Showing 6402 results

Authority record

Þuríður Pétursdóttir (1920-2011)

  • S00504
  • Person
  • 26.05.1920-04.12.2011

Guðný Þuríður Pétursdóttir, alltaf kölluð Þurý, fæddist í Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu 26. maí 1920. Foreldrar hennar voru Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum og Pétur Guðmundsson bóndi í Vatnshlíð. Eiginmaður Þurýjar var Stefán Sigurðsson skipstjóri, þau eignuðust tvær dætur.

Þuríður Kristjánsdóttir (1921-1991)

  • S01812
  • Person
  • 9. jan. 1921 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þuríður stundaði nám í Laugaskóla 1940-1942. Árið 1943 kvæntist Þuríður Gunnari Jóhannssyni frá Mælifellsá. Þau byggðu nýbýlið Varmalæk úr landi Skíðastaða á Neðribyggð og ráku þar saumastofu, gróðurhús og verslun. Gunnar glímdi við hrörnunarsjúkdóm og árið 1954 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur til þess að hann gæti fengið betri læknisþjónustu. Þuríður og Gunnar slitu samvistir árið 1970, þau eignuðust átta börn. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur vann hún í mörg ár sem gangbrautarvörður við Langholtsskólann og síðan á barnaheimili í Kópavogi. Þuríður var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og söng einnig í Drangeyjarkórnum, hún var mjög virk í öllu kórastarfi. Seinni sambýlismaður Þuríðar var Jóhann Jóhannesson frá Reykjum í Tungusveit, hann lést árið 1982.

Þuríður Jóhannesdóttir (1926-1969)

  • S00537
  • Person
  • 05.10.1926-31.01.1969

Húsfreyja á Reykjarhóli á Bökkum, Skag. Var á Geirmundarhóli í Fellssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Haganeshr.

Þuríður Jakobsdóttir Lange (1872-1961)

  • S00387
  • Person
  • 1. desember 1872 - 2. janúar 1961

Þuríður var fædd á Spákonufelli á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Jakob Jósefsson, bóndi á Spákonufelli og kona hans, Björg Jónsdóttir frá Háagerði í sömu sveit. Þuríður gekk í kvennaskóla að Ytri-Ey á Skagaströnd. Eftir að hún lauk námi við kvennaskólann tók hún að sér kennslu þar í einn vetur og fór síðan til náms til Kaupmannahafnar og lærði þar
sauma. Eftir þetta hófst kennsla hennar að Ytri-Ey að nýju og kenndi hún þá karlmannafatasaum aðallega. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur kendi hún við kvennaskólann þar um 27 ára skeið. Manni sínum, Jens Lange frá Randes á Jótlandi giftist hún 6. janúar 1899.

Þuríður Helga Þorsteinsdóttir (1912-1996)

  • S03144
  • Person
  • 28. júlí 1912 - 6. maí 1996

Foreldrar: Þorsteinn Helgason s. b. í Stóra-Holti í Fljótum og f.k.h. María Guðmundsdóttir. Þuríður fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Fjögurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar í þrjú ár. Árið 1919 flutti fjölskyldan að Rangárvöllum í Kræklingahlíð en þar missti Þuríður móður sína árið 1921. Árið 1926 flutti hún ásamt föður sínum, stjúpu (Sigurbjörgu Bjarnadóttur) og systkinum að Stóra-Holti í Fljótum. Þegar Þuríður var 21 árs féll stjúpa hennar frá og stóð hún þá fyrir búi ásamt föður sínum í þrjú ár. Árið 1935 kvæntist hún Jóni Jónssyni frá Helgustöðum í Fljótum. Þau bjuggu fyrst um sinn í Stóra-Holti en fluttu svo að Helgustöðum árið 1937 þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er þau fluttu til Sauðárkróks. Þuríður og Jón eignuðust sjö börn og tóku einn fósturson. Þuríður var ein af stofnendum kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum og var formaður þess í 20 ár. Einnig sat hún í skólanefnd Holtshrepps í fjögur ár.

Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)

  • S02016
  • Person
  • 16. sept. 1821 - 1906

Þrúður fæddist í Stokkhólma í Vallhólmi, dóttir Jóns ,,sterka" Guðmundssonar b. á Hafgrímsstöðum og k.h. Þrúðar Jónsdóttur. Þrúður ólst upp hjá foreldrum sínum, en missti föður sinn árið 1831. Hún var hjá móður sinni og stjúpa, Gunnari Guðmundssyni, á Hafgrímsstöðum 1831-1839. Vann að búi þeirra í Stapa í Tungusveit 1839-48 en var í vist hjá tengdaforeldrum sínum í Glæsibæ 1848-1849. Kvæntist Jóni Björnssyni frá Glæsibæ í Staðarhreppi, þau bjuggu í Miðhúsum. Eftir lát Jóns brá hún búi og eftirlét Þrúði dóttur sinni jarðnæðið og var hjá henni í Miðhúsum 1885-1900 og hjá Guðrúnu dóttur sinni á s.st. til æviloka. Átti hún Miðhús til dauðadags. Þrúður og Jón eignuðust tólf börn

Þorvaldur Þorvaldsson (1913-2006)

  • S00183
  • Person
  • 05.09.1913-04.07.2006

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist á Mörk í Laxárdal hinn 5. september 1913. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Guðmundsson kennari og hreppstjóri á Sauðárkróki, f. 13.10. 1883, d. 10.10. 1961, og Ingibjörg Salóme Pálmadóttir húsfreyja, f. 7.10. 1884, d. 21.4. 1957. Þeim Þorvaldi og Salóme varð fjögurra barna auðið og var Þorvaldur næstelstur þeirra.
Kona Þorvaldar var Hulda Jónsdóttir húsfreyja á Sauðárkróki, f. 2.6. 1914, d 9.1. 1992, þau áttu fjögur börn, fyrir átti Þorvaldur eina dóttur.

Þorvaldur bjó mestan hluta ævi sinnar á Sauðárkróki. Hann rak framan af Bifreiðastöð Sauðárkróks ásamt Birni Guðmundssyni en mestan hluta ævi sinnar rak hann verslunina Vísi á Sauðárkróki. Þorvaldur var gæddur listrænum hæfileikum, söng m.a í kirkjukór Sauðárkróks í yfir 40 ár og lék með Lúðrasveit Sauðárkróks. Þorvaldur var einnig hestamaður af lífi og sál og átti þónokkuð af hrossum.

Þorvaldur Sveinsson (1868-1952)

  • S00312
  • Person
  • 18. ágúst 1868 - 30. sept. 1952

Fæddist í Fljótum og bjó þar með foreldrum sínum til sex ára aldurs. Sjómaður á Sauðárkróki og bóndi í Grænahúsi.

Þorvaldur Pétursson (1890-1924)

  • S02704
  • Person
  • 11. júní 1890 - 11. maí 1924

Foreldrar: Pétur Gunnarsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgarey, Löngumýri og síðast á Stóra-Vatnsskarði. Bóndi þar 1917-1924. Lést úr lungnabólgu langt um aldur fram. Ókvæntur og barnlaus.

Þorvaldur Guðmundsson (1899-1989)

  • S03255
  • Person
  • 10.05.1899-21.07.1989

Þorvaldur Guðmundsson, f. á Þrasastöðum í Stíflu 10.05.1899, d. 21.07. 1989 á Siglufirði. Foreldrar: Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum og kona hans Guðný Jóhannesdóttir. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Þrasastöðum þar til hann gekk í hjónaband og hóf búskap ásamt konu sinni og þau hófu búskap á Deplum í Stíflu þar sem þau bjuggu 1924-1943. Hann vann vð byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1943-1945 og átti þá heima í Tungu en fluttist eftir það búferlum til Siglufjarðar. Þar starfaði hann hjá Síldarverksmiðum Ríkisins en síðustu árin við almenna verkamannavinnu meðan heilsa leyfði.
Maki: Hólmfríður Kristjana Magnúsdóttir (26.09.1899-27.05.1989) frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust fimm börn.

Þorvaldur Guðmundsson (1883-1961)

  • S00932
  • Person
  • 13.10.1883-11.10.1961

Þorvaldur fór til náms í Flensborgarskóla og útskrifaðist þaðan með kennarapróf árið 1904. Árið 1909 kvæntist Þorvaldur Salóme Pálmadóttur frá Ytri-Löngumýri. 1910 fluttu þau að Þverárdal á Laxárdal fremri og þaðan ári seinna að Mörk í sömu sveit. Árið 1915 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau tóku við stjórnun og rekstri sjúkrahússins á staðnum. Árið 1920 keyptu þau Brennigerði í Borgarsveit, þar sem þau bjuggu til 1930 er þau fluttust á Sauðárkrók. Þegar þau bjuggu í Brennigerði stundaði Þorvaldur farkennslu í Skarðs- og Rípurhreppi meðfram búskapnum. Eftir að þau fluttu í Krókinn réðst hann til starfa við Barnaskóla Sauðárkróks þar sem hann starfaði meðan starfsævi entist. Þorvaldur var hreppstjóri Sauðárkróks um 14 ára skeið og var oftar en einu sinni settur sýslumaður í forföllum. Hann var um árabil endurskoðandi Sparisjóðs Sauðárkróks og var verkstjóri við sláturhúsið nokkur haust. Þá sat hann í hreppsnefnd Skarðshrepps og skattanefnd, árin sem hann bjó í Brennigerði.
Þorvaldur og Salóme eignuðust fjögur börn.

Þorvaldur Gísli Óskarsson (1933-2019)

  • S00554
  • Person
  • 2. okt. 1933 - 1. nóv. 2019

Sonur Óskars Gíslasonar frá Minni-Ökrum og Sigrúnar Sigurðardóttur frá Sleitustöðum. Þorvaldur ólst upp með foreldrum sínum á Sleitustöðum. Þorvaldur var bifvélavirki að mennt og rak eigið verkstæði á Sleitustöðum. Kvæntist árið 1955 Sigurlínu Eiríksdóttur frá Tungu í Stíflu, þau eignuðust þrjú börn.

Þorvaldur Einarsson (1851-1921)

  • S00968
  • Person
  • 21.01.1851-01.01.1921

Frá Nýjabæ á Álftanesi, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs. 23 ára gamall réðst hann sem kaupamaður að Veðramóti í Gönguskörðum. Þaðan fluttist hann til Sauðárkróks og var þar búsettur upp frá því og stundaði sjómennsku og aðra verkamannavinnu. Árið 1875 kvæntist hann Láru Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu í N.-Múlasýslu, þau eignuðust tvær dætur.

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Þorvaldur Ari Steingrímsson Arason (1928-1996)

  • S02078
  • Person
  • 11. maí 1928 - 26. nóv. 1996

Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Var í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Hlaut 16 ára fangelsisdóm fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína árið 1967.

Þorvaldur Ari Arason (1849-1926)

  • S03414
  • Person
  • 23.09.1849-03.03.1926

Þorvaldur Ari Arason, f. 23.09.1849, d. 04.03.1926. Foreldrar: Ari Arason bóndi og kanselliráð á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp á Flugumýri. Hann var við nám í Lærða skólanum í Reykjavík en hætti þar og gjörðist bóndi á Flugumýri 1882-1896. Hann var bóndi á Víðimýri 1896-1921 en brá þá búi og var eftir það hjá sonum sínum til æviloka. Hann var póstafgreiðslumaður meðan hann bjó á Víðimýri.
Maki: Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1854-1939). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Þórunn Sigurðardóttir (1881-1968)

  • S00051
  • Person
  • 22.08.1881-26.02.1968

Fædd á Völlum, Saurbæjarhr., Eyj. 22. ágúst 1881
Látin á Sauðárkróki 26. febrúar 1968
Símastúlka á Sauðárkróki 1930. Símavörður á Sauðárkróki. Síðast bús. á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Heimildir: Þjóðskrá, Skagf.1910-1950, Skagf.1910-1950 III. Íslendingabók.is 20.08.2015.

Þórunn Ólafsdóttir (1933-2017)

  • S03360
  • Person
  • 19.10.1933-31.10.2017

Þórunn Ólafsdóttir, f. á Siglufirði 19.10.1933, d. 31.10.2017. Sem kornabarn var Þórunn ættleidd af hjónunum Ólafi Sigurðssyni óðalsbónda á Hellulandi og Ragnheiði Konráðsdóttur. Ung að árum fór hún í skóla á Laugarvatni en sneri heim að Hellulandi að námi loknu. Þórunn og eiginmaður hennar stunduðu búskap á Hellulandi, fyrst í samstarfi við kjörforeldra hennar en tóku alfarið við búinu 1961. Síðustu árin bjó Þórunn á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Jón Kristinn Björnsson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau eignuðust sex börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

  • S01212
  • Person
  • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Þórunn Kristjánsdóttir Elfar (1895-1943)

  • S00738
  • Person
  • 18. apríl 1895 - 3. september 1943

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Verslunarkona á Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Benedikt Elfar.

