Showing 7 results

Authority record
Ungmennafélög

Ungmennafélagið Vaka

  • S03631
  • Organization
  • 1930 - 1945

Ungmennafélagið Vaka í Viðvíkursveit. Óvíst um stofndag.

Kemur fram í Gjörðabók ungmennafélagsins Vöku í Viðvíkursveit að mánudaginn 10 mars 1930 var haldin stofnfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps til þess að ræða stofnun Ungmennafélags í Viðvíkurhreppi, fundinn setti Jóhann Björnsson hreppstjóri á Hofstöðum.Rædd voru lög og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. Mánudaginn 9. júní 1930 var svo haldin aðalfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps þar sem ákveðið var nafn félagsins. Kosið var um nöfnin Vaka, Sunna og Eining. Uppfært14.11. 2023 LVJ

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

  • S03652
  • Association
  • 1917 - 1987

Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.

Málfundafélagið Von í Stíflu

  • S03642
  • Association
  • 1918-1945

Málfundarfélagið Von í Stíflu var stofnað 25. apríl 1918 á Knappstöðum. Árið 1928 er málfundarfélaginu breytt í ungmennafélag og hét þá eftirleiðis Ungmennafélagið Von í Stíflu, skammstafað U.m.f.V. Síðasta fundagjörð U.m.f.V. er frá 15.4.1945 en ekki kemur þar fram að félagið sé formlega lagt niður. Erfitt hefur þó verið að halda félagsskapnum gangandi því í fundargjörð frá 29.3.1945 kemur fram að félagsmenn ræddu hvort leggja ætti félagið niður, ekki síst þar sem "... svo fáir félagsmenn eru á félagssvæðinu og út lit fyrir að þeim muni fækka en þá meira af völdum Fljótarvyrkjunar, þar sem félagssvæðið Stíflan legðist að mestu undir vatn." Í sömu fundargjörðabók tekur við lög Ungmennafélags Holtshrepps og félagaskrá frá 1949 til 1958. Allt bendir því til þess að félagið hafi runnið inn í þann félagsskap.