Hjörleifur Sigfússon (1872-1963)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hjörleifur Sigfússon (1872-1963)

Parallel form(s) of name

  • Hjörleifur Sigfússon

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Marka-Leifi

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. maí 1872 - 22. feb. 1963

History

Hjörleifur Sigfússon, f. 12.05.1872 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigfús Jónasson, bóndi og refaskytta í Hringey í Vallhólmi og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Hjörleifur ólst í fyrstu upp með foreldrum sínum en fór ungur að árum í vinnumennsku til sr. Jóns Magnússonar á Mælifelli. Var þar smali á sumrum og sat yfir kvíaám en var svo í ýmsum sendiferðum á vetrum fyrir prest og heimilið. Í hjásetunni hafði hann með sér markaskrár, bæði til að æfa sig í lestri og nema fjármörk manna. Leifi var með afbrigðum minnisgóður og mundi flest mörk í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum en einnig úr Árnes- og Borgarfjarðarsýslum. Nýttist sú kunnátta oft til að flýta fyrir réttarstörfum. Fékk hann af því viðurnafnið Marka-Leifi. Vorið 1900 fór Hjörleifur með presti að Ríp í Hegranesi en þaðan að Sjávarborg til Pálma Péturssonar tveimur árum síðar. Eftir það var hann á ýmsum stöðum en sjaldnast lengi í einu. Var hann löngum lausamaður og fór í fjallgöngur og fénaðarhirðingar á haustum. Síðustu árin var hann til heimilis í Hátúni í Seyluhreppi. Leifi var ógiftur og barnlaus. Fjallskilasjóður Reynistaðarafréttar heiðraði minningu Leifa með því að leggja fé til útfararkostnaðar. Þá héldu Skagfirðingar og Húnvetningar honum veglegt afmælishóf þegar hann varð áttræður.

Places

Stóru-Akrar í Blönduhlíð
Hringey í Blönduhlíð
Mælifell í Lýtingsstaðahreppi
Ríp í Hegranesi
Sjávarborg
Hátún í Seyluhreppi

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S02853

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 29.10.2019 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár 1890-1910 III, bls. 136-137.

Verkamaðurinn, 45. tölublað (22.12.1960), Blaðsíða 6 https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2310094

Maintenance notes