Sýnir 179 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sigurbjörg Gunnarsdóttir: Skjalasafn
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Jólakort

Jólakort frá Ásu Hauksdóttur, jólakveðja til Sigurbjargar og Magnúsar Árnasonar. Kortið er allt útskrifað eins og lítið bréf.
Á umslagi er dagsetningin 17.12.1955. Aftan á umslaginu er nafn Ásu og heimilisfang; Nýbýlavegur 5, Kópavogi.

Sendendur: Anna, Þórarinn og dæturnar

Kortið er frá Önnu, Þórarni og dætrum þeirra. Það var sent frá Hróarsdal í Skagafirði, jólin 1955. Líklega er um að ræða Þórarin Jónsson (1910-1989), Önnu Sigurjónsdóttur (1926-1958) og dætur þeirra: Lilja (1950-) og Elínborg (1954-).

Ljósmynd

Á myndinni eru tvær manneskjur, strákur og stelpa, líklega um eða uppúr unglingsárum. Bera með sér svip fólksins í Utanverðunesi.

Jólakort

Jólakortið er frá Önnu og börnum hennar, Jónínu Elísabetu Waltersdóttur (síðar Firth) og Ágústi Magnúsi Walterssyni.

Jólakort

Kortið er frá Elísabetu og manni hennar, Ágústi Kr. Guðmundssyni. Á kortinu er svarthvít ljósmynd af Sjómannaskólanum. Á umslaginu er dagsetningin 19.12.1955. Kortið sent frá Reykjavík, Bakkastíg 9 A.

Árni, Eyrún, Arnór

Kortið er skrifað á Hofsósi og undirritað af Árna, Eyrúnu og Arnóri. Líklega er um að ræða Árna Sigurðsson (1927-), Eyrúnu Gísladóttur (1931-1997) og Arnór Árnason (1952-).

Niðurstöður 86 to 170 of 179