Showing 6399 results

Authority record

Þórður Hjálmarsson (1879-1978)

  • S03205
  • Person
  • 03.08.1879-02.01.1978

Þórður Hjálmarsson, f. á Stafni í Deildardal 03.08.1879, d. 02.01.1978 á Sauðárkróki. Foreldrar: Hjálmar Þórðarson bóndi í Stafni og sambýliskona hans Ragnheiður Gunnarsdóttir. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum í Stafni við almenn sveitastörf. Eftir að faðir hans féll frá árið 1893 var hann fyrst í Stafni með móður sinni eitt eða tvö ár en fluttist síðan að Kambi til Þorgilsar föðurbróður síns. Var hann þar þar til hann giftist frænku sinni, Þórönnu, eftir áramótin 1903. Um veturinn voru þau hjónin enn á Kambi en hófu búskap á Háleggsstöðum um vorið og bjuggu þar eitt ár. Vorið 1916 fluttu þau aftur að Háleggsstöðum og bjuggu þar óslitið til 1952, er synir þeirra tóku við búinu. Voru þau áfram þar í húsmennsku. Þórður lifði konu sína í 15 ár. Hann dvladi hjá sonum sínum á Háleggsstöðum en þegar þeir brugðu búi og fluttust suður var Þórður um kyrrt hjá Þórönnu fósturdóttur sinni og Hafsteini manni hennar. Dvaldi hann þar fram undir það síðasta og gekk að ýmsum verkum kominn á tíræðisaldur.
Maki (gift 19.02.1903): Þóranna Kristín Þorgilsdóttir (02.05.1879-11.09.1963).

Gunnlaugur Jón Jóhannsson (1874-1942)

  • S03206
  • Person
  • 26.04.1874-08.12.1942

Gunnlaugur Jón Jóhannsson, f. að Hringveri í Hjaltadal 26.04.1874, d. 08.12.1942 á Illugastöðum í Flókadal. Foreldrar: Jóhann Gunnlaugsson og Guðrún Einarsdóttir, ógift vinnuhjú að Hirngveri. Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á Litla-Hóli í Viðvíkursveit hjá Aðalsteini Steinssyni bónda þar og konu hans Helgu Pálmadóttur og hafði son sinn á kaupi sínu, þar til hann fór að geta unnið fyrir sér. Gunnlagur bjó á Litla-Hóli 1899-1906, Háleggsstöðum 1906-1916, Stafni 1916-1925 og Illugastöðum í Flókadal 1925-1934. Hann hafði alltaf lítið bú og vann því oft utan heimilis. M.a. við torfristu, vegghleðslu og byggingu. Einnig þótti hann laginn að hjálpa skepnum við burð og var oft fenginn í slíkt.
Maki (gift 1899): Jónína Sigurðardóttir (14.02.1877-04.02.1964). Þau eignuðust átta börn og misstu eitt þeirra tveggja ára gamalt.

Þorsteinn Andrésson (1901-1990)

  • S02162
  • Person
  • 11. maí 1901 - 27. des. 1990

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Verkamaður á Sauðárkróki. Vann meðal annars við sjóróðra með Pálma Sighvats, við síldveiðar og var í vinnuflokk Þórðar Sighvats á sumrin við lagningu og viðgerðir á símalínum. Hann var þekktur skotveiðimaður. Kvæntist Sigríði Þorkelsdóttur.

Sigríður Guðrún Þorkelsdóttir (1901-1995)

  • S03209
  • Person
  • 26.10.1901-24.11.1995

Sigríður Þorkelsdóttir fæddist 26. október 1901. Faðir: Þorkell Jónsson frá Egg í Hegranesi. Móðir: Anna Sigríður Sigurðuardóttir frá Kjartansstaðakoti. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Ríp, Rein, Daðastöðum og Ingveldarstöðum syðri. Á síðastnefnda bænum var hún til vors 1930 en þá flutti hún til Sauðárkróks, trúlofuð Þorsteini Andréssyni sem hún síðar giftist. Saman bjuggu þau á Sauðárkróki og áttu heima í húsi sem er nefnt Sólheimar. Sigríður vann ýmis störf, m.a. í fiskverkun, í síld og í sláturhúsi.
Giftist Þorsteini Andréssyni. Sigríður lést 24. nóvember 1995.

Hjörleifur Andrésson (1885-1965)

  • S03115
  • Person
  • 12. júlí 1885 - 31. des. 1965

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jónsdóttir. Bóndi á Öldubakka 1912-1916, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1919-1920, á Breiðstöðum í Skörðum 1920-1921 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki starfaði hann m.a. við sláturhús K.S. og var í sigflokki Marons Sigurðssonar í Drangey. Hjörleifur tók þátt í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu leikriti. Árið 1925 kvæntist Hjörleifur Steinvöru Júníusdóttur. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Hjörleifur kvæntist ekki aftur og var barnlaus.

Sigurgeir Einarsson heildsali í Reykjavík

  • S03211
  • Person
  • 29.04.1871-11.04.1953

Sigurgeir Einarsson, f. að Miðkrika í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 29.04.1871, d. 11.04.1953. Foreldrar: Sigríður Sigurðardóttir og Einars Einarsson. Sigurgeir ólst upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf. Hann stundaði síðan sjóðróðra um nokkurt skeið. Hann sigldi til Danmerkur og stundaði þar nám og verslunarstörf um skeið. Eftir heimkomuna vann hann við Lefolis verslun á Eyrarbakka, en 1898 fluttist hann til Reykjavíkur og vann við verslun Gunnars Þorbjarnarsonar í Hafnarstræti. Þegar sú verslun hætti störfum stofnaði Sigurgeir umboðsverslun sem hann starfrækti meðan heilsa leyfði. Einnig fékkst hann við útgerð um tíma. Hann var mikill bókamaður og lagði stund á ritstörf. Gaf út þrjár bækur, auk blaða- og tímaritsgreina. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.

Jóhannes Jónsson (1888-1965)

  • S03213
  • Person
  • 02.07.1888-31.12.1965

Jóhannes Jónsson, f. í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð 02.07.1888, d. 31.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Jóhannes ólst upp með foreldrum sínum. Hann var bóndi á Þorleifsstöðum 1918-1944. Eftir að þau hjónin Jóhannes og Málfríður hættu búskap dvöldu þau á vetrum hjá dóttur sinni og tengdasyni, sem þá bjuggu á Bárustöðum í Borgarfirði. Á sumrin dvöldu þau í gamla húsinu sínu á Þorleifsstöðum. Sonur þeirra tók við búi þar af þeim.
Maki (gift 13.06.1917): Sigurbjörg Málfríður Benediktsdóttir (14.04.1892-03.01.1984). Þau eignuðust þrjú börn en misstu eitt þeirra á fyrsta ári.

