Glaumbær á Langholti

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Glaumbær á Langholti

Equivalent terms

Glaumbær á Langholti

Associated terms

Glaumbær á Langholti

46 Archival descriptions results for Glaumbær á Langholti

46 results directly related Exclude narrower terms

Bók 1945 - 1958

Innbundin handskrifuð bók í lélegu ástandi bókakápa rifin og einnig blaðsíður en bókin er bundin saman með bandi og vel læsileg. Stofnfundabók félagsins.

Hestamannafélagið Stígandi

Bréf varðandi eignarlönd Steinunnar og Jónasar

Bréf er varða eignarlönd Steinunnar og Jónasar, Hátún og Miklagarð. Ýmis bréf sem fara á milli eiganda og dóms- og kirkjumálaráðuneytis, kjörinna fulltrúa, Sýslumanns Skagafjarðarsýslu og annarra er málið snertir. Deilt var um engjaskipti sem framkvæmd voru á milli jarðanna Hátúns, Miklagarðs, Glaumbæjar og Jaðars.
Sum bréfin hafa tvístrast og eru því einungis annað hvort bara fyrri hluti bréfs eða seinni hluti.
Einnig er talsvert af uppköstum að bréfum.

Steinunn Sigurjónsdóttir (1891-1981)

Bréfritari Húsafriðunarnefnd

Bréfasamskipti Byggðasafnsins og Húsafriðunarnefndar.
22 pappírsarkir í A4 stærð.
Varðar Tyrfingsstaðaverkefnið og ferniseringu á timburgólfi í Áshúsi.
Ástand skjalsins er gott.

Húsafriðunarnefnd ríkisins

Bréfritari Minjastofnun Íslands

Bréfasamskipti Byggðasafnsins og Minjastofnunar Íslands.
Varðar styrkumsóknir vegna Áshúss og Tyrfingsstaða og gamalt íbúðarhús að Hraunum í Fljótum.
14 pappírsarkir í A4 stærð.
Ástand skjalsins er gott.

Minjastofnun Íslands

Fey 4796

Hjónin Aðalbjörg Halldórsdóttir (1918-2005) og Sigurður Guðmundsson (1920-2010) fyrirverandi vígslubiskup. Gamli bærinn á Hólum í baksýn.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Friðrik Á. Brekkan: Skjalasafn

  • IS HSk N00337
  • Fonds
  • 1971-1986

Skjalasafnið inniheldur: Ljósmyndir, bréf, greinargerð, fréttabréf, ferðaþjónustu bækling og umslög.
Myndirnar eru teknar í tíð Friðriks sem Félagsmálastjóri Sauðárkróksbæjar á árunum 1979-1982.

Friðrik Ásmundsson Brekkan (1951-

Glaumbær. Uppmæling

Uppmælingar og teikning af torfbænum í Glaumbæ eftir Sigurjón Sveinsson. Gert á tímabilinu 1956-1957.

Sigurjón Sveinsson (1918-1972)

Gunnar Gíslason

Jóla- og tækifæriskort úr fórum Séra Gunnars Gíslasonar og fjölskyldu á Glaumbæ í Skagafirði. Kortin eru frá árunum 1940-1999.

Gunnar Gíslason (1914-2008)

Hestamannafélagið Stígandi

  • IS HSk E00023
  • Fonds
  • 1945 - 1980

Blönduð gögn Hestamannafélags Stíganda Fundagerðabækur, Hrossadómar, Mynd. Gögn í misgóðu ástandi.

Hestamannafélagið Stígandi

Hjörtur Benediktsson Marbæli

Viðtöl við Hjört Benediktsson frá Marbæli, líklega tekið á tímabilinu 1969-1970.
Hann var fæddur á Skinþúfu (Vallanesi) og ólst upp þar og á Syðra-Skörðugili fyrstu árin. Rifjaðar upp bernskuminningar, m.a. af leggjum og skeljum. Einnig vinnumennsku og búskap. Hann missti konuna eftir stuttan búskap og nýfædda dóttur. Hjörtur segir frá störfum sínum við bókband sem hann stundaði á Sauðárkróki og störf hans sem safnvörður í Glaumbæ.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Hvis 268

Guðný Pálsdóttir (1862-1902) Utanverðunesi, kona Jóns Ósmanns ferjumanns og dóttir þeirra Sigurbjörg Jónsdóttir (1892-1928) síðar húsfreyja í Glaumbæ og á Sauðárkróki.

Arnór Egilsson (1856-1900)

Hvis 269

Jón Ósmann Magnússon (1862-1914) ferjumaður frá Utanverðunesi og dóttir hans Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir (1892-1928) síðar húsfreyja í Glaumbæ og Sauðárkróki.

Arnór Egilsson (1856-1900)

Hvis 45

Guðný Pálsdóttir (1864-1902)- Utanverðunesi Skag- kona Jóns Ósmanns ferjumanns- og dóttir þeirra- Sigurbjörg Jónsdóttir (1892-1928) síðar húsfreyja í Glaumbæ og á Sauðárkróki.

Arnór Egilsson (1856-1900)

Hvis 75

Hrefna Thorlacius (1896-) og Gunnlaug Thorlacius (1897-) frá Glaumbæ Skag. Dætur Hallgríms Thorlacius prests í Glaumbæ og k.h. Sigríðar Þorsteinsdóttur.

Gísli Benediktsson (1875-1900)

Margrét Björnónía Björnsdóttir (1881-1970) frá Stóru-Seylu

Rætt er um Stóru-Seylu í Skagafirði og rætt við Margréti Björnónínu Björnsdóttur. Margrét telur upp þá staði sem hún bjó á og segir frá búskap sínum á Stóru-Seylu. Einnig minnist hún vinnumanna sem hjá henni voru, Litla-Grími og Jóhannesi Sigvaldasyni. Einnig fer hún með tvær vísur, Daglur líður, kemur kvöld... og Enginn grætur Íslending.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Mynd 14

Glaumbær í Skagafirði.
Maðurinn vinstra megin á myndinni er óþekktur.

Egill Jónasson (1901-1932)

Skírnarvottorð

Skírnarvottorð fyrir Sigvalda Jón Nikódemusson, fæddur 7. apríl 1908 og skírður 27. apríl sama ár. Skírnarvottar voru Jón Guðvarðsson, Tobías Magnússon og Guðrún Jónatansdóttir. Vottorðið er gefið út 27. júní 1926 af séra Hallgrím Thorlacius í Glaumbæ.

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur og ljóð úr útvarpsþáttum. Einnig ýmis önnur ljóð, æviágrip Pálma Sveinssonar á Reykjavöllum í Skagafirði, hugleiðing um kosningarétt kvenna, annála atriði, fróðleikur um símalagningu og Glaumbæ í Skagafirði, fjártala í Holtshreppi 1932,frásögn um leiksýningu 1953 (ekki ljóst hvar hún var sett upp) og sögn um álagablett í Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Þjóðminjasafn Íslands

Bréfasamskipti Byggðasafnsins og Þjóðminjasafns Íslands.
Alls 41 pappírsörk.
Varðar: Ýmis mál.
Með liggja ýmis fylgigögn, m.a. teikning Sigríðar Sigurðardóttur af bænum í Glaumbæ og texti um ullarþvott í Sauðá.
Ástand skjalanna er gott.

Þjóðminjasafn Íslands