Björn var um tíma sveitarstjóri á Hofsósi.
Maki 1: Unnur Ragnarsdóttir. Þau skyldu. Þau eignuðust fimm börn.
Maki 2: Jórunn Jóhannesdóttir.

Ferðafélag Íslands (1927-)

  • S03451
  • Organization
  • 27.11.1927-

Ferðafélag Íslands, stofnað 27. nóvember 1927. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn en síðar forseti íslands. Björn Ólafsson tók að sér að stofna félagið fyrir hvatningu hans og fékk til liðs við sig átta menn til að undirbúa stofnfund. Þangað mættu 63 stofnfélagar. Félinu voru sett lög og kosin stjórn. Jón Þorláksson var kosinn forseti félagsins.
Markmið félagsins er að hvetja til ferðalaga um landið og greiða fyrir þeim. Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landi sínu, náttúru þess, og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varnfærni í samskiptum manns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar.

Vesturfarasetrið (1995-)

  • S034503
  • Organization
  • 1995-

"Stutt frá Hofsósi er landnámsjörðin Höfði þar sem Þórður bjó, forfaðir Snorra saga1Þorfinnssonar, fyrsta barnsins af evrópskum ættum sem fætt er á meginlandi Ameríku. Foreldrar Snorra voru landkönnuðurnir Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Þorfinnur karlsefni var mikill sæfari og var um tíma með skip í förum milli Íslands og Norges, Grænlands og Ameríku. Þau Þorfinnur og Guðríður kona hans stofnuðu heimili á Vínlandi, sennilega á árunum 1004 til 1006 og eignuðust þar soninn Snorra. Eftir að Þorfinnur og Guðríður sneru aftur til Íslands settust þau að í Skagafirði.
Hofsós var einn af elstu versluarstöðum landsins. Í lok 19. aldar varð staðurinn, jafnt og aðrir staðir, fyrir áhrifum bágindaáranna. Í lok 20. aldar var elsti hluti þorpsins mikið niður níddur og sögufræg hús að falli komin vegna skorts á viðhaldi. Valgeir Þorvaldsson hófst þá handa um endurreisn kjarna gamla þorpsins með það í huga að vernda staðinn og gamlar húsagerðir og gera Hofsós að áhugaverðum viðkomustað.
Í öðrum áfanga var gamla hótelið endurbyggt en þar er rekin veitingastofan Sólvík yfir sumartímann. Þá voru nokkur íbúðarhús á Plássinu lagfærð og eru þau í einkaeigu.
Valgeir Þorvaldsson hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu forfeðra sinna sem voru meðal þeirra 16 – 20 þúsunda fólks sem fluttust frá Íslandi milli 1870 og 1914 til að byrja nýtt líf í Norður-Ameríku. Hann átti þann draum að heiðra minningu brottfluttra Íslendinga frá þessum tíma með því að koma á fót upplýsingasetri með þjónustu og sýningum fyrir afkomendurna og aðra áhugasama gesti. Upphafið að veruleika þessa draums hófst með því að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu.
Endurreisn fjölda gamalla húsa gamla þorpkjarnans og bygging nýrra húsa hefði ekki verið möguleg án góðs fjárhagslegs stuðnings einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og hins opinbera. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S03450
  • Person
  • 17.07.1937-11.05.2001

Svanur Fannberg Jóhannsson, f. 17.07.1937, d. 11.05.2001. Foreldrar: Dagrún Bjarnadóttir Hagen (1917-) og Jóhann Guðjónsson (1917-1984).
Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir. Þau skyldu. Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Svanur eina dóttur með Öldu Kristjánsdóttur.
Svanur vann lengst af sem starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Síðustu árin bjó hann í Kópavogi.

Eysteinn Steingrímsson (1965-)

  • S03449
  • Person
  • 11.08.1965-

Eysteinn Steingrímsson, f. 11.08.1965. Foreldrar: Steingrímur Vilhjálmsson (1924-2014) og Anna M. Jónsdóttir, sem bjuggu á Laufhóli í Viðvíkursveit.
Búsettur á Laufhóli.
Maki: Aldís Axelsdóttir.

Árni Kristinsson (1883-)

  • S03447
  • Person
  • 30.04.1883-

Árni Kristinsson, f. 30.04.1883, dánardagur óþekktur. Fór til Vesturheims 1888 sennilega frá Saurbæ í Kolbeinsdal. Var kennari, búsettur í Killarney, Manitoba, Kanada.
Maki: Sigríður Jóhannsdóttir Johnson.

Kristín Jónsdóttir (1847-1933)

  • S03447
  • Person
  • 21.08.1847-25.06.1933

Kristín Jónsdóttir. Móðir: Sigríður Magnúsdóttir (1821-1886). Vinnukona á Læk í Viðvíkursveit og í Saurbæ í Kolbeinsdal. Fór þaðan til Vesturheims 1888.

Axel Ásgeirsson (1895-1965)

  • S03446
  • Person
  • 16.05.1895-08.11.1965

Axel Ásgeirsson, f. í Dagverðartungu í Hörgárdal 16.05.1895, d. 08.11.1965. Foreldrar: Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Axel ólst upp hjá foreldrum sínu til átta ára aldurs, er faðir hans lést. Fór Axel þá til móðurbróður síns, Leós Halldórssonar á Rútsstöðum í Eyjafirði og var þar næstu átta árin. Hann hóf sjómennsku á síldveiðum en fór síðan í siglingar á vegum SÍS. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Einnig var hann lögregluþjónn á Akureyri í 3 ár og afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyrar í 7 ár. Hann réðist til Iðunnar 1963 og starfaði þar uppfrá því.
Maki: Jakobína Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Karl Ingjaldsson (1900-1935)

  • S03445
  • Person
  • 29.05.1900-12.11.1935

Karl Ingjaldsson, f. að Öxará í Þingeyjarsýslu 29.05.1900, d. 12.11.1935. Foreldrar: Elín Kristjánsdóttir (1862-1941) og Ingjaldur Jónsson.
Karl fluttist til Akureyrar árið 1925 og réðist til Kaupfélags Eyfirðinga. Var deildarstjóri þar. Einnig vann hann um tíma við verslunina París á Akureyri.
Maki: Hallfríður Gísladóttir (1911-1990). Þau eignuðust eina dóttur.

Bárður Ísleifsson (1905-2000)

  • S03444
  • Person
  • 21.10.1905-06.01.2000

Bárður Ísleifsson, f. á Akureyri 21.10.1904, d. 06.01.2000. Foreldrar: Ísleifur Oddsson og Þórfinna Bárðardóttir. Bárður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927, Hann lærði arkítektúr í Kaupmannahöfn frá 1928-1935. Hann hóf störf hjá húsamestarar ríkisins það ár og varð yfirarkitekt þar 1966 og starfaði svo þar til starfsloka 1975. Hann kom að teikningu og hönnun ýmissa bygginga, svo sem Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Einnig starfaði hann sjálfstætt að ýmsum verkefnum. Hann var stofnfélagi í Akademíska arkitektafélaginu og vann oft til verðlauna fyrir teikningar sínar. Árið 1960 hlaut hann riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.
Maki: Unnur Arnórsdóttir píanókennari. Þau eignuðust fjögur börn.

Jónas Jón Snæbjörnsson (1890-1966)

  • S03443
  • Person
  • 21.03.1890-18.07.1966

Jónas Jón Snæbjörnsson, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 21.03.1890, d. 18.07.1966. Foreldrar: Snæbjörn í Hergilsey og kona hans, Guðrún Hafliðadóttir úr Svefneyjum. Jónas lærði trémíðar og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á teikninám. Árið 1914 gerðist hann smíða- og teiknikennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lét af því starfi 1960. Á sumrum vann hann við ýmis konar smíðar, m.a. brúarsmíðar.
Maki: Herdís Símonardóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Anders Olsen Ólafsson (1898-1973)

  • S03442
  • Person
  • 18.06.1898-20.04.1973

Anders Olsen Ólafsson, f. 18.06.1898, d. 20.04.1973. Búsettur í Pálmholti í Eyjafirði. Var verkstjóri í vegavinnu á sumrin en starfaði við bókband í Pálmholti á veturna. Starfaði einnig sem bílstjóri. Síðast búsettur á Akureyri.

