Showing 6395 results

Authority record

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

  • S01099
  • Person
  • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Fjóla Kristjánsdóttir (1918-2014)

  • S03136
  • Person
  • 10. nóv. 1918 - 16. feb. 2014

Foreldrar: Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kristján Árnason bændur á Krithóli og víðar. Kvæntist Jósefi Sigfússyni, þau bjuggu á Torfustöðum í Svartárdal Au-Hún, síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Fjóla Gunnlaugsdóttir (1918-2006)

  • S01725
  • Person
  • 1. ágúst 1918 - 27. mars 2006

Fjóla Gunnlaugsdóttir fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 1. ágúst 1918. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir í Víðinesi. ,,Fjóla ólst upp í Víðinesi og bjó þar sína búskapartíð. Í æsku vann hún við barnagæslu og fleiri störf á Siglufirði og á nokkrum bæjum í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Fjóla söng nokkur ár í kirkjukór Hóladómkirkju og starfaði meðal annars í Kvenfélagi Hólahrepps um langt skeið. Í kjölfar heilablæðingar árið 1995 flutti Fjóla á Sauðárkrók. Dvaldi hún þar rúman áratug á Dvalarheimili aldraðra." Fjóla giftist Guðmundi Jóhanni Sigmundssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd, þau eignuðust þau þrjá syni, tveir þeirra komust á legg.

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Organization
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Organization
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Hólahrepps

  • S03723
  • Organization
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í þessum gögnum. En gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • S03724
  • Organization
  • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

  • S03717
  • Organization
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram í gögnum þessum, neitt um uppruna félagsins né framhald, en gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • S03715
  • Association
  • 21.12.1953 -

Tildrög að stofnun Fjárræktarfélags Fellshrepps kom fram á fundi í Búnaðaðrfélagi Fellshrepps sem haldinn var í mars 1953 að uppástungu frá ráðunauti Búnaðarsambands Skagafjarðar, Haraldi Árnasonar frá Sjávarborg. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Fjárræktarfélag Fellshrepps, í fyrstu var kosin stjórn sem hefði á hendi undirbúning um stofnun félagsins, til undirbúnings voru kosnir Ásgrímur Halldórsson Tjörnum formaður, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli gjaldkeri og Pétur Jóhannsson Glæsibæ ritari. Fjárræktarfélag Fellshrepps var síðan stofnað formlega þann 21.12.1953, stofnfélagar voru 12 og voru þeir þessir: Jón Guðnason Heiði, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli, Pétur Guðjónsson Hrauni, Eiður Sigurjónsson Skálá, Gestur Guðbrandsson Arnarstöðum, Indriði Hjaltason Bræðrá, Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti, Pétur Jóhannsson Glæsibæ, Ásgrímur Halldórsson Tjörnum, Kjartan Hallgrímsson Tjörnum, Björn Jóhannsson Felli, Jóhann Jónsson Mýrum. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Ásgrímur Halldórsson. Félagið hefur T fyrir einkennisstaf. Í janúar 1955 sendi Sauðfjárræktarfélag Fellshrepps ársskýrslu sína yfir 126 ær og 11 hrúta, þar af 7, 1. verðlauna hrúta.

Fiskiver Sauðárkróks hf.

  • S03103
  • Privat company
  • 1957-1964

Líklega stofnað 1957 og hætti líklega starfsemi 1964.

Finnur Sigmundsson (1894-1982)

  • Person
  • (1894-1982)

Finnur var fæddur á Ytrahóli í Kaupvangssveit. Foreldrar hans voru Sigmundur Björnsson bóndi og Friðdóra Guðlaugsdóttir húsfreyja.
Hann settist á skólabekk í Gagnfræðaskóla á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 1917. Stúdentsprófi lauk hann fimm árum síðar.
Finnur lærði bókbandsfræði hjá Sigurði Sigurðssyni.
Finnur kvæntist Kristínu Aðaðbjörgu Magnúsdóttur árið 1924. Hann starfaði við þingskriftir og prófarkalestur hjá Alþingi, síðar varð hann aðstoðarmaður við Landsbókasafnið, ári eftir að hann lauk meistaraprófi við háskólann, var hann skipaður Landsbókavörður, þeirri stöðu gegndi hann í 20 ár.
Árið 1945 hóf Finnur útgáfu Árbókar Landsbókasafnins. Hann eygði mikla möguleika í nýrri myndatækni og aflaði véla, en erfitt reyndist að fá nægilegt fé svo nýta mætti vélarnar sem best.

