Item 4 - Græn bók, ritað lausavísur og sögur

Identity area

Reference code

IS HSk N00193-4-4

Title

Græn bók, ritað lausavísur og sögur

Date(s)

  • 1940-1960 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Ritað með einni rithond. 117x20 sentimetrar.

Context area

Name of creator

(19.07.1902-05.08.1979)

Biographical history

Kristrún fæddist á Syðra Mallandi á Skaga. Ólst upp í foreldrahúsinum. Móður sína missti hún níu ára gömul, en n aut þaðan af móðurlegrar umhyggju Þórunnar ömmu sinniar, sem hún unni mjög. Þórunn lést er Kristrún var 17 ára. Kristrún varð ung að vinna hörðum höndum, og kom sér sá lærdómur henni vel þegar fram dró á ævina. Lífsbaráttan á utanverðum Skaga var hörð á fyrri hluta 20. aldarinnar. Ytra Malland var lítil heyskaparjörð nema til heiðarinnar væri sótt og Kristrún elst af þrem systrum. Skúli faðir hennar þótti kappsamur, óvílinn og óvæginn; þurfti reyndar sjálfur að hverfa frá bústörfum dögum sanan haust og vor til öflunar sjávargagns fyrir heimilið. Þótt Kristrún ræddi fátt um og sjaldan á fullorðinsárum, mátti á henni skilja að æsku- og unglingsárin hefðu orðið henni nokkuð hörð lífsreynsla. Hins vegar mótaðist Kristrún svo á þessu æviskeiðið, að hún kaus sér alla tíð störf , sem lágu utan v ið þann hefðbundna farveg, sem konum var á þessum tíma beinlínis ætlaður. Kristrún stóð fyrir búi ásamt föður sínum fyrstu árin á Ytra Mallanandi og síðar á hluta Selár í sömu sveit, eða til ársins 1935, er hann brá búi og flutti til dóttur sinnar og tengdasonar á Siglufirði. Kristrún hafði eignast dóttur tveim árum fyrr og flutti með hana að Meyjarlandi, þar sem hún hlaut fóstur þaðan af hjá Jóhönnu Sigurðardóttur ekkju Sigurfinns Bjarnasonar og börnum hennar. Við bú þeirra fjölskyldu á Meyjarlandi og Innstalandi vann Kristrún um nokkurt árabil og taldi þar lögheimili sitt. Upp frá þessu vann hún svo á ýmsum bæjum, jafnt við skepnuhirðingu á vetrum sem kauavinnu á sumrin. Hún kunni að vefa og fór nokkuð milli bæja til þeirra starfa. Allnokkur ár dvaldist hún í Kálfárdal í Gönguskörðum og kom sér þar upp dáltilum fjárstofni, sem hún flutti með sér til Sauðárkróks um miðjan sjöunda áratuginn. Þar dvaldi hún á heimili dóttur sinnar og tengdasonar með umsýslu kinda sinna að afþreyingu nærfellt til hinsta dags.
Kristrún Skúladóttir mum líklega teljast að nokkru heyra til kalkvista þessa þjóðfélags. Hún ólst upp við knappari kjör og ómýkri en þorri fólks, jafnvel af hennar kynslóð. Hin mjúka hönd samfélagsins náði líklega aldrei að henni til fulls, máski heldur ekkit til hennar seilst. Yndi henar voru skepurnar, kindurnar þó fremst og síðast. Þangað sótti hún þann hugblæ, sem entist henni til þess að komast hnjörkalaust frá samneytinu við fólk, sem á vegi hennar varð. Hún rakti sig lítt eftir vörðum og varðaði ekki vegi annarra. Kristrún var hress í tali og glaðvær, leyfði sér á stundum að sýnast spekingsleg, íhugul og marvís. Öll hennar störf einkenndust af trúmennsku og skyldu rækni, Hún var ekki laus við tortryggni á fólk, en trölltrygg og vinaföst. Hún var mjög músíkölsk, hlustaði á tónlist og spilaði vel á munnhörpu.

Archival history

Óvitað

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Ýmis skrif, heiti á lömbum, vísur og sögur.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HSk.

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

09.02.2018 frumskráning í AtoM.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places