Jón Jakobsson Bergdal (1893-1953

  • S03441
  • Person
  • 29.12.1893-13.08.1953

Kom 1894 frá Eyvindarstöðum að Kaupangi í Kaupangssókn. Vinnumaður í Fjósakoti, Saurbæjarhreppi, Eyj. 1920. Húsmaður á Sandhólum í Saurbæjarhreppi 1923. Bókbindari á Akureyri. Verkamaður á Akureyri 1930.

Rannveig Hansdóttir Líndal (1883-1955)

  • S03440
  • Person
  • 29.01.1883-15.07.1955

Rannveig Hansdóttir Líndal, f. 29.01.1883, d. 15.07.1955. Foreldrar: Anna Pétursdóttir (1840-1917). Síðustu níu árin var hún forstöðukona og kennari við Tóvinnuskólann á Svalbarðseyri. Hún var einnig kennari við húsmæðraskóla, bæði á Blönduósi og Staðarfelli. Var barnakennari bæði í Noregi og á Íslandi og á vegum Búnaðarfélags Íslands dvaldi hún um tveggja ára skeið í Grænlandi. Í fimm ár ferðaðist hún um sem kennari á námskeiðum Sambands norðlenskra kvenna.
Rannveig var ystir bóndans og vísindamannsins Jakobs Líndal á Lækjarmóti í V-Hún.

Sigurgeir Sigurðsson (1934-2017)

  • S03439
  • Person
  • 14.12.1934-03.10.2017

Sigurgeir Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 14.12.1934, d. 03.10.2017. Foreldrar: Ingibjörg Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Sigurður P. Jónsson, kaupmaður á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar gagnfræðaprófi 1951. Flutti hann þá til Reykjavíkur og lauk þremur árum í Verslunarskólanum. Fór eftir það á síld en hóf síðan störf á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í þrjú ár. Hann var starfsmaður Landsbankans 1955, starfaði hjá Varnarliðinu 1956-1959 og sem sölumaður hjá Kr. Kristjánsson 1960-1964. Hann var sveitarstjóri á Seltjarnarnesi 1965-1974 og bæjarstjóri 1974-2002. Var í sveitar-og bæjarstjórn þar og einnig varaþingmaður Reykvíkinga. Hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 2000.
Maki: Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Sigurgeir soninnn Hörð, barnsmóðir Matthildur Sonja Matthíasdóttir.

Ingibjörg Eiríksdóttir (1909-1979)

  • S03438
  • Person
  • 8.01.1909-24.10.1979

Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 08.01.1909, d. 24.10.1979. Foreldrar: Eiríkur Jónsson bóndi í Djúpadal og kona hans Sigríður Hannesdóttir.
Verslunarmær og húsmóðir á Sauðárkróki, síðast búsett þar.
Maki: Sigurður P. Jónsson kaupmaður (Siggi í Drangey). Þau eignuðust tvo syni.

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir (1926-2008)

  • S03437
  • Person
  • 15.06.1926-11.11.2008

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir, f. á Sjávarborg í Skagafirði 15.06.1926, d. 11.11.2008. Foreldrar: Eiríkur Björnsson (1895-1986) og Sigríður Margrét Reginbaldsdóttir (1896-1955). Árið 1927 fluttist fjölskyldan að Gili í Borgarsveit en þaðan til Sauðárkróks og þar bjó Erla til æviloka. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1949. Erla starfaði lengst við verslunar- og skrifstofustörf bæði á Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðar hóf hún nám við Sjúkraliðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1981 og vann sem sjúkraliði það sem eftir var starfsævinnar.
Erla var ógift og barnlaus.

María Markan (1905-1995)

  • S03436
  • Person
  • 25.06.1905-16.05.1995

María Markan, f. 25.06.1905, d. 16.05.1995. María var fædd í Ólafsvík 25. júní 1905. Foreldrar: Einar Markússon (1864-1951) og kona hans, Kristín Árnadóttir (1864-1930). María æfði píanóleik frá 8 ára aldri, var tvo vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði söngnám í Berlín í Þýskalandi frá 1927. María lærði bæði fyrir konsert og óperu og tók óperupróf við Buhnen Nachweis í Beriín 1935. Maria var konsert- og óperusöngkona og starfaði í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Hamborg, Berlín og Reykjavík 1935-39, í London, Glyndebourne (Englandi), Kaupmannahöfh og Ástraíu 1939-40, í Vancouver og Winnipeg í Kanada 1940-41 og í Metropolitan óperunni í New York 1941-42. María fluttist heim tíl Íslands og settist að í Keflavík þar sem hún stundaði einkakennslu og þjálfun Karla- og Kirkjukórs Keflavíkur. Hún var búsett í Reykjavík frá 1962 og rak þar Raddþjálfunar- og óperusöngskóla. María hélt hér konserta 1949 við mikla aðsókn og söng í íslenska útvarpinu. Útvarpsráð lét og gera hljómplötur með tíu íslenskum sönglögum til sölu erlendis.
María var sæmd riddarakrossi 1939 og stórriddarakrossi 1. janúar 1980. Hún var heiðursfélagi i Félagi íslenskra tónlistarmanna, Félagi íslenskra einsöngvara, Young Icelandic League of Winnipeg, Imperial Order of the Daughters of the Empire í Winnipeg og í Icelandic- Canadian Club of Winnipeg. María var skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna og er fyrsti söngvari og fyrsta kona sem þann heiður hlaut.
Maki: George Östlund (1901-1961). Þau eignuðust einn son.

Árni Elfar (1928-2009)

  • S03435
  • Person
  • 05.06.1928-05.04.2009

Árni Elfar, fæddur 05.06.1928, d. 05.04.2009. Foreldrar: Elísabet Þórunn Kristjándsdóttur frá Sauðárkróki og Benedikt Elfar Árnason frá Akureyri. Árni fæddist á Akureyri en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur þegar hann var á þirðja ári. Árni missti móður sína ungur og systir hans, eina systkinið hans, fluttist ung vestur um haf, þannig að hann fór snemma að ala önn fyrir sér sjálfur. Nam hann því meðfram vinnu hljóðfæraleik í áföngum og leitaði til margra kennara á ferli sínum, s.s. Árna nafna síns Kristjánssonar, píanóleikara. Opinber tónlistarferill hans hófst á dansæfingum í gagnfræðaskóla. Fyrir tvítugt var hann kominn í hljómsveit Börns R. Einarssonar. Árið 1950 hélt hann til Vestmannaeyja og starfaði um skeið með Sextett Haraldar Guðmundssonar. Í Eyjum tók hann að æfa sig á básúnu, sem fleytti honum seinna inn í Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hann lék í hartnær þrjá áratugi. Á sama tíma lék Árni í ýmsum hljómsveitum s.s. KK sextettinum, Svavar Gests, Quintett Gunnars Ormslev, en sú hljómsveit vann til verðlauna á jazzhátíð í Moskvu á þeim tíma. Síðar lék hann með hljómsveitum Karls Linniendahl og Ragnars Bjaransonar. Oft stjórnaði Árni hljómsveitum sjálfur en lét dans- og dægurtónlistina að mestu á hilluna upp úr 1972. Árni var afburðar jazzpíasnisti og kom fram með fjölda erlendra tónlistarmanna á ferli sínum.
Meðfram hljóðfæraleiknum stundaði Árni alltaf myndlistina og kom við í Myndlistarskólanum í Reykjavík um skeið.
Maki: Kristjana Magnúsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Kristjana eina dóttur. Einnig áttti Árni einn son fyrir.

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks (1919-1959)

  • S03432
  • Organization
  • 1919-1959

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks var stofnað 23. mars 1919 á vegum kvenna úr Kvenfélagi Sauðárkróks með því markmiði að glæða hjá almenningi áhuga fyrir heimilisiðnaði. Félagið starfaði til ársins 1959. Á fyrstu árum félagsins var blómleg starfssemi í kennslu og margskonar leiðbeiningum í heimiliðsiðnaði, en varð með árunum einhæfari og að lokum hætti starfssemin.

