Hjaltadalur - Skagafjörður

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

Equivalent terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

Tengd hugtök

Hjaltadalur - Skagafjörður

44 Lýsing á skjalasafni results for Hjaltadalur - Skagafjörður

44 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Heyskapur

Skýrslur um heyskap á Skúfsstöðum frá 1899-1963. Þar kemur fram hversu margir unnu við sláttinn, hvaða dagar var unnið við heyskap og hvernig heyaðist.

Sigurður Jónsson (1882-1965)

Minnisbók

Lítið skráð í bókina, en þar má finna nöfn og heimilsföng. Smá ferðasaga.

Sigurður Jónsson (1882-1965)

Framtal

Framtal Sigurðar Jónssonar frá1922-1941 en vantar framtal ársins 1939.

Sigurður Jónsson (1882-1965)

ASv 45

Í Laufskálarétt haustið 1955. Maðurinn fyrir miðju er Kolbeinn Kristinsson frá Skriðulandi og maðurinn til hægri Jón Björnsson frá Bakka í Viðvíkursveit. Aðrir óþekktir.

Árni Sveinsson (1892-1965)

Reikningabók 1944-1961

Harðspjaldabók með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókina eru færðir reikningar slysavarnadeildarinnar frá 1944-1961, að öðru leyti eru blaðsíður bókarinnar auðar. Bókin er mjög vel með farin, hún er vel læsileg. Á kjöl bókarinnar er límborði.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

Yfirlitsskýrslur 1956-1965

Forprentaðar yfirlitsskýrslur í A3 stærð með handskrifuðum og vélrituðum upplýsingum um sauðfjárrækt, fyrir tímabilið 1955-1965. Allar skýrslurnar eru vel varðveittar og læsilegar.

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

Stofnskjal og félagaskrá 1944-1953

Tvö línustrikuð pappírsgögn. Annað skjalið sem er í A5 stærð er n.k. stofnskjal þar sem um 50 manns rita nöfn sín til stofnunar slysavarndadeildar í Hólahreppi. Það er vel læsilegt en er orðið mjög snjáð og skítugt og hefur rifnað. Hitt skjalið er í A3 stærð þar sem er félagaskrá fyrir tímabilið 1952-3 með 41 nafni.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

Fundagerðarbók 1944-1955

Innbundin og handskrifuð bók, blaðsíðurnar eru línustrikaðar. Bókin er mjög vel með farin og greinilega lítið notuð, aðeins eru færðar í hana lög félagsins og alls sex fundagerðir að öðru leyti eru blaðsíðurnar auðar. Límborði er á kjöl bókarinnar.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

Gjörða- og reikningabók 1929-1967

Innbundin og handskrifuð bók. Bókin hefur verið lítið notuð og þess vegna varðveist ágætlega, hún er vel læsileg. Í bókina eru skráðar fundagerðir og reikningar félagsins sem spannar tímabilið 1929 - 1967.

Landakort

Hæðalínu kort af Hjaltadal og Kolbeinsdal ( ódagsett). Uppdráttur Íslands 4 kort no: 52 Skagafjörður. 53 Víðimýri. 62 Eyjafjörður. 63 Akureyri.
Kortin eru með mikið umfang og eru geymd í uppruna samanbrotin.

Hólahreppur

Hrútaskýrslur 1952-1974

Forprentaðar hrútaskýrslur í A3 stærð með handskrifuðum upplýsingum um sauðfjárrækt, fyrir tímabilið 1952-1974. Allar skýrslurnar eru vel varðveittar og læsilegar.

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

Nautgriparæktunarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00116
  • Safn
  • 1929-1967

Í safninu eru einugis ein innbundin og handskrifuð bók sem í eru línustrikaðar blaðsíður. Í bókina eru ritaðar fundagerðir og reikningar nautgriparæktunarfélagsins. Bókin er vel varðveitt og læsileg, það er ekki skrifað nema í hluta bókarinnar að öðru leyti eru blaðsíðurnar auðar.
Ekki kemur fram hvenær félagið er stofnað né hvort búið sé að leggja það niður.

Teikningar fyrir skipulag trjáræktar 1990

Skjölin voru upprúlluð þegar farið var að vinna við að flokka og greina safnið. Í safninu voru nokkur eintök af sama eintakinu, það var grisjað og eitt eintak af hvoru var haldið eftir og reynt að laga til og sett í örk.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

BS2802h

Jarpur Brunos Schweizer á beit í Hjaltadal - Skag.

Bruno Scweizer (1897-1958)

Sigurður Jónsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00165
  • Safn
  • 1895-1965

Ýmis gögn er varðar búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal frá 1895-1954, Hólaskóla í Hjaltadal fyrra hluta 20. aldar og Hólasókn í Hjaltadal.

Sigurður Jónsson (1882-1965)

Fundagerða og skýrslubók

Harðspjalda handskrifuð bók sem er í viðkvæmu ástandi, blöðin gulnuð og nokkuð rifin en vel læsileg. Bókin hefur verið sett í nýja kápu og hún er frá stofnfundi félagsins. Gott væri að mynda þessa bók til að halda í heimildir.

Yfirlit yfir meðaltalsþunga sauðfjár

Eitt forprentað rúðustrikað blað í A3 stærð. Á blaðið er skrifað; "Meðalþungi reiknaður meðaldilka á fæti. Kjötþungi" og eru þessar upplýsingar gerðar fyrir tímabilið 1954-1959 fyrir Sauðfjárrætkarfélag Hólahrepps. Á blaðið er einnig teiknaðar og litaðar súlur með tölulegum upplýsingum eins og fjölda félagsmanna sem skila skýrslunum, þungi áa í október, meðalþyngdarauki yfir veturinn og fleiri atriði.
Blaðið er vel varðveitt og læsilegt

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00118
  • Safn
  • 1950-1974

Engin gögn eru í safninu sem segja til um stofnun eða starfsemi Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps, Í safninu eru forprentaðar skýrslur í A3 stærð með handskrifuðum upplýsingum um sauðfjárrækt í Hólahreppi á tímabilinu 1950-1974. Þetta eru sauðfjárræktarskýrslur, yfirlitsskýrslur og hrútaskýrslur. Safnið var allt flokkað eftir ártali og skýrslurnar voru í broti sem var látið halda sér. Öll gögn eru í góðu ásigkomulagi og eru vel læsileg.

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps