Halldór Bjarnason (1904-1941)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Bjarnason (1904-1941)

Parallel form(s) of name

  • Halldór Bjarnason

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

01.06.1904-22.04.1941

History

Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum í Þúfum og vann búi þeirra lengstum. Skólanám hans var einungis hinn hefðbundi barnaskóli en auk þess var hann veturinn 1931-1932 í unglingadeild Hólaskóla. Snemma hóf hann að stunda sjóinn, fyrstu árin með Halldóri frænda sínum á Miklabæ en um eða uppúr 1930 létu þeir Halldór og Melstaðsfeðgar, ásamt Óskari Gíslasyni, seinna bónda í Þ´fum, smíða mótorbátinn Leif, þann hinn sama dag og Magnús Hartmannsson gerði síðan út allt til 1960. Mörg fyrstu árin fóru þeir félagar Halldór, Magnús og Óskar með Leif ýmist til Ólafsfjarðar eða Siglufjarðar og reru þaðan á vor- og haustvertíðum. Í annan tíma hafði Leifur uppsátur í Óslandskróki. Oft fiskuðu þeir félagar vel og urðu til þessar veiðar því drjúgt innlegg til uppbyggingar á jörðum þeirra. Áeið 1939-1940 byggð Halldór ásamt tengdaföður sínum, íbúðarhús úr steini sem enn stendur á Melstað.

Halldór var mjög vel ddugandi bóndi, bráðlaginn til allrar vinnu og smiður góður. Hann var félagi í Ungmennafélaginu Geisla og ósínkur á tíma sinn þei félagsskap til framdráttar. Frá slysför Halldór segir svo í Skagfirskum annál, II, bls. 530-531: "Árla morguns þriðjudaginn síðasta í vetri voru menn að fyrirdrætti niðri í Óslandskrók. Þeirra á meðal var Halldór Bjarnason bóndi á Melstað. " þegar fyrirdrættinum er lokið, kemur Hartmann Magnússon, tengdafaðir Halldórs, með hressingu handa fyrirdráttarmönnum ofan í "Krók". ... Að því búnu býst Halldór til að fara inn í Kolkuós ... kemur nú að ósnum og kallar kláfinn." Jón Jóhannsson vinnumaður í Kolkuósi bauðst til að sækja hann. Þegar Halldór var sestur í kláfinn og þeir byrjaðir að draga sig suður yfir ána, slitnaði strengurinn skyndilega svo að kláfurinn lenti í ánni og barst þegar til sjávar, enda örstutt. Blíðuveður var og lóaði ekki á steini. Engum kom því lífshætta í hug. Fyrirdráttarmenn munu ekki hafa séð, hvað gerðist. " En Hartmann er í fjörunni skammt frá og brýnir fyrir þeim að halda í kláfinn stilltum tökum svo hann megi haldast í jafnvægi, uns þeim komi hjálp. "Er ekki að orðlengja það. Hjálp barst ekki nógu snemma, kláfnum hvoldi með einum eða öðrum hætti yfir mennina og drukknuðu báðir." Varð fráfall Halldórs mörgum harmdauði og hans lengi saknað sárt af samfeðrafólki. Til er minningarkvæði um Halldór eftir Jóhann Ólafsson í Miðhúsum, Jónas Jónasson frá Hofdölum og Sigurbjörgu Halldórsdóttur í Brekkukoti.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Authority record identifier

S01955

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

03.11.2016 frumskráning í AtoM SFA

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár, VI, 1910-1950 bls. 113.

Maintenance notes