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

  • S00411
  • Person
  • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Þórunn Jóhannesdóttir (1888-1982)

  • S02277
  • Person
  • 14. jan. 1888 - 10. mars 1982

Foreldrar: Jóhannes Gunnlaugsson b. á Hring í Stíflu og k.h. Sumarrós Sigurðardóttir. Kvæntist Jóni Þorbergi Jónssyni frá Karlsstöðum árið 1905. Þau bjuggu á Karlsstöðum í Fljótum 1905-1909, á Minni-Þverá í Fljótum 1910-1912, á Minna-Grindli 1912-1921, á Skeiði í Fljótum 1921-1922. Þórunn og Jón eignuðust átta börn, Jón drukknaði árið 1922.
Árið 1923 tók Þórunn saman við Jóhann Sigurðsson b. í Keldnakoti í Sléttuhlíð, þau bjuggu á Hrauni í Sléttuhlíð 1923-1925, á Krákustöðum í Hrollleifsdal 1926-1927 og í Keldnakoti aftur 1927-1935. Þórunn og Jóhann eignuðust tvö börn. Jóhann lést árið 1936. Eftir það fluttist Þórunn að Daufá í Lýtingsstaðahreppi þar sem hún var bústýra Hannesar Hannessonar.

Þórunn Bjarnadóttir (1855-1936)

  • S02986
  • Person
  • 15. júní 1855 - 22. maí 1936

Foreldrar: Bjarni Brynjólfsson bóndi, skipasmiður, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Kjaransstöðum og Helga Ólafsdóttir húsfreyja, fædd Stephensen.
Maki: Sigurður Stefánsson (1854-1924) prestur í Vigur. Þau eignuðust fjögur börn.

Þorsteinn Þorsteinsson (1960-2002)

  • S02396
  • Person
  • 19. júní 1960 - 23. nóv. 2002

Bjó í Árósum. Sonur Þorsteins Árnasonar frá Sjávarborg og Önnu Jóhannsdóttur konu hans.

Þorsteinn Þorsteinsson (1948-

  • S03099
  • Person
  • 27. mars 1948-

Foreldrar: Pála Pálsdóttir kennari á Hofsósi og Þorsteinn Hjálmarsson póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Fæddur og uppalinn á Hofsósi. Menntun: Samvinnuskólapróf 1966, BS í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn 1970, MS-próf í rekstrarhagfræði við sama skóla 1972. Kostnaðareftirlit og markaðsrannsóknir hjá Minnesota Mining and Manufacturing Co. í Kaupmannahöfn 1972-1975. Ráðgjafi hjá Hagvangi í Reykjavík 1975. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1978-1982. Framkvæmdastjóri steinullarverksmiðjunnar 1982-1986. Starfaði hjá Norræna frjárfestingarbankanum 1986-1996. Framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans í Reykjavík 1996-2001. Bankastjóri Búnaðarbankans Int. í Lúxemborg 2001-2003. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2003-2005. Ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga 2005-2009. Starfaði síðast í fjármálaráðuneytinu.
Maki 1: Kristín Hildur Jónsdóttir Sætran, þau eignuðus þrjá syni.
Maki 2: Þórdís Victorsdóttir, hún átti einn son fyrir, hún lést árið 2000.
Maki 3: Jónína Helga Jónsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."

Þorsteinn Þorsteinsson (1880 -1979)

  • S03018
  • Person
  • 05.04.1880-22.02.1979

Þorsteinn Þorsteinsson, f. á Brú í Biskupstungum 05.04.1880, d. 22.02.1979. Foreldrar: Þorsteinn Narfason og Sigrún Þorsteinsdóttir. Þorsteinn var yngstur sex systkina. Hann ólst upp með Hannesi bróður sínum frá 11 ára aldri. Varð stúdent 1902 og um haustið hóf hann nám við Hafnarháskóla. Lauk kandidatsprófi í hagfræði þaðan árið 1906. Eftir heimkomu gerðist hann starfsmaður i atvinnu- og samgöngumáladeild Stjórnarráðsins, en frá ársbyrjun 1909 fluttist hann í fjármáladeild þess, þar sem hann vann aðallega að hagskýrslugerð. Sú grein af starfsemi fjármáladeildar var skilin frá henni meö stofnun Hagstofunnar i ársbyrjun 1914, og tók Þorsteinn þá við embætti hagstofustjóra. Því starfi gegndi hann um 37 ára skeið, til ársloka 1950.
Maki: Guðrún Geirsdóttur Zoëga, húsmóðir og skriftarkennari. Þau eignuðust fjóra syni.