Jónas Pétur Jónsson (1898-1940)

  • S03214
  • Person
  • 21.03.1898-20.06.1940

Jónas Pétur Jónsson, f. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð 21.03.1898, d. 20.06.1940. Foreldrar: Jón Jónasson (1857-1922) bóndi á Þorleifsstöðum og Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935) ljósmóðir. (Jónas) Pétur var málari á Sauðárkróki og í Kanada.

Jón Júlíusson (1871-1961)

  • S03215
  • Person
  • 18.12.1889-07.05.1961

Jón Júlíusson, f. í Enni á Höfðaströnd 18.12.1889-07.05.1961. Foreldrar: Guðný Gunnarsdóttir (f. 10.05.1858-13.10.1943) og Gunnlaugur Júlíus Jónsson (05.07.1871-24.06.1957). Foreldrar Jóns voru trúlofuð um skeið en giftust ekki. Þau eignuðust þrjú börn saman. Júlíus faðir hans giftist Aðalbjörgu Sigurjónsdóttuir og átti með henni 9 börn. Jón ólst upp með föðurömmu sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur, og manni hennar Guðmundi Jóni Sigurðssyni. Eftir að Sólveig lést bjó Guðmundur með Guðnýju, móður Jóns. Jón tók við búi á Grindum 1910 og bjó þar með Sólveigu systur sinni, sem einnig hafði alist þar upp með ömmu sinni og Guðmundi. Jón var ógiftur og barnlaus.

Björg Sveinsdóttir (1899-1976)

  • S03217
  • Person
  • 14.07.1899-14.05.1976

Björg Sveinsdóttir, f. að Felli í Sléttuhlíð 14.07.1899, d. 14.05.1976 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Árnason og Jórunn Sgteinunn Sæmundsdóttir. Björg tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919 og hjúkrunarpróf í hjúkrun geðveikra 1926. Hjúkrúnarpróf í almennri hjúkrun 1931. Var ljósmóðir í Fellsumdæmi frá 1919 til haustsins 1921 og starfandi ljósmóðir á Kópaskeri og nágrenni um skeið. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi og við einkahjúkrun í London 1931-1948 og 1958-1968. Starfandi 1948-1958 á sjúkrahúsum í Durban Brookenhill og Salisbury í Afríku. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands 2. maí 1919.
Maki 1: Harry Edwin Bird byggingarmeistari.
Maki 2: Harold Cox rafvirkjameistari í Hastings á Englandi.

Hildur Jóhannesdóttir (1894-1941)

  • S03218
  • Person
  • 10.09.1894-05.07.1941

Hildur Jóhannesdóttir, f. á Illugastöðum í Fnjóskadal 10.09.1894, d. 05.07.1941 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Randversson bóndi á Jökli og Syðri-Villingadal í Eyjafirði, síðar verkamaður á Sauðárkróki og Jónína Jónasdóttir, þá vinnukona á Illugastöðum. Jónína varð síðar húsmóðir á Steinkirkju í Fnjóskadal, gift Kjartani Sigtryggsdóttir bónda þar. Hildur ólst að nokkru upp á Illugastöðum en frá 1901 hjá móður sinni og stjúpföður að Steinkirkju. Hún tók ljósmóðurpróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Áður hafði hún stundað nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hún vann að hjúkrun í Reykjavík 1918 er spænska veikin geisaði þar. Ljósmóðir í Seylu- og Staðarhreppsumdæmi 1919-1923 og Sauðárhreppsumdæmi 1935-1936. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands árið 1919.
Maki: Gunnar Einarsson bóndi og kennari á Bergskála á Skaga (1900-1959). Þau eignuðust sjö börn. Ein dóttir fæddist andvana og þrjú barnanna létust á fyrsta ári. Fyrir átti Hildur dóttur með Guðmundi Árnasyni póstmanni í Reykjavík. Hún lést um tvítugt.
Hildur og Gunnar skildu árið 1931.

Jóna Kristinsdóttir (1895-1975)

  • S03219
  • Person
  • 21.12.1895-27.10.1975

Jóna Kristinsdóttir, f. í Steinkoti á Árskógsströnd 21.12.1895, d. 27.10.1975 í Reykjavík. Foreldrar: Kristinn Anton Ásgrímsson (1866-1942) og Helga Baldvinsdóttir. Jóna ólst upp með foreldrum sínum, fyrstu árin við vestanverðan Eyjafjörð en árið 1918 flutti fjölskyldan að Hamri í Fljótum. Hún var ljósmóðir í Vestmannaeyjum. Jóna lauk ljósmæðraprófi í Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Hún var ljósmóðir í Haganeshreppsumdæmi 1919-1921, í Vestmannaeyjum 1921-1949 og tók síðast óa móti barni í Reykjavík árið 1953. Sinnti hjúkrun í heimahúsum samhliða ljósmóðurstörfum.
Maki: Hjálmar Eiríksson (1900-1940) verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust sex börn.

Steingrímur Arason (1898-1986)

  • S01684
  • Person
  • 27. 01.1898-06.12.1986

Steingrímur Arason, f. 27.01.1898, d. 06.12.1986. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Kaupmaður á Víðimýri og Sauðárkróki. Síðast búsettur í Reykjavík.

Guðmundur Eiríksson (1893-1989)

  • S03220
  • Person
  • 25.02.1893-24.09.1989

Guðmundur Eiríksson, f. í Sölvanesi á Fremribyggð 25.02.1893, d. 24.09.1989 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðmundsson bóndi í Sölvanesi og önnur kona hans, Jórunn Guðnadóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi og bjó þar fyrstu árin eftir að hann kvæntist, eða frá 1915-1919. Í Litladalskoti 1924-1961 og í Breiðargerði 1961-1976. Eftir lát konu sinnar 1970 dvaldi hann á Breiðargerði til ársloka 1975, er hann fór á ellideildina á Sauðárkróki.
Auk bústarfanna starfaði hann við grenjavinnslu og rjúpnaveiðar. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var oddviti í 8 ár, frá 1938-1946. Var í sóknarnefnd Goðdalasóknar um skeið og sinnti fleiri trúnaðarstörfum. Guðmundur fékkst nokkuð við að skrifa og hafa birst þættir eftir hann í Skagfirðingabók.
Maki: Björg Soffía Jónsdóttir (23.11.1897-01.01.1970). Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp að mestu leyti tvö fósturbörn, Ester Gýgju Guðmundsdóttur og Sigurð Kristjánsson.

Sigurbjörn Jósefsson (1884-1968)

  • S03221
  • Person
  • 05.01.1884

Sigurbjörn Jósefsson, f. að Steinavöllum í Flókadal 05.01.1884, d. 11.05.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósef Björnsson bóndi á Stóru-Reykjum í Flókadal og kona hans Svanfríður Sigurðardóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Steinavöllum og síðan á Stóru-Reykjum. Hann var elstur af systkinunum og mun snemma farið að aðstoða við bústörfin því faðir hans var fatlaður á höndum og fótum. Vann hann að búi foreldranna þar til hann kvæntist 23 ára gamall. Fyrstu árin eftir giftinguna voru þau hjónin í húsmennsku, fyrst á Minni-Reykjum en fóru síðan upp í Skagafjörð, Sigurbjörn sem vinnumaður að Frostastöðum en Friðrika sem vinnukona að Svaðastöðum. Árið 1911 hófu þau búskap í Ökrum, sem var kirkjujörð frá Barði. Þar bjuggu þau í 25 ár en fluttust þá í Langhús og bjuggu þar, þar til Sigurbjörn lést.
Maki: Friðrika Símonardóttir (1877-1979). Þau eignuðust saman saman sjö börn. Eitt þeirr fæddist andvana og eitt lést á öðru ári.
Barnsmóðir: Jóhanna Gottskálksdóttir. Hún kom á heimilið 29 ára gömul, árið 1913 og eignaðist Sigurbjörn einnig börn með henni. Jóhanna var til heimilis hjá honum í mörg ár. Þau eignuðust saman sex börn, en þrjú þeirra létust fljótlega eftir fæðingu.

Björn Ólafur Jónsson (1864-1924)

  • S03222
  • Person
  • 29.08.1864-14.08.1924

Björn Ólafur Jónsson, f. að Vestara-Hóli í Flókadal 29.08.1864, d. 14.08.1924. Foreldrar: Jón Ólafsson (1838-1887) og kona hans Soffía Björnsdóttir (1841-1907). Björn ólst upp á Vestara-Hóli en var eitthvað á Auðólfsstöðum í Langadal í kaupavinnu eða vinnumennsku og kynntist þar konu sinni. Fyrsta ár hjúskapar síns mun hann hafa verið til heimilis að Borgargerði í Borgarsveit, 1887-1888, þá að Egg í Hegranesi 1888-1889 en síðan með sr. Hallgrími Thorlacius að Ríp í Hegranesi 1889-1893. Þá fluttust þau hjónin að Rein, þar sem foreldrar Guðríðar konu Björns voru til heimilis. Vorið eftir fór hann aftur að Ríp, er sr. Hallgrímur fluttist að Glaumbæ og fékk Björn til að búa á jörðinni meðan Rípurprestakalli var óráðstafað, til vorsins 1896. Björn var bóndi á Stafshóli 1896-1899, Stóra-Grindli 1899-1909, Stóraholti 1909-1910, Karlsstöðum 1910-1924. Eftir að Björn kom í Fljótin tók hann að stunda sjómennsku samhliða búskapnum. Réðist hann þá í að nema sjómannafræði. Var hann um það bil 20 ár skipstjóri á Flink, Kristjönu og Fljótavíkingi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Haganeshreppi og var m.a. í hreppsnefnd í nokkur ár.
Maki: Guðríður Hjaltadóttir (1861-1947). Þau eignuðust níu börn og sjö þeirra komust upp.

Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961)

  • S03223
  • Person
  • 08.01.1880-12.02.1961

Hallgrímur Þorbergsson, f. á Helgastöðum í Reykjadal 08.01.1880, d. 12.02.1961. Foreldrar: Þorbergur Hallgrímssonar og Þóra Hálfdánardóttir.
Hann stundaði nám við Búnaðarskólann á Eiðum og útskrifaðist þaðan 1908. Síðar dvaldi hann um skeið í Noregi og Bretlandi og kynnti sér sauðfjárrækt þar. Heimkominn ferðaðist hann víða um land með styrk frá Búnaðarfélagi Íslands og kynnti sér sauðfjárræktina í landinu. Beitti hann sér fyrir margs konar umbótum á því sviði og kenndi bændum t.d. að búa til og nota ker til böðunar og nýjar baðlyfjategundir. Hallgrímur var einn af stofendum Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu. Halldór var bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1915 til dánardags. Rak tóvinnuvélar á Halldórsstöðum eftir tengdaföður sinn. Eftir að þær brunnu 1922 kom hann upp slíkri verksmiðju hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Maki: Bergþóra Magnúsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Júníus Jónsson (1885-1968)

  • S03225
  • Person
  • 14.06.1885-02.01.1968

Júníus Jónsson, f. að Þórustöðum í Grímsnesi 14.06.1885, d. 02.01.1968.Foreldrar: Jón Jóhannson frá Kotferju og kona hans Rannveig Sveinsdóttir frá Þórustöðum.
Sex ára missti Júníus föður sinn og fluttist þá ásamt móður sinni að Apavatni og var þar nokkur ár. Gerðist vinnumaður um skeið og var sjómaður á kútterum í átta vertíðir. Þegar hann var 23 ára settist hann á skólabekk í Flensborgarskóla og lauk þar námi 1910. Gerðist þá kennari einn vetur á Snæfellsnesi en vann við vega- og brúargerði þar vestra á sumrum. Vorið 1913 réðst hann verkstjóri norður í Eyjafjörð við vega-og brúargerð og vann þar þrjú sumur. Fór þaðan vestur í Skagafjörð og vann þar að byggingu Héraðsvatnabrúar og var einnig verkstjóri við ýmis verk á Norðurlandi. Árið 1927 varð hann verkstjóri hjá Akureyrarbæ og gegndi því starfi til 1952, er hann lét að störfum vegna vanheilsu.
Maki: Soffía Jóhannsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. Ólu einnig dótturdóttur sína upp eftir að móðir hennar féll frá.

