Framfærslumálanefnd Ríkisins (1940-

Identity area

Type of entity

Organization

Authorized form of name

Framfærslumálanefnd Ríkisins (1940-

Parallel form(s) of name

  • Framfærslumálanefnd Ríkisins

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.02.1940-

History

,,Þann 12. febrúar árið 1940 voru samþykkt lög um breytingar á framfærslulögunum frá 1935. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði skyldi ríkisstjórnin skipa þriggja
manna nefnd, einn mann úr hverjum stóru flokkanna, sem myndi samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sjá um „framkvæmdir og ráðstafanir til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.“
Félagsmálaráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, skipaði Framfærslumálanefnd ríkisins þann 13. febrúar 1940. Framkvæmdastjóri nefndarinnar og fulltrúi
Framsóknarflokksins var Jens Hólmgeirsson, Sigurður A. Björnsson framfærslufulltrúi átti þar sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fyrir hönd Alþýðuflokksins. Félagsmálaráðherra fól nefndinni fjölmörg störf í hendur, meðal annars að leggja fram tillögur um vinnu unglinga, sumardvöl barna, meðalmeðlag barnsfeðra,
skipulag ráðningastofu fyrir landbúnaðinn og fleira. Nefndin átti að koma með tillögur um ráðstöfun á því fé sem nota átti til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.
Einnig hve hátt mótframlag bæjar- og sveitarfélaga ætti að vera gegn ríkissjóðsframlagi til framleiðslubóta og aukningar á atvinnumöguleikum í bæjar- eða sveitarfélögum. Féð átti að nota í arðgæfar framkvæmdir til styrktar atvinnulífinu og koma þannig atvinnulausu fólki til starfa í framleiðsluvinnu. Nefndin gerði úttekt á atvinnuskilyrðum og atvinnuástandi í bæjum og kauptúnum og leitaði úrræða til að nýta atvinnutækifæri betur á hverjum stað. Nefndin átti að gæta þess að sveitar- og bæjarstjórnir gerðu allt sem þær gætu til að útvega fólki vinnu í stað þess að hafa það á sinni framfærslu. Hafði nefndin heimild ráðherra til að gera ráðstafanir í þessu skyni, líkt og sveitar- og bæjarfélög höfðu, lögum samkvæmt. Ráðherra myndi aðstoða nefndina við skrifstofustörf og Búnaðarfélag Íslands skyldi hjálpa nefndinni við útvegun atvinnu í sveitum landsins. Eitt veigamesta verkefni framfærslumálanefndarinnar var að rannsaka styrkþegaframfærið í landinu. Nefndin átti að hafa eftirlit með framkvæmd og ráðstöfun framfærslu- og fátækramála hjá bæjar- og sveitarfélögum, í samvinnu við eftirlitsmann sveitarstjórnarmálefna, Jónas Guðmundsson. Þann 11. apríl árið 1940 sendi nefndin út bréf fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins til allra oddvita, lögreglustjóra og bæjarstjóra á landinu, þar sem fyrirhuguð rannsókn var útskýrð. Með bréfinu voru send eyðublöð sem framfærslufulltrúar á hverjum stað áttu að fylla út, eitt fyrir hvern styrkþega, þar sem gera átti grein fyrir framfærslu hvers og eins. Tilgangurinn með rannsókninni var að fá nákvæmt og sundurliðað yfirlit yfir fátækraframfærslu í landinu árið 1939, athuga ástæður og orsakir framfærslunnar og hvernig framfærslumálum væri háttað á hverjum stað, til þess að vinna að frekari úrbótum í þessum málaflokki."

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S02923

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 10.01.2020 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

https://skemman.is/bitstream/1946/31792/1/Fa%CC%81t%C3%A6kraframf%C3%A6rslan.pdf

Katrín Ákadóttir. 2018. Fátækraframfærsla á Íslandi undir lok fjórða áratugar 20. aldar. Rannsókn á högum styrkþega framfærslustyrks á Íslandi árið 1939. Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places