Fonds N00021 - Eva Snæbjarnardóttir: Ljósmyndasafn

Identity area

Reference code

IS HSk N00021

Title

Eva Snæbjarnardóttir: Ljósmyndasafn

Date(s)

  • 1929-1999 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

442 ljósmyndir

Context area

Name of creator

(07.08.1930-05.04.2010)

Biographical history

"Eva Mjallhvít Snæbjarnardóttir, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki, fæddist á Sauðárkróki 7. ágúst árið 1930. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Snæbjörn Sigurgeirsson, bakarameistari á Sauðárkróki, fæddur í Gunnarssundsnesi við Stykkishólm 22. mars 1886, d. 3. september 1932, og Ólína Björnsdóttir, húsfreyja frá Skefilsstöðum á Skaga í Skagafirði, f. 23. maí 1903, d. 13. október 1980. Guðjón Sigurðsson, bakarameistari á Sauðárkróki, f. á Mannskaðahóli 3. nóvember 1908, d. 16. júní 1986, gekk Evu í föðurstað eftir fráfall Snæbjarnar. Systkini Evu samfeðra voru: Ólöf f. 1922, d. 1947, Guðrún (Gígja) verslunarmaður í Reykjavík, f. 1925, Geirlaug, f. 1927, d. 1927, Sigurgeir framkvæmdastjóri, f. 1928, d. 2005, og Snæbjörg óperusöngvari og söngkennari, f. 1932. Systkini Evu sammæðra voru: Elma Björk nuddari, f. 1935, d. 1984, Birna húsmóðir, f. 1943, og Gunnar Þórir bakarameistari og húsvörður, f. 1945. Eiginmaður Evu var Kári Jónsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki, f. 27. október 1933, d. 19. mars 1991. Þau gengu í hjónaband 28. apríl 1960. Synir þeirra eru: Óli Björn Kárason blaðamaður, f. 1960, og (Guðjón) Andri Kárason, konditormeistari og sölumaður, f. 1963. Eiginkona Óla Bjarnar er Margrét Sveinsdóttir framkvæmdastjóri, f. 1960, og þeirra börn eru: Eva Björk viðskiptafræðingur, f. 1983, Kári Björn framhaldsskólanemi, f. 1991, og Ása Dröfn, f. 1999. Eiginkona Andra er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og söngkennari, f. 1965. Sonur þeirra er Daníel Guðjón, f. 1999. Eva ólst upp á Sauðárkróki en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1948. Hún hélt þá til Reykjavíkur í tónlistarnám. Hún lagði stund á píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Hermínu Björnsdóttur og síðar Rögnvaldar Sigurjónssonar. Hún lauk burtfararprófi frá skólanum árið 1953. Á árunum 1953-1956 stundaði Eva framhaldsnám í píanóleik í New York í Bandaríkjunum. Eftir að Eva sneri heim settist hún að í heimabæ sínum Sauðárkróki og stundaði einkakennslu á píanó frá árinu 1957. Við stofnun Tónlistarskólans á Sauðárkróki var Eva fastráðinn kennari árið 1965 og árið 1974 tók hún við skólastjórn af Eyþóri Stefánssyni tónskáldi. Uppbygging og viðgangur tónlistarskólans var hugðarefni Evu en hún lét af störfum árið 1999 eftir 34 ára starf fyrir skólann. Fyrstu árin eftir starfslok hélt Eva þó áfram að stunda kennslu í hlutastarfi. Eva tók á árum áður virkan þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks ásamt Kára eiginmanni sínum. Síðasta hlutverk Evu var Kate, eiginkonan í Allir synir mínir eftir Arthur Miller, sem Leikfélagið frumsýndi í febrúar 1972 í leikstjórn Kára. Áður hafði Eva meðal annars farið með hlutverk Höllu í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson árið 1963 og með eitt aðalhlutverka í Skálholti eftir Guð- mund Kamban. Síðustu æviárin bjó Eva á Seltjarnarnesi."

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Mannlíf í Skagafirði, mest úr starfsemi Tónlistarskóla Sauðárkróks.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SUP

Institution identifier

HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

21.10.2015 frumskráning í atom, sup

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places