Stefán Sigurgeirsson (1864-1954)

  • S03226
  • Person
  • 26.07.1864-13.01.1954

Stefán Sigurgeirsson, f. að Grjótgarði á Þelamörk 26.07.1864, d. 13.01.1954 á Siglufirði. Foreldrar: Sigurgeir Ólafsson bóndi á Efri-Vindheimum á Þelamörk og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir frá Engimýri í Öxnadal.
Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldist síðan á ýmsum stöðum þar nyrðra til 28 ára aldurs. Fór í Hólaskóla 1892 og lauk þar búfræðiprófið 1894. Starfsmaður á Hólum næstu ár. Hóf búskap á Nautabúi 1897 og bjó þar til 1902. Bóndi á Hrappsstöðum (Hlíð) 1902 til 1903. Fluttist að Hvammi 1903 og bjó þar óslitið til 1935. Keypti jörðina 1912. Eftir að hann hætti búskap dvaldist hann að mestu hjá börnu sínum, lengst hjá dóttur sinni á Reyðará á Siglunesi.
Maki: Soffía Jónsdóttir (28.10.1874-29.12.1966) frá Vestara-Hóli í Flókadal. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Soffía eina dóttur með Júlíusi Kristjánssyni.

Jóhannes Sigtryggsson (-1919)

  • S03227
  • Person
  • 14.02.1895-23.06.1919

Jóhannes Sigtryggsson, f. 14.02.1895, d. 23.06.1919. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi í Framnesi og kona hans
Námsmaður. Drukknaði í Héraðsvötnum.

Sigtryggur Jónatansson (1850–1916)

  • S03227
  • Person
  • 12.11.1850-30.03.1916

Sigtryggur Jónatansson, f. í Litla-Árskógi Eyjafjarðarsýslu 12.11.1850-d. 30.03.1916 á Framnesi. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson bóndi á Efri-Vindheimum í Eyjafirði og kona hans Hólmfríður Gunnlaugsdóttir.
Sigtryggur ólst upp hjá foreldrum sínum. Fór ungur að Hraunum í Fljótum og svo til Jóns bróður síns að Höfða á Höfðaströnd. Ráðsmaður í Brimnesi í nokkur ár, þar til hann kvæntist og hóf búskap í Brekkukoti í Akrahreppi árið 1879. Þar var hann í 4 ár og fór svo að Syðri-Brekkum og bjó þar í 12 ár. Keypti þá Framnes í Akrahreppi og fór þangað 1895 og bjó þar til 1913. Hann var í mörg ár í hreppsnefnd Akrahrepps og oddviti í 12 ár.
Maki: Sigurlaug Jóhannesdóttir (08.09.1857-11.01.1939) frá Dýrfinnustöðum. Þau eignuðust sjö börn.

Björn Sigtryggsson (1901-2002)

  • S03196
  • Person
  • 14.05.1901-26.08.2002

Björn Sigtryggson, f. á Framnesi 14.05.1901, d. 26.08.2002 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi á Framnesi og kona hans Sigurlaug Jóhannesdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Framnesi, lærði heima undir fermingu við leiðsögn Kristínar, systur sinnar og fór fimmtán ára gamal til Benedikts á Fjalli að læra undirstöðuatriði í orgelleik. Þá lést faðir hans og Björn fór heim aftur. Hann lærði einnig hjá Þorvaldi Guðmundssyni á Sauðárkróki og var organisti Hofsstaðakirkju frá 1924-1936. Haustið 1919 fór hann í Flensborgarskóla og útskrifaðist 1921. Ári síðar hóf hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1924. Var bóndi á Framnesi 1924-1986.
Björn tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum UMF Glóðafeykis. Hann var lendi formaður sóknarnefndar Hofsstaðakirku, sat í hreppsnefnd 1937-1942 og 1958-1962, staði lengi í skólanefnd, kjörstjórn, brunamati, sjúkrasamlagi og Lestrarfélaginu Æskunni. Sat einnig í stjórn KS í ruman áratug.
Maki (giftingardagur 14.05.1935): Þuríður Jónsdóttir (10.03.1907-03.07.2002) frá Flugumýri. Þau eignuðust níu börn en eitt lést í frumbernsku. EInnig ólu Björn og Helga systir hann upp Brodda Jóhannesson sem kom að Framnesi árið 1924 efrir að hafa misst föður sinn.
Árið 1996 fluttust þau hjónin frá Framnesi til Sigurlaugar dóttur sinnar í Varmahlíð. Þar dvöldust þau þar til þau fóru á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki í febrúar 2000.

Þorsteinn Björnsson (1889-1980)

  • S03228
  • Person
  • 24.03.1889-15.08.1980

Þorsteinn Björnsson, f. á Bergsstöðum í Svartárdal 24.03.1889, d. 15.08.1980 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar: Björn Jónsson prófastur í Miklabæ og kona hans, Guðfinna Jensdóttir.
Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára, í stórum systkinahópi. Um tíu ára aldur fékk hann fótarmein og var fluttur á kviktrjám til Akureyrar þar sem hann dvaldist sumarlangt og náði nokkrum bata en fóturinn varð styttri og langt fram á fullorðinsár var hann sárþjáður í fætinum. Þorsteinn bjó yfir þrjátíu ár á Hrólfsstöðum. Hann var hagmæltur en fór dult með. Hér í safninu eru varðveittar dagbækur hans, endurminningar, frásöguþættir og fleiri skrif.
Vegna fötlunar sinnar hætti Þorsteinn að mestu búskap árið 1944 en fékk brúarvörslu við Austurós Héraðsvatna. Fyrstu árin átti hann einhvern bústofn með því starfi en hætti því fljótlega og dvaldi oft vetrarlangt syðra hjá dætrum sínum. Brúarvörslunni hættu þau hjónin árið 1969 og þá fluttu þau alfarin suður og fluttust á Hrafnistu í Reykjavík árið eftir.
Maki: Margrét Rögnvaldsdóttir (08.10.1889-22.09.1993) frá Réttarholti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Ólafur Tómasson (1901-1952)

  • S03229
  • Family
  • 12.06.1901-06.09.1952

Ólafur Tómasson, f. í Litluhlíð 12.06.1952, d. 06.09.1952 í Garðshorni í Kræklingahlíð. Foreldrar: Tómas Pálsson bóndi á Bústöðum og kona hans Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir. Ólafur var elstur sex bræðra og átti eina systur sem dó á fyrsta ári. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og vann ða búi þeirra fram til 1920, er hann fór til búfræðináms á Hólum. Að námi loknu tók hann meira og minna við búsforráðum og alfarið árið 1927. Árið 1944 seldi hann jörðina og flutti til Eyjafjarðar. Þar keypti hann Garðshorn í Kræklingahlíð. En árið 1952 lenti hann í bilslysi við heimreiðina á bænum og lést samstundis.
Maki: Stefanía Guðrun Ingveldur Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal (17.12.1905-15.03.1985). Þau eignuðust fimm börn.

