Safn N00103 - Andrés Valberg: Skjalasafn

Rímur af Gunnari Hámundarsyni Egils rímur Skallagrímssonar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00103

Titill

Andrés Valberg: Skjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1600-1850 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

4 handrit, 1 askja.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(15.10.1919-01.11.2002)

Lífshlaup og æviatriði

Andrés H. Valberg, framkvæmdastjóri, síðast búsettur að Langagerði 16, Reykjavík. Hann fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919 og kenndi sig við þann bæ. Faðir: Hallgrímur A. Valberg (1882-1962), bóndi á Reykjavöllum, Mælifellsá og Kárárdal. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Móðir: Indíana Sveinsdóttir (1891-1968), húsfreyja.

Andrés bjó fyrstu þrjú árin á Syðri-Mælifelssá en þá flutti hann með fjölskyldu sinni að Kárárdal í Gönguskörðum. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1931 er hún flutti á Sauðárkrók. „Andrés gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki. Þá var hann virkur í skátafélaginu Andvara og stundaði ýmsar íþróttir. Andrés var m.a. verkamaður, loðdýrabóndi og sjómaður á Sauðárkróki. Þá tók hann meirapróf bifreiðarstjóra. Hann flutti til Reykjavikur 1946 þar sem hann var leigubílstjóri um skeið. Lengst af vann hann þó við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði og starfrækti hann eigin heildsölu um árabil. Andrés var einn kunnasti hagyrð ingur þjóðarinnar og með hraðkvæðustu mönnum. Hann var félagi og heiðursfélagi í kvæðafélaginu Iðunni og gaf út nokkrar ljóðabækur og átti auk þess handrit í feiri verk. Andrés var mikill safnari. Mest að vöxtum voru forngripa- og fornbókasafn hans og náttúrugripasafn. Valbergssafnið, fornminjadeild gaf hann til Byggðasafnsins á Sauðárkróki, hluta náttúrugripasafnsins gaf hann að Varmahlíð en meginhluta náttúrugripasafnsins gaf hann að Byggðasafninu að Skógum, ásamt fágætum biblíum og öðrum fornbókum. Þess má til gamans geta að á safninu á Sauðárkróki er valnastakkur Andrésar sem hann föndraði við að setja saman úr sauðavölum eftir að hafa hlustað á Hellismannasögu sem barn. Hin síðari ár vann Andrés langan vinnudag og sat við skriftir á kvöldin auk þess sem hann dundaði við náttúrugripi sína.“ Árið 1951 kvæntist Andrés Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur (1925-) frá Fagurhólsmýri. Saman eignuðust þau þrjú börn en áður átti Andrés einn son.[1]

Varðveislusaga

Afhending úr öskju 116

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Fjögur forn handrit sem Andrés Valberg safnaði.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SUP

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

21.12.2016 frumskráning í atom, sup.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir