Item 9 - Bréf Sigurmons Hartmannssonar til formanns fjárskiptanefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00213-I-C-A-9

Title

Bréf Sigurmons Hartmannssonar til formanns fjárskiptanefndar

Date(s)

  • 06.01.1951 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjal.

Context area

Name of creator

(12.12.1891-30.09.1974)

Biographical history

Hermann var fæddur á Bíldudal 12. desember 1891. Faðir: Níels Jón Sigurðsson verkstjóri. Móðir: Halldóra Bjarney Magnúsdóttir. Hermann lauk prófi frá Verslunarskólanum. Að námi loknu réðst hann til verslunarstarfa hjá verslun Popps á Hofsósi. Hermann stundaði síðan verslunarstörf á Hofsósi og Sauðárkróki til ársins 1914. Eiginkona Hermanns var Elín Lárusdóttir (1890-1980) en þau gengu í hjónaband 31.08.1912. Árið 1914 fluttu þau búferlum í Málmey og bjuggu þar næstu fjögur árin. Hermann og Elín fluttu að Ysta-Mói í Fljótum vorið 1918 og bjuggu þar það sem eftir var búskapartíð þeirra. Í fyrstu voru þau með jörðina á leigu en keyptu jörðina 1927. Hermann var hreppstjóri Haganeshrepps frá 1924 til 1970. Jafnlengi sat hann í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, í hreppsnefnd sat hann í 39 ár, þar af oddviti í 26 ár. Elín og Hermann eignuðust níu börn.

Name of creator

(17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991)

Biographical history

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréf Sigurmons Hartmannssonar í Kolkuósi til Hermanns Jónssonar á Ysta-Mói, formanns fjárskiptanefndar. Bréfið er handskrifað á línustrikaðan pappír.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places