Finnur Kristjánsson

  • Person

Finnur var Kaupfélagsstjóri á Húsavík. Hann var kvæntur Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran. Hún var fóstursystir Kristmundar.

Finnur Karl Björnsson (1952-

  • S02585
  • Person
  • 6. jan. 1952-

Finnur Karl Björnsson, fæddur 06.01.1952. Bóndi á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Giftur Jóhönnu Lilju Pálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Finnur Guðmundsson (1909-1979)

  • S01860
  • Person
  • 22. apríl 1909 - 27. des. 1979

Finnur fæddist að Kjörseyri í Hrútafirði 22.4. 1909, sonur Guðmundar G. Bárðarsonar náttúrufræðings og Helgu Finnsdóttur. ,,Hann lauk stúdentsprófi 1929, nam dýrafræði, grasafræði og jarðfræði við Háskólann í Hamborg og lauk þaðan doktorsprófi 1937. Finnur var sérfræðingur við Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans í 10 ár og vann þá m.a. að vatnalíffræðilegum rannsóknum, en jafnhliða byggði hann upp, nánast einsamall, Náttúrugripasafn Hins íslenska náttúrufræðifélags sem þá var í mikilli niðurníðslu. Í ársbyrjun 1947 afhenti Náttúrufræðifélagið ríkinu safnið og varð Finnur þá deildarstjóri dýrafræðideildar þess til 1977. Finnur skipulagði fuglamerkingar og fyrir hans tilstilli varð safnið að miðstöð rannsókna í íslenskri fuglafræði." Finnur kom meðal annars að fuglatalningu og merkingu í Drangey.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Finnlaugur Pétur Snorrason (1916-2002)

  • S0
  • Person
  • (1916-2002)

Finnlaugur var fæddur á Syðri-Bægisá í Öxnadal. Foreldrar hans voru Snorri Þórðarson og Þórlaug Þorfinnsdóttir. Finnlaugur kvæntist 1945, Hermínu Sigurðardóttur, og börn þeirra eru Helgi, Gunnar, Þorfinnur, Þórlaug, Hulda og Snorri, einnig fósturbörn sem hann ól upp sem sín eigin.
Finnlaugur stundaði nám við Laugaskóla í Reykjadal og víðar. Hann vann við bú foreldra sinna, m.a. við byggingar og var einnig mjólkurbílstjóri í Öxnadal og Glæsibæjarhreppi.
Árið 1945 flutti hann á Selfoss, en þar vann hann við húsbyggingar og yfirbyggingar bíla. Árið 1945 keypti hann jörðina Arnarstaði í Hraungerðishreppi og hóf þar hefðbundinn búskap og síðar og þá mestmegnis með kartöflurækt.
Á vetrum var vann Finnlaugur m.a. á trésmiðju K.Á á Selfossi. Hann sturndaði nám í húsasmíði og lauk prófi í faginu 1964. Finnlaugur lét af bústörfum árið 1974, en gerðist þá húsvörður hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins.
Finnlaugur fann upp og smíðaði flokkunarvél fyrir kartöflur; um tuttugu slíkar.
Eftir að hann lét af störfum kom hann sér upp litlu trésmíðaverkstæði í bílskúrnum, en þar framleiddi hann samlímda og rennda muni. Finnlaugur var þekktur víða um land fyrir listilega gerða smíðisgripi sína. Árið 1998 tilnefndi Félag trérennismiða á Íslandi hann fyrir brautryðjandastarf á sviði trérennismiða.

Finnbogi Margeir Stefánsson (1919-1995)

  • S01988
  • Person
  • 6. feb. 1919 - 12. ágúst 1995

Foreldrar hans voru Stefán Jónatansson og Kristín Jónsdóttir. Bóndi á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Kvæntist Fríðu Emmu Eðvarðsdóttir, þau bjuggu á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi og eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Fríða dóttur.

