Eining UMSS134 - image 21

Original Stafræn gögn not accessible

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00188-G-UMSS134

Titill

image 21

Dagsetning(ar)

  • 06.11.1982 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

1 ljósmynd

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(17.04.1910 -)

Lífshlaup og æviatriði

Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl 1910. Bráðabirgðastjórn hafði þó setið frá 20. febrúar sama ár sem boðaði til stofnfundar 17. apríl. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram Seyluhreppi. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð; Brynleifur Tobíasson formaður, Árni J. Hafstað ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt.
Þessi félög gengu í sambandið fyrstu 50 árin:
Ungmennafélagið Hegri Rípurhreppi 1917, Ungmennafélagið Höfðstrendingur Hofsós 1917, Ungmennafélagið Tindastóll 1924, Ungmennafélagið Glóðafeykir Akrahreppi 1952, Ungmennafélagið Geisli Óslandshlíð1947, Ungmennafélagið Framsókn Viðvíkursveit 1914-20, Ungmennafélagið Von í Stíflu 1933, Ungmennafélag Holtshrepps 1947, Ungmennafélagið Hjalti Hjaltadal 1932, Ungmennafélag Hagnesshrepps 1947, Ungmennafélagið Bjarmi Godalsókn 1924-36 og Ungmennafélagið Grettir 1956.
Starfsemi sambandsins var að vonum ekki sérlega fjölbreytt fyrstu árin. Þó má nefna að það stóð fyrir Sumarmótum svokölluðum. Þar voru flutt erindi og tekið þátt í kappreiðum. Eins stóð sambandið fyrir fræðslu og fór á milli aðildarfélaga með ýmis erindi. Auk þess stóð sambandið að því að auka áhuga almennings á íþróttum. Sund var snemma á dagskrá og lagði UMSS fjármagn til að endurgera Steinsstaðasundlaug og var þar aðalsundkennsla fram um nokkurt árabil. Þetta var fyrsta steinsteypta sundlaugin í Skagafirði. Seinna var svo gerð laug í Varmahlíð.
Mótahald varð seinna mikið og öflugt, héraðsmótin á 17. júní þóttu stórhátíðir, haldið var úti sér knattspyrnuliði um tíma og settar upp leiksýningar. Héraðsþjálfarar í frjálsum og knattspyrnu voru fastir liðir svo árum skipti og þjálfuðu þeir vítt og breytt um héraðið. Fengu þá krakkar í sveitum sem þéttbýli að spreyta sig í frjálsum og knattspyrnu. Voru æfingar víða, við Ketilás í Fljótum, Hofsósi, Efra-Ási í Hjaltadal, á Vallarbökkum, á Steinsstöðum, Varmahlíð og Sauðárkróki svo einhverjir staðir séu nefndir. Eins var spilaður handbolti um tíma bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Lagðist þetta fyrirkomulag af á níunda áratugnum.
Ekki er ofsögum sagt þó eitt nafn sé tengt UMSS öðru fremur hér í héraði en það er Guðjón Ingimundarson sem var einn af ötulustu brautryðjendum í Skagfirsku íþróttalífi svo áratugum skipti. Guðjón sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í 31 ár þar af 29 ár (1944-1973) sem formaður. Eins sat Guðjón í stjórn Ungmennafélags Íslands um tíma og var þar varaformaður. Fyrir hans tilstilli og með aðstoð margra annarra ötulla manna var haldið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971.
Landsmótið 1971 er eitt af mestu skrautfjöðrum í hatti UMSS. Það tókst með miklum ágætum og mættu 8-10 þúsund manns á mótið. Keppendur voru tæplega 500 og kepptu í 7 mismunandi greinum. Fyrir mótið 1971 var gert stórátak í uppbyggingu keppnisaðstöðu á Sauðárkróki og grasvöllurinn var tekinn í notkun fyrir mótið.
Árið 2004 voru haldin tvö landsmót á Sauðárkróki með þriggja vikna millibili. Byggður hafði verið nýr íþróttavöllur sumarið áður og var hann tilbúin til notkunar á mótinu. Fjórða landsmótið sem haldið hefur verið í Skagafirði var svo um Verslunarmannahelgina 2009. Fimmta landsmótið var svo haldið um Verslunarmannahelgina 2014.
Í dag eru 10 aðildarfélög innan UMSS, þrjú ungmennafélög Hjalti, Neisti og Tindastóll, Ungmenna- og Íþrótttafélagið Smári, Hestamannafélagið Skagfirðingur, Íþróttafélagið Gróska, Golfklúbbur Sauðárkróks, Bílaklúbbur Skagafjarðar, Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Siglingaklúbburinn Drangey. En hinum almennu ungmennafélögum hefur fækkað mikið síðustu 20 árin og önnur félög komið í staðinn.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Á góðri stund. Jóhanna Blöndal þakkar fyrir gullmerki Tindastóls sem Páll Ragnarsson afhenti henni þann 6.11.1982.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Í skjalageymslu HSk

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Staðir

Tegund gagna

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SFA

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

17.08.2017 frumskráning í AtoM.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Stafræn gögn (Master) rights area

Stafræn gögn (Reference) rights area

Stafræn gögn (Thumbnail) rights area

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir