Item Asv38 - ASv 38

Identity area

Reference code

IS HSk N00107-A-Asv38

Title

ASv 38

Date(s)

  • 1950-1970 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

svarthvít ljósmynd

Context area

Name of creator

(30. október 1892 - 23. október 1965)

Biographical history

Bóndi á Kálfsstöðum, Hólasókn, Skag. 1930. Bóndi á Kálfsstöðum, síðast bús. á Sauðárkróki. Foreldrar Sveinn Eiríksson b. og kennari frá Skatastöðum, og kona hans. Þorbjörg Bjarnadóttir. Árni var bóndi á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1919-1923, á Kálfsstöðum 1923-1964.
Bóndi á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1919-1923, á Kálfsstöðum 1923-1964.
Vorið 1898, þegar Árni var á sjötta árinu, urðu foreldrar hans að bregða búi vegna heilsuleysis móður hans og leystist heimilið upp. Sumarið eftir, 1899, dó Þorbjörg eftir langvarandi veikindi. Tæringin (öðru nafni berklaveikin) vann bug á henni. Árni var þá kominn í fóstur til Árna Eiríkssonar föðurbróð síns á Reykjum í Tungusveit og konu hans Steinunnar Jónsdóttur frá Mælifelli. Þar var mikið menningarheimili og Árna leið þarna eftir atvikum vel. Samt var honum þungur móðurmissirinn og sundrun fjölskyldunnar og alltaf geymdi hann særindi í brjósti að fá ekki að læra að spila á orgel hjá föðurbróður sínum. Löngu síðar, eftir að hann var orðin bóndi á Kálfsstöðum fékk hann keypt gamla orgelið úr Hólakirkju þegar það var endurnýjað og lærði síðan að spila á það eftir nótum, án nokkurrar kennslu.
Árni var heimilisfastur á Reykjum til 19007, að fósturfaðir hans brá búi og fluttist til Akureyrar. Þetta var fermingarvorið Árna og hann kominn á hálft fimmtánda ár. Réðst hann þá vinnumaður til séra Zophaníasar í Viðvík. Árni fóstri hans fylgdi honum út á Sauðárkrók. Þar fékk Árni far með báti frá Bakka og austur yfir fjörðin og gekk þaðan í visitina í Viðvík. Fékk hann þá að heyra að þar mundi ann verða meðan hann gæti tuggið smjörið. Byggði sú spá óefað á þeirri staðreynd að að vinnufólk var óvenjustöðugt í vist á því heimili. Ekki gekk þetta þó eftir því að Árni var aðeins árið í Viðvík þar eð prestur andaðist um veturinn eftir, 3.1. 1908. Um vorið leystist heimilið up og búið fór á upboð. Til er kaupreikningur Árna frá þessu ári og kemur þar fram að hann skyldi fá 50 krónur í árskaup og átti það að mestu óeytt um vorið. Umsjónarmaður dánarbúsins og aðriri gengu þá fram í að lokka drenginn til að kaupa eitt og annað úr dánarbúinu, svo sem hattinn prófastsins, kápu, stígvél sem allt var vel við vöxt, silfurbrúna svipu, gemling og fleira. Lauk svo viðskiptareikningi Árna að daginn eftir uppboðið hélt hann brott frá Viðvík með 88 aura í vasanum fram að Reykjum í Tungusveit til nýrra húsbænda þar sem hann var 1908- 1910. Á Skinþúfu (Vallanesi) var hann finnumaður fardagaárið 1908-1910.
Á Skinþúfu (Vallanesi) var hann vinnumaður fardagaárið 1910-1911. Árni fór í bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1914 eftir tveggja vetra nám. Veturinn eftir var hann um skeið heimiliskennari í Hvammi í Hjaltadal en mun síðan hafa farið til Akureyrar. Árið 1915 kom Árni frá Akureyri til Hofsóss og gerðist verslunarmaður hjá Erlendi Pálssyni. Var hann þar um þreiggja ára skeið, til 1918, að hann fór í Reyki í Hjaltadal í vinnumennsku og gekk í hjónaband með Sigurveigi heimasætu á Reykjum. Vorið eftir hófu þau leiguliðabúskap á Kjarvalsstöðum og bjuggu þar í fjögur ár. Þennan tíma, 1919-1922, var Árni ráðinn kennari við farskólann í Hólahrepi og reyndar kenndi hann þar meira eða minna til 1930, síðan aftur ráðinn kennari 1948-1950. Þá kenndi hann í Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð árin 1945-1948 og stundum endranær í forföllum, bæði í Hofs- og Viðvíkurskólahverfi.
Vorið 1923 brá nágranninn Árni Árnason á Kálfsstöðum, búi og fluttist til Akureyrar. Ungu hjónin á Kjarvalsstöðum réðust þá til í að kaupa Kálfsstaði ásamt nokkrum bústofni og búsmunum. Þetta var eftir verðbólgu ár fyrra stríðs og kaupverðið hátt. Fátækt og skuldabasl varð hlutskipti varð varð hlutskipti þeirra hjóna um tveggja áratuga skeið og tókst þeim ekki að rétta við fjárhagslega fyrr en eftir seinna stríð. Þá loks fórhagurinn að ganga fram, börn þeirra komin upp og unnu að búinu og áttu þar heimili alla tíð síðan. Alltt þurfti að byggja upp. Nýtt íbúðarhús reis á árunum 1947-1949, tvenn stór fjárhús og hlaða nokkrum árum síðar, ræktunin færð út og síðan búið af myndarskap á Kálfsstöðum.
Lífsþráður Árna á Kálfsstöðum var snúinn þremur meginþáttum. Þeir voru búskapur, félagsmálastörf og kennsla. Á barnakennnsluna er áður minnst.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Hólar í Hjaltadal

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HSk

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

06.01.2016 frumskráning í AtoM

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Digital object (Master) rights area

Digital object (Reference) rights area

Digital object (Thumbnail) rights area

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places