Showing 5 results

Authority record
Organization Ungmennafélag

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Organization
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Organization
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Organization
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.