Showing 11 results

Authority record
Corporate body

Davidson, Portrait & Landscape Photographer

  • S00626
  • Corporate body
  • 1889-1907

Davidson, Portrait & Landscape Photographer var ljósmyndastofa sem var rekin í Carberry, Manitoba af George Davidson milli 1889 og 1907. Fyrirtækið var með útibú í Deloraine, Melita, Rapid City og Souris.

Baldwin & Blondal

  • S00627
  • Corporate body
  • 1890-1900

Erfitt að finna eitthvað um þessa ljósmyndastofu. En Jón Blöndal lærði ljósmyndun í Winnipeg og rak ljósmyndastofu ásamt öðrum/fleirum sem hét Baldwin & Blondal. Talið að margir Íslendingar sem fluttu vestur um haf, hafi látið taka myndir af sér á þessari stofu á tímabilinu 1890-1900.

Seyluhreppur

  • S00003
  • Corporate body
  • 1000-1998

Seyluhreppur var hreppur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóru-Seylu á Langholti, sem var þingstaður hreppsins.

Til hreppsins töldust fjögur byggðarlög, Langholt, Vallhólmur, Víðimýrarhverfi og Skörð, en einnig Fjall, Geldingaholt og Húsabakkabæirnir, sem ekki töldust tilheyra neinu þessara byggðarlaga. Byggðin er breið og áttu aðeins sex bæir í hreppnum land til fjalls. Hreppurinn var allur í Glaumbæjarsókn en þar eru tvær kirkjur, í Glaumbæ og á Víðimýri. Fyrr á öldum var einnig kirkja í Geldingaholti.

Aðalatvinnuvegur hreppsbúa var lengst af landbúnaður en nokkru fyrir miðja 20. öld byggðist upp dálítill þéttbýliskjarni í Varmahlíð og starfa íbúar þar flestir við verslun og þjónustu af ýmsu tagi. Þar er skóli, félagsheimili, hótel og sundlaug, auk verslunar og annarrar þjónustustarfsemi. Við sameininguna bjuggu 303 íbúar í hreppnum, þar af 125 í Varmahlíð.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð. (https://is.wikipedia.org/wiki/Seyluhreppur)

Í skjalasafninu eru skjöl frá Seyluhreppi í Skagafirði frá árunum 1790-1998 þegar hreppurinn sameinaðist tíu öðrum sveitarfélögum og til varð sveitarfélagið Skagafjörður. Röðun innan flokka er í tímaröð en sumstaðar eru eyður þar sem gögn hafa glatast m.a. í bókhaldinu.

Vettvangur (1978-1979)

  • S01613
  • Corporate body
  • 01.01.1978-01.01.1979

Vettvangur gaf út blaðið Vettvangur blað frjálsra skoðanaskipta árið 1978. Út komu 10 tölublöð, það síðasta var jólablaðið sem kom út í desember 1978. Hreinn Sigurðsson, prentari, var ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins en blaðið var prentað í Myndprenti á Sauðárkróki.

Samvinnufélag Fljótamanna (1919-1977)

  • S01973
  • Corporate body
  • 03.02.1919-1977

Samvinnufélag Fljótamanna, Haganesvík, var stofnað 3. febrúar 1919 í Haganesvík. Fyrsta stjórn: Guðmundur Ólafsson, bóndi, Stóra-Holti, formaður, Eiríkur Ásmundsson, bóndi, Reykjarhóli, Hermann Jónsson, bóndi, Yzta-Mói, Jón G. Jónsson, hreppstj., Tungu, Theodór Arnbjarnarson, bóndi, Lambanes-Reykjum. Stjórn árið 1977: Þórarinn Guðvarðarson, bóndi, Minni-Reykjum, formaður, Sveinn Þorsteinsson, bóndi, Berglandi. Valberg Hannesson, skólastj., Sólgörðum, Georg Hermannsson, bifreiðastjóri, Ysta-Mói, Trausti Sveinsson, bóndi, Bjarnagili. Í Haganesvík var rekin verslun, sláturhús og frystihús. Samvinnufélag Fljótamanna var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga árið 1977.

Samband íslenskra samvinnufélaga (1902-1993)

  • S02591
  • Corporate body
  • 20.02.1902-1993

Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.
SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

Skarðshreppur (1907-1998)

  • S02636
  • Corporate body
  • 1907-1998

Skarðshreppur var hreppur vestan til í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Skarð í Gönguskörðum, undir Tindastóli. Hreppurinn varð til árið 1907 þegar Sauðárhreppi var skipt í tvennt; Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp. Í Skarðshreppi voru þrjár sveitir: Yst er Reykjaströnd, undir Tindastól austanverðum. Þá eru Gönguskörð, fjalldalir sunnan Tindastóls og loks Borgarsveit, byggðarlagið sunnan Sauðárkróks. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Skarðshreppur 10 öðrum hreppum í Skagafirði og er nú hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði.

Rípurhreppur

  • S02647
  • Corporate body
  • 1000-1998

Rípurhreppur hinn forni tekur yfir sveitina Hegranes sem er skýrt afmörkuð frá öðrum byggðarlögum Skagafjarðar af kvíslum héraðsvatna öllum megin nema sjó að norðan. Hegranes er sem eyja í miðju Skagafjarðarhéraði, landslag einkennist af fjölmörgum ásum og berghryggjum en mýrasundum á milli og þar eru að finna mörg vötn og tjarnir. Rípurhreppur er kenndur við kirkjustaðinn Ríp, en sókninni er þjónað af Glaumbæjarprestakalli. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Rípurhreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Búnaðarsamband Skagfirðinga (1931-

  • S02657
  • Corporate body
  • 1931-

Búnaðarsamband Skagfirðinga var stofnað árið 1931 að frumkvæði Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Áður hafði þó komið upp umræða að stofna búnaðarsamband því uppkast að lögum fyrir félagið lá fyrir sýslufundi árið 1881 og tók fyrsti ráðunauturinn, Jósef J. Björnsson, til starfa um það leyti. Félagið var ekki formlega stofnað en margir hreppar skiluðu þó inn búnaðarskýrslum til sýslunefndar. Ræktunarfélag Norðurlands vann að jarðabótamælingum í Skagafirði með styrk sýslunefndar frá 1911 en það félag var stofnað 1903 og voru félagar þess í Skagafirði orðnir 51 í árslok 1904.

Rafveita Sauðárkróks

  • S03460
  • Corporate body
  • 1950-2004

Rafveita Sauðárkróks var fyrirtæki sem bæjarstjórn Sauðárkróks starfrækti í þeim tilgangi að veita raforku um bæinn og selja hana til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa. Rafveitan var eign Sauðárkróksbæjar, en skyldi rekin sem sjálfstætt fyrirtæki með nafninu: Rafveita Sauðárkróks, og hafa sérstakt reikningshald. Meginhlutverk Rafveita Sauðárkróks var að veit raforku um bæinn og selja hana til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa. Fyrirtækið var selt til Rafmagnsveitu ríkisins árið 2004.