Eftirmæli

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Eftirmæli

Equivalent terms

Eftirmæli

Tengd hugtök

Eftirmæli

20 Lýsing á skjalasafni results for Eftirmæli

20 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Garðar Víðir Guðjónsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00167
  • Safn
  • 1884-2015

Eftirmæli, ljóð eftir Lilju Sigurðardóttur, ljósrituð sendibréf, jólabréf og ágrip af sögu Sleitustaðaættarinnar, Reynir Jónsson tók saman árið 2013.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Til Jóu

Ljóðið er handskrifað á miða sem límdur hefur verið á A4 pappírsörk, ásamt mynd af Jóhönnu Blöndal. Aftan á örkina er límdur minnismiði þar sem listuð er upp tónlist flutt við jarðarför Jóhönnu 19. júlí 1988.

Guðrún Á Johnson

Ljóðið er ein handskrifuð pappírsörk, undirrituð af PHÁ og er eftirmæli um Guðrúnu systur hans.

Páll Árnason (1906-1991)

Jónmundur Gunnar Guðmundsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00341
  • Safn
  • 1901-1932

Húskveðja yfir Gísla Ólafssyni (1852-1926), gjörðabók Búnaðarfélags Fljótamanna og staðfest útskrift úr Landsmerkjabók Skagafjarðarsýslu.

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

Bréf ritað á Kambi ásamt eftirmælum um Árna Sigurðsson

1 handskrifað bréf frá 1946. Bréf ritar Hjálmar Þorgilsson. Ritað á Kambri í apríl 1946.
Með bréfinu fylgir æviágrip Árna Sigurðssonar f. 5.2.1781, d. 7.7.1871 og eftirmæli er kveðið hafi Hjálmar Jónsson frá Bólu 1871. Sá sem skrifar upp eftirmælin er Ólafur Sæmundsson. Þau eru rituð á tvær blaðsíður og er ástand mjög lélegt. Blaðsíðurnar hafa liðast í sundur.

Þetta kemur frá heimilisfólkinu á Litlu-Gröf. Ekki víst hvort bréf og skjöl tengjast.

Bréf Stephans G. Stephanssonar til óþekkts bréfritara

Pappírsörk í A5 stærð, handskrifuð.
Um er að ræða eftirmæli um son Stephans, Gest Cecil (1893-1909), sem virðast hafa verið flutt yfir gröf hans.
Hugsanlega er um að ræða eftirrit, en nafn Stephans er ritað undir og eftirmælin virðast hafa fylgt bréfi.
Skjalið er nokkuð skemmt af óhreinindum.

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,1 x 16,2 cm.
Bókin inniheldur ýmis ljóð, einkum erfiljóð eftir Fljótamenn.
Kápan er laus frá bókinni og síðurnar eru upplitaðar.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðuð ljóð, m.a. erfiljóð. Mörg þeirra eru eftir Guðmund Stefánsson frá Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðuð ljóð eftir ýmsa höfunda. Aftast í bókinni er efnisyfirlit í stafrófsröð.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur og ljóð úr útvarpsþáttum. Einnig ýmis önnur ljóð, æviágrip Pálma Sveinssonar á Reykjavöllum í Skagafirði, hugleiðing um kosningarétt kvenna, annála atriði, fróðleikur um símalagningu og Glaumbæ í Skagafirði, fjártala í Holtshreppi 1932,frásögn um leiksýningu 1953 (ekki ljóst hvar hún var sett upp) og sögn um álagablett í Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur um bændur í Holtshreppi 1900 og áratugina á eftir.
Ýmis ljóð koma við sögu, einkum eftirmæli.
Sagnaþáttur um fund Íslands og Ameríku. Nokkur atriði úr íslandssögunni, einkum á Sturlungaöld.
Nokkrir fróðleiksmolar úr spurningaþættinum sýslurnar svara sem var sendur út í útvarpi.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)