Guðmundur Guðmundsson (1880-1951)

  • S03230
  • Person
  • 20.10.1880-23.12.1953

Guðmundur Guðmundsson f. í Flatatungu 20.10.1880, d. 23.12.1953 á Akureyri. Foreldrar: Guðmundur Björnsson bóndi á Giljum í Vesturdal og víðar og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum í framanverðum Skagafirði og var stoð þeirra á síðustu búskaparárum þeirra. Hann lærði trésmíði hjá Þorsteini Sigurðssyni á Sauðárkróki og lauk sveinsprófi 1904. Stundaði þá iðn nær eingöngu þar til hann hóf búskap. Tvö fyrstu árin eftir að Guðmundur kvæntist átti hann heimili í Goðdölum og hafði grasnyt þar en taldist ekki búnandi. Bóndi í Brekku hjá Víðimýri 1909-1915. Keypti þá Reykjarhól og bjó þar til 1935. Árið 1930 lét hann hluta úr landinu undir nýbýli, er síðar hlaut nafnið Varmahlíð. Eftir að þau hjónin hættu búskap áttu þau heima á Sauðárkróki til 1941 en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka. Á báðum stöðum stundaði Guðmundur smíðar.
Maki: Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir (16.09.1887-15.10.1946). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp eina fósturdóttur, Þóreyju Pétursdóttur.
Maki:

Sigurlaug Brynjólfsdóttir (1870-1966)

  • S03231
  • Person
  • 03.07.1870-13.04.1966

Sigurlaug Brynjólfsdóttir, f. í Ölduhrygg 03.07.1870, d. 13.04.1966 á Sauðárkróki. Foreldrar: Brynjólfur Oddsson og kona hans Valgerður Rafnsdóttir. Um sex ára aldur fór hún í fóstur að Sveinsstöðum til Björn Þorkelssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og átti þar heimili til 1904. Þar kynntist hún Jóni manni sínum, sem var vinnumaður þar. Þau bjuggu á hluta Sveinsstaða 1901-1904 og fluttu þá að Brandsstöðum í Blöndudal er þau fluttu ða Grófargili 1905. Eftir lát mannsins síns árið 1924 bjó Sigurlaug áfram á Grófargili með aðstoð dætra sínna næstu fjögur árin. Hún andaðist hjá dóttur sinni í Sauðárkróki 96 ára gömul.
Maki: Jón Benediktsson (03.07.1872-17.05.1924). Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó í bernsku.

Sigmundur Vigfús Eiríksson (1933-1977)

  • S01858
  • Person
  • 15. feb. 1933 - 25. sept. 1977

Foreldrar: Birna Jónsdóttir frá Grófargili í Seyluhreppi og Eiríkur Sigmundsson frá Gunnhildargerði í Hróarstungu. Sigmundur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Grófargili, á Reykjum á Reykjaströnd 1934-1939, í Hólakoti í sömu sveit 1939-1943 og loks á Fagranesi. Sigmundur var bóndi á Fagranesi framan af árum og var sigmaður í Drangey í mörg ár. Síðast búsettur í Hveragerði. Maki: Kristín Þorsteinsdóttir, þau áttu fjögur börn saman, fyrir átti Kristín son.

Kristján Eiríksson (1945-

  • S02428
  • Person
  • 19. nóv. 1945-

Kristján fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1945. Hann lauk stúndentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA - prófi og cand. mag.prófi í íslenskum bókmenntum frá H.Í. Kristján kenndi lengi við Menntaskólann á Laugarvatni. Var lektor í íslenskum bókmenntum í Björgvin í Noregi, einnig kenndi hann við KHÍ. Kristján hefur starfað við Árnastofnun frá árinu 1999. Eiginkona hans er Sigurborg Hilmarsdóttir. Þau eiga þrjú börn.

Hólafélagið (1964-

  • S03232
  • Organization
  • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Sveinn Árnason (1864-1936)

  • S03233
  • Person
  • 07.07.1864-16.07.1936

Sveinn Árnason, f. 07.07.1864 á Ysta-Mói í Flókadal í Fljótum, d. 16.07.1936 í Felli. Foreldrar: Árni Pálsson á Ysta-Mói og kona hans. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Ysta-Mói og naut þar góðrar fræslu. Hann sótti námskeið í stýrimannafræðum og var vel að sér í þeirri grein. Einnig lærði hann smíðar. Árið 1890-1891 bjó hann á Minna-Grindli og var þar heimamaður tengdamóður sinnar en í manntali það ár er hann talinn skipstjóri. Vorið 1891 reisti hann bú í Felli og keypti jörðina skömmu síðar og bjó þar til æviloka. Bærinn brann til kaldra kola nálægt aldamótum en var endurreistur. Janframt landbúnaðinum stundaði hann sjósókn. Hann vann ýmis trúnaðarstörf og var m.a. skipaður hrepppstjóri 1899 en baðst lausnar árið 1935.
Maki 1: Jórunn Steinunn Sæmundsdóttir (12.07.1865-10.12.1903). Þau eignuðust sex börn en aðeins þrjú þeirra komust upp.
Maki 2: Hólmfríður Sigtryggsdóttir (15.04.1881-29.09.1971). Þau eignuðust fjögur börn.

