Eining 5 - Erfiljóð; Jóhanna Steinunn Jóhannsdóttir

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00042-2016-B-5

Titill

Erfiljóð; Jóhanna Steinunn Jóhannsdóttir

Dagsetning(ar)

  • 1960-1965 (Sköpun)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

  1. bls vélrit. 25,5 cm á breidd og 30 cm á hæð

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(05.10.1926-31.01.1969)

Lífshlaup og æviatriði

Húsfreyja á Reykjarhóli á Bökkum, Skag. Var á Geirmundarhóli í Fellssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Haganeshr.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Kveðjuorð frá börnum og barnabörnum um Jóhönnu Steinunni Jóhannsdóttir (f. 1. september 1881-23. júlí 1960).
Það vaknar svo margt í minni á skilnaðar-stund.
Minningar knýja fram trega og viðkæmni í lund.
Á bernskunnar daga skín birta, sem aldrei þverr.-
Það besta af öllu, ó mamma að vera hjá þér.

Þá verndaði okkur þín umhyggja örugg og traust.
Við erfiðu lífskjörin barðist þú starfsöm og hraust.
Í vandanum kunnir þú oftast nær einhver ráð.
Hið örðuga vék fyrir staðfestu þinni og dáð.

Árin þau liðu og tápið og þrótturinn þraut,
Þung eru sporin á elli og sjúkleika braut.
Það eins og annað svo þolgóð og beyglaus þú barst.
Það brást ei né duldizt í raunum, hver hetja þú varst.

En sárt var að horfa upp á þjáningu þína og kvöl.
Þakka skal öllum er léttu þér sjúkdómsins böl.
Að drottinn þeim launi, sem barnið af hjarta ég bið,
hann blessi þær hendur er veittu þér sjúkri lið.

Þú sýndir í verkinu órofa átthaga trygg.
Hún átti þitt hjarta ´hin svipmikla norðlenzka byggð.
Þú þráðir svo löngum, er endaði för þín á fold
Að fá þá við lokin að hvílast á Skagfizkri mold.

Við kveðjum svo þakklát og biðjum guðs miskunn og mátt
Að mætti okkar auðnast að launa þér allt á þann hátt,
Að reisa þitt merki, að vera í verkum trú.
Vinir hins snauða og einmana, rétt eins og þú.

Það vaknar svo margt í minni á skilnaðar tíð.
Mildar úr treganum vonin, við hittumst um síð.
Vertu sæl mamma, í vernd guðs um eilífðar stig.
Vertu sæl amma, og friður guðs umvefji þig.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Í skjalageymslu HSk

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SFA

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Dates of creation revision deletion

12.02.2016 frumskráning í AtoM

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir