Fasteignaviðskipti

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Fasteignaviðskipti

Equivalent terms

Fasteignaviðskipti

Associated terms

Fasteignaviðskipti

21 Archival descriptions results for Fasteignaviðskipti

21 results directly related Exclude narrower terms

Afsal vegna Grundargötu 11 á Dalvík

Afsalið er vélritað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar afsal erfingja Guðlaugs Bergsson (föður Tryggva Guðlaugssonar) á húseigninni Grunargötu 11 (Pólstjörnunni) á Dalvík.
Skjalið er nokkuð upplitað af óhreinindum og krumpað.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Álit fjármálanefndar

Álitið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar heimild til sölu á jarðeigninni Sjávarborg til Sauðárkrókshrepps.
Ástands skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Guðmundar Magnússonar til Pálma Símonarsonar

Bréfið er handskrifað á pappirsörk í A5 stærð.
Það varðar jörðina Litla-Hól.
Með liggja eftirfarandi gögn vegna málsins:
Reikningur frá Pálma Símonarsyni og Jóni Sigfússyni til Guðmundar Magnússonar
Kvittun fyrir greiðslu Sigurðar Þórðarsonar til veðdeildar Landsbankans.
Umboð til Sigurðar Þórðarsonar til að innheimta veðskuldir hjá Guðmundi Magnússyni.
Kvittun fyrir greiðslu Sigurðar Þórðarsonar til Ræktunarsjóðs.
Minnismiði um málið.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Kaupsamningur

Kaupsamningur á milli Nikódemusar Jónssonar og Kristjáns Gíslasonar kaupmanns. Kristján afsalar sér til handa Nikódemusi húseign sína, fjós og hlöður er standa sunnanvert við lóð Nikódemusar uppi undir brekku. Bréfið er dagsett 30. október 1929, undirritað og stimplað af Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu.

Jón Nikódemusson: Skjalasafn

  • IS HSk N00244
  • Fonds
  • 1908-1930

11 skjöl úr dánarbúi Jóns Sigvalda Nikódemussonar. Ýmis afsöl og kaupsamningar ásamt persónulegum gögnum.

Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983)

Afsal af Lindargötu 7

Afsal þar sem Páll Jónsson trésmiður á Sauðárkróki lýsir því yfir að Nikódemus Jónsson hefur tekið að sér yfirtaka skuld sína við Sparisjóð Sauðárkróks sem hvílir á húseign hans Theobaldshúsi / Lindargötu 7 / Fyrstabóli og borgi umsamið kaupverð nefndrar húseignar. Bréfið er dagsett 20. október 1919 og er undirritað og og stimplað á manntalsþingi á Sauðárkróki 1920.

Afsal af Lindargötu 7

Afsal þar sem Nikodemus Jónsson á Fyrstabóli selur og afsalar húseign sinni Fyrstabóli / Lindargötu 7 til Jóns sonar síns. Afsalið nær til húseignarinnar ásamt lóðinni Hjaltastað á Sauðárkróki og var umsamið kaupverð 3000 kr. Í afsalinu var skilyrði fyrir því að Nikodemus fengi afnotarétt af norðurstofu í húsinu á meðan hann lifði. Bréfið er dagsett 7. janúar 1930, undirritað og stimplað til þinglýsingar af Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu.

Samningar

Ýmsir samningar, flestir er varða kaup og sölu á Lindargötu 7 - Fyrstabóli. Einnig aðrir samningar og veðbréf.