Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. mars 1890 - 28. sept. 1951

History

Fæddur í Sölvanesi, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur á Nautabúi, þar sem Eggert ólst upp frá sjö ára aldri. ,,Eftir fermingu dvaldist Eggert á Breiðabólsstað í Vesturhópi og stundaði nám hjá Hálfdáni presti Guðjónssuni, síðar vígslubiskupi. 17 ára gamall tók Eggert að sér að safna hestum í Skagafirði til afnota við konungskomuna og þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1907. Var hann í konungsfylgdinni allan tímann og rak hestana norður að því loknu. Hjá Duus vann hann um sumarið og tókst að afla sér námseyris til dvalar í Verslunarskóla Íslands. Útskrifaðist þaðan vorið 1910 og hóf störf hjá föðurbróður sínum, Pálma Péturssyni, sem þá var kaupfélagsstjóri. Árið 1912 réðst Eggert í það nýkvongaður að kaupa allar eigur Poppsverslunar á Hofsósi og alla Hofstorfuna. Um var að ræða verslunarhús, íbúðarhús með sölubúð, kornvöruhús, vörugeymslu, sláturhús, þurrfiskhús, fjórar sjóðbúðir, fiskverkunarhús og svonefnt Ásgrímshús, ásamt öllum lóðarréttindum og hlunnindum, sem þessu fylgdu. Einnig keypti hann stórbýlið Hof á Höfðaströnd ásamt Hofsgerði, Háagerði, Ártúni, Hvammkoti, Naustum og Svínavöllum að viðbættu Garðshorni. Á Hofi dvaldist Eggert til ársins 1914 er hann fluttist til Reykjavíkur. Á þessum árum gerðist hann umboðsmaður fyrir breskan hestakaupmann og hélt því til ársins 1917, er ríkið tók í sínar hendur alla slíka sölu. Árið 1916 keypti Eggert Tungu við Suðurlandsbraut og rak þar kúabú. Ári síðar hafði hann einnig keypt Gufunes, Knútskot, Eiði og Geldinganes í Mosfellssveit ásamt því að reka einnig bú á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Einnig hafði hann á leigu jörðina Ósagerði í Ölfusi og stundaði heyskap í Borgarfirði. Árið 1919 keypti hann Reykhóla á Barðaströnd þar sem hann ætlaði að koma upp stóru hrossaræktarbúi. Sama ár hófst hann handa við að byggja 50 kúa fjós í Gufunesi. En um þetta leyti skall kreppan mikla á svo Eggert neyddist til að selja Reykhóla og Gufunes og var nú komin í töluverðar fjárhagskröggur. Árið 1922 hóf hann þó útgerð og rekstur íshúss í Innri-Njarðvík og keypti jörðina hálfa 1924. Á árunum 1922-1948 rak hann umfangsmikla útgerð og fiskverkun í Innri-Njarðvík og reisti þar hraðfrystihús, eitt það stærsta hér á landi á þessum tíma. Árin 1924-1931 var Eggert búsettur í Reykjavík en umsvif hans áttu sér engin hreppamörk. 1932 fluttist hann til Vestmannaeyja þar sem hann gerðist umboðsmaður Shell og stundaði þar eigin útgerð og stofnsetti m.a. eigin lifrarbræðslu. Rak síldarsöltun á Sauðárkróki árin 1930-1934, kom upp skipasmíðastöð í Innri-Njarðvík og var einn af stofnendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Með tilkomu hersins seldi Eggert töluvert land undir flugvöll og vænkaðist fjárhagur hans þá nokkuð. Um þetta leyti keypti hann Kirkjubæina á Rangárvöllum og stofnaði þar hrossaræktarbú. Jafnframt var hann einn forvígismanna að stofnun Landssambands hestamanna 1949." Eggerti var jafnan lýst svo: ,,engum líkur að hvatleik sínum og áræði".
Eggert kvæntist Elínu Sigmundsdóttur frá Vindheimum, þau eignuðust tvær dætur.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Jón Pétursson (1867-1946) (3. júlí 1867 - 7. feb. 1946)

Identifier of related entity

S02820

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Pétursson (1867-1946)

is the parent of

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Pétur Jónsson (1892-1964) (06.04.1892-30.09.1964)

Identifier of related entity

S00692

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Jónsson (1892-1964)

is the sibling of

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jón Jónsson (1894-1966) (29.04.1894-30.05.1966)

Identifier of related entity

S00699

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Jónsson (1894-1966)

is the sibling of

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Pálína Sigurveig Jónsdóttir (1904-1968) (26. des. 1904 - 18. sept. 1968)

Identifier of related entity

S01665

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálína Sigurveig Jónsdóttir (1904-1968)

is the sibling of

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jórunn Jónsdóttir (1901-1976) (8. júní 1901 - 10. apríl 1976)

Identifier of related entity

S01885

Category of relationship

family

Type of relationship

Jórunn Jónsdóttir (1901-1976)

is the sibling of

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00694

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

09.05.2016 frumskráning í AtoM SFA
Lagfært 01.07.2020. R.H.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skag.ævi. 1910-1950 III bls.41

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places