Héraðsvötn

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • "Héraðsvötn (oft stytt í Vötn eða Vötnin, en fyrr á öldum kölluð Jökulsá) er jökulá í Skagafirði og er eitt mannskæðasta vatnsfall á Íslandi. [1] Héraðsvötn verða til þegar Austari- og Vestari-Jökulsá koma saman neðan við bæinn Tunguháls, auk þess sem til þeirra renna Norðurá, Húseyjarkvísl og margar smærri ár. Í miðri Blönduhlíð skiptast Héraðsvötn síðan í tvær kvíslar sem renna til sjávar sitt hvoru megin við Hegranes. Kallast kvíslarnar Vestari- og Austari-Héraðsvötn."

Display note(s)

Hierarchical terms

Héraðsvötn

Equivalent terms

Héraðsvötn

Associated terms

Héraðsvötn

45 Archival descriptions results for Héraðsvötn

45 results directly related Exclude narrower terms

Fiskiræktarfélag: Skjalasafn (Afh. 1947)

  • IS HSk H00024
  • Fonds

Gögn er varða stofnun félags um fiskirækt fyrir vatnasvæði Héraðsvatna frá árinu 1940.

Fiskiræktarfélag fyrir vatnasvæði Héraðsvatna

Hættuleg ferð yfir Héraðsvötn

Í þessu handriti fjallar Sölvi um ferð sína um Skagafjörð sumarið 1847. Hann nefnir sérstaklega tvo menn sem hann segir vera bændur á Víðivöllum. Samkvæmt Íslendingabók var Jón Ólafsson (1820-1886)¬ bóndi þar um þetta leyti en Ingjaldur nokkur Þorsteinsson (1808-1867) var bóndi á nokkrum bæjum um ævina, t.d. á Ríp (1845) og Eyhildarholti (1850) í Rípursókn. Það er því nokkuð líklegt að Sölvi eigi við þann mann þó ekki virðist hann hafa búið á Víðivöllum.
Sölvi sakar þessa menn um að stofna sér í lífshættu, því þeir vildu ekki lána honum hest til að ferja sig yfir Héraðsvötn. Vegna þess að hann hafði meðferðis mörg hundruð málverk og ritverk átti hann í erfiðleikum með að synda yfir Vötnin en það kveðst Sölvi alla jafna ekki vera í vandræðum með. Hann brá því á það ráð að vaða yfir og verja listaverk sín með því að halda þeim yfir höfði sér. Vötnin virðast hafa verið óvenju vatnsmikil og straumþung því Sölvi segir sig hafa verið hætt kominn og lá við fótbroti vegna grjóts sem áin bar með sér. Sölvi þakkar Guði fyrir að hafa komist lifandi yfir en vandar þeim bændum á Víðivöllum ekki kveðjurnar.

KCM2744

Austureylendið, Hegranesið og vestur fjöllin fjær. Myndin tekin úr Viðvíkursveitinni (Hofstaðaplássinu).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Til onkel pa fodselsdagen den 24. juli 1969

Hefti í stærðinni 25 x 15,5 cm.
Hefti til heiðurs afmælisbarni.
Í heftinu eru vísur á dönsku. Auk þess ljósmyndir og teikningar.
Ritið er 12 bls, auk kápu.
Í minnismiða sem fylgir, með rithönd Hjalta Pálssonar, stendur: "Ingvard Sörense apótekari á Sauðárkróki. Myndir úr laxveiði eru úr Héraðsvatnaósi."

Úr bréfabók sýslunefndar

Tvær handskrifaðar pappírsarkir í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar Héraðsvatnabrú.
Lítill bútur hefur rifnað úr skjalinu og á því eru lítils háttar rakaskemmdir.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Útboð í grjótflutning

Útboðið er vélritað á pappírsörk í folio stærð, afrit gert með kalkipappír.
Með liggur samhljóða afrit, ásamt fjórum pappírsörkum í A4 stærð sem innihalda tilboð.
Varðar grjótflutning vegna Vesturósbrúar.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)