Jón Sveinsson (1880-1945)

  • S03234
  • Person
  • 10.08.1880-10.07.1945

Jón Sveinsson, f. að Mið-Mói í Fljótum 10.08.1880, d. 10.07.1945 á Ólafsfirði. Foreldrar: Sveinn Sigvaldason bóndi að Höfða og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum fram til tvítugs og var á ýmsum stöðum eftir það, m.a. í Eyhildarholti. Þaðan kemur hann að Höfða árið 1909 og flytur síðan búferlum að Lónkoti vorið 1913. Brá búi þar vorið 1933 og flutti til Siglufjarðar. Þar bjó hann í eitt ár og fór síðan til Ólafsfjarðar og settist að hjá dætrum sínum þar.
Maki: Ólöf Sölvadóttir (06.09.1885-05.01.1966) frá Lónkoti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Jón Guðnason (1888-1959)

  • S03234
  • Person
  • 11.12.1888-24.05.1959

Jón Guðnason, f. 11.12.1888 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 24.05.1959 í flugslysi á leið til Reykjavíkur. Foreldrar: Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði og seinni kona hans, Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir.
Jón ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Þrastarstöðum en fluttist með þeim að Heiði ellefu ára gamall og átti þar heima ellefu ára gamall. Hann hóf búskap á Heiði 1914 og foreldrar hans dvöldu hjá honum 10-20 ár eftir að faðir hans missti aleiguna er hann hafði gengið í ábyrgð fyrir mann og eigur hans voru boðnar upp 1912.
Jón gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sveitinni. Hann var um 40 ár í hreppsnefnd, í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi í rúm 30 ár, í sóknarnefnd, stjórn búnaðarfélagsins, skólanefnd og fleira.
Þegar Jón var um sjötugt og kona hans 69 ára var fengin sjúkraflugvél til að flytja hana suður. Vélin rakst á fjall á Snæfellsnesfjallgarði á leið suður og þau hjón fórust bæði, sem og flugmaðurinn.
Maki: Björg Sveinsdóttir (06.02.1890-24.05.1959). Þau hjón eignuðust sjö börn en fyrir átt Jón soninn Martein með Vigdísi Marsibil Pétursdóttur sem þá var vinnukona á Heiði.

Gestur Guðbrandsson (1906-1970)

  • S03235
  • Person
  • 10.06.1906-03.11.1970

Gestur Guðbrandsson, f. 10.06.1906 (05.06. skv. kirkjubók) á Vatnsenda í Ólafsfirði, d. 03.11.1970 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Eiríksson bóndi á Bræðraá í Sléttuhlíð og fyrri kona hans, Margrét Anna Þorsgrímsdóttir. Tveggja ára missti Gestur móður sína. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu, Þórunni Friðriksdóttur. fyrst að Vatnsenda en árið 1913 fluttist fjölskyldan að Höfða á Höfðaströnd og þaðan að Bræðrá árið 1922. Þar var Gestur til heimilis til 1930 er hann fór að Arnarstöðum. Þegar Guðbrandur faðir hans fluttist til Siglufjarðar 1928 hóf Gestur búskap á hluta Bræðrár á móti Þorgrími bróður sínum. Árið 1930 fór Gestur sem ráðsmaður að Arnarstöðum þar sem systurnar Guðbjörg og Jóhanna bjuggu eftir föður sinn. Gestur gerðist sambýlismaður Jóhönnu og var búskapurinn alfarið á þeirra höndum eftir það en Guðbjörg var áfram á heimilinu.
Maki: Jóhanna Stefánsdóttir (27.06.1897-12.01.1975). Þau eignuðust tvö börn. Einnig eignaðist Gestur dótturina Ernu Jakobínu, f. 1936, með Guðbjörgu Svövu Sigurðardóttir sem þá var vinnukona á Arnarstöðum.

Stefán Guðlaugur Sveinsson (1895-1972)

  • S03236
  • Person
  • 28.08.1895-02.05.1972

Stefán Guðlaugur Sveinsson, f. 28.08.1895, d. 02.05.1972.
Foreldrar: Anna Soffía Magnúsdóttir (1856-1934) og Sveinn Stefánsson bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð, en hann var seinni maður Önnu.
Stefán bjó á Róðhóli í Sléttuhlíð 1921-1932 ásamt konu sinni, Ólöfu Soffíu Sigfúsdóttur (1907-1973). Fóru þaðan að Bræðrá og voru eitt ár en brugðu þá búi og fóru í Hofsós.
Sonur þeirra er Sigfús Valgarður Stefánsson, f. 1929.

Ásgrímur Halldórsson (1886-1960)

  • S03240
  • 27.11.1886-21.12.1960

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Jóhann Ísak Jónsson (1886-1933)

  • S03238
  • Person
  • 19.08.1886-02.12.1933

Jóhann Ísak Jónsson, f. að Brúnastöðum í Fljótum 19.08.1886, drukknað af trillubáti úti á Skagafirði 02.12.1933. Foreldrar: Jón Jóhannsson vinnumaður á Brúnastöðum og kona hans Anna Soffía Magnúsdóttir. Þegar Jóhann fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá Friðriki Jónssyni bónda á Brúnastöðum og ólst hann upp á því heimili. Þegar faðir hans drukknaði 06.01.1899 ílengdist hann hjá þeirri fjölskyldu og fluttist síðar með henni inn í Sléttuhlíð, að Bræðraá, þegar Friðrik og kona hans fóru til Þórleifar dóttur sinnar og Guðmundar A. Guðmundssonar tengdasonar síns. Hann nau kennslu á heimilinu og einnig þegar hann dvaldi á Siglufirði um vetrartíma hjá móður sinni sem þá var gift kona þar. Hann fór ungur á seglskip, bæði hákarlaskip og fiskiskip. Eftir að Jóhann og Margrét giftust áramótin 1910 voru þau næsta á í Lónkoti. Árið eftir, 1912, fóru þau í Glæsibæ og voru þar til æviloka. Jóhann var um skeið í stjórn Kaupfélags Fellshrepps, eftir ða það var stofnað 1919. Hann stundaði alltaf sjó meðfram búskapnum, ýmis á vélbátum frá Bæjarklettum eða á Siglufirði en einnig heima við á eigin báti. Þann 2. desember drukknaði hann af mótorbátnum Skrúð sem gerði út frá Bæjarklettum.
Maki: Margrét Pétursdóttir (21.06.1888-08.05.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Ólafur Arngrímsson (1901-1932)

  • S01952
  • Person
  • 08.02.1901-29.09.1932

Ólafur Arngrímsson, f. 08.02.1901, d. 29.09.1932. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson b. á Gili í Fljótum og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Var víða í vinnumennsku eftir fermingu, á Krossi í Óslandshlíð, í Miðhúsum og á Miklabæ. Bóndi á Gili í Fljótum 1929-1932. Ólafur var virkur í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps og þótti góður leikari, einnig lék hann á fiðlu. Sambýliskona Ólafs var Þóra Pálsdóttir frá Hvammi í Austur-Fljótum, þau eignuðust einn son.

