Hermann Jónasson (1896-1976)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hermann Jónasson (1896-1976)

Parallel form(s) of name

  • Hermann Jónasson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.12.1896-22.01.1976

History

Hermann Jónsson, f. á Syðri-Brekkum í Skagafirði 25.12.1896, d. 22. 01.1976. Faðir: Jónas Jónsson (1856-1941) bóndi og trésmiður á Syðri-Brekkum í Skagafirði. Móðir: Pálína Guðný Björnsdóttir (1866-1949) húsmóðir að Syðri-Brekkum.
Maki (30. maí 1925): Vigdís Oddný Steingrímsdóttir (1896-1976) húsmóðir.

Hermann tók stúdentspróf við MR árið 1920. Lögfræðipróf við HÍ tók hann árið 1924 og hrl. árið 1945.
Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík 1924–1928. Lögreglustjóri í Reykjavík 1929–1934. Skipaður 28. júlí 1934 forsætisráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra, einnig atvinnu- og samgöngumálaráðherra frá 20. mars til 2. apríl 1938 og fór með kennslumál og utanríkismál frá 20. mars 1938 til 17. apríl 1939, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 forsætisráðherra að nýju og jafnframt dómsmála- og landbúnaðarráðherra, lausn 16. maí 1942. Varð þá lögfræðilegur ráðunautur Búnaðarbankans. Skipaður 14. mars 1950 landbúnaðarráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður 24. júlí 1956 forsætisráðherra og jafnframt landbúnaðar- og dómsmálaráðherra, lausn 4. desember 1958, en gegndi störfum til 23. desember 1958.

Glímukóngur Íslands árið 1921. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930–1938, í bæjarráði 1932–1933. Skipaður 1930 í landskjörstjórn. Kosinn 1942 í stjórnarskrárnefnd og 1943 í milliþinganefnd um undirbúning verklegra framkvæmda. Í bankaráði Búnaðarbankans 1943–1972, formaður 1943–1960. Í skilnaðarnefnd 1944. Í Þingvallanefnd 1946–1968 og í fjárhagsráði 1947–1950. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1950–1967. Í sölunefnd setuliðseigna 1953–1972. Kosinn 1954 í togaranefnd og 1955 í atvinnumálanefnd. Formaður Framsóknarflokksins 1944–1962. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947, 1948 og 1955.

Alþingismaður Strandamanna 1934–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

Forsætisráðherra 1934–1942 og 1956–1958, landbúnaðarráðherra 1950–1953.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00648

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

20.04.2016 frumskráning í atom, sup.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Æviágrip þingmanna: Hermann Jónasson, sjá http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=249
Frekari upplýsingar: Indriði G. Þorsteinsson skrifaði ævisögu Hermanns Jónassonar í tveimur bindum: Fram fyrir skjöldu (1990), Ættjörð mín kæra (1992).

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places