Frímann Þorsteinsson (1933-2019)

  • S03431
  • Person
  • 17.10.1933 - 14.03.2019

Frímann Þorsteinsson fæddist á Akureyri 17. október 1933. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson ( 24.12.1881 - 25.04.1996) og Guðrún Guðmundsdóttir (17.07.1894 - 2. maí 1977).
Frímann var á Akureyri til sex ára aldurs en fór þaðan til sumardvalar að Syðri-Brekkum í Akrahreppi hjá frændfólki sínu, systkinanna Sigríðar Jónasdóttur og Björn Jónssonar. Fræunabb ílengdist þar. Hann var tvo vetur í Bændaskólanum að Hólum og lauk burtfararprófi þaðan árið 1955. Árið 1959 tók hann við búi á Syðri-Brekkum. Hann sinnti ýmsum félagsmálum í sveit sinni. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd.

Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992)

  • S03430
  • Person
  • 24.08.1938-17.07.1992

Eiríkur Haukur Stefánsson, f. á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 24.08.1938, d. 17.07.1992. Foreldrar: Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir, Hann ólst upp á Hjaltastöðum fyrstu æviárin en þegar hann var enn á barnsaldri fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Hann dvaldi þó áfram á sumrin í Hjaltastaðakoti. Hann hélt til Kanda ásamt vini sínum, Kára Jónssyni frá Sauðárkróki að snemma á sjötta áratugnum. Valdi hann þar, aðallega í Winnipeg, í hálft annað ár við ýmis störf. Heim kominn lærði hann málaraiðn og starfaði við það á Sauðárkróki. Síðar var hann við skrifstofustörf hjá Saumastofunni Vöku. Lengst af bjuggu hann og Minný á Víðigrund 13. Þau eignuðust ekki börn en Minný átti tvö börn fyrir.
Maki: Minný Leósdóttir.

Bragi Melax (1929-2006)

  • S03429
  • Person
  • 01.09.1929-02.04.2006

Bragi Melax f. á Barði í Fljótum 01.09.1929, d. 02.04.2006 í Reykjavík. Foreldrar: séra Stanley Melax prestur á Barði og Breiðabólsstað í Vesturhópi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Melax. Bragi ólst upp hjá foreldrum sínum á Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Maki 1: Sigrún Ragnhildur Eiðsdóttir. Þau áttu saman þrjú börn.
Maki 2: Alma Þorvarðardóttir. Þau áttu eina dóttur.
Fyrir hjónaböndin átti Bragi eina dóttur.
Bragi starfaði sem kennari og skólastjóri. Sem ungur maður kenndi hann á Akranesi og á Strönd á Rangárvöllum. Seinna gengdi hann stðu skólastjóra við Barnaskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Lenst af kenndi hann við Flataskóla í Garðabæ og Hólabrekkuskóla í Reykjavík. EÁ síðustu árum starfsferils síns gengdi hann skólastjórastöðum við Grunnskólann í Garði og á Drangsnesi.

Minný Gunnlaug Leósdóttir (1934-2002)

  • S03428
  • Person
  • 24.07.1934-03.06.2002

Minný Gunnlaug Leósdóttir, f.á Siglufirði 24.07.1934. d. 03.06.2002 í Reykjavík. Foreldar: Leó Jónsson (1909-1996) og Sóley Gunnlaugsdóttir (1908-1994).
Minný útskrifaðist frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1962 og starfaði nær óslitið síðan sem hjúkrunarkona á ýmsum stofnunum.
Maki: Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992). Fyrir átti Minný einn son og eina dóttur.

Helga Jónsdóttir (1895-1988)

  • S03427
  • Person
  • 28.07.1895-10.07.1988

Helga Jónsdóttir, f. 28.07.1895, d. 10.07.1988. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Flugumýri og fyrri kona hans, Júlíana Ingibjörg Jónasdóttir. Helga ólst upp á Flugumýri en þangað fluttu foreldrar hennar þegar hún var á fyrsta ári. Hún missti móður sína 10 ára gömul. Helga var tvo vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún var húsmóðir á Hjaltastöðum í 20 ár en eftir það fluttu hún og Stefán á Sauðárkrók og bjuggu að Skagfirðingabraut 5. Eftir dauða Stefáns flutti Helga til Hrafnhildar dóttur sinnar.
Maki: Stefán Vagnsson. Þau einguðust fimm börn.

Results 256 to 340 of 6397