Þorsteinn Þorsteinsson (1853-1924)

  • S03030
  • Person
  • 17. júní 1853 - 17. maí 1924

Foreldar: Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður að Hjallalandi í Vatnsdal og síðar Kjörvogi við Reykjafjörð og kona hans Herdís Jónsdóttir. ,,Þorsteinn ólst upp hjá Katrínu móðursystur sinni og sr. Jóni Norðmann á Barði í Fljótum. Hann sinnti sveitastörfum og sjósókn frá unga aldri. Tvítugur fór hann að Kjörvogi og nam járnsmíði hjá föður sínum einn vetur en fór svo aftur að Barði. Haustið eftir lést sr Jón og fluttust hann og Katrín þá að Langhúsum, þar sem Þorsteinn var ráðsmaður hjá fóstru sinni þar til hann kvæntist. Vorið 1890 reisti hann nýbýli á hálflendu Neðra-Haganess og kallaði Vík. Jarðapartinn keypti hann svo árið 1920. Bjó hann alla sína búskapartíð í Vík en gerði jafnframt út einn eða tvo báta. Einnig kenndi hann piltum sjómannafræði undir próf og hafði með höndum barnakennslu í Haganeshreppi. Hann var formaður skólanefndar Haganeshrepps 1908-1916, í hreppsnefnd Holtshrepps og oddviti þess hrepps 1892-1895 og síðar í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti þar 1901-1907, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1895-1898 og síðar sýslunefndarmaður Haganeshrepps 1898-1907 og aftur 1916-1922. Hreppstjóri Haganeshrepps 1916-1924. Bréfhirðingarmaður í Haganesvík 1914-1924 og símstöðvarstjóri þar sama tímabil. Hann var einn af stofnendum góðtemplarastúku í Haganesvík. Mikill áhrifamaður um flest héraðsmál og beitti sér m.a. fyrir byggingu þinghúss í Haganesvík. Maki: Guðlaug Baldvinsdóttir. Þau eignuðust 3 börn."

Þorsteinn Sigurgeirsson (1880-1935)

  • S00978
  • Person
  • 14.08.1880-08.02.1935

Sonur Sigurgeirs Stefánssonar og s.k.h. Guðlaugar Hjálmsdóttur. Var verslunarmaður hjá Kristjáni Gíslasyni á Sauðárkróki, síðar starfsmaður við Búnaðarbanka Íslands í Reykjavík. Kvæntist Aðalbjörgu Albertsdóttur.

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011)

  • S00036
  • Person
  • 16.03.1918-01.06.2011

Þorsteinn Sigurðsson (Steini) fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 16. mars 1918. Þorsteinn var búfræðingur og bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, einnig, verkamaður og meðhjálpari. Hann söng með karlakórunum Heimi og Feyki. Kona hans var Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn lést á Sauðárkróki 1. júní 2011.

Þorsteinn Sigurðsson (1859-1921)