Finnbogi Kristján Kristjánsson (1908-1989)

  • S01373
  • Person
  • 10.07.1908-12.11.1989

Foreldrar: Axel Christian Theodor Lassen Jóhannsson veggfóðrari í Reykjavík og Margrét Finnbogadóttir. Finnbogi lauk gagnfræðaprófi vorið 1926 og stúdentsprófi 1930. Lauk háskólaprófi í guðfræði 1936 og kennaraprófi 1938. Sumarið 1941 dvaldist Finnbogi við predikunarstarf í Hvammsprestakalli og fékk svo veitingu fyrir Stað í Aðalvík sama ár þar sem hann dvaldist í fjögur ár. Prestur í Hvammi í Laxárdal 1946-1975. Síðustu æviárin var Finnbogi búsettur á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Finnbogi Jón Rögnvaldsson (1952-1995)

  • S01337
  • Person
  • 30. sept. 1952 - 14. okt. 1995

Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauðárkróki 30. september 1952. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Elfar Finnbogason og Hulda Ingvarsdóttir. Hinn 30. desember 1973 kvæntist Finnbogi Kolbrúnu Sigfúsdóttur frá Egilsstöðum, þau eignuðust þrjár dætur. Finnbogi Jón Rögnvaldsson nam húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni og vann ætíð síðan við smíðar, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Finnbogi Bjarnason (1895-1986)

  • S00022
  • Person
  • 1895-1986

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi á Mið-Grund í Skagafirði). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Feykir (1981-)

  • S01546
  • Privat company
  • 1981-

Héraðsfréttablaðið Feykir var stofnað árið 1981. Stofnendur voru 26 talsins. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Baldur Hafstað. Hann ritstýrði blaðinu 1981-1982.
Ritstjórar hafa verið 11 talsins (að Baldri meðtöldum). Sá sem lengst hefur ritstýrt er Þórhallur Ásmundsson, en hann ritstýrði blaðinu 1988-2004.
Páll Friðriksson (núverandi ritstjóri, 2016) er sá eini sem hefur tvisvar verið ritstjóri blaðsins.
Fyrsta blaðið kom út föstudaginn 10. apríl 1981 og kom fyrst út á tveggja vikna fresti. Feykir varð að vikublaði árið 1987.
Segja má að Feykir að hafi að vissu leyti fylgt prentsmiðjunni á Króknum, en hún hét í byrjun Sást, um tíma Hvítt og svart og heitir núna Nýprent ehf.
Prentsmiðjan og skrifstofa blaðsins eru saman til húsa að Borgarflöt 1, Sauðárkróki. Frá árinu 2006 hefur Nýprent verið útgefandi blaðsins.

Ferdinand Jónsson (1922-2004)

  • S02052
  • Person
  • 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.

Ferðafélag Íslands (1927-)

  • S03451
  • Organization
  • 27.11.1927-

Ferðafélag Íslands, stofnað 27. nóvember 1927. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn en síðar forseti íslands. Björn Ólafsson tók að sér að stofna félagið fyrir hvatningu hans og fékk til liðs við sig átta menn til að undirbúa stofnfund. Þangað mættu 63 stofnfélagar. Félinu voru sett lög og kosin stjórn. Jón Þorláksson var kosinn forseti félagsins.
Markmið félagsins er að hvetja til ferðalaga um landið og greiða fyrir þeim. Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landi sínu, náttúru þess, og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varnfærni í samskiptum manns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar.

Fellshreppur (874-1990)

  • S02935
  • Organization
  • 874-1990

Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi og Hofsóshreppi árið 1990 undir nafninu Hofshreppur. Í jarðabók Árna og Páls heitir hreppurinn Sléttuhlíðarhreppur og virðist hafa heitið svo fram á fyrri hluta 19. aldar sbr. dómabækur Skagafjarðarsýslu.

Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)

  • S02863
  • Organization
  • 1991

Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

Félag Fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi F.A.N. (1961 - 1964)*

  • S03650
  • Association
  • 25.06.1961 - 24.10.1963

Þann 25.06.1961 á hótel KEA á Akureyri var boðað til fundar af fulltrúum frá frystihúsum og fiskverkunnarstöðvum á Norður og Austurlandi. Tilefnið var stofnun Félag fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi það var Jón Þ Ármannsson sem lagði fram frumvarp að lögum fyrir félagið sem undirbúningsnefnd hafði samið.
Tilgangur félagsins var að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna í samvinnu við heildarsamtök fiskútflytjenda og gæta sérhagsmuna svæðisins, að því leyti sem þeir fara ekki saman með hagsmunum heildarsamtakanna.
Í Stjórn voru kostnir: Formaður, Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki, Varaformaður, Jón Þ Árnason, Raufarhöfn. Meðstjórnendur, Guðjón Friðgeirsson, Fáskrúðfirði. Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað. Sigurður Jónsson, Siglufirði.
Heimili þess og varaþing er á Akureyri.
Félagar geta þeir einstaklingar og fyrirtæki sem kaup og verka fisk til útflutnings á svæðinu frá Djúpavogi að austan og norður um til Hólmavíkur að vestam.
Heimilt er að synja í inngöngu í félagið þeim aðlillum sem kaupa minna magn til vinnslu en 250 tonn af fiski miðað við slægðan fisk með haus.
Á stofnfundinum mættu aðillar frá 22 fiskverkunnarstöðvum á svæðinu.
Fimmtudaginn 24.10.1963 var haldin fundur F.A.N á Hótel Borg mættir voru Marteinn Friðriksson, Bjarni Jóhannesson, Aðalsteinn Jónsson og Guðjón Friðgeirsson, bæði sölusamtökin S.H. og SÍS höfðu verið með almenna fundi varðandi verðlagsmál og afkomumöguleika frystihúsa, yfirleitt tekur stjórn F.A.N ekki ástæðu til að boða til almenns félagsfundar og ákveður stjórnin að innheimta félagsgjöld nú og framvegis hjá sölusamtökunum.

F.E. Sillanpää

  • S02578
  • Person
  • óvíst

Vinur Kristmundar Bjarnasonar 1947 sem hann hjálpaði eftir stríðsárin.

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra (1992-)

  • S03546
  • Organization
  • 1992-

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992 og fékk við það sína eigin skipulagsskrá. Samkvæmt skipulagsskrá Farskólans eru markmið skólans að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.
Stofnaðilar Farskólans samkvæmt endurskoðari skipulagsskrá frá árinu 2009 eru:
Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, sveitarfélagið Skagaströnd, Akrahreppur, sveitarfélagið Skagafjörður, stéttarfélagið Samstaða, Aldan, stéttarfélag, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, Fisk Seafood ehf., Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli.

Fanný Lárusdóttir (1898-1993)

  • S00752
  • Person
  • 03.01.1898-18.01.1993

Hún fæddist í Skarði í Gönguskörðum 3. janúar 1898, dóttir Lárusar Jóns Stefánssonar og seinni konu hans Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur, sem bjuggu í Skarði. Var á Skarði í Gönguskörðum, Skag. 1930. Síðast bús. í Gerðahreppi. ,, Eftir að Ólafur bróðir hennar tók við búinu í Skarði, var hún ráðskona hjá honum 1936-1947, en fluttist þá um vorið suður í Keflavík til Klöru systur sinnar þar sem hún átti heimili 1947 til 1979 þegar hún fluttist á öldrunarheimilið Garðvang og var þar síðan til æviloka." Fanný var ógift og barnlaus.

Fanney Þorsteinsdóttir (1885-1981)

  • S00897
  • Person
  • 21. sept. 1885 - 4. júlí 1981

Fædd og uppalin í Hörgárdal. Kvæntist Pétri Magnússyni frá Féeggsstöðum í Barkárdal. Vinnukona í Réttarholti 1911-1912, í Vatnshlíð 1913-1914. Bjó með Pétri í Krossanesi í Vallhólmi 1919-1920. Eftir andlát Péturs 1920, var Fanney húskona hér og þar; Krossanesi, Brekkukoti í Blönduhlíð og á Miklabæ. Bústýra hjá sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal 1929-1932. Búsett á Sauðárkróki 1932-1941 og var þar lengst af ráðskona á spítalanum. Árið 1941 fluttist Fanney suður til dóttur sinnar. Fanney og Pétur eignuðust átta börn, auk þess ól Fanney upp dótturdóttur sýna.

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Eyþór Kristján Einarsson (1959-

  • S01764
  • Person
  • 31. des. 1959

Sonur Guðrúnar Eyþórsdóttur, dóttur Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Frá Ísafirði, bjó á Sauðárkróki í lok 20. aldar, flutti til Reykjavíkur.

Results 5101 to 5185 of 6395