Jórunn Andrésdóttir (1853-1933)

  • S03243
  • Person
  • 03.07.1853-21.06.1933

Jórunn Andrésdóttir, f. í Stokkhólma 03.07.1853, d. 21.06.1933. Foreldrar: Andrés Björnsson bóndi í Stokkhólma og kona hans, Herdís Pálmadóttir.
Maki: Þorsteinn Hannesson, bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og víðar. Þau eignuðustu sjö börn.
Þau bjuggu á Ytri-Hofdölum 1888-1899, Hjaltastöðum 1899-1910 er Þorsteinn lést. Jórunn var áfram búandi þar til 1917 og aftur á hluta jarðarinnar 1919-1923 er hún brá búi og fór til Margrétar dóttur sinnar í Stokkhólma og var þar til dánardags.

Pálmi Þorsteinsson (1895-1970)

  • S03242
  • Person
  • 02.06.1895-15.07.1970

Pálmi Þorsteinsson, f. á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi 02.06.1895 (01.06. skv. kirkjubók), d. 15.07.1970 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Pálmi ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur sjö systkina. Hann hóf nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri en hvarf þaðan frá námi þegar hann var í öðrum bekk vorið 1915. Hann stundaði síðar nám við Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan rpófi. Hann var mikill róttamaður og sinnti kennslustörfum, bæði bóklegum fræðum og sundi og öðrum íþróttagreinum. Árið 1929 fengu Pálmi og kona hans spildu úr landi Reykjarhóls til að stofna nýbýli.Þar var reist íbúðarhús og nýbýlið nefnt Varmahlíð.Þau brugðu búi árið 1936, seldu jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Þar gerðist Pálmi starfsmaður löggildingarskrifstofunnar og gegndi því til 1962 er hann lét af störfum vegna heilsubrests.
Kona: Sigrún Guðmundsdóttir (21.09.1908-27.04.1979) frá Reykjarhóli við Varmahlíð.Þau giftu sig 31.07.1927. Þau eignuðust einn son. Pálmi eignaðist einnig soninn Gest Heiðar með Sigurlaugu Jónsdóttur verkakonu á Ólafsfirði.

Ófeigur Egill Helgason (1903-1985)

  • S02029
  • Person
  • 26.10.1903-13.07.1985

Ófeigur Egill Helgason, f. 26.10.1903, d. 13.07.1985. Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum í Svartárdal og s.k.h. Margrét Sigurðardóttir. Bóndi á Reykjaborg 1936-1985. Ófeigur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Ánastöðum, síðan á Mælifellsá, í Kolgröf og loks á Reykjum. Um tvítugt fór hann suður og starfaði við byggingavinnu, m.a. við Landspítalann og Útvarpshúsið. Uppúr 1930 fór hann að stunda vetrarvertíðir á Suðurnesjum í fiskaðgerð og úrvinnslu í landi. Árið 1933 festi hann kaup á hluta af jörðinni Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi og stofnaði þar nýbýlið Reykjaborg. Vegna landþrengsla á Reykjaborg, keypti hann síðar eyðijarðirnar Miðvelli og Grímsstaði í Svartárdal og nytjaði með. Hann hóf ræktun garðávaxta og grænmetis á Reykjaborg, byggði gróðurhús og mun hafa verið fyrstur búenda í Lýtingsstaðahreppi til þess að nota jarðvarma til húshitunar. Einnig byggði hann iðnaðarhús og hóf að súta gærur sem hann seldi úr landi. Eins byggði hann á 8. áratugnum sundlaug úr torfi. Ófeigur tók jafnframt virkan þátt í starfi ungmennafélagsins á svæðinu og kenndi lengi sund við gömlu laugina á Steinsstöðum. Ófeigur kvæntist Liselotte Önnu Louise Helgason frá Lübeck í Þýskalandi, þau eignuðust tvö börn.

Helgi Magnússon og co

  • Privat company

Fyrirtæki í Reykjavík. Á bréfsefni þess stendur
Helgi Magnússon og o
Hafnarstræti 19
Reykjavík
Vatnsleiðslur-skolpleiðslur-hitaleiðslur-byggingarefni
Einkasalar á Íslandi

BB

Sigurjón Ósland Jónsson (1869-1937)

  • S03210
  • Person
  • 17.09.1869-05.01.1937

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Tryggvi Magnússon (1900-1960)

  • Person
  • 06.06.1900-08.09.1960

Tryggvi Magnússon, f. í Bæ við Steingrímsfjörð 06.06.1900, d. 08.09.1960. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Anna Eymundsdóttir.
Tryggvi stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1919. Hann fór sama ár til Kaupmannahafnar og nam í Tekniske Selskabsskole og hjá einkakennurum 1919-1921. Hann nam teikningu og málaralist og tók próf upp í Listaháskólann en gat ekki haldið áfram námi þar. Hann gekk í League Art í New York 1921-1922 og nam þar andlitsmyndagerð. Fór síðan í einkaskólann Der Weg í Dresden 1922-1923 og lagði þar stund á málaralist. Árið 1923 kom hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Tryggvi teiknaði m.a. drög að öllum sýslumerkjum fyrir Alþingishátíðina 1930 og skjaldarmerkið. Var um árabil aðalteiknarinn í skopritið Spegilinn og þar einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar.
Maki: Sigríður Jónína Sigurðardóttir (23.07.1904-22.05.1971) listmálari frá Minni-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu síðar samvistir.

Maríus Sölvason (1917-1994)

  • S00973
  • Person
  • 21.11.1917-24.03.1994

Sonur Sölva Jónssonar járnsmiðs og vélgæslumanns á Sauðárkróki og k.h. Stefaníu Marínar Ferdinandsdóttur. Prentari í Reykjavík.

