Aðalgata 6

Taxonomy

Code

65,74998 -19,6500 Map of Aðalgata 6

Scope note(s)

  • Árið 1908 var reist nýtt barnaskólahús á Sauðárkróki. Áður hafði verið kennt í húsinu Baldur við Aðalgötu 24 sem seinna varð að Verslun Haraldar Júlíussonar. Barnaskólinn var settur í fyrsta sinn í þessu húsi 19. október árið 1908. Kennt var í húsinu fram til ársins 1948 en ný skólabygging reis við Freyjugötu árið áður. Uppfrá því fékk húsið nýtt hlutverk og hýsti það bæjarskrifstofur eftir að skólakennslu var hætt þar. Ýmis önnur starfsemi hefur verið í húsinu, eins og tannlæknastofa Péturs Ólafssonar, teiknistofa fyrir arkitekt, kosningaskrifstofa, skrifstofur fyrir héraðsfréttablaðið Feykir, prentsmiðjan SÁST og upplýsingamiðlun. Undir lok 20. aldar var húsið endurbyggt í upprunalegri mynd og var lokið við þá endurbyggingu árið 2000. Í febrúar sama ár hóf Náttúrustofa Norðurlands vestra starfsemi í húsinu. Síðar fékk Minjavörður Norðurlands vestra aðstöðu þar. Árið 2013 lauk starfsemi Náttúrustofunnar í húsinu og nokkru áður hafði Minjavörður flutt sig í Aðalgötu 23, Villa Nova. Tilbrigði við norsk-íslenska gerð - lágris-gerð.

Display note(s)

Hierarchical terms

Aðalgata 6

Aðalgata 6

Equivalent terms

Aðalgata 6

Associated terms

Aðalgata 6

4 Archival descriptions results for Aðalgata 6

4 results directly related Exclude narrower terms

KCM378

Aðalgata 6. Ísleifshús byggt 1904. Verslun Þorvaldar Þorvaldssonar, Vísir (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)