Item 7 - Haraldur Júlíusson og Lárus Blöndal

Identity area

Reference code

IS HSk N00164-A-7

Title

Haraldur Júlíusson og Lárus Blöndal

Date(s)

  • 20.05.1919 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Bygging skepnuhúss

Context area

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(14.02.1885-27.12.1973)

Biographical history

Haraldur var fæddur á Barði (Eyrarlandsvegur 25) á Akureyri 14. febrúar 1885. Faðir: (Kristján) Júlíus Kristjánsson, "keyrari", á Barði. Móðir: María Flóventsdóttir, húsmóðir að Barði.
Haraldur ólst upp í foreldrahúsum við kröpp kjör. Hann hóf bakaranám á unga aldri hjá Olgeiri bróður sínum en líkaði ekki og réði sig í vinnu á Hótel Oddeyri og vann þar í nokkur ár. Því næst hóf hann verslunarstörf, fyrst há Karli Schiöth þar sem hann vann í sjö ár. Árið 1912 tók hann sig upp og flutti til Sauðárkróks. Til að byrja með, eða í sjö ár, vann hann hjá Kristni P. Briem við verslun hans en stofnaði sína eigin verslun árið 1919 og rak hana til dauðdags - Verslun H. Júlíussonar.
Haraldur var einn stofnenda Sjúkrasamlags Sauðárkróks sem hóf starfsemi sína 1913. Hann stofnaði, ásamt fleirum, útgerðarfélagið Garðar árið 1921 og gerði út samnefndan mótorbát ásamt því að reka fiskverkun. Hann var einn af forgöngumönnum og eigendum Útgerðarfélags Sauðárkróks sem stofnað var árið 1945. Hann var einn af forgöngumönnum Móvinnslufélagsins sem stofnað var árið 1940 og var ætlað að afla eldsneytis ef skortur yrði í stríðinu. Haraldur var umboðsmaður B.P. frá árinu 1931 og sá um alla dreifingu á vörum þeirra á svæðinu. Hann stofnaði fyrstu bifreiðastöðina á Sauðárkróki, Bifreiðastöð Skagafjarðar ásamt Sigurði Björnssyni og rak hana í á annan áratug. Þeir félagar höfðu sérleyfi á leiðinni Sauðárkrókur/Varmahlíð og einnig Sauðárkrókur/Haganesvík. Haraldur gerði sjálfur út vöruflutningabíl til Reykjavíkur. Þá hafði Haraldur umboð fyrir H/F Hamar í Skagafirði og seldi mikið af búvélum á sjötta og sjöunda áratugnum.
Haraldur tók einnig virkan þátt í félagsmálum. Hann tók þátt í stofnun og/eða starfssemi fjölda félaga, svo sem Heimilisiðnaðarfélagsins, Talsímafélagsins, Taflfélags Sauðárkróks, Lúðrasveitarinnar, Verslunarmannafélags Sauðárkróks, Náttúrulækningafélags Íslands og fleira. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps frá 1922-1934. Kjörinn fyrsti heiðursfélagi Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks árið 1970. Kona Haraldar var Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir (1897-1971) en þau giftu sig 21.07.1928.
Saman áttu þau tvö börn, Bjarna Har og Maríu Kristínu.

Name of creator

(21.02.1898-23.01.1973)

Biographical history

Fæddur á Hofi á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Björn Lárusson Blöndal prestur í Hvammi í Laxárdal og Bergljót Tómasdóttir. Þegar Lárus var átta ára gamall lést faðir hans og flutti hann þá með móður sinni til Sauðárkróks. Lárust stundaði nám í Eiðaskóla veturinn 1915-1916 og vann síðan verslunarstörf á Sauðárkróki, fyrst í verslun L. Popps en síðan í verslun Kristján Gíslasonar eða allt til ársins 1954 þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Lárus var góður söngmaður, söng í kórum og samdi lög, einnig starfaði hann töluvert með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lúðrasveitar Sauðárkróks. Lárus átti jafnan kindur, kú og hross til búdrýginda. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur starfaði hann lengi vel sem afgreiðslumaður á Sérleyfisbílastöð Steindórs en setti svo á stofn eigin verslun sem hann starfrækti til dauðadags. Lárus kvæntist Sigríði Þorleifsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Ósk um staðsetningu fyrir gripahús sitt, var áður synjað um þá staðsetningu sem þeir óskuðu sér. Byggingarnefnd leyfir þeim að byggja hús þetta á svæðinu sunnan við Árbæ.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HSk

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

30.05.2017 frumskráning í AtoM SFA

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area