Eining 1 - Illuga saga Talgdarbana

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00103-A-1

Titill

Illuga saga Talgdarbana

Dagsetning(ar)

  • 1700-1800 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Handskrifað pappírshandrit. Viðgert. 20 x 16,5 cm að stærð, 52 númerað síður. Aldur óþekktur.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002)

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Sagan af Illuga Tagldarbana. Sagan hefur verið þekkt á 17. öld eins og samnefndar rímur benda til. Ekki er vitað hvenær þetta handrit er ritað en það er fornt að sjá. Gæti verið frá 18.-19. öld.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Athugasemd

"Illuga saga Tagldarbana gerist á 10. öld og segir frá svaðilförum Illuga víða um lönd og viðskiptum hans við tröll og víkinga, unz hann fellur í liði Eiríks jarls í Svoldarorrustu árið 1000. Um aldur sögunnar er vant að segja með nokkurri nákvæmni. Illuga Tagldarbana er fyrst getið í heimild frá 14. öld, Ölafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók. Þar er hann talinn með köppum Eiríks jarls ... Á 17. öld hafa menn þekkt sagnir um Illuga Tagldarbana, eins og þessi alkunna vísa síra Hallgríms Péturssonar ber vitni um:
Eg er að tálga horn í högld,
hagleiksmenntin burt er sigld.
Illugi deyddi tröllið Tögld,
trúi eg hún væri brúnaygld.
... Ákveðnasta bendingin um aldur sögunnar eru þó rímur af Illuga kerlingarfífli (viðurnefnið dregið af uppvexti Illuga með míður sinni) eftir Þormóð skáld Eiríksson í Gvendareyjum (f. 1668, d. eftir 1741). Rímurnar ná aðeins yfir 6 fyrstu kapitula sögunnar. ...Þrátt fyrir þennan og annan mun sýna rímurnar, svo langt sem þær ná, að á dögum Þormóðar var sagan þegar til í meginatriðum eins og þessi. Hún er því ekki yngri en frá 17. öld eða fyrstu áratugum 18. aldar, þótt eitthvað kunni að hafa verið orkað á hana til breytinga síðar. Þess skal getið til að koma í veg fyrir misskilning, að til er önnur Illuga saga Tagldarbana (Lbs. 1767 4to), er á ekkert skylt við þessa nema nafnið." Guðni Jónsson gaf fyrst út söguna á printi 1946. "Þrjú handrit eru til af henni [sögunni] í Landsbókasafni, öll frá síðasta fjórðungi 19. aldar. Hafa aðeins tvö þeirra sjálfstætt gildi, Lbs. 1602, 4to skrifað af Guðbrandi Sturlaugssyni í Hvítadal, og Lbs. 1511, 4to, skrifað af Magnúsi Jónssyni Tjaldanesi. Guðni taldi hið síðarnefndar yfirleitt betra og prentaði söguna eftir því handriti. (Íslendinga sögur III. bindi. Snæfellinga sögur. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík, 1946, bls. viii-x.)

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir