Showing 1 results

Authority record
Fiskverkun

Félag fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi F.A.N.

  • S03650
  • Association
  • 25.06.1961 - 24.10.1963

Þann 25.06.1961 á hótel KEA á Akureyri var boðað til fundar af fulltrúum frá frystihúsum og fiskverkunnarstöðvum á Norður og Austurlandi. Tilefnið var stofnun Félag fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi það var Jón Þ Ármannsson sem lagði fram frumvarp að lögum fyrir félagið sem undirbúningsnefnd hafði samið.
Tilgangur félagsins var að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna í samvinnu við heildarsamtök fiskútflytjenda og gæta sérhagsmuna svæðisins, að því leyti sem þeir fara ekki saman með hagsmunum heildarsamtakanna.
Í Stjórn voru kostnir: Formaður, Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki, Varaformaður, Jón Þ Árnason, Raufarhöfn. Meðstjórnendur, Guðjón Friðgeirsson, Fáskrúðfirði. Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað. Sigurður Jónsson, Siglufirði.
Heimili þess og varaþing er á Akureyri.
Félagar geta þeir einstaklingar og fyrirtæki sem kaup og verka fisk til útflutnings á svæðinu frá Djúpavogi að austan og norður um til Hólmavíkur að vestam.
Heimilt er að synja í inngöngu í félagið þeim aðlillum sem kaupa minna magn til vinnslu en 250 tonn af fiski miðað við slægðan fisk með haus.
Á stofnfundinum mættu aðillar frá 22 fiskverkunnarstöðvum á svæðinu.
Fimmtudaginn 24.10.1963 var haldin fundur F.A.N á Hótel Borg mættir voru Marteinn Friðriksson, Bjarni Jóhannesson, Aðalsteinn Jónsson og Guðjón Friðgeirsson, bæði sölusamtökin S.H. og SÍS höfðu verið með almenna fundi varðandi verðlagsmál og afkomumöguleika frystihúsa, yfirleitt tekur stjórn F.A.N ekki ástæðu til að boða til almenns félagsfundar og ákveður stjórnin að innheimta félagsgjöld nú og framvegis hjá sölusamtökunum.