  • S00476
  • Person
  • 18.09.1859- 04.03.1921

Þorsteinn fæddist 18. september 1859 á Laugalandi í Þelamörk. Faðir: Sigurður Sigurðsson (1829-1894), járnsmiður og bóndi víða í Eyjafirði og Skagafirði. Móðir: Lilja Jónsdóttir (1827-1874). Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum. Vorið 1865 reistu foreldrar hans bú á Bólu í Blönduhlíð og bjuggu þar og í Hjaltastaðakoti til ársins 1874. Það ár lést móðir hans og brá þá faðir hans búi. Talið er að Þorsteinn hafi þá snúið sér að smíðanámi og því næst haldið til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms. Líklega kom hann heim árið 1880. Árið 1881 var hann að við smíðar á Bergstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1882 flutti hann til Sauðárkróks og þar byggði hann sér hús (Þorsteinshús) og smíðaverkstæði. ,,Eftir að Þorsteinn settist að á S.króki og um aldarfjórðungs skeið, var hann höfuðsmiður héraðsins. Á því tímabili tók hann marga sveina til kennslu og tók árlega að sér smíði marvíslegra timburbygginga, bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslu austanverðri. Þá á meðal byggingu margra bæjar- og íbúðarhúsa, margra kirkna, svo sem Sauðárkrókskirkju og Blönduóskirkju. Byggði brýr á allmörg vatnsföll í Skagafjarðarsýslu. ... Hjá honum lærðu jafnframt margir, sem við tóku síðar, er hann hvarf á brott. Vorið 1907 flutti hann til Vesturheims.
Þorsteinn kvæntist Sigurbjörgu Jónsdóttur (1849-1918) frá Yzta-Hóli í Sléttuhlíð árið 1890. Þau áttu saman einn son, Hrólf (1892-1966) en árið 1921 var hann bóndi á Bifröst, Selkirk, Mainitoba, Kanada.

Þorsteinn Sævar Jensson (1958-1994)

  • S02283
  • Person
  • 2. júlí 1958 - 15. feb. 1994

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari í Borgarnesi.

Þorsteinn Sæmundsson (1963-

  • S02467
  • Person
  • 2. okt. 1963-

Þorsteinn er jarðfræðingur, var um tíma forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Þorsteinn Pálsson (1947-)

  • S03527
  • Person
  • 29.10.1947-

"Fæddur á Selfossi 29. október 1947. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 17. október 1916, dáinn 16. september 2007) skrifstofumaður á Selfossi og síðar í Reykjavík, hálfbróðursonur Sveins Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingigerður Nanna Þorsteinsdóttir (fædd 23. maí 1920, dáin 5. júní 1982) húsmóðir. Maki (1. desember 1973): Ingibjörg Þórunn Rafnar (fædd 6. júní 1950, dáin 27. nóvember 2011) hrl. Foreldrar: Jónas G. Rafnar alþingismaður og kona hans Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar. Börn: Aðalheiður Inga (1974), Páll Rafnar (1977), Þórunn (1979).
Stúdentspróf VÍ 1968. Lögfræðipróf HÍ 1974. Hdl. 1976.
Blaðamaður við Morgunblaðið jafnframt námi frá 1970, fastráðinn blaðamaður 1974–1975. Ritstjóri dagblaðsins Vísis frá júlí 1975 til 1979. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1979–1983. Skipaður 16. október 1985 fjármálaráðherra, fór einnig með Hagstofu Íslands, jafnframt iðnaðarráðherra frá 24. mars 1987, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 forsætisráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 30. apríl 1991 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 11. maí 1999. Sendiherra í Lundúnum 1999–2003 og í Kaupmannahöfn 2003–2005.
Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1969–1970. Í stúdentaráði HÍ 1971–1973 og í háskólaráði 1971–1973. Formaður Orators 1972–1973. Í skólanefnd Verslunarskóla Íslands 1972–1977. Í nefnd til að endurskoða stjórnsýslu Háskóla Íslands 1973–1974. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1975–1977. Í fastanefnd norrænu vinnuveitendasamtakanna 1979–1983. Í kauplagsnefnd 1979–1983. Í kjararannsóknarnefnd og verðlagsráði 1979–1983. Skipaður 1980 í nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir um réttarstöðu og aðbúnað farandverkafólks, 1983 formaður nefndar til að endurskoða lög um Seðlabanka Íslands og viðskiptabankana (bankalaganefnd), sama ár í nefnd til að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins og í nefnd til að gera tillögur um breytingar á skattalögum í því skyni að örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1981. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1983–1991. Í Þingvallanefnd 1984–1988. Í Norðurlandaráði 1988–1991. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005.
Alþingismaður Suðurlands 1983–1999 (Sjálfstæðisflokkur).
Fjármálaráðherra 1985–1987, forsætisráðherra 1987–1988, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991–1999."

Þorsteinn Ólafsson (1948-

  • S02911
  • Person
  • 29. júní 1948

Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Jónasdóttir (1914-2007) og Ólafur Þorsteinn Jónsson (1899-1948).
Bóndi á Kárastöðum í Hegranesi, ásamt systur sinni Lilju og bróður sínum Jóni. Jón lést af slysförum í Hjaltadalsá.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.