Ólafur Sveinsson (1870-1954)

  • S03164
  • Person
  • 09.11.1870-25.02.1954

Ólafur Sveinsson, f. í Fremri-Svartárdal 09.11.1870, d. 25.02.1954 á Starrastöðum.
Foreldrar: Sveinn Guðmundsson, þá bóndi í Svartárdal og seinna í Bjarnastaðahlíð og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum. Ólafur hóf búskap á Breið 1899 og bjó þar í tvö ár. Árið 1901 keypti hann Starrastaði , sem hafði verið kirkjujörð frá Mælifelli, og var skráður fyrir búi þar til 1943. Hann hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs hins IX. fyrir búnaðarframkvæmdir.
Þegar kirkjan á Mælifelli brann, aðfararnótt 21. september 1921, sýndi Ólafur það snarræði og hugrekki að fara inn í brennandi kirkjuna og bjarga embættisbókum kallsins og fleiru af verðmætum munum. Loguðu bækurnar í höndum hans, er hann bar þær út. Brann hvert blað að miðju niður og varð mikið tjón, en fyrir snarræði Ólafs eyðilagðist ekki allt.
Maki 1: Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir (05.011878-25.02.1902) frá Króki á Skagaströnd. Þau eignuðust son sem dó á fyrsta ári.
Maki 2: Margrét Eyjólfsdóttir (27.06.1867-26.08.1923). Eyjólfur Hansson, síðast bóndi í Stafni í Svartárdal var kjörfaðir hennar en raunverulegir foreldrar voru Björn Fr. Schram og Herdís Eiríksdóttir, sem síðar varð kona Eyjólfs. Margrét og Ólafur eignuðust þrjú börn.

Þorsteinn Jóhannsson (1887-1968)

  • S03247
  • Person
  • 18.03.1887-14.12.1969

Þorsteinn Jóhannsson, f. 18.03.1887, d. 14.12.1969. Foreldrar: Jóhann Þorsteinsson bóndi í Stóru-Gröf og kona hans Sólborg Jónsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðinsára og vann að búi þeirra. Stundaði nám við Búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan prófi árið 1906. Árið 1909 kvæntist hann og hóf það sama ár búskap í Stóru-Gröf og bjó þar til ársins 1923. Keypti þá Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til 1930. Það ár seldi hann Dúk og keypti aftur hálfa Stóru-Gröf. Bjó þar til 1952 er hann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Vann þar á netagerðarverkstæði o.fl. þar til sjónin tók að bila. Árið 1965 fluttust hjónin aftur til Skagafjarðar. Var Þorsteinn þá að mestu orðinn blindur. Settust þau að í Reykjahlíð við Varmahlíð hjá dóttur sinni og manni hennar.
Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Sat í sýslunefnd sem varamaður Jóns á Reynistað. Var allmörg ár í hreppsnefnd, í stjórn Sjúkrasamlags Staðarhrepps. Var einnig mörg ár í sóknarnefnd og meðhjálpari við Reynistaðarkirkju.
Maki: Mínerva Sveinsdóttir (30.04.1885-03.04.1971).
Þau eignuðust fimm börn.

Jóhann Sólberg Þorsteinsson (1910-2006)

  • S00468
  • Person
  • 6. mars 1910 - 12. maí 2006

Jóhann Sólberg var fæddur í Stóru-Gröf í Skagafirði 6. mars 1910, foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Jóhann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1930. Hann lærði mjólkurfræði í Noregi og brautskráðist frá Statens Meieriskole í Þrándheimi sumarið 1938. Eftir heimkomuna hóf hann störf við Mjólkursamlagið í Borgarnesi, en hélt síðan til Akureyrar og starfaði þar við Mjólkursamlagið í fjögur ár. Árið 1945 tók hann við starfi mjólkurbústjóra á Sauðárkróki og gegndi því til ársloka 1982." Jóhann kvæntist Áslaugu Ester Sigfúsdóttur, þau eignuðust þrjár dætur.

Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

  • S03249
  • Person
  • 17.05.1882-16.06.1949

Baldur Eyjólfsson, f. að Gilsfjarðarmúla 17.05.1882, d. 16.06.1949 í Reykjavík. Foreldrar: Eyjólfur Bjarnason bóndi í Gilsfjarðarmúla og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Baldur ólst frá barnæsku upp hjá hjónunum Eggert Stefánssyni og Kristrúnu Þorsteinsdóttur í Króksfjarðarnesi. Er Ragnheiður dóttir þeirra giftist Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði og síðar að Hvammi í Laxárdal, flutti Baldur með þeim mæðgum til sr Arnórs að Felli og átti heimili sitt hjá þeim Arnóri og Ragnheiði oftast upp frá því. Fluttist hann með konu sinni frá Rauðamýri á Langadalsströnd til Húsavíkur 1905 og að Hvammi í Laxárdal 1907. Voru hjónin þar í vinnumennsku í eitt ár. Bjuggu á Selá á Skaga 1908-1909. Fluttust þá aftur vestur að Rauðamýri og var Baldur síðan vestra til 1912, er hann kom aftur að Hvammi. Var hann þá skilinn við konu sína.
Fyrstu árin eftir 1916 hafði Baldur póstferðir á Skaga, en seinna um margra ára skeið hafði hann á hendi póstferðir milli Víðimýrar og Sauðárkróks. Einhvern tíma á þessum árum annaðist hann einnig póstferðir milli Hóla og Sauðárkróks, jafnvel alla leið út í Hofsós. Hélt hann þá til á Sauðárkróki með hesta sína og átti hús fyrir þá og hafði sjálfur herbergi á Hótel Tindastól. Póstferðir stundaði hann alveg til 1936.
Maki: Hólmfríður Ingibjörg Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.

Jón Magnússon Ósmann (1862-1914)

  • S00482
  • Person
  • 06.11.1862-24.04.1914

Jón ólst upp með foreldrum, naut heimafræðslu og sónarpresta með þeim vitnisburði: "kann og skilur vel, les dável, hegðar sér dável". Fór sem ráðsmaður 1886 að Yztu Grund í Blönduhlíð til Dýrleifar Gísladóttur, ekkju Páls Pálssonar síðast að Frostastöðum. Fór til aftur til foreldra árið 1888, er Dýrleif brá búi. Eftir það stundaði hann sjósókn og veiðiskap og aðstoðaði föður sinn við búrekstur og ferjustarfa á vesturós Héraðsvatna, en eftir að hann kvæntist, var hann í húsmennsku með grasnyt og hélt áfram veiðiskap. Bjó á hluta af jörðinni frá 1910 til æviloka og þá með bústýru og hafði ferjustarfið með höndum. Jón var með stærstu mönnum að vallarsýn, fullir 2 metrar á hæð og eftir því þrekinn, var talinn um 130 kg á þyngd og fullyrt að hann hefið 4 manna afl, en mun aldrei hafa verið fullreynt eða aflfátt. Mynduðust ýmsar sagnir um hreysti hans og átök. Hann var jarphærður, gráeygður, jafnlyndur og hagorður, hafði yndi af skáldsap í bundnu og óbundnu máli, greiðasamur og gjöfull við ferðamenn, gesti og gangandi.

Results 4846 to 4930 of 6399