Þorsteinn Lárus Vigfússon (1927-1995)

  • S01907
  • Person
  • 31. júlí 1927 - 24. júní 1995

Þorsteinn Lárus Vigfússon fæddist á Sunnuhvoli í Vopnafirði 31. júlí 1927. ,,Þorsteinn byrjaði snemma til sjós og var alla tíð sjómaður, hann stundaði sjómennsku frá Vopnafirði framan af. Einnig fór hann á vertíðir eins og allmargir gerðu á þeim árum. Var hann meðal annars á sjó á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Þorsteinn keypti síðan bát með bróður sínum og stundaði sjó á þeim bát þar til hann fluttist á Sauðárkrók. Þar stundaði hann ýmsa vinnu í landi s.s. á Verkstæði KS og í Fiskiðjunni." Hann kvæntist Guðrúnu Svavarsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Þorsteinn Lárus Björnsson (1923-2010)

  • S01980
  • Person
  • 20. júní 1923 - 14. okt. 2010

Þorsteinn Lárus Björnsson fæddist á Skatastöðum í Austurdal 20. júní 1923. Foreldrar hans voru Björn Þorsteinsson, bóndi á Skatastöðum, f. á Hofi í Vesturdal og k.h. Margrét Sigtryggsdóttir. ,,Þorsteinn fór ungur í vinnumennsku, stundaði síðan byggingarvinnu og bifreiðaakstur um árabil uns hann hóf búskap ásamt konu sinni í Tunguhlíð vorið 1958. Fluttist í Kolgröf 23. maí 1962 og átti þar heimili síðan." Kona Þorsteins var Þuríður Eymundsdóttir, f. í Saurbæ í Neðribyggð, þau eignuðust fjögur börn og tóku einn fósturson.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Þorsteinn Jónsson (1886-1952)

  • S03369
  • Person
  • 29.10.1886-30.10.1952

Þorsteinn Jónsson, f. í Litlu-Brekku á Höfðaströnd 29.10.1886, d. 30.10.1952 á Hofsósi. Foreldrar: Jón Þorsteinsson bóndi í Stóru-Brekku og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum í Stóru-Brekku og dvaldist þar lengst af þangað til hann fluttist í Hofsós. Stundaði hann þá einkum sjómennsku. Árið 1918 hóf hann smábúskap í Hornbrekkur við túnfótinn hjá föður sínum. Hann fluttist´i Nöf á Hofsósi 1924 og bjó þar til vorsins 1936. Þá fluttist fjölskyldan í kjallara skólahússins en hóf að byggja nýtt hús uppi á brekkunni norðan við ána sem kallast Lyngholt. Þar bjó Þorsteinn frá 1936 til æviloka.
Kona: Baldvina Sigríður Sigurjónsdóttir (1892-1975). Þau eignuðust þrjú börn

Þorsteinn Jóhannsson (1887-1968)

  • S03247
  • Person
  • 18.03.1887-14.12.1969

Þorsteinn Jóhannsson, f. 18.03.1887, d. 14.12.1969. Foreldrar: Jóhann Þorsteinsson bóndi í Stóru-Gröf og kona hans Sólborg Jónsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðinsára og vann að búi þeirra. Stundaði nám við Búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan prófi árið 1906. Árið 1909 kvæntist hann og hóf það sama ár búskap í Stóru-Gröf og bjó þar til ársins 1923. Keypti þá Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til 1930. Það ár seldi hann Dúk og keypti aftur hálfa Stóru-Gröf. Bjó þar til 1952 er hann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Vann þar á netagerðarverkstæði o.fl. þar til sjónin tók að bila. Árið 1965 fluttust hjónin aftur til Skagafjarðar. Var Þorsteinn þá að mestu orðinn blindur. Settust þau að í Reykjahlíð við Varmahlíð hjá dóttur sinni og manni hennar.
Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Sat í sýslunefnd sem varamaður Jóns á Reynistað. Var allmörg ár í hreppsnefnd, í stjórn Sjúkrasamlags Staðarhrepps. Var einnig mörg ár í sóknarnefnd og meðhjálpari við Reynistaðarkirkju.
Maki: Mínerva Sveinsdóttir (30.04.1885-03.04.1971).
Þau eignuðust fimm börn.

Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981)

  • S03315
  • Person
  • 14.02.1913 - 25.03.1981

Var fæddur 14. Febrúar 1913 í Hlíð í Álftafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Hjálmars Hjálmarsson bónda og eiginkonu hans Maríu Rósinskransdóttur. Hann ólst upp í Hlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1940. Hann bjó á Langeyri í Álftafirði til ársins 1940. Hann var kennari í Grunnavíkurgreppi árin 1936-1938. Hann flutti til Hofsós árið 1940 og átti heima þar til hinsta dags. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi frá 1940-1946. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann var virkur í ýmsum félagsmálum og nefndum. Hann var til að mynda formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951.
Þorsteinn kvæntist 31. Maí 1940 Pálu Pálsdóttur kennara í Ártúnum við Hofsós. Þau áttu 9 börn.

Þorsteinn Helgi Björnsson (1929-2000)

  • S02802
  • Person
  • 30. maí 1929 - 14. feb. 2000

Foreldrar: Eríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 1989 og Björn Zophonías Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 1892. Þorsteinn ólst upp á Siglufirði. Hóf sjómennsku 17 ára gamall með föðurbróður sínum sem þá var skipstjóri á Kristjönu EA. Lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1953 og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum eftir það. Síðustu árin var hann stýrimaður á togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Hætti til sjós 1989 og var eftir það nokkur ár við fiskmat og á hafnarvigtinni á Ólafsfirði.
Maki: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 18.12.1926. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður eina dóttur.

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Þorsteinn Gunnlaugur Símonarson (1905-1945)

  • S00668
  • Person
  • 10. janúar 1905 - 22. september 1945

Sonur Símonar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur á Læk. Stud. jur. á Höfða, Reykjavík 1930. Bæjarfógeti á Ólafsfirði. Dó ókvæntur og barnlaus.

Þorsteinn Gunnarsson (1940-)

  • S02481
  • Person
  • 1940

Þorsteinn er arkitekt og leikari. Auk þess nam hann byggingafornleifafræði í Aþenu. Hann er kvæntur Valgerði Dan leikkonu, þau eiga fimm börn.

Þorsteinn Gíslason (1867-1938)

  • S02441
  • Person
  • 26. jan. 1867 - 20. okt. 1938

Þorsteinn fæddist á Stærra-Árskógi við Eyjafjörð, en ólst upp á Austurlandi, lengst af á Kirkjubæ í Hróarstungu. ,,Skáld, ritstjóri og þýðandi. Þorsteinn vakti máls á stofnun íslensks háskóla. Hann var fylgjandi aðskilnaði við Danmörku og fylgdi Valtý Guðmundssyni að málum gegn heimastjórnarmönnum en síðar breyttist það. Þorsteinn las norræna tungu og bókmenntir við Kaupmannahafnarháskóla en var meinað að þreyta próf því skólinn viðurkenndi ekki íslenskar bókmenntir eftir 1500. Þorsteinn var ritstjóri Sunnanfara (með Einari Benediktssyni), Bjarka (með Þorsteini Erlingssyni), Skírnis, Óðins, Lögréttu og Morgunblaðsins. Þorsteinn þýddi sálma, þar á meðal sálm 19 og 524 fyrir íslenska sálmabók. Hann þýddi einnig verk eftir Björnstjerne Björnson, Fjodor Dostojevskí, Émile Zola, Rudyard Kipling, Guy de Maupassant, Walter Scott, Gunnar Gunnarsson og Henrik Ibsen."

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson (1936-1999)

  • S03521
  • Person
  • 23.09.1936-08.05.1999

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson, f. að Ási í Vatnsdal 23.09.1936, d. 08.05.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Ólöf Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir og Ásgrímur Kristinsson. Þau bjuggu á Ásbrekku í Vatnsdal.
Maki: Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 16.02.1934. Hún ólst upp að Varmalandi í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust tvö börn.
Þorsteinn og Ingibjörg hófu búskap í félagi við foreldra hennar 1958 og bjuggu að Varmalandi til vorsins 1988, er þau fluttust til Sauðárkróks.
Þorsteinn tók virkan þátt í félagsmálum, sat m.a. í sveitarstjórn Staðarhrepps og tók þátt í stofnun Héraðsnefndar Skagafjarðar og var formaður hennar 1990-1994. Hann var formaður stjórnar Hólalax hf. frá 1983 til dánardags. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Skagafirðinga um árabil.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Results